Bændablaðið - 03.12.2009, Page 8

Bændablaðið - 03.12.2009, Page 8
8 Bændablaðið | fimmtudagur 3. desember 2009 Hlunnindabúskapur hefur í árhundruð verið stundaður á Íslandi og margar jarðir töldust stórbýli fyrst og fremst vegna þeirra hlunninda sem þeim fylgdu. Um er að ræða eggjatöku, reka, sel eða fugl svo dæmi séu tekin. Æðardúnn hefur verið nýttur hér á landi öldum saman og þekktar er sögur af kóngafólki í Evrópu sem sóttust eftir æðar- dúni í sængur og kodda. Jónas Helgason í Æðey í Ísa- fjarðardjúpi er formaður Æðar rækt- arfélags Íslands en í því eru ríflega 250 félagar. Segja má að æðarvarp sé í einhverjum mæli á um fjögur hundruð stöðum á landinu, allt frá örfáum kollum og upp í stór varps- væði. Æðarvarp finnst svo að segja um allt land en þó er það mjög lítið um miðbik Suðurlands. Þéttasta varpið er á Vesturlandi, á Breiðafirði og svo á Vestfjörðum. Langstærstur hluti æðardúns er fluttur úr landi og veltir greinin á bilinu tvöhundruð til þrjúhundruð milljónum króna í út- flutningstekjur ár hvert. Blaðamaður Bændablaðsins hitti Jónas að máli á dögunum og ræddi við hann um stöðu greinarinnar og framtíðarhorfur. Fyrst spurði blaðamaður Jónas þó um uppruna hans og búskap. „Ég er uppalinn í Djúpinu. Foreldrar mínir voru þar fæddir og uppaldir, faðir minn að Látrum í Mjóafirði og móðir mín í Æðey. Ég er þrettán ára gamall þegar þau flytja í Æðey 1961 og taka þar við búi af ömmusyst kinum mínum í móðurætt. Ég er sjötti ættliðurinn í ættinni sem hefur búsetu í Æðey. Ég kom svo hægt og rólega inn í búskapinn með for- eldrum mínum og kona mín Katrín Alexíusdóttir með mér síðar. Faðir minn deyr 1979 og móðir mín flyt- ur svo til Akureyrar 1982 og við tökum að fullu við búskap í Æðey þá. Fjölskyldan hefur hins vegar haft vetrarsetu á höfuðborgarsvæð- inu frá haustinu 1990 og strák- arnir okkar fóru hér í skóla. Það hefur hins vegar alltaf verið fólk fyrir okkur að vetrum fyrir vestan og það hefur því alltaf verið heils- ársbúseta í Æðey.“ – Hvernig búskapur var í Æðey í tíð foreldra þinna og síðar hjá ykkur hjónum? „Það var blandaður búskapur, bæði fé og kýr, og það stóð fram til ársins 1983 eða 1984. Nú er reynd- ar bara smá sýnishorn af fé í Æðey, rétt fyrir fjölskylduna. Stærsti þátt- urinn í búskapnum hefur verið æðarræktin í hátt í tuttugu ár. Æðarræktin er nokkuð frábrugðin hefðbundnum búskap. Það koma vissulega tarnir, það er til að mynda stíf törn í byrjun sumars en síðan er það einkum dúnhreinsunin sem tekur tíma.“ Ísland með yfirburða stöðu á heimsmarkaði – Nú er mikill meirihluti æðar- dúns á markaði upprunninn hér á Íslandi. Hversu stór hluti er það og eru einhverjar sérstakar ástæður fyrir því að við erum svona sterk á þessum markaði? „Við teljum að það séu um 75 til 80 prósent. Æðarfugl er útbreiddur um allt norðurhvel jarðar en hann er ekki verndaður fyrir vargi annar staðar eins og hér. Annars staðar verpir hann mjög dreift og safnar sér ekki saman eins og hér á landi þar sem hann nýtur verndar mann- fólksins.“ – Hversu mikil dúntekja er á landinu í meðalári? „Það er ansi breytilegt eftir árum. Þar spilar veðrátta inn í og ætisskilyrði en þetta geta verið svona 3.000 kíló í bestu árum. Að meðaltali gæti ég trúað að þetta séu um 2.500 kíló á ári. Langmest af dúninum er flutt úr landi, þó að það sé alltaf aðeins um að dúnninn sé nýttur hér heima.“ – Á hvaða markaði er þá verið að sækja? „Japansmarkaður hefur verið langstærstur til fjölda ára. Við flytj- um hins vegar umtalsvert magn til Mið Evrópu þar sem dúnn- inn er fullunninn og síðan fluttur til Japan þaðan. Það eru auðvit- að minni markaðir hér í Evrópu en stærstur hluti vörunnar endar á Japansmarkaði með einum eða öðrum hætti.“ – Fullvinnsla á dún fer sem sagt ekki fram nema að litlu leyti hér á landi. Hvers vegna er það og er til umræðu að auka það hlutfall? „Hreinsunin fer að vísu fram hér heima en lítil önnur úrvinnsla. Það er alltaf til umræðu að auka þetta hlutfall en það er bara afar erfitt að komast inn á svona gróna markaði eins og til að mynda Japan er. Þar eru menn mjög stífir og fastir fyrir á öllum hefðum og venjum í þessu sambandi. Auk þess er vissulega nokkur kostnaður við þessa full- vinnslu og spurning hvort rétt sé að leggja í slíkan kostnað án þess að eiga tryggari innkomu á markaði.“ Fjármálakreppan hefur áhrif – Eru miklar verðsveiflur á æðar- dúni, til að mynda núna í þessari fjármálakreppu? „Já, það koma alltaf verð- sveiflur í sölu á æðardúni og ekki síst þegar einhver fjármálakreppa verður. Þetta er auðvitað lúxusv- ara og menn kippa að sér hönd- unum í slíku ástandi. Salan hefur hins vegar aldrei dottið alveg niður. Í seinni tíð hafa líka verið stunduð undirboð á markaðnum og ég tel það í raun algjöra skemmdarstarf- semi. Verðið út úr búð í Japan dans- ar ekkert eftir slíku heldur helst svipað ár frá ári.“ – Eru þá miklar birgðir til í landinu eins og staðan er núna? „Það eru umtalsverðar birgðir frá fyrra ári, já. Það er búið að selja eitthvað frá árinu 2008 en ekki allt. Það er allnokkur breyting frá því fyrir nokkrum árum síðan þegar allt seldist. Þetta kemur auðvitað við þá sem að eiga sem mest undir þessu. Ég hef hins vegar ekki heyrt af því að menn séu í verulegum vandræð- um vegna þessa en vissulega er þetta bagalegt.“ – Hvernig fer þessi útflutningur fram? „Langmest eru þetta heildsal- ar sem flytja dún út héðan. Það er þó alltaf eitthvað um að menn selji sjálfir beint. Heildsalarnir eru lang- flestir með hreinsunaraðstöðu og taka dún til hreinsunar fyrir fólk. Vélakostur til hreinsunar er dýr og ef menn eru með smávarp þá borg- ar sig ekki að koma sér upp slíkum tækjabúnaði enda hafa þessir aðil- ar yfirleitt verið með sanngjarnt verð.“ – Það er ekki langt síðan fram kom í Bændablaðinu að menn teldu að það væri umtalsvert magn af svikinni vöru á þessum markaði, það er að segja sængur sem merkt- ar væru sem íslenskar dúnsængur en væru hins vegar í miklum mæli fylltar með öðrum dún. Hefur tek- ist að staðfesta þetta og hefur verið gripið til einhverra aðgerða vegna þessa? „Við höfum ekkert nákvæmt í höndunum varðandi þetta en ef tekið er mið af því magni sem verið er að selja í Japan er ljóst að það eru einhver svik þarna á ferðinni. Tölurnar stemma ekki, sölutölur í Japan eru umtalsvert hærri en það magn sem fer á markað héðan. Þessi mál eru í vinnslu í Japan, íslenska sendiráðið þar er að vinna í þessum málum fyrir okkur. Menn vilja hins vegar lítið tala um þetta úti í Japan og mín tilfinning er nú sú að þetta eigi sér stað þar úti. Það má þó vera að þetta gerist í Evrópu líka í einhverjum mæli, maður veit það ekki. Það er svo sem ekki ný saga að það séu einhver svik í þessu, það hefur gerst áður.“ – Hefur þetta valdið skaða á markaði með æðardún? „Það er erfitt að segja um það en vissulega hefur þetta áhrif á verð. Það má líka segja að það sé hætta á að trúverðugleiki okkar geti skað- ast til framtíðar og það er auðvitað mjög vont mál.“ Mikilvægast að verjast varginum Jónas segir að mikilvægasta verk- efni æðarbænda sé að verja varpið fyrir vargi, ref og mink auk flug- vargs. Blaðamaður veltir fyrir sér hvort ágangur ferðafólks geti vald- ið tjóni á varpi, í ljósi þess að ferða- mönnum fer sífellt fjölgandi. Jónas segir að almennt hafi sambýli af því tagi gengið ágætlega fyrir sig. „Það eru þó dæmi um að ágangur ferðamanna hafi valdi tjóni í æðar- varpi, til að mynda í Dyrhólaey. Það er allt í lagi á meðan umferð í varpi og í kringum varp er hófleg en ef að mikil umferð er og kannski dag hvern þá getur það auðvitað verið of mikið. Það verður auðvit- að bara að loka varpi meðan það er viðkvæmast.“ – Er mikið um að menn séu að koma upp nýju varpi og hvernig gengur það? „Það er alltaf eitthvað um það. Það er auðvitað misjafnt hvernig það gengur en ef menn hafa tíma og þolinmæði til að verja varpið hefur þetta yfirleitt skilað sér. Þetta er fyrst og fremst spurningin um að verja varpið fyrir vargi.“ – Nú er boðaður niðurskurður á fjárframlögum ríkisins til refa- veiða. Æðarræktarfélagið hefur ályktað gegn því auk fjölda ann- arra samtaka. Hver er þín persónu- lega skoðun á þessari stefnu? „Mér finnst þessi ákvörðun nátt- úrulega fáránleg, hreint út sagt. Það hafa verið ákvæði í lögum frá 13. öld um að halda skuli ref í skefj- um. Að það sé í lagi að bregða út af því nú get ég ekki skilið enda hafa engin haldbær rök verið sett fram til að skýra það. Við þekkjum þetta frá friðlandinu fyrir norðan okkur, það er bara útungunarstöð og tófan streymir yfir til okkar.“ – Hvernig viltu sjá þessum málum háttað til framtíðar? „Það hefur nú verið nefnt að sveitarfélögin tækju að sér refaeyð- ingu en ríkið sæi alfarið um minka- veiðar. Ef sveitarfélögunum yrðu tryggð einhver þau fjárframlög sem eðlileg væru til þess að sinna þessu gæti það sem best gengið. Aðalmálið er að það sé áfram hald- ið aftur af tófunni.“ Vonandi tekst að fækka milliliðum – Hvaða vaxtarmöguleika á æðar- rækt á Íslandi? „Ef að fuglinum er skapaður sami friður fyrir vargi og verið hefur á undanförnum árum er það í raun lífríkið sem ræður því, fæðu- öflun og veðurfar. Ég veit ekki um neinar stórvægilegar breytingar í farvatninu eins og staðan er í dag. Menn eru hins vegar alltaf að skoða ýmsa möguleika og þetta kemst þó hægt fari. Ef við lítum eins og tutt- ugu ár aftur í tímann þá fluttum við engan dún sjálfir á Japansmarkað. Það voru fyrst og fremst Þjóðverjar sem það gerðu. Í því voru ótal milli- liðir en okkur tókst að komast inn á Japansmarkað með óunninn dún og þá hurfu milliliðirnir í Evrópu. Það er auðvitað ljóst að því styttri sem keðjan er á milli framleiðenda og kaupenda, því betra verð er hægt að fá og bjóða. Okkur hefur hins vegar ekki tekist að brjóta upp þetta milli- liðakerfi að fullu og það má vel vera að það verði næsta skref sem okkur tekst að stíga. Ég hef nú þá trú að það komi hægt og sígandi.“ fr Æðarræktin mun þróast áfram hægt og sígandi Formaður Æðarræktarfélagsins segir tillögur um niðurskurð á fjárframlagi til refaveiða fáránlegar. Verið er að kanna svik á markaði með æðardún í Japan Æðey í Ísafjarðardjúpi.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.