Bændablaðið - 03.12.2009, Qupperneq 7
7 Bændablaðið | fimmtudagur 3. desember 2009
Fastur liður við gerð hagyrð-
ingaþátta eru leiðréttingar.
Gengur það tíðum þannig
fyrir sig, að höfundar hringja í
umsjónarmann, æfir af ergi, yfir
ranglega rituðum hugverkum
sínum. Þáttastjórnendur sumir
kalla þetta „óheppni með heim-
ildarmenn“ sjálfum sér til nokk-
urrar varnar. Hér birti ég því
nauðsynlega leiðréttingu á vísu
frá síðasta þætti, eftir Reyni
Hjartarson, og má hverjum
heilvita manni ljóst vera, að
þannig var vísan í fyrstu gerð
þess vandaða vísnasmiðs:
Ingva gleður gangnabras
þó gangi flest úr skorðum.
Minnti helst á Messías
á múlasnanum forðum.
En fram skal haldið gangna-
tengdum vísum úr Svarfaðardal.
Kristján Hjartarson á Tjörn
átti hest einn „rauðtunglótt-
an“ er hann nefndi Karlinn í
Tunglinu. Eitt sinn er komið var
í kofa eftir strangan gangnadag í
Sveinsstaðaafrétt orti Kristján:
Karlinn í Tunglinu tínir upp gras
og treður því ofan í maga,
en ég er að fara að fá mér í glas
og fleyginn úr pússinu draga.
Þreyttir við erum en þó er hér kátt
við þurfum að gleyma öllu brasi.
Svo ég verð nú fullur á hefð-
bundinn hátt,
en hann verður fullur af grasi.
Skömmu eftir að Svarfdælir
höfðu stofnað með sér
„Gangna mannafélagið“ kemur
í ljós, að í félagatalinu er fátt
um bændur, en fjórir bakarar í
hópnum auk nokkurra smiða og
manna úr öðrum starfsgreinum.
Þá orti Hjör leifur Hjartarson:
Hér er fátt af bænda- og búaliði
sem búast mætti við í svona
störfum,
en býsnin öll um bakara og smiði
sem bara má þá hengja eftir
þörfum.
Næstu tvær vísur eru eftir Einar
Kolbeinsson bónda í Ból staðar-
hlíð A-Hún, og tengjast á vissan
hátt frægasta fjárrekstri sögunn-
ar. Einar varð samferða mér
á hagyrðingamót á Hvoli við
Hvolsvöll. Gistum við nóttina
eftir á Hótel Geysi, en daginn
eftir þurfti Einar skjótlega að
komast heim einhverra erinda, og
léði ég honum bíl. Þóttist hann
hafa af því áhyggjur nokkr ar, að
skilja mig eftir vegalausan, en ég
hugðist taka þátt í hátíð ar höldum
tengdum hinum fræga stóðhesti
Hryllingi. Taldi ég allar áhyggjur
óþarfar, ég myndi hafa mig norð-
ur, og þá gangandi í versta falli.
Ekki þótti Einari það gott ráð:
Ekki mun ég efa þor,
eða kjarkinn sanna.
En reyndu ekki að rekja spor
Reynistaðarmanna.
Í bæinn skaltu far þér fá
og fætur hvíla í bili,
því bölvað er að bæta á
Beinahaug á Kili.
Það líður að jólum, miklum
anna tíma og ánægju hjá sauð-
fjárbændum. Ýmsir hafa reynt að
fanga þessa stemmningu og færa
hana í bragform. Ás mundur
Kristjánsson yngri frá Stöng í
Mývatnssveit yrkir undir „stiklu-
vikum“ alldýrum hætti:
Friðarhátíð færist nær
falleg er þá lýsing.
Ljósin meðan loga skær
lauslát hrúta tælir ær.
Umsjón:
Árni Jónsson
kotabyggd1@simnet.is
Í umræðunni
MÆLT AF
MUNNI FRAM
Í kjölfar Umhverfisþings um-
hverf is ráðuneytisins sem fram
fór í byrjun október gerðu hjón-
in og líffræðingarnir Menja von
Schmalensee, sviðsstjóri Nátt-
úru stofu Vesturlands, og Róbert
Arnar Stefánsson, forstöðumað-
ur sömu stofnunar, greinargerð
um þá hugmynd sína að hrinda
í framkvæmd umhverfisvottun
fyrir öll sveitarfélög á Íslandi á
fjórum árum.
Menja og Róbert hafa bæði
tekið virkan þátt í Green Globe-
vottunarverkefninu á Snæfellsnesi
nánast frá upphafi þess og búa því
yfir reynslu og þekkingu á vott-
unarferlinu.
„Við höfum möguleika á því
að gera Ísland að fyrsta umhverf-
isvottaða landi í heiminum og í því
myndu felast gríðarleg tækifæri og
möguleikar til styrkingar á ímynd
landsins, en að auki myndi það
styrkja atvinnuþróun og efla sjálf-
bæra þróun. Við teljum að hægt
sé að fá fullnaðarvottun á fjórum
árum fyrir öll sveitarfélög á landinu
því reynslan er til staðar og hægt er
að ráða fagaðila til verksins, sem
myndi greiða mikið fyrir því að
verkefnið taki tiltölulega stuttan
tíma,“ útskýrir Menja.
Boltinn hjá stjórnvöldum
Í greinargerð sinni fara Menja og
Róbert ítarlega yfir kosti þess að
markmiðið um umhverfisvottað
Ísland náist, hvernig best sé að
vinna slíka vinnu, kostnað við hana
og ávinning.
„Bankahrunið og kreppan varð
kveikjan að því að við ákváðum að
benda á þessa leið og kynna hana
betur. Áður en við kynntum hug-
myndina opinberlega bárum við
þetta undir Svandísi Svavarsdóttur
umhverfisráðherra, sem er mjög
jákvæð gagnvart hugmyndinni og
hefur þessu hvarvetna verið vel
tekið,“ útskýrir Menja, sem segir
að óvíst sé með framhaldið en að
boltinn liggi nú hjá ríkisstjórn og
Alþingi. Greinargerðin hefur verið
send til valinna aðila, svo sem
þingmanna og ráðherra og til stend-
ur að senda hana einnig til fulltrúa
sveitarfélaga.
Ávinningur verkefnisins getur
orðið mikill og felst meðal annars
í bættri ímynd landsins, tækifær-
um í markaðssetningu og eflingu
atvinnulífs, sparnaði í rekstri og
myndi þetta marka leið að sjálfbær-
ara Íslandi.
„Vottunin tekur ekki til einkaað-
ila en við höfum mestar áhyggjur
af því að fólk og forsvarsmenn fyr-
irtækja gætu hræðst verkefnið, að
því leyti að verið sé að setja ein-
hvers konar hömlur. Samkvæmt
reglum vottunaraðila tekur ferlið
eingöngu til starfsemi sveitarfélaga
og stofnana á þeirra vegum. Þetta
myndi því ekki snerta fyrirtæki
beint og það sama á við um bænd-
ur, tel ég. Síðan er fyrirtækjum og
einstaklingum velkomið að stefna
á vottun af einhverju tagi, það þarf
ekki endilega að vera Green Globe,
en það gæti þá talist til tekna í verk-
efni sveitarfélaganna og öfugt. Það
er mikilvægt að hafa í huga að ein-
staklingar þurfa ekki að óttast að
verið sé að taka fram fyrir hend-
urnar á þeim, því það yrði þeirra
eigin ákvörðun ef þeir vildu fara í
einhverskonar vottunarferli síðar
eða samhliða.“
(Greinargerðina má nálgast á
vefnum www.nsv.is)
ehg
Menja Von Schmalensee og maður
hennar Róbert Arnar Stefánsson
starfa hjá Náttúrustofu Vesturlands
og hafa gert greinargerð um hvern-
ig hægt er að umhverfisvotta öll
sveitarfélög landsins á fjórum
árum.
Ísland verði fyrsta umhverfisvottaða land í heimi
Bændafundaferð Bændasamtaka
Íslands lauk fimmtudaginn 26.
nóvember síðastliðinn með fund-
um á Kópaskeri og á Breiðumýri
í S-Þingeyjarsýslu. Voru þetta
síðustu fundirnir í þrettán
funda lotu sem stóð allan nóv-
embermánuð. Góð aðsókn var
á fundi um landið allt, ekki síst
í ljósi þess að bændafundir hafa
verið tíðir á árinu, bæði á vegum
Bændasamtakanna og búgreina-
félaganna.
Bændur hafa farið vítt yfir í
umræðum á fundunum en þó má
segja að umræður um skuldavanda
landbúnaðarins, Evr ópu sam bands-
umsókn, matvælafrumvarpið og
fé lagsmál bænda hafi verið rauði
þráðurinn á öllum fundunum.
Niðurskurður ríkisins á fjármun-
um samkvæmt búnaðarlagasamn-
ingi hafa knúið áfram umræður
um mikilvægi þess að finna lausnir
á því hvernig ráðstafa skuli þeim
fjármunum sem eftir standa. Í þeim
efnum hafa bændur lagt áherslu á
að verja þurfi búfjárræktarstarf og
kynbótastarf auk hagsmunagæslu
landbúnaðarins. Leita verði lausna
til að hagræða í rágjafarþjónustu
og ekki sé óeðlilegt að draga þurfi
saman í ýmsum endurgreiðsluverk-
efnum, í það minnsta eins og sakir
standa.
Á fundunum á Kópaskeri og
Breiðumýri fór Haraldur Bene-
dikts son yfir stöðu landbúnaðarins
og gat lauslega þeirra mála sem
unnið hefur verið að síðasta árið.
Meðal þeirra mála sem náðst hefur
nokkur árangur í er matvæla-
frumvarpsmálið en þar má segja
að afskipti Bændasamtakanna
hafi valdið því að frumvarpið
er nú í þolanlegri mynd. Einnig
nefndi Haraldur að mikið hefði
verið lagt í vinnu til að andæfa
Evrópusambandsaðild og voru
fundarmenn almennt á þeirri skoð-
un að Bændasamtökin hefðu unnið
gott starf í þeim efnum. Brýndu þeir
forystumenn Bændasamtakanna til
þess að halda áfram á sömu braut.
Haraldur nefndi einnig að ýmis
mál hefðu lítt þokast áfram frá
árinu 2008 enda hefði stjórnsýslan
að mörgu leyti verið lömuð eftir
bankahrunið og jafnvel fyrr. Nefna
mætti mál eins og raforkukostnað
garðyrkjubænda auk annarra.
Á fundinum á Kópaskeri varð
nokkur umræða um boðaðan nið-
urskurð ríkisins á fjárframlögum til
refaveiða og var meðal annars sam-
þykkt ályktun á fundinum þar sem
þeim hugmyndum var mótmælt. Þá
ályktun má sjá hér á síðunni.
Ekki má vanmeta gildi
Bjargráðasjóðs
Jóhannes Sigfússon fulltrúi í stjórn
Bændasamtaka Íslands og í stjórn
Bjargráðasjóðs fór yfir málefni
sjóðsins á fundunum. Almenn
skoðun fundarmanna var sú að
halda ætti úti starfi Bjargráðasjóðs
og benti Jóhannes meðal annars á
að þrátt fyrir að framlag ríkisins í
ár væru einungis tíu milljónir króna
þá væri fjárheimild til staðar fyrir
framlagi upp á áttatíu milljónir
króna. Því mætti ekki vanmeta gildi
sjóðsins sem tækis fyrir stjórnvöld
til að veita peningum til stuðnings
landbúnaði ef bændur yrðu fyrir
búsifjum.
Nokkur umræða varð um bún-
aðargjald á Kópaskeri og lögðu
fundarmenn áherslu á að búnaðar-
gjaldið væri grunnur félagskerfis
bænda. Sigurður Karl Björnsson í
Hafrafellstungu sagði meðal ann-
ars á fundinum að full ástæða væri
til þess fyrir bændur að vera stoltir
af þeim samtakavilja sem bændur
sýndu með því að greiða búnaðar-
gjald. Ræða mætti hvort hægt væri
að jafna því út með einhverjum
öðrum hætti til að auka sátt um það
en að hans mati hefðu menn geng-
ið óþarflega hart fram í að lækka
gjaldið.
Á Breiðumýri varð meðal ann-
ars umræða um mikilvægi þess að
bændur sýndu samstöðu og stétt-
arvitund. Sif Jónsdóttir á Laxamýri
benti á að bændur gleymdu því
kannski stundum að bera höfuðið
hátt. “Við eigum að vera stolt af því
að vera félagar í Bændasamtökum
Íslands og við eigum að minna fólk
á að bændur erum grunnurinn að
þessu samfélagi.“
Bændablaðið að fjarlægjast
bændur?
Á fundunum varð umræða um
Bændablaðið og voru nokkuð
skipt ar skoðanir. Töldu ýmsir að
Bænda blaðið væri að fjarlægj-
ast bændur og kallaði Ari Teitsson
á Hrísum meðal annars eftir því
að meira fagefni birtist í blaðinu,
enda væri aldrei mikilvægara en
nú að undirbyggja faglegt starf í
landbúnaði. Á móti nefndu ýmsir
fundarmenn að Bændablaðið væri
líklega mikilvægasta tæki bænda til
að koma sínum skoðunum á fram-
færi og setja fram sín sjónarmið.
Ekki mætti breyta blaðinu um of til
að lesendur í þéttbýli hættu að vilja
lesa blaðið. Margir fundarmenn
hrósuðu einnig blaðinu fyrir góð
efnistök og líflegt blað. Af þessu
tilefni er rétt að taka fram að starfs-
menn Bændablaðsins þiggja allar
góðar ábendingar um efnistök og
aðsent efni. Hvetjum við bændur
til að hafa samband við blaðið í því
skyni.
Bændur almennt ánægðir með
starf Bændasamtakanna
Haraldur Benediktsson segir það
sitt mat þegar horft er almennt
á bændafundina að bændur séu
nokkuð ánægðir með það starf sem
Bændasamtökin hafa haldið úti að
undanförnu. „Almennt má segja
að bændur séu jákvæðir hvað þetta
varðar. Til að mynda virðist ríkja
almennur skilningur á nauðsyn
þess að búvörusamningar voru
endur nýjaðir. Sama má segja um
félagskerfið en bændur hafa enn
frekar nú en oft áður lagt áherslu á
samstöðu stéttarinnar og sýnileika.
Bændur gera sér vel grein fyrir
þeim miklu erfiðleikum sem steðja
að en á sama tíma nýtur íslenskur
landbúnaður mikils velvilja hjá
þjóð inni.“
Haraldur segir sömuleiðis að
það sé alveg ljóst að efst í huga
bænda nú sé sú ógn sem þeir telji
að umsókn um aðild að Evrópu-
sam bandinu sé við íslenskan land-
búnað. „Bændur hafa ekki trú á
for ystumönnum í stjórnmálunum
varðandi aðildarferlið. Þeir eru
sannfærðir um að aðild myndi
hafa mjög alvarlegar afleiðingar
fyrir landbúnað og hinar dreifðu
byggðir. Því er ljóst að bændur
og samtök þeirra verða að halda
áfram baráttu sinni gegn aðild að
Evrópusambandinu.“
fr
„Við eigum að minna fólk á að bændur
eru grunnurinn að þessu samfélagi“
Bændur eiga að sýna aukna stéttarvitund og samstöðu. Andstaðan við
ESB-aðild augljós á nýafstöðnum bændafundum
Vanhugsuðum til-
lögum mótmælt
Á bændafundinum á Kópa-
skeri var samþykkt eftir far-
andi ályktun þar sem fyrir-
huguðum niðurskurði á fjár-
framlögum til refaeyðingar er
mótmælt. Ályktunin var sam-
þykkt samhljóða.
Almennur fundur bænda í
Norður-þingeyjarsýslu hald-
inn á Kópaskeri 26. nóvember
2009, mótmælir fyrirhuguðum
niðurskurði fjárframlaga hins
opinbera til refaeyðingar í land-
inu. Telur fundurinn að nær
hefði verið að auka fjárveiting-
ar í þessu skyni, til að lágmarka
skaða á lífríkinu af völdum
refa. Sparnaður mun ekki nást
með þessu móti, hvorki í bráð
né lengd, og verður mun dýr-
ara að ná stofnstærðinni niður
aftur, leggist skipulegar veið-
ar af. Skorar fundurinn því á
stjórnvöld að leggja þessar
vanhugsuðu sparnaðartillögur
sínar til hliðar nú þegar.