Bændablaðið - 22.10.2009, Qupperneq 14

Bændablaðið - 22.10.2009, Qupperneq 14
14 Bændablaðið | fimmtudagur 22. október 2009 15 Bændablaðið | fimmtudagur 22. október 2009 „Þetta var virkilega fróðlegt og skemmtilegt námskeið,“ segir Baldvin Haraldsson skógar- bóndi á Stóru-Hámundarstöðum í Dalvíkurbyggð. Hann var ásamt fleiri norðlenskum skógarbændum á námskeiði í skógarhöggi í Vaglaskógi í liðn- um mánuði, en það er einn liður í námskeiðinu Grænni skógar. Baldvin hóf námið í fyrrahaust og lýkur því í árslok 2010. Hann segir námskeiðið gagnlegt og gott, ánægjulegt sé að kynn- ast öðrum skógarbændum og bera saman bækur sínar með þeim, „en það er líka gaman að fylgjast með unga fólk- inu, leiðbeinendunum sem eru nýkomnir úr skóla og leggja sig alla fram við að kenna okkur gömlu bændadurgunum!“ segir Baldvin. Þykir honum leiðbein- endum takast einkar vel upp í þeim efnum, þeir leggi sig alla fram og komi vel undirbúnir til kennslunnar og þá séu nem- endur einkar áhugasamir og jákvæðir og kappkosti að nema sem allra mest. „Á þessu námskeiði vorum við að kanna skógarhöggstækni og fórum yfir ýmislegt sem henni viðkemur, öryggisatriði og fleira,“ segir Björgvin Eggertsson, verk- efnisstjóri Grænni skóga, en hann var leiðbeinandi á námskeiðinu. Víða er nú, að hans sögn, komið að grisjun í skógum bænda og annarri umhirðu og því nauðsyn- legt að kunna réttu handtökin. Námskeiðið var bæði bóklegt og verklegt. Björgvin segir að áhugi fyrir skógrækt fari mjög vaxandi hér á landi og það sé ánægjulegt hversu áhugasamir t.d. bændur í landshlutaverkefnunum séu hvað það varðar að bæta þekkingu sína. Mun líta út eins og bútasaumsteppi úr lofti! Baldvin stundaði um árabil búskap ásamt fjölskyldu sinni á jörðinni Stóru-Hámundarstöðum við utan- verðan Eyjafjörð, var með um 400 kindur á fóðrum þegar mest var, en er nú hættur hefðbundnum búskap og hefur alfarið snúið sér að skógræktinni. „Það var farið að draga úr þessu hjá okkur, við erum tekin að eldast og slitna, synirnir höfðu ekki áhuga á að taka við, en nágranni minn Snorri Snorrason á Krossum leigir útihús, tún og beitarland. Við getum áfram búið í íbúðarhúsinu og ég stunda skógræktina. Þetta er eins og best verður á kosið,“ segir Baldvin og bætir við að konan hafi verið„send í leikskóla“! Baldvin hóf skógrækt á jörð- inni árið 2007 og hefur plantað um 130 þúsund trjáplöntum í land sitt. Næsta sumar hefur hann hug á að bæta um 20 þúsund plöntum við. Tegundirnar eru af ýmsu tagi en hann kveðst þó nota furu í þó nokkrum mæli, enda hafi hann algjörlega fallið fyrir henni. „En ég reyni að hafa þetta fjölbreytt. Hugmyndin er líka að hafa skóg- inn aldrei í beinni línu og ég hugsa þetta þannig að þegar fólk sér skóginn úr lofti eftir allmörg ár líti hann út eins og bútasaum- steppi,“ segir Baldvin. Þá leggur hann stíga um skóginn, enda bæði um að ræða útivistar- og nytjaskóg og hver og einn stígur hefur sitt nafn. Sem dæmi nefnir Baldvin stíg sem beri nafnið Rómantík og annar heiti Skynsemi, enda hafi Brynjar Skúlason ráðunautur hjá Norðurlandsskógum gefið góð ráð varðandi legu hans. „Þetta hefur bara allt saman gengið vel hjá okkur og ég kann vel við þetta starf, það er gaman að fást við skógræktina. Ég tel mig aldrei of gamlan til að læra og þess vegna fór ég á námskeið- ið Grænni skóga, til að fræðast um þessa nýju atvinnugrein sem ég stunda núna,“ segir hann og er afar ánægður með þann fróðleik sem þar er hægt að afla sér. MÞÞ Skemmtilegt og fróðlegt námskeið um skógarhögg „Aldrei of gamall til að læra“ – Baldvin á Stóru-Hámundarstöðum hættur í hefð bundnum búskap og leggur skógrækt fyrir sig Baldvin á Stóru-Hámundarstöðum kann vel við skógræktina og var ánægð ur með skógarhöggsnámskeiðið. Myndir | ÁÞ Lára Erlingssen var á sama námskeiði en það sóttu um 25 skógarbænd- ur á Norðurlandi. Hún rekur gistiheimili á Akureyri ásamt manni sínum, Erlingi. Veruleg verðmæti geta legið í líf- rænum aukaafurðum sem falla til á bújörðum, en oft er litið á þessar afurðir sem úrgang. Þess eru jafnvel dæmi að milljónir króna fari í súginn árlega á einu og sama búinu, þar sem ekki er hirt um að nýta aukaafurðir af þessu tagi. Í síðustu viku stóð Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir námskeiði á Hvanneyri um nýtingu lífrænna aukaafurða sem falla til á bújörðum. Markmiðið með nám- skeiðinu var að þátttakendur áttuðu sig á þeim verðmætum sem liggja í lífrænum aukaafurðum (öðru nafni lífrænum úrgangi) sem falla til á bújörðum og kynntust helstu leiðum sem færar eru til að nýta þessar afurðir á sem hagkvæmastan og vistvænstan hátt í samræmi við aðstæður og tækni á hverjum stað. Lífrænar aukaafurðir eru margs konar og ólíkar eftir stærð og teg- und búa. Undir þetta falla m.a. ónýtt hey og moð, hálmur, húsdýra- áburður, dýrahræ, sláturúrgang- ur, fiskslóg, úrgangsull, garða- og gróðurhúsaúrgangur, seyra, timbur, pappír, pappi og matarafgangar. Á námskeiðinu var fjallað um nýting- armöguleika hvers flokks um sig, en bætt nýting dregur úr kostnaði, bæði við úrgangsmeðhöndlun og við flutninga og innkaup á nýjum vörum. Á námskeiðinu var reyndar lögð sérstök áhersla á verðmætið sem liggur í aukaafurðum, og bent á að úrgangur er ekkert annað en hráefni á villigötum, hráefni sem undantekningarlítið hefur verið keypt fyrir peninga. Á námskeiðinu var nýting líf- rænna aukaafurða rædd sérstaklega út frá aðstæðum á búum þátttak- enda. Í umræðum kom m.a. fram, að tiltekinn kúabóndi hafði látið reikna út verðmæti kúamykju sem hann notaði til áburðar. Niðurstaðan var sú, að með því að nýta alla mykjuna lækkaði bónd- inn kostnað við áburðarkaup um 50%, eða úr 4 millj. kr. í 2 millj. kr. Verðmæti mykjunnar sem áburð- ar yrði jafnvel enn meira ef hægt væri að vinna metan úr henni fyrst, þar sem lífmassi úr metanvinnslu hefur ýmsa ákjósanlega eiginleika sem áburður, fram yfir ferska mykju. Líklega er þó hæpið að fara út í metanvinnslu á einstökum búum, þar sem stofnkostnaður er tiltölulega hár. Lausnir á þessu sviði hafa reyndar verið töluvert til umræðu upp á síðkastið, m.a. undir merkjum Orkubóndans, en þar er á ferðinni verkefni á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar. Mörg fleiri góð dæmi komu fram á námskeiðinu um nýtingu á lífrænum aukaafurðum, þótt krónu- tölurnar væru lægri. Þannig reynist mjög vel að nýta bananahýði sem áburðargjafa við gróðursetningu og blóð sem áburð á rósir. Dagblöð nýtast ágætlega sem yfirbreiðsla á beð, og úrgangsull kemur jafn- vel í sömu þarfir. Þá reynist tættur bylgjupappi vel sem undirburð- ur undir hænsni og sem stoðefni í jarðgerð. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Stefán Gíslason, umhverf- isstjórnunarfræðingur hjá UMÍS ehf. Environice í Borgarnesi. Þátttakendur komu af Vesturlandi, Suðvesturlandi og Suðurlandi. Lífrænar aukaafurðir eru verðmætar Þátttakendur á námskeiðinu, talið frá vinstri: Stefán Gíslason, leiðbein- andi frá Environice, Hörður Óli Guðmundsson, Haga í Grímsnesi, Bjarki Stefán Jónsson, Gróustöðum, Finnur Pétursson, Káranesi 1, Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, Háafelli, Hvítársíðu og Kristín Jóhannsdóttir, Haga í Grímsnesi. Draumastaður fuglaunnenda Eftir að Ferðamálanefnd Djúpavogshrepps greindi helstu sérkenni sveitarfélagsins árið 2003 er hrepp- urinn nú markaðssettur undir merkjum verkefnisins Bird.is fyrir fjölskrúðugt fuglalíf sitt en aðgengi fyrir fuglaskoðara er yfirleitt mjög gott á svæðinu. Það leng- ir ferðamannatímann á svæðinu þar sem náttúruvernd er í hávegum höfð og umhverfisvæn ferðaþjónusta er sett á oddinn. Bryndís Reynisdóttir, ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps, segir markaðssetningu sem byggir á fuglaskoðun koma við alla íbúa hreppsins. „Birds-verkefnið teygir anga sína inn á flest svið mann- lífsins í sveitarfélaginu. Nýlega vígði Djúpavogshreppur nýtt og glæsilegt útilistaverk eftir hinn viðurkennda listamann, Sigurð Guðmundsson. Verkið samanstendur af 34 stórum eggjum, unnin í grantít en eggin standa fyrir jafn margar teg- undir nokkuð algengra varpfugla í Djúpavogshreppi. Eggin halda náttúrulegri lögun sinni og í tilfellum lit en þó er eitt þeirra stærst, þ.e. egg Lómsins, sem valinn hefur verið ein- kennisfugl svæðisins. Nú í vetur hlaut verkefnið verðlaun Markaðsstofu Austurlands, Frumkvöðull ársins fyrir árið 2008, sem gefur okkur byr undir báða vængi.“ En hvernig hófst fuglaferðaþjónustan í Djúpavogi? „Upphaf verkefnisins má rekja allt til ársins 2003 þegar Ferðamálanefnd Djúpavogshrepps vann að því að greina helstu sérkenni fyrir sveitarfélagið með tilliti til eflingar á ferðaþjónustu. Það var mat nefndarinnar að fjölskrúðugt fuglalíf í Djúpavogshreppi væri eitt af sérkennum svæðis- ins. Skipaður var sérstakur starfshópur um verkefnið með vinnuheitinu Birds.is en það nafn er jafnframt tilvísun í heimasíðu verkefnisins. Árið 2005 fór vinna við verkefn- ið á fullt skrið en þá tók verkefnahópurinn þátt í fræðslu- verkefni á vegum Útflutningsráðs, „Útflutningsaukning og hagvöxtur“.“ Hvert er markmið verkefnisins? „Djúpavogshreppur býr að mjög mikilvægum búsvæð- um fugla og er aðgengi fyrir fuglaskoðara yfirleitt mjög gott á svæðinu. Þá má segja að sveitarfélagið sé einstak- lega tegundaríkt í heild sinni og má til dæmis iðulega sjá margar tegundir andfugla á vötn- unum í göngufæri frá þéttbýlinu á Djúpavogi. Farfuglarnir koma fyrst upp að Suðausturlandi og fara síðast frá Íslandi af þessu sama svæði. Þá má oftar en ekki sjá flækingsfugla á þessu svæði. Eitt helsta markmið með verkefninu var fyrst og fremst að styrkja ferðaþjónustu á svæðinu og auka á fjölbreytni en fuglaskoðun er vel til þess fall- in að lengja ferðamannatímann, því mánuðirnir apríl, maí og svo ágúst, september eru þeir mán- uðir sem henta einstaklega vel til fuglaskoðunar. Einnig er verkefninu ætlað að auka áhuga almenn- ings á fugla- og náttúruskoðun.“ Hverju hefur verkefnið skilað? „Umtalsvert starf hefur verið unnið í mark- aðssetningu, þá helst með uppsetningu á heima- síðu verkefnisins www.birds.is. Samhliða því hefur verið byggt fuglaskoðunarhús við vötnin á Búlandsnesi, svo og sett upp hús fyrir smáfugla í Hálsaskógi, gefinn út bæklingur og fuglagrein- ingarlisti ásamt öðrum sérmerktum vörum með merki Birds.is. Enn fremur hafa verið sett upplýs- ingaskilti á völdum stöðum um helstu fuglateg- undirnar sem er að finna á vötnunum í nágrenni Djúpavogs, svo og kort af svæðinu. Þá sendi Birds.is verkefnið fulltrúa sinn á Birdfair-sýningu sem haldin var í Bretlandi í ágúst síðastliðnum. Þá má geta þess að hverf- isvernd hefur verið mörkuð um mikilvæg búsvæði fugla á nokkuð stórum svæðum í Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 sem nú er í lokavinnslu þannig að verkefnið birds.is hefur einnig stuðlað að umtalsverðri náttúruvernd á svæðinu en frá upphafi hefur verið stefnt að því að byggja upp verkefnið á umhverfisvænni ferðaþjónustu.“ Hver er næstu skref Bird.is? „Áfram verður unnið að uppbyggingu fyrir fuglaskoð- ara sem og markaðssetningu á verkefninu, sérstaklega erlendis. Þá eru einnig í vinnslu sérstök skilti og greining- arbæklingur um lífríki fjörunnar sem verða sett upp næsta vor og þá verður hægt að sameina fuglaskoðun við aðra náttúruskoðun. Birds.is verkefnið er einnig aðili að stærri samtökum sem miða að því að markaðssetja Ísland í heild en fulltrúi verkefnins situr í stjórn Fuglaskoðunarsamtaka Íslands, sem voru stofnuð á vordögum. Einnig er verkefn- ið stofnaðili að klasasamtökunum Fuglar á Suðausturlandi þar sem ferðaþjónustuaðilar á svæðinu hafa tekið sig saman og vinna sameiginlega að því að byggja upp og markaðs- setja allt Suðausturland í heild. Samtökin gáfu nú í sumar út bækling um Suðausturland þar sem merktir eru sérstaklega áhugaverðir fuglaskoðunarstaðir á svæðinu og til stendur að setja upp sérstök áningarskilti fyrir næsta sumar.“ ehg Gestir Sauðamessu, sem fram fór laugardaginn 17. október í Borgarnesi, létu úrhellisrigningu ekkert á sig fá. Borgfirðingar og gestir þeirra nutu dagsins, hittu annað fólk, fylgdust með dagskrá og þáðu þjóðlegar veit- ingar. Ef hugarfarið er rétt skiptir veðrið ekki öllu máli, eða eins og Jón Eyjólfsson bóndi á Kópareykjum, fjallkóngur og réttarstjóri messunnar, orðaði það í Skallagrímsrétt: „Ég hef aldrei blotnað svo mikið að ég hafi ekki þornað aftur.“ Áætlað er að á annað þúsund gesta hafi mætt á viðburði dags- ins. Dagskráin hófst með fjár- rekstri frá dvalarheimilinu og niður í rétt við Skallagrímsgarð. Þar tók við keppni í fjárdrætti og öðrum leikjum útrásarvíkinga fyrr og nú. Raftarnir, bifhjólafj- elag Borgarfjarðar, buðu upp á íslenska kjötsúpu og veittu ríflega öllum þeim sem vildu. Ríflega þúsund skammtar af súpu runnu ljúflega niður og yljuðu gestum. Í Skallagrímsgarði var skemmtidag- skrá og sölutjöld þar sem markaður var með vörur tengdar sauðkind- inni og sitthvað fleira. Meðal dagskrárliða var ávarp Þorkels í Ferjukoti, söngur, leik- sýning, hrútaþukl og árleg kapp- átskeppni. Í henni varði Baldur Jónsson met sitt frá fyrri árum og sporðrenndi 650 grömmum af lambalæri á mettíma. Í öðru sæti varð Kristleifur Jónsson og Guðmundur Eyþórsson í því þriðja. Gísli Einarsson, einn af aðstand- endum Sauðamessu, lýsti leiknum og sagði að afköstin hjá Baldri hefðu verið svo mikil að það tæki hann ekki nema hálfan annan dag að sporðrenna meðalstóru sauð- fjárbúi. Gísli gat þess í ávarpi sínu að eitthvað færri gestir væru á Sauðamessu nú en í fyrra. Líklegt væri að svínaflensan hefði þar áhrif. Sagði hann djöfullegt að svín gætu haft þessi neikvæðu áhrif á árshátíð sauðkindarinnar. Illskárra hefði verið að vita af fólki veiku heima með riðu eða mæðiveiki. Að kveldi sauðamessudags var blásið til dansleiks í reiðhöllinni við Vindás. Þar skemmtu rúmlega fjögurhundruð manns sér fram á nótt undir ljúfum tónum æringj- anna í hljómsveitinni Festival en síðan ók Sæmundur fólki heim. mm/Skessuhorn Votviðrasöm en góð Sauðamessa Keppni í fjárdrætti. Sjáið höfuðbún-að eins keppandans, einkar þægi-legur í fjárragi við þessar aðstæður. Á leikskólanum Klettaborg var mikill viðbúnaður vegna Sauðamessu alla vikuna á undan. Íslenska sauðféð var þemað og byggðu börnin fjárhús úr einingakubbum, kindur voru málaðar á glugga, kindarlegar kórónur framleiddar og ýmislegt fleira gert. Hér er risatraktor Guðmundar á Hvanneyri skoðaður, en hann stóð á mótum Vesturlandsvegar og Borgarbrautar í tilefni hátíðarinnar. Jón fjallkóngur og Gísli Einarsson forsprakki Sauðamessu. Það var þokkalega rakamettað loftið í sölutjöldunum. Bakkabræður í flutningi félaga úr leikdeild Skallagríms.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.