Bændablaðið - 01.04.2008, Qupperneq 26
Bændablaðið | Þriðjudagur 1. apríl 200826
Kærulesendur,
þótt úti sé enn heldur marga snjó
skafla á að líta, í það minnsta hér
Norðanlands, þá er það nú þannig
að brátt gengur sá tími í garð, þegar
hægt verður að hefjast handa við að
nýta sér þær jurtir sem villt íslensk
náttúra býður upp á. Margar þess
arra jurta vaxa svo að segja í tún
garðinum hjá okkur og það alveg
sjálfar! Það eina sem við þurfum
að gera er að skreppa í grasaferð,
tína eða taka nokkrar þeirra og nýta
okkur á heimilinu. Athuga þarf vel
hvar gott er að ná í einstaka jurtir,
hvenær um sumarið er best að taka
þær og hvernig gott er að standa
að því. Það er einnig mikilvægt að
huga vel að þurrkun og geymslu
jurtanna.
Birki (Betula pubescens) er
hægt að safna nærri allt sumarið,
en best eru nýju og fersku blöðin
sem er auðvitað allramest af fyrst
á sumrin, en taka má ný blöð allt
árið. Birkið vex um allt land og
auðvelt að nálgast. Það er talið vera
blóðhreinsandi, blóðþrýstingslækk
andi og bjúgeyðandi. Það er mjög
gott í te og virkar einnig ljómandi
sem kryddjurt í matargerð.
Bláberjalyng (Vaccinium ulig
inosum) vex í móum og fjallshlíð
um um allt land. Af þessarri jurt
eru það ekki bara berin sem eru
svo ljúffeng að hausti heldur einnig
sætukopparnir að vori eða snemma
sumars. Þeir eru þá teknir í maí eða
júní og þurrkaðir eða notaðir fersk
ir í te og salöt. Sætukopparnir gefa
teblöndu sætan blómakeim sem
er alveg yndislegur. Ég læt mig
dreyma um að gera af þeim síróp
einn daginn, eins og gert er með sæt
blóm yllisins á meginlandi Evrópu.
Blóðberg (Thymus praecox) er
ein þeirra jurta sem fólk hér á landi
hefur nýtt til lækninga og í mat
argerð í margar aldir. Blóðberg vex
nánast um allt land, helst á melum
eða í þurru mólendi. Rétt er að týna
það þegar litlu fjólubláu blómin eru
útsprungin, en það er fyrri hluta
sumars, í júní og júlí. Jurtin vex í
jarðrenglum, sem liggja nokkuð
þétt að jörðinni. Gæta verðu að því
við tínslu að slíta ekki upp heilu
blóðbergsjurtirnar, heldur klippa,
skera eða klípa varlega eina og eina
grein af hverri jurt. Þetta á reyndar
við um fleiri jurtir. Tekin eru bæði
blóm og blöð blóðbergsins. Það
er sérlega gott í te, eitt og sér en
einnig með öðrum jurtum eins og
vallhumli og mjaðurt. Það er talið
lækna lungnamein og magakveisur.
Blóðbergið er auðvitað frábært á
lambasteikina og sem krydd í fleiri
rétti, svo sem indverska lambarétti,
á silung og í grænmetisrétti.
Mjaðjurt (Filipendula ulm
aria) vex aðallega á Suðvesturhorni
landsins en einnig á hlýrri stöðum
annars staðar á landinu, enda frekar
hitakær jurt. Mjaðurtin kýs rakan
jarðveg og er því helst að finna þar
sem því er fyrir að skipa eins og við
lækjarbakka og í mýrum. Jurtin er
tekin í fullum skrúða, þegar hvít
ir blómskúfarnir teygja sig allt að
meter upp í loftið. Þá er besta að
skera heilu jurtirnar úr breiðunum
og safna þeim saman í vendi. Þetta
er gert seinni hluta sumars, en
mjaðurtin blómstar í júlí til ágúst.
Hún er frábær tejurt og margra
meina bót þegar kemur að verkjum
og krömpum. Þá eru notuð bæði
blöðin og blómin sem hafa verið
þurrkuð, en ekki stönglarnir.
Skarfakál (Cochlearia officinal
is) er fjörujurt og því helst að finna
milli kletta og klappa í sjávarkamb
inum víða um land. Af skarfakál
inu eru blöðin tekin eftir að jurtin
hefur blómstrað snemma sumars, í
maí og júní. Þau eru notuð fersk í
salöt en einnig þurrkuð og gerð af
þeim urtaveig. Skarfakálið er afar
Cvítamínríkt.
Vallhumall (Achillea millefoli
um) er ein helsta villta nytjajurtin
okkar. Hann vex mjög víða um land
í frekar þurrum jarðvegi. Gæta þarf
við söfnun að jurtirnar séu nægi
lega hreinar og ómengaðar því vall
humallinn vex gjarnan í vegköntum
og við mannabústaði. Vallhumli
er best að safna fyrri hluta sumars
þegar hann er í blóma og eru þá
heilu jurtirnar teknar úr breiðum
og þær þurrkaðar í vöndum, líkt og
með mjaðjurtina. Vallhumallinn
er þekkt alhliða lækningajurt og er
meðal annars notuð í græðissmyrsl
á sár og útbrot. Hann er fín tejurt
og er góður ásamt blóðberginu og
birkinu á lambasteikina, en einnig í
kartöflurétti.
Það hefur töluvert að segja að
standa vel að söfnun jurtanna og
umgangast þær af virðingu á þeirra
heimaslóðum. Passa þarf vel upp á
að taka ekki of mikið af sömu jurt
á litlu svæði, heldur tína smá hér
og aðeins þar. Mikilvægt er að tína
jurtir í taupoka eða ílát sem loft
streymi er um og henta plastpoka
illa. Jurtirnar eru svo þurrkaðar um
leið og heim er komið (eða í sumar
bústaðinn). Þá er þeim dreift á tau
klúta á borði eða hillu eða hengd
ar upp sem vendir þar sem ekki er
fengist við matargerð. Þurrkunin
tekur tíu daga til þrjár vikur, eftir
tegundum og auðvitað verða jurt
irnar að vera orðnar skraufþurrar
áður enn þær eru settar í krukkur
til geymslu. Þær eru svo geymdar
á skuggsælum stað og nýttar sem
fyrst.
Kristín Þóra Kjartansdóttir
sagnfræðingur og garðyrkjunemi
kristinkj@gmx.net
Gróður og garðmenning
Nú er góður tími til að
ganga í skógræktarfélag eða
önnur slík samtök og láta þann
ig gott af sér leiða í þágu rækt
unar í landinu.
Skarfakálið er gömul íslensk nytjajurt. Skarfakálsbreiður vaxa víða við sjávarsíðuna. Hér sést ein slík á klettabrún
í Grímsey innan um lundaholur.
Villtar íslenskar jurtir
nýttar til heimilishalds
Leiðrétting á myndatexta. Í myndatexta með mynd af handhöfum Landbúnaðarverðlaunanna 2008 sem birt var í síðasta blaði varð nokkur ruglingur á
nöfnum. Myndin er því birt hér aftur og vonandi rétt röð á verðlaunahöfum. Talið frá vinstri eru á myndinni hjónin Guðni Einarsson og Halla Ólafsdóttir
og Grétar Einarsson og Sædís Íva Elíasdóttir, öll frá Þórisholti í Mýrdal, Þórður Jónsson og Ása Björg Stefánsdóttir, Árbæ í Reykhólasveit, Sigfríður
Magnúsdóttir frá Stað í Reykhólasveit og að baki henni sér í eiginmanninn Eirík Snæbjörnsson. Þá kemur Einar Kr. Guðfinsson landbúnaðarráðherra
og honum á vinstri hönd eru hjónin tvenn í Möðrudal á Efra Fjalli: Vilhjálmur Vernharðsson og Elísabet Kristjánsdóttir, Anna Birna Snæþórsdóttir og
Vernharður Vilhjálmsson. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.
Blóðsermi sem sprautað er í
nýfædd lömb, og er gegn lamba
blóðsótt, sem er baktería í görn
um lambanna og fer að mynda
eiturefni þar ef ekki er bólusett
gegn þessu. Nú er blóðsermi að
mestu að hverfa og nýtt bóluefni
notað í staðinn en því er sprautað
í ærnar skömmu fyrir burð.
Eggert Gunnarsson, dýralækn
ir á Keldum, sagði að það færist
í vöxt um allan heim að bólusetja
frekar ærnar og láta þær framleiða
mótefni sem þær skila svo yfir í
ófædd lömbin frekar en að nota
sermi. Aðferðin við að búa það til
hefur mætt aukinni andstöðu.
Hrossablóð
Efnið sem ærnar eru nú bólusettar
með er unnið úr sýklum sem mynda
mótefni og kallast Blandað bóluefni
gegn lambablóðsótt, bráðapest og
garnapest og eru ærnar bólusettar
einu sinni eða tvisvar fyrir burð.
Eggert segir að þeir hafi í vetur
framleitt lítið eitt af blóðsermi til
að nota í neyð hafi bændur ekki
bólusett ærnar.
Til þess að framleiða sermi þarf
að sprauta ákveðnum eiturefnum
sýkla í hross. Þau framleiða þá
mótefni og síðan er tekið úr þeim
blóð og sermi er unnið úr hrossa
blóðinu. Þetta hefur verið notað til
að sprauta lömb en ókosturinn við
þetta er að það þarf að sprauta þau
alveg nýfædd þannig að það getur
verið æði erfitt um miðjan sauð
burð. Eggert segir það líka mun
hagkvæmara að sprauta bara ærnar
fyrir burð og láta þær skila efninu
til lambanna.
Óhagkvæmt
Hann segir að þeir á Keldum séu
að mestu hættir að framleiða blóð
sermi enda sé sú framleiða mjög
óhagkvæm á margan hátt. Það þurfi
að vera með hross í þessu, sprauta
þau reglulega og taka úr þeim blóð.
Frá dýraverndarsjónarmiði er óþarfi
nú orðið að nota dýr til svona fram
leiðslu þegar hægt er að gera þetta
öðruvísi.
Sumir halda því fram að ef
menn hafi hvorki þetta bóluefni
fyrir ærnar né blóðsermi geti AB
mjólk komið að gagni. Eggert segir
að AB mjólkin geti aldrei komið í
stað þessara efna en hún geti gert
eitthvert gagn. S.dór
Blóðsermi er aðeins notað í neyðartilfellum
Blandað bóluefni gegn lambablóðsótt, bráðapest og garnapest er nú notað til bólusetningar á ánum fyrir burð
Áskorun
Hér með er skorað á þá, sem
hafa tekið að sér bólusetningu
ásetningslamba gegn garna
veiki og ekki hafa gert skil
á bólusetningarskýrslum til
réttra aðila, að gera það strax
og láta vita um fjáreigendur á
svæði sínu, sem ekki hafa enn
látið bólusetja.
Það er hægt að útrýma
garnaveiki úr landinu, ef engin
vanræksla á sér stað varð
andi bólusetninguna. Vanskil
á skýrslum getur tafið það að
hægt verði að hætta bólusetn
ingu á viðkomandi svæði.
Sigurður Sigurðarson
dýralæknir