Bændablaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 13
13 Bændablaðið | fimmtudagur 22. október 2009
Nýlega tók til starfa á Hvann-
eyri Sprotinn, frumkvöðla- og
tækni þróunarsetur. Þetta er sam-
starfs verkefni Land bún að ar há-
skóla Íslands, Atvinnu ráð gjafar
Vesturlands og Ný sköp un ar -
mið stöðv ar Íslands. Snorri Sig-
urðsson verkefnisstjóri segir að
tilgangur Sprotans sé að skapa
vettvang starfsfólks og nemenda
LbhÍ og atvinnulífs. Þar má nefna
samstarf bænda, þjónustuaðila
við landbúnað og samstarfsstofn-
ana á sviði matvælaframleiðslu,
náttúrufræða- og umhverfismála
og atvinnu- og nýsköpunar. LbhÍ
leggur til aðstöðu fyrir starfsem-
ina, aðgengi að þjónustu stofn-
unarinnar í víðum skilningi og
stjórn verkefnisins, en bæði
At vinnuráðgjöf Vesturlands og
Ný sköp unarmiðstöð leggja til
verk efnisins faglega aðstoð, hvor
á sínu sviði.
Sjálfbjarga um matvæli og orku
Snorri segir að landbúnaður í
heiminum standi að mörgu leyti á
krossgötum. „Við blasir að mat-
vælaframleiðsla þarf að tvöfald-
ast fram til ársins 2050 en á sama
tíma eykst eftirspurn eftir land-
búnaðarafurðum til orkufram-
leiðslu. Loftslagsbreytingar ógna
framleiðsluöryggi og margvísleg
umhverfisvandamál rýra framleiðni
ræktarlands. Þótt Ísland vegi lítið í
hinu alþjóðlega samhengi, er inn-
lend framleiðsla á matvælum og
orku mikilvæg fyrir þjóðarhag.
Auk þess kunna að skapast tæki-
færi til útflutnings vöru og þekk-
ingar. Nú þegar efnahagskreppa
ríður yfir íslenskt samfélag verður
æ betur ljóst hversu mikilvægt það
er að vera að einhverju leyti sjálf-
bjarga um matvæli og orku. Í þessu
sambandi vaknaði sú áleitna spurn-
ing hvernig Landbúnaðarháskólinn
gæti brugðist við til að efla nýhugs-
un hvað varðar þróunarstarf og
atvinnutækifæri í lífvísindum.
Í framhaldinu var svo leitað til
Nýsköpunarmiðstöðvarinnar og
Atvinnuráðgjafarinnar,“ segir
Snorri um tilurð þess að Spotinn
var stofnaður.
Hugmyndaríkt fólk í sveitum
Snorri segir að aðstandendur Sprot-
ans hafi miklar væntingar um að
geta skapað farveg fyrir atvinnu-
og nýsköpun. „Margt hugmynda-
ríkt fólk er í sveitum landsins, sem
við þurfum einfaldlega að ná til og
draga allar frábæru hugmyndirnar
upp á yfirborðið. Þrátt fyrir að við
byrjuðum formlega fyrir örfáum
vikum, hafa nú þegar margir haft
samband. Við erum að vinna að
mörgum áhugaverðum verkefnum
en því miður er þó ekki hægt að
greina frá einstökum verkefnum
þar sem gæta þarf trúnaðar við þá
aðila sem unnið er með og fyrir.
Um leið og verkefnin eru komin
lengra verður það hægt. Ég get
þó sagt að verkefnin eru afar fjöl-
breytt og ná yfir allt frá nýjungum í
tækni fyrir búfjárræktun upp í mat-
vælaframleiðslu. Raunar allt þar á
milli.“
Aðspurður segir Snorri að Sprot-
inn veiti ekki beina styrki, heldur
aðstoði við að veita verkefnum
brautargengi. Fjármögnun Sprotans
kemur bæði frá samstarfsaðilum
verkefnisins og Vaxtarsamningi
Vesturlands.
Sérfræðingar í gerð áætlana
Þótt Sproti ráði ekki yfir fjármagni
segir Snorri að ýmsir möguleikar
séu í boði fyrir þá sem vinna að
nýjum og spennandi verkefnum.
„Hluti af starfsemi Sprotans er
að bjóða upp á aðstöðu, svo sem
skrifstofur, aðgengi að rannsókna-
stofum, verkstæðum og fleiru, en
einnig að aðstoða við fjáröflun. Það
gerum við með okkar sterku sam-
starfsaðilum, Atvinnuráðgjöfinni
og Nýsköpunarmiðstöðinni. Bæði
eru þarna úti mögulegir styrkir en
einnig annað fjármagn ef verkefnin
eru nógu áhugaverð og vel upp sett.
Starfsfólk Atvinnuráðgjafarinnar
er sérfræðingar í gerð áætlana fyrir
fyrirtæki og gagnast því sérstaklega
vel fyrir þá sem eru í fjármagns-
leit.“
Kreppan laðar fram hugvitskraft
Snorri segir vissulega mjög mik-
ilvægt að nýta kraftinn sem búi
í samfélaginu. „Eins og marg-
oft hefur komið fram í fjölmiðl-
um virðist efnahagslægðin draga
fram hugvitskraftinn og verkefni
okkar er að nýta þessa óbeisluðu
orku í þágu samfélagsins. Við hjá
Landbúnaðarháskólanum búum
yfir einstakri sérþekkingu á land-
búnaðar- og umhverfismálum,
auk þess að ráða yfir fullkomnum
tækja búnaði til rannsókna. Því er
Sprotinn fengur fyrir þá sem hafa
áhuga á verkefnum á þessu sviði.
Við tökum einnig við ábendingum
um möguleg tækifæri, jafnvel þó
viðkomandi aðili vilji ekki endilega
vinna sjálfur að slíku. Þannig söfn-
um við í gagnabanka ýmsum hug-
myndum að verkefnum sem hægt
er að sækja í.“
En hvert á fólk svo að snúa sér,
vilji það sækja þjónustu og ráðgjöf
í Sprotann? „Einfaldast er að senda
okkur póst á sprotinn@lbhi.is eða
bara slá á þráðinn til mín í síma
843-5341. Við tökum öllum vel
og vinnum að sjálfsögðu að öllum
verkefnum í fullum trúnaði, enda
geta verið á ferðinni hugmyndir
sem eru allt upp í að vera stórkost-
legar,“ segir Snorri Sigurðsson að
endingu. þá/Skessuhorn
„Geta verið allt upp í stór-
kostlegar hugmyndir“
– Spjallað við Snorra Sigurðsson um Sprotann – nýtt frumkvöðla- og
tækniþróunarsetur
Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri Sprotans að störfum á Hvanneyri. Ljósm. Áskell Þórisson. Ráðstefnan
Hrossarækt 2009
Ráðstefnan Hrossarækt 2009 verður haldin
á Hótel Sögu, laugardaginn 7. nóvember
og hefst kl. 13:00. Ráðstefnan er öllum opin
sem láta sig íslenska hrossarækt varða jafnt
fagfólki sem áhugamönnum.
Ráðstefnustjóri: Víkingur Gunnarsson.
Dagskrá:
13:00 Setning - Kristinn Guðnason formaður Fagráðs í
hrossarækt
13:05 Hrossaræktarárið 2009 – Niðurstöður kynbótamats -
Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ
13:30 Heiðursverðlaunahryssur 2009
14:00 Tilnefningar til ræktunarverðlauna 2009
14:15 Erindi:
- Hross í frjálsri vist, Grétar Hrafn Harðarson, dýralæknir
og Petra Mazetti, verkefnisstjóri
- Ófrjósemi í íslenskum hryssum, Charlotta Oddsdóttir,
dýralæknir
- Rannsóknir á Exemi, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, verk-
efnisstjóri
15:30 Kaffihlé
16:00 Umræður – orðið laust um erindin og ræktunarmál
almennt
17:00 Ráðstefnuslit
Fagráð í hrossarækt
Næsta
Bændablað
kemur út
5. nóvember