Bændablaðið - 22.10.2009, Síða 26

Bændablaðið - 22.10.2009, Síða 26
18. tölublað 2009 Fimmtudagur 22. október Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 5. nóvember Í Yambuk í vesturhluta Victoriu- fylkis í Ástralíu er starfræktur hestabúgarður þar sem íslensk hross eru ræktuð af mikilli ástríðu. Amy nokkur Haldane fer fyrir þessum búrekstri ásamt systur sinni Theu, en þar er bróð- urpartur allra íslenskra hrossa í Ástralíu eða um 60 talsins. Heildarfjöldi íslenskra hrossa í landinu er ekki nema um 80, sem er þó nægilegur fjöldi til þess að halda úti félagsskap um rækt- un á íslenska hestakyninu. Amy er forseti félagsins (Australian Icelandic Horse Association), en hún kom til Íslands síðasta sumar til að kaupa stóðhest og sat að auki sumarnámskeið við Hólaskóla. Féll fyrir töltinu og skapinu Amy segist fyrst hafa komist í kynni við íslenska hesta árið 2005. Þá lést frændi hennar og eftirlét föður hennar 34 íslensk hross sem hann hafði ræktað. Frændi hennar hafði árið 1996 flutt inn til Ástralíu átta ungar íslenskar hryssur og einn fola frá Danmörku. Þegar hann dó bjó Amy á Nýja-Sjálandi þar sem hún stundaði búskap með hjart- ardýr og nautgripi. „Upp kom sú umræða hvað skyldi gera við hjörð- ina og við Thea systir mín veltum upp þeim möguleikum sem voru í stöðunni; annað hvort að reyna að finna kaupanda að allri hjörðinni eða hella sér út í ræktun og sölu á íslenskum hestum. Þegar systir mín kom svo í heimsókn til Nýja- Sjálands fórum við á hestabúgarð í nágrenni við býlið okkar, en þar vissum við að væru íslensk- ir hestar. Eigendurnir, Christel og Richard Vinbrux, höfðu tekið hest- ana sína með sér þegar þau fluttu frá Þýskalandi. Á þessum búgarði fer fram töltþjálfun og þar gátum við riðið út og endurnýjað kynni okkar við íslenska hestinn, sem við höfðum ekki riðið í nærri 15 ár. Eftir að hafa upplifað tölt íslenska hestsins má segja að ekki hafi verið aftur snúið, en við vorum líka mjög heillaðar af skapgerð hestsins. Við ákváðum því að láta slag standa og sjá hvernig gengi í ræktuninni.“ „Það er óhætt að segja að í upp- hafi hafi mikið þurft að gera og læra, en við komumst fljótt upp á lagið með flesta hluti og fundum okkur vel í þessu nýja verkefni. Við byrjuðum á því að DNA-prófa og merkja alla hjörðina. Síðan fluttum við hrossin til okkar, en þau höfðu verið geymd í talsverðri fjarðlægð frá búgarðinum sjálfum. Fyrsta árið fengum við 17 folöld. Frændi okkar hafði verið veikur talsvert lengi og því ekki haft tök á því að þjálfa hrossin. Megnið af hjörðinni þurfti því á almennilegri þjálfun að halda og árið 2007 fengum við vini okkar frá Nýja-Sjálandi og Þýskalandi til að hjálpa við að koma þjálfuninni af stað. Á síðasta ári stofnuðum við svo samtök Ástrala sem eiga íslenska hesta (Australian Icelandic Horse Association) og ég er forseti þess félags. Í Ástralíu eru nú um 80 hrein- ræktuð íslensk hross og erum við með um 60 af þeim. Afgangurinn dreifist á svæði frá Vestur-Ástralíu til Queensland.“ Þær systur lögðu leið sína á Equitana Asia Pacific-hesta sýn ing- una í Melbourne á síðasta ári og tóku með sér tvo hesta. Mikill áhugi var á íslenska hestinum á sýningunni og segir Amy að fótaburður íslenska hestsins hafi vakið mikla kátínu og að fólk hafi verið afar undrandi á því að þetta væru allt náttúrulegar gangtegundir. „Ég myndi hafa mjög gaman af því að skipuleggja sérstaka sýningu með íslenska hestinum – og jafnvel áströlskum tegundum líka, sem hafa gangtegundir – þar sem lögð væri áhersla á gang íslenska hestsins og fjölhæfni. Í nóvember á síðasta ári héldum við fyrstu þjálfunarnámskeiðin og Herdís Reynisdóttir kom sem gestaleiðbein- andi frá Íslandi. Núna erum við með í það minnsta 10 hross sem við getum lagt á. Á þessu ári höfum verið með 15 hross í þjálfun. Karen Woodrow frá Íslandi var með þau undir sinni handleiðslu í sex mánuði ásamt því að sjá um byrjendanámskeið í reið- mennsku. Við vonumst svo til að geta haft íslenskan tamningamann að störfum hjá okkur á hverju ári, bæði til að þjálfa okkar eigin hross og annarra sem hafa keypt sér íslenska hesta. Það eru vissulega til tamningamenn hér í Ástralíu sem fást við gangtegundir, en það er þægilegra að hafa tamningamann á bænum en að þurfa senda hrossin í burtu.“ Sótti hingað stóðhest í sumar „Ég var tvo mánuði á Íslandi í sumar og sat sumarnámskeið við Háskólann á Hólum. Svo ferðaðist ég hringinn í kringum landið og hitti hestafólk með það fyrir augum að kaupa stóðhest til að flytja út til Ástralíu. Við keyptum Hauk frá Stuðlum, 7 vetra verðlaunahest. Ég var að leita að góðum ganghesti, með góða ættarsögu, létt tölt og góða skapgerð – sem myndi ná augum áhorfenda á sýningum sem við sæktum. Markmið okkar er að rækta þægilega reiðhesta með gott náttúrulegt tölt og skap. Við erum nú með gott úrval af hestum sem ættu að skila okkur afkvæmum sem henta mismunandi knöpum og aðstæð- um,“ segir Amy. Hún er afar hrifin af Íslandi og þykir landið fallegt. „Það má auðveldlega sjá hvernig náttúran, veðrátta og landslag hafa mótað íslenska hestinn í rás tímans. Við viljum varðveita hinn náttúru- lega styrk, heilbrigði og upp að vissu marki sjálfstæði íslenska hestsins. Það er áhugaverð tilraun að mark- aðssetja „nýtt“ hestakyn í landi þar sem mörg eru fyrir. Víða grassera fordómar og fólk skortir víðsýni í þessum heimi sem hrossaræktin er. Þannig hefur stærð íslenska hests- ins sums staðar ekki þótt merkileg, en við lítum svo á að það sé einn af aðal kostum tegundarinnar og þess vegna sé hann svo heppilegur reiðhestur fyrir fjölskylduna. Þá er hann auðvitað einstaklega fjölhæfur og ætti að falla vel að lífsstíl Ástrala. Þeir hafa reyndar dálæti á því að rækta saman ólík kyn en við gerum okkar besta til að koma í veg fyrir að það gerist með íslenska hestinn.“ Vön margvíslegum búrekstri Amy segist hafa flutt aftur til Ástralíu fyrir tveimur árum með syni sína tvo. „Ég ákvað að einbeita mér að fullu að hrossaræktinni með systur minni. Ég er vön búrekstri enda alin upp við landbúnað á býli foreldra minna, en þau hafa stund- að búskap með nautgripi, geitur og lamadýr og núna líka með vatna- vísunda. Þau eiga fyrirtækið Shaw River Buffalo Cheese og framleiða ferskan mozzarellaost, jógúrt og nokkrar tegundir af hörðum osti. Vísundunum semur bara býsna vel við íslensku hestana,“ segir hún. „Við helguðum okkur reyndar algjörlega lamaræktuninni í nokk- urn tíma. Við fluttum þá til Nýja- Sjálands í átján mánuði til að sjá um 300 lamadýr sem pabbi minn og frændi höfðu flutt inn frá Chile. Á þeim tíma tókst að breyta reglu- gerðum þannig að við gátum flutt inn 500 dýra hjörð til Ástralíu með flugvél. Til ársins 2001 eyddi ég svo talsverðum tíma í umsvif vegna lamaræktunarinnar – m.a. við það að koma á fót starfsemi í Bretlandi. Þegar ég kom svo aftur til Nýja- Sjálands hófum við maðurinn minn búskap með hjartardýr og nautgripi í samstarfi við foreldra hans.“ Amy starfaði einnig á ferðaskrifstofu um skeið og hóf svo nám í dýralækning- um, en barneignir hafa aðeins hægt á því ferli – eins og hún orðar það. Það var ekki fyrr en á síðasta ári sem markaðssetning á íslenska hest- inum hófst í Ástralíu. „Við tókum okkur góðan tíma til að temja nokk- ur hross fyrst, í það minnsta eitt úr hverjum ættboga, svo við gætum betur áttað okkur á því hverjum við vildum halda í framtíðinni. Þá vild- um við líka kynnast hjörðinni betur áður en við færum að markaðssetja eða selja úr ræktuninni. Við feng- um þó góð viðbrögð og fólk sýndi íslenska hestinum mikinn áhuga. Margir sem tala við okkur þekkja nú þegar til íslenska hestsins og hafa jafnvel átt hesta þar sem þeir hafa búið í Evrópu. Þeir vita því alveg hversu frábærir þeir eru. Eitt stærsta vandamál okkar er samkeppni við önnur kyn. Þá háir það okkur dálít- ið að við höfum svo margar merar hlutfallslega í hjörðinni, sem við þurfum að nota í ræktuninni, en fáa reiðhesta og fáa þeirra í þjálfun. Á þessu ári höfum við þó haft fimm geldinga sem eru nógu gamlir til að vera þjálfaðir. Viðskiptavinirnir vilja fremur kaupa þjálfuð íslensk hross og í Ástralíu eru fá í boði sem hafa fengið almennilega þjálfun.“ Spennandi tímar framundan Amy segir að það sé alls ekki auð- velt fyrir ástralska ræktendur að fjölga ættbogum og auka fjölbreytni í hjörðinni. „Innflutningsgjöld á hest frá Íslandi til Ástralíu eru mjög há, eða um 30.000 ástralskir dalir (um 3,4 milljónir íslenskra króna) og að auki þarft þú að finna rétta hest- inn! Þegar hægt verður að flytja inn sæði – og við verðum búin að þróa lagaumhverfi þar að lútandi – verð- ur mun hakvæmara fyrir okkur að stunda okkar ræktunarstarf. Við erum með mjög góða sæðingamenn hér sem við gætum þá farið að nýta sem skyldi.“ „Sem stendur einbeitum við okkur að því að rækta, markaðssetja og selja hrossin,“ segir Amy um framtíðaráformin. „Þegar fram líða stundir, þegar við erum komin með nægilega marga reiðhesta, munum við fara að bjóða upp á reiðnámskeið og kennslu í meira mæli. Við höfum verið með fá hross í sölu ár hvert, en nokkur fjölgun varð þó á síðasta ári. Við sjáum það fyrir okkur sem langtíma markmið að geta skapað einhvers konar blöndu úr öllum þátt- um búrekstrarins í því skyni að laða til okkar ferðafólk sem á leið hjá. Vísundaræktunin og ostaframleiðsl- an, ásamt íslensku hestunum, ætti að geta orðið talsvert aðdráttarafl. Ég er einnig farin að flytja inn íslensk- ar hestavörur til Ástralíu og vona að það geti orðið farsæl hliðargrein við hrossaræktina.“ Þeim sem vilja hnýsast aðeins meira í ræktun þeirra systra í Ástralíu er bent á að skoða vefinn þeirra á slóðinni www.icelandichorses.com. au -smh Íslensk hross í Ástralíu Friður og frumkraftar í Skaftárhreppi Þann 24. september var fé lagið Friður og frum- kraftar formlega stofnað á Systrakaffi á Kirkju bæjar- klaustri. Tilgangur félagsins er að efla byggð í Skaft ár- hreppi, fjölga atvinnutæki- fær um og standa vörð um þau sem fyrir eru ásamt því að styrkja markaðsstöðu og ímynd Skaft ár hrepps. „Vinnan við þetta byrjaði fyrir rúmu ári og hefur gengið mjög vel. Klasinn er styrktur af Vaxtar samningi Suðurlands og er ekki einsdæmi hérlend- is. Það er ýmislegt í deiglunni, nú er unnið að sam eiginlegri heimasíðu og markaðsáætlun er komin á gott skrið. Næstu skref fjalla um það hvernig við ætlum að koma okkur á framfæri. Það er búið að búa til merki félags- ins og það er komin góð mynd á markmið í kringum verk- efnið. Það stendur til að aðilar innan verkefnisins verði með samræmt kynningarefni en við erum í samstarfi við markaðs- skrifstofu Suð ur lands,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir, verk- efnisstjóri Friðs og frumkrafta. Stofnfélagar Friðs og frumkrafta eru 15 tals- ins; Ferðamálafélag Skaft- árhrepps, Ferðaþjónustan Hunku bökkum ehf., Glæðir ehf./Klausturbleikja, Hótel Geirland ehf., Hótel Klaustur/ Bær hf., Hótel Laki, Efri Vík ehf., Islandia Hotel ehf./Hótel Núpar, Hrífunes/ Borgar ehf., Íslenskir fjalla- leiðsögumenn ehf., KBK ehf., Kirkjubæjarstofa ses., Seglbúðir/Geilar ehf., Sjó birt- ingssetur/Laxfiskar ehf., Skaft- ár skáli/E.Guðmundsson ehf., Systra kaffi ehf., Skaftáreldar ehf. og Skaft ár hreppur. ehg Íslenskir hestar ásamt vísundakálfi í áströlskum bithaga. Amy, sonur hennar Valin og elsti stóðhestur þeirra Galdur. mynd | birgitte heyer Að stytta sér leið Styrmir Kári heitir sá sem sendi okkur þessa mynd ásamt svohljóð- andi frásögn: „Ég fór og aðstoð- aði við að smala túnin á Heiðarbæ 2 í Þing valla sveit um helgina og í öllum æsingnum þegar verið var að reka féð inn í hús ákvað þessi lambhrútur að stytta sér leið í gegnum vörubílsdekk, en það vildi ekki betur til en svo að hann sat pikkfastur í felgunni, smölunum og öðrum áhorfendum til mikillar skemmtunar (þó það sé kannski illkvittni að hlægja að greyinu). En allt er gott sem endar vel og það tókst að losa hann fyrir rest og hann kemst því í sláturhúsið í tæka tíð.“

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.