Bændablaðið - 01.04.2008, Page 18
Bændablaðið | Þriðjudagur 1. apríl 200818
Verðgildi búfjár
áburðarins hefur
aukist töluvert
Hvers virði er hann?
Hækkandi áburðarverð eykur verð
gildi búfjáráburðar. Nú horfum við
fram á um og yfir 90% hækkun á
áburði á milli ára og því nauðsyn
legt að nýta búfjáráburðinn eins
og kostur er. En raunverulegt virði
búfjáráburðarins er alltaf háð þeim
forsendum sem við gefum okkur.
Við gefum okkur að meðalgott
tún þurfi um 115 kg/ha N, 20-25 kg/
ha P og 4550 kg/ha K. Miðað við
þær forsendur er Fjölgræðir 6 frá
Áburðarverksmiðjunni ódýrastur eða
29.268 kr/ha. Ef borið yrði á sama
tún um 11 tonn af kindaskít á ha,
og er þar miðað við slaka meðferð (
haustdreifingu) þá gæfi búfjáráburð
urinn um 40 kg/ha N, 22 kg/ha P og
53 kg/ha K. Þarna væri þörfum á P
og K fullnægt og því vantar aðeins
N áburð. Því þyrfti að bera á 280 kg/
ha. af Magna sem kostar 8,652 kr.
Þetta þýðir að 11 tonn af kindaskít
má verðleggja á um 20.600 kr/
ha. Sé sama dæmi sett upp miðað
við að dreifa 18 tonnum af hreinni
kúamykju á ha (3640 tonn af vatns
blandaðri mykju) gefur það magn
ca. 40 kg/ha N, 13 kg/ha P og 43 kg/
ha K. Til viðbótar við búfjáráburð
inn þarna þyrfti að bera á ca. 280
kg/ha af Græði 9 sem er ný tegund
sem kostar um 13.685 kr. á ha. eða
ca. 310 kg af Fjölgræði 9 sem kostar
um 15.469. Í þessu tilfelli má segja
að ca. 18 tonn af kúamykju gæti lagt
sig á um 13.600 kr.
Þarna er óneitanlega möguleiki
á að spara sér áburðarkaup upp á
13.60020.600 kr/ha og má spyrja
sig að því hvort bændur hafi almennt
efni á að horfa fram hjá slíkum
sparnaði nú þegar allt aðfangaverðið
hefur hækkað verulega sem og fjár
magnskostnaður.
Sem jarðræktarráðunautur er það
reynsla mína að ekki sé ráðlegt að
spara áburð, nema því aðeins að um
sé að ræða verulegar uppsafnaðar
fyrningar. Eigi bændur hins vegar
miklar fyrningar er að öllum líkind
um betra að leggja lökustu túnum,
(uppskerulitlum túnum eða verulega
ósléttum túnum) en draga ekki úr
áburðarmagni á þau tún sem borið
er á, slíkur sparnaður á áburði getur
reynst dýr.
Í ein 30 ár hef ég ráðlagt bænd
um að taka tillit til búfjáráburðar
við gerð áburðaráætlana. Það er
ekki skynsamleg fjárfesting að bera
vel á af búfjáráburði og síðan bera
á þrígildan áburð að auki sem næst
eins og ef enginn búfjáráburður væri
til staðar. Fæstir eiga búfjáráburð á
öll sín tún. Yfirleitt má reikna með
að búfjáráburður sem fellur til á
meðalbúi dugi á helming túnanna.
Því er skynsamlegt að bera vel á af
búfjáráburði á hluta túna en alls ekki
á sömu túnin ár eftir ár.
Búfjáráburður er vissulega
stór óvissuþáttur í áburðaráætl
anagerð þar sem ekki er gott að
segja með vissu um nýtingu hans.
Geymsluaðstæður skipta þar tölu
verðu máli. Mörgum hefur reynst
erfitt að áætlan magnið, sér í lagi
þegar um mikla vatnsíblöndun er
að ræða. Ákjósanlegast er að finna
út magn af tiltækum skít á búinu
miðað við gripafjölda og innistöðu
og reyna síðan að áætla magn á ha.
með slíkri nálgun. Á búi þar sem t.d.
til eru um 350 tonn af mykju sam
kvæmt slíkum útreikningum skiptir
ekki máli hvað mörgum tonnum
er ekið út úr kjallara, umfram
magnið er vatn. Annar töluvert stór
óvissuþáttur varðandi búfjáráburð
inn er efnamagnið en þar göngum
við út frá eldri rannsóknum. Hins
vegar er fóðrun almennt betri í dag
og því má ætla að efnamagnið sé
frekar hærra en lægra. Fram kom í
erindi á Fræðaþingi landbúnaðarins
2008 að við mælingar á búfjáráburði
á svokölluðum Sprotabúum var
efnainnihald hærra en eldri viðmið
hafa áætlað. Því tel ég að almennt
höfum við frekar verið að vanáætla
efnainnihald búfjáráburðar á und
anförnum árum.
Hvað gera bændur nú? – 3
Hvaða aðgerðir geta leitt til þess að draga úr áhrifum hækkana á áburðarverði í ár?
Sigurður Jarlsson
jarðræktarráðunautur hjá
Búnaðarsamtökum Vesturlands
sj@bondi.is
Jarðrækt
Undanfarin ár má ætla að repja hafi
verið ræktuð á 23000 hektörum.
Eitthvað mun vera slegið og rúllu
verkað en langmestur hluti er not
aður til beitar, randbeitar fyrir mjólk
urkýr eða til bötunar sláturlamba.
Nýting við randbeit hefur verið
rannsökuð nokkuð á Hvanneyri.
Eftir þeirri reynslu að dæma er hún
óneitanlega heldur slök, hlutfalls
lega góð þegar lítið er sprottið, en
þá er líka lítið að bíta. Eftir því sem
meira sprettur verður nýtingin stöð
ugt lélegri, því kýrnar éta einungis
blöð en skilja stöngla og blaðstilka
eftir. Það er enda almenn regla í
plönturíkinu, að þegar blaðþekja
hefur náð vissu marki, standast
á myndun nýrra blaða og söln
un þeirra eldri, enda þá komin í
skugga. Almenn reynsla er sú, að
kýrnar bíti um 350 g þe/m², eða
sem svarar til 35 hkg þe/ha, en
afgangurinn, jafnmikill eða meiri,
treðst niður þegar strengurinn er
færður næsta sinn.
Hámarksfærsla hverju sinni er um
1,5 m, en sé meira flutt treðst mjög
mikið niður. Ef kúnni er ætlað að bíta
3,5 kg repjuþurrefnis á dag þarf hún
þannig að hafa um sex lengdarmetra
af repju, en þrjá metra ef strengurinn
er fluttur tvisvar á dag.
Eðlilega vilja menn fá viðunandi
repjubeit eins snemma og hægt er.
Sumir hafa valið þann kost að sá
sumarrepju í þessu skyni. Það er
ekki góður kostur, nema sáð sé í
t.d. viku beit. Sumarrepjan blómstr
ar snemma og um leið og plantan
byrjar að mynda blóm hættir hún
að mynda ný blöð.
Í beitarathugun á Hvanneyri
árið 2005 var prófað að nota tvöfalt
sáðmagn; vonin var sú að stönglar
yrðu grennri og lystugri fyrir kýrn
ar. Svo varð alls ekki, en augljós
lega varð sá hluti spildunnar mun
fyrri til og kæfði nokkurn arfa í
fæðingu. Eftir þeirri reynslu er
fullt eins vænlegt að renna sáðvél
inni tvisvar yfir þann hluta akursins
sem fyrst á að beita, eins og að sá
sumarrepju. Það er ekki dýrara, því
sumarrepjufræ er um tvöfalt dýrara
en vetrarrepjufræ.
Til að lýsa þessu er meðfylgjandi
mynd 1. Heilu línurnar sýna upp
skeruferil eftir venjulegt (10 kg/ha)
og tvöfalt sáðmagn, en brotalín
urnar þann hluta uppskerunnar sem
kýrnar bitu hverju sinni.
Alltaf er boðið upp á nokkra
repjustofna. Sumir er gamlir og
reyndir, en alltaf eru að koma nýir
stofnar. Ótímabær blómgun er versti
ókostur vetrarrepju. Þegar verst
lætur hegða slíkir stofnar sér rétt
eins og sumarrepja. Ástæðan er, að
við spírun í kaldri jörð fá stofnarnir
kuldasjokk og hlaupa í njóla. Dæmi
um þetta eru stofnar eins og Fontan
og Interval, sem stöldruðu við í eitt
ár á markaði hér. Barcoli er orð
inn gamalreyndur, oftast blómstrar
hann seint en á þó til að blómstra
eftir kalt vor. Árið 2006 prófuðum
við hvernig nokkrir stofnar reynd
ust við randbeit. Interval óx beint
til himins og varð einfaldlega ónýt
ur, en aðrir stofnar reyndust eins og
sést á mynd 2. Athugunin nær yfir
mun skemmri tíma en árið áður, en
meginniðurstöður eru hinar sömu
þótt sveiflurnar séu allmiklar.
Stofninn Akela hefur nokkra
sérstöðu. Hann er dvergstofn, sem
þýðir að stöngull hans vex ekki
eða mjög lítið. Þess vegna er hann
lágvaxinn og mjög veikur fyrir
arfa. En Hobson er hástökkvarinn.
Bæði nær hann mestri heildarupp
skeru, og bitið magn er nokkru
meira en hjá hinum stofnunum.
Að auki blómstraði hann minna en
bæði Delta og Barcoli. Mér þætti
fróðlegt að heyra af reynslu manna
af Hobson.
Þessi grein er sú sama og birtist
í síðasta Bændablaði en þá urðu
myndirnarviðskilaviðgreinina.
Repja
stofnar, sáðmagn og nýting
Ríkharð Brynjólfsson
prófessor við Landbúnaðarháskóla
Íslands, Hvanneyri
rikhard@lbhi.is
Jarðrækt
Mynd 2. Uppskera og bitin repja á Hvanneyri eftir stofnum.
Mynd 1. Uppskera og bitin repja á
Hvanneyri.