Bændablaðið - 01.04.2008, Side 22

Bændablaðið - 01.04.2008, Side 22
Bændablaðið | Þriðjudagur 1. apríl 2008 Í nýrri vísitölu neysluverðs fyrir marsmánuð kemur fram hækk­ un um 1,47% sem þýðir að sl. 12 mánuði mælist verðbólga 8,7% í landinu. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 6,4% á sama tíma. Verðbólga hér á landi hefur ekki verið jafn mikil frá því í mars 2002 þegar hún mældist einnig 8,7%. Í janúar­ mánuði 2002 mældist verðbólgan 9,4% og 8,9% í febrúar 2002. Kjöt lækkaði um 1,39% Verð á mat­ og drykkjarvörum hækkaði um 0,35 og áhrif á vísitölu eru 0,04 prósentustig. Mest hækk­ aði verð á brauði og kornvörum eða um 2,47%. Fiskur hækkaði um 1,79% og sykur, súkkulaði og sælgæti hækkaði um 1,62%. Kjöt lækkaði um 1,39% sem hafði áhrif til lækkunar um 0,04 prósentustig. Mjólk ostar og egg lækkuðu um 0,08% og grænmeti og kartöflur um 1,32%. Meðfylgjandi tafla sýnir breytingar helstu matvöruliða frá fyrra mánuði. Hækkanir raktar til innfluttra vara Hækkanir á vísitölu neysluverðs má einkum rekja til hækkana á inn­ fluttum vörum, s.s. bílum, bensíni, fötum og skóm. Kostnaður vegna reksturs eigin bifreiðar jókst um 3,1% (vísitöluáhrif 0,45%). Þar af hækkaði verð á nýjum bílum um 2,9% (0,18%) og á bensíni og olíum um 5,0% (0,25%). Vetrarútsölum er víðast lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 6,3% (0,26%). Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 1,1% (0,22%), þar af voru 0,15% áhrif vegna hærri raunvaxta og 0,07% vegna hækkunar á mark­ aðsverði húsnæðis. Meðfylgjandi myndir sýna þróun matvælaverðs á áður nefndu tímabili. Annars vegar kjöt­ og fiskverðs samanborði við vísitölu neysluverðs og hins vegar annarra matvæla. Matur og drykkjarvörur eru nú 12,27% af útgjöldum heim­ ilanna samkvæmt vísitölu neyslu­ verðs, þar af matvörur 11,14%. Þar af eru búvörur án grænmetis 4,8%, grænmeti 0,7%, aðrar innlendar mat og drykkjarvörur 4,4% og inn­ fluttar mat­ og drykkjarvörur 2,4%. Á markaði 22 Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Matvælaverð Dagsetning gildistöku Sala á greiðslu marki ltr. Uppsafnað frá upphafi verð lagsárs, ltr. Meðalverð síðustu 500.000 ltr. kr/ltr* 1. september 2007 1.321.555 1.321.555 289,08 1. október 2007 49.126 1.370.681 295,03 1. nóvember 2007 304.211 1.674.892 303,91 1. desember 2007 199.121 1.874.013 299,74 1. janúar 2008 1.874.013 1. febrúar 2008 207.358 2.081.371 319,45 1. mars 2008 102.937 2.184.308 326,83 1.apríl 2008 481.421 2.665.729 341,07 * Að baki meðalverði er að lágmarki miðað við síðustu 500 þúsund lítra. ** Samanlagt magn í desember 2007 og janúar 2008 Verð á greiðslumarki í mjólk í mars 2008 Verð á greiðslumarki í mjólk miðað við síðustu 507 þúsund lítra sem við­ skipti áttu sér stað með var 341,07 kr/lítra, miðað við viðskipti sem taka gildi 1. apríl n.k. Þar með hefur verðið hækkað um 18% frá meðalverði í upphafi yfirstandandi verðlagsárs. Í Internationella­Perspektiv þann 14. mars sl. er fjallað um þróun matvælaverðs á heimsmarkaði og horfur á því sviði. Verðhækkanir nú eru einkum raktar til aukinnar eftirspurnar eftir kjöti og mjólk­ urvörum í mörgum þróunarlönd­ um og framleiðslu eldsneytis úr korni. Þá hefur framleiðslukostn­ aður hækkað vegna verðhækkana á áburði og eldsneyti. Samkvæmt greiningu hagfræðideildar sænska bankans Swedbank eru þessar hækkanirnar komnar til að vera. Aukin eftirspurn eftir búfjár­ afurðum í Asíu og aukin notkun korns til fóðurs skiptir þar miklu ásamt áðurnefndri þróun í elds­ neytisframleiðslu. Riksbanken (sænski seðlabankinn) tekur í sama streng en bendir jafnframt á að búvöruframleiðsla verði við þetta arðbærari en áður. Spáð er auknu framboði á búvörum en jafnframt áframhaldandi aukningu á eftirspurn. Því spáir bankinn áframhaldandi verðhækkunum á heimsmarkaði þó þær verði ekki í sama mæli og á síðasta ári. FAO – Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna – tekur í sama streng í nýlegri skýrslu „Crop Prospects and Food Situation“, þó búist sé við verulegri framleiðsluaukn­ ingu á árinu 2008. FAO spáir því jafnframt að framboð á tilbúnum áburði muni aukast á næstu fimm árum og mæti þar með aukinni eftirspurn, sem bendir til að verð á áburði geti lækkað aftur. Þá er reiknað með að meira land verði tekið til ræktunar á næstu árum, líklega sem svarar allt að 15­20% stækkun af núverandi rækt­ arlandi. Slík framleiðsluaukning mun til lengri tíma lækka verð á búvörum. Hækkað heimsmarkaðsverð á korni er hagstætt þeim sem fram­ leiða það og selja. Sama á við um eldsneyti. Á sama tíma hefur þetta neikvæð áhrif á framleiðslu búfjárafurða. Hækkað orkuverð þýðir ekki aðeins að framleiðsla sem er mjög háð eldsneyti og raf­ orku verður dýrari heldur einnig að áburður verður dýrari. Það er því erfitt að draga saman áhrifin af þessum breytingum. EB Verðbólga og búvörur Framleiðsla feb.08 des.07 mar.07 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % 2008 feb.08 feb.08 febrúar '07 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt 634.825 1.888.263 7.739.794 13,2 6,2 12,5 28,6% Hrossakjöt 67.255 328.638 997.076 -5,4 14,3 13,7 3,7% Kindakjöt * 0 22.135 8.639.504 -100,0 -59,6 -0,1 31,9% Nautgripakjöt 312.174 896.618 3.632.941 9,9 11,6 9,3 13,4% Svínakjöt 491.625 1.453.248 6.058.745 3,0 -3,6 3,0 22,4% Samtals kjöt 1.505.879 4.588.902 27.068.060 8,0 3,6 5,7 Innvegin mjólk, lítrar 10.216.184 30.848.244 125.266.518 3,8 2,2 5,5 Sala innanlands Alifuglakjöt 631.989 1.856.875 7.619.237 14,8 12,9 14,3 30,6% Hrossakjöt 73.304 184.249 665.183 24,9 8,6 -9,7 2,7% Kindakjöt 598.522 1.789.584 6.983.579 -24,3 0,0 -1,1 28,0% Nautgripakjöt 278.972 867.171 3.593.851 -1,8 7,8 7,6 14,4% Svínakjöt 491.853 1.454.340 6.060.279 3,1 -3,6 2,9 24,3% Samtals kjöt 2.074.640 6.152.219 24.922.129 -4,0 4,0 5,2 Sala á próteingrunni 9.493.503 28.182.402 115.995.464 9,5 4,6 2,2 Sala á fitugrunni 8.645.736 28.126.375 109.989.471 9,2 7,3 5,2 * Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. Breyting frá síðasta mánuði Áhrif á vísitölu Vísitala neysluverðs 1,47 1,47 Matur og drykkjarvörur 0,35 0,04 Matur 0,40 0,05 Brauð og kornvörur 2,47 0,05 Kjöt -1,39 -0,04 Fiskur 1,79 0,01 Mjólk, ostar og egg -0,08 0,00 Olíur og feitmeti 0,90 0,00 Ávextir 0,01 0,00 Grænmeti, kartöflur o.fl. -1,32 -0,01 Sykur, súkkulaði, sælgæti o.fl. 1,62 0,02 Aðrar matvörur 2,00 0,02 Drykkjarvörur -0,13 0,00 M ar s Ap ríl M aí Jú ní Jú lí Ág ús t Se pt em be r O kt ób er N óv em be r D es em be r Ja nú ar Fe br úa r M ar s 90 95 100 105 110 115 120 Vísitala neysluverðs Matur Brauð og kornvörur Mjólk Ávextir Grænmeti, kartöflur o.fl. M ar s Ap ríl M aí Jú ní Jú lí Ág ús t Se pt em be r O kt ób er N óv em be r D es em be r Ja nú ar Fe br úa r M ar s 90 95 100 105 110 115 120 Vísitala neysluverðs Kjöt Nautakjöt, nýtt eða frosið Svínakjöt, nýtt eða frosið Lambakjöt, nýtt eða frosið Fuglakjöt, nýtt eða frosið Kjöt unnið, reykt og saltað Fiskur Vísitala neysluverðs í mars 2008 Innlendar búvörur halda aftur af verðbólgu Framleiðsla á kjöti var 8% meiri í febrúar 2008 en í sama mánuði árið áður. Mest var framleitt af alifuglakjöti 635 tonn. Af svínakjöti voru framleidd 492 tonn og nautgripakjöti 312 tonn. Framleiðsla kjöts síðustu 12 mánuði var 5,7% meiri en næstu 12 mánuði á undan. Sala á kjöti var 4% minni í febrúar en í febrúar árið áður. Vera kann að þar sem sprengidag bar upp í janúar hafi einhver tilfærsla verið á sölu milli mánuða, en mikil kjötsala fylgir þeim degi. Mest sala var á alifuglakjöti, 632 tonn, 14,8% meiri en í sama mánuði í fyrra. Af kindakjöti seldust 599 tonn, svínakjöti 492 tonn og 279 tonn af nautgripakjöti. Sala hrossakjöts nam 73 tonnum sem er 25% aukning frá sama mánuði í fyrra. Framleiðsla mjólkur í febrúar nam 10.216.184 lítr­ um, 3,83% meira en í sama mánuði í fyrra. Framleiðsla mjólkur síðastliðna 12 mánuði nam 125,3 millj. lítra, 5,5% meira en næstu 12 mánuði á undan. Sala mjólk­ urafurða er einnig vaxandi. Sala á próteingrunni í febrúar nam tæplega 9,5 millj. lítrum 9,5% meira en á sama tíma í fyrra. Á fitugrunni nam heildarsala 8,6 millj. lítra, 9,18% meira en í fyrra. Framleiðsla og sala búvara í febrúar Þróun kjöt- og fiskverðs sl. 13 mánuði. Vísitala 100 í mars 2007. Þróun verðs á ýmsum matvælum sl. 13 mánuði. Vísitala 100 í mars 2007. Mjólkurverð til bænda frá afurðastöðvum hækkar um 14,04 kr/lítra þann 1. apríl n.k. úr 49,96 kr./l í 64 kr./l. Þessi hækkun er einkum tilkomin vegna verð­ hækkana á kjarnfóðri, áburði og eldsneyti en einnig hafa vextir verðlagsgrundvallarbúsins verið hækkaðir til móts við þær hækk­ anir sem á þeim hafa orðið á fjár­ magnsmarkaði. Frá 1. septem ber hefur kjarn­ fóður hækkað um 20,35%, áburð­ ur um 80%, vélar um 7,82% sem einkum byggist á hækkun á verði gasolíu. Þá er nú tekin inn í verð­ lagsgrundvöllinn hækkun vaxta á undanförnum misserum en með­ alvextir af fjármagni sem bundið er í rekstri verðlagsgrundvallarbús­ ins voru 3,4%. Heildarvaxtagjöld hækka þannig nú úr 2.065.047 kr. í 3.170.285 kr. eða um 53,52%. Hækkunin nemur 5,88 kr. á lítra. Verðið skiptist þannig að fyrir próteinhluta mjólkurinnar eru greidd ar 48 kr./lítra eða 14,3287 á einingu og fyrir fitu 16 kr./lítra eða 4 krónur á eininguna. Sjá nánar aug­ lýsingu í Lögbirtingablaðinu. EB Hækkun mjólkurverðs 1. apríl

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.