Bændablaðið - 22.10.2009, Qupperneq 23
25 Bændablaðið | fimmtudagur 22. október 2009
Fólkið sem erfir landið
Fer á lúðrasveitamót í Eyjum
Guðmundur Elí Jóhannsson er
10 ára atorkusamur nemandi
við grunnskólann á Hólum í
Hjaltadal. Hann spilar á fiðlu og
kornett og æfir fótbolta en þess
á milli hefur Guðmundur Elí
mjög gaman af að hlusta á Ljótu
hálfvitana og leika sér í Google
SketchUp í tölvunni.
Nafn: Guðmundur Elí
Jóhannsson.
Aldur: 10 ára.
Stjörnumerki: Ljón.
Búseta: Nátthaga 10, Hólum í
Hjaltadal.
Skóli: Grunnskólinn að Hólum.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Íþróttir.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?
Hundur.
Uppáhaldsmatur: Taco.
Uppáhaldshljómsveit: Ljótu hálf-
vitarnir.
Uppáhaldskvikmynd: Happy
Gilmore.
Fyrsta minningin þín? Úti að
leika mér. Ég var að grafa holur
í malarhrúgu með stóra bróður
mínum.
Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á
hljóðfæri? Bæði, ég spila á fiðlu
og kornett og æfi fótbolta.
Hvað er það skemmtilegasta sem
þú gerir í tölvu? Að vera í Google
SketchUp.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Leikari.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Stokkið niður af svöl-
um með regnhlíf, en það virkaði
ekki þannig að ég mæli ekki með
því.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú
hefur gert? Man ekki eftir neinu
leiðinlegu.
Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt
í vetur? Fara á lúðrasveitamót í
Vestmannaeyjum. ehg
Guðmundur Elí ætlar að verða leikari þegar hann verður stór.
Hin árlega Uppskeruhátíð hesta-
manna fer fram á Broadway
í Reykjavík laugardaginn 7.
nóvember nk. Að venju verður
boðið upp á glæsilegan kvöld-
verð, skemmtidagskrá og dans-
leik, auk þess sem hefðbundin
verðlaun eru veitt þeim knöpum
og hrossaræktendum er þykja
hafa skarað fram úr á árinu.
Hátíðin er haldin af Félagi
hrossabænda og Landssambandi
hestamannafélaga og hafa félögin,
ásamt Broadway, tekið höndum
saman um að lækka miðaverð
svo að sem flestir geti tekið þátt í
gleðinni. Viðbrögð hafa verið mjög
góð og miðasala gengið vel og því
ljóst að hestamenn ætla að gleðjast
saman eins og þeim einum er lagið.
Enn er hægt að fá miða, en þeir eru
seldir hjá Broadway í Ármúla.
Í tengslum við hátíðina eru
einnig hinir hefðbundnu fundir
hestamanna og hrossaræktenda.
Formannafundur LH og aðal-
fundur Félags hrossabænda fara
fram föstudaginn 6. nóvember
og laugardaginn 7. fer hin árlega
hrossaræktarráðstefna fagráðs fram
á Hótel Sögu. Þar verða að vanda
flutt ýmis fróðleg erindi er varða
kynbótastarfið og rannsóknir í
greininni, en dagskrá ráðstefnunnar
verður nánar kynnt er nær dregur.
HGG
Hestamenn fagna góðri uppskeru
Fjölskyldan í Auðsholtshjáleigu hampaði verðlaunum á Uppskeruhátíð
2008 fyrir hrossaræktarbú ársins. Ljósm.: HGG
Til sölu grind fyrir slóðadragara (án Keðju)
Breidd 5 metrar. Verð 40.000,- kr.
Uppl í síma 893-0609
Bændur / Verktakar
!"
#$ &
' ($ (
)
*
++
%
, * -
(, ,*%. %
Sími: 8924163 - E-mail: jonsihh@internet.is
Hestamannafélagið
Sörli óskar eftir tilboðum
í 5 stk. dómhús. Húsin
eru ca. 2x3 metrar að
klædd með rásuðum
krossviði og bárujárni á
þaki. Húsin eru til sýnis
Tilboð óskast send
til Sörla á netfangið
sorli@sorli.is