Bændablaðið - 03.12.2009, Page 15

Bændablaðið - 03.12.2009, Page 15
15 Bændablaðið | fimmtudagur 3. desember 2009 ár oft farið að áliðnum vetri suður í Hveragerði sér til hressingar. Aldrei hefur þó orðið af því að hún færi loftleiðina þó stundum hafi það staðið til. „Það er engin sérstök skýring á því. Ég er alls ekki hrædd við að fljúga, þvert á móti þykir mér það gaman,“ sagði hún. Langþráður draumur Maríu rættist síðasta sumar. Arngrímur B. Jóhannsson, flugstjóri, bauð henni í flugferð um Eyjafjörð, meðal ann- ars svo hún gæti séð minnisvarðann í hlíðum Hestfjalls. Það voru fagnaðarfundir þegar María hitti velgjörðarmann sinn, Arngrím, við flugskýli hans á Akureyrarflugvelli skömmu fyrir hádegi á sólríkum og björtum júnídegi 2009. Gunnar, sonur hans, gerði vélina, sem er af gerð- inni Dornier með einkennisstafina TF-LOW, klára á meðan María ræddi væntanlega flugferð við flug- stjórann. Það lék bros um varir Maríu þegar hún fór um borð í vélina; stóri draumurinn var um það bil að verða að veruleika. Hún hafði beðið þessa dags lengi. María kom sér fyrir í sæti sínu og vélinni var ekið út á flugbraut. Rauða Dornier vélin hóf sig á loft úr suðri og stefnt var í norður, út Eyjafjörð. Fjörðurinn skartaði sínu fegursta þennan sumardag og María naut þess að horfa á bæinn sinn úr lofti. Arngrímur var óþreytandi að upplýsa um það sem fyrir augu bar og stundum fylgdu með sögur af ýmsu tagi, gamlar og nýjar. Þegar komið var út að Ólafsfjarðarmúla höfðu skilyrði breyst mjög, skoll- in var á þoka sem lá yfir Eyjafirði utanverðum. Líkt og þykkt teppi hefði verið breitt yfir fjörðinn. Flogið var upp úr þokubakkanum og þá blöstu fjallstindarnir við. Einungis sást í efsta hluta Hestsins í Héðinsfirði. Þoka lá yfir slys- staðnum og minnisvarðanum. Arngrímur hafði á orði að veður hefði að líkindum verið með svip- uðum hætti hinn örlagaríka dag, 29. maí 1947. Þokan leggst nánast fyrirvaralaust yfir ákveðið svæði utarlega í Eyjafirði, en bjart er yfir þegar sunnar er komið. María lét það ekki á sig fá þó þokan setti strik í reikninginn. Hún fór bara að undirbúa næstu flug- ferð! „Þetta var afskaplega gaman. Mikil upplifun. Það jafnast ekkert á við að fara í smáflugferð. Það lyftir andanum. Ég er alveg til í að fara aftur,“ sagði hún. Limrur fyrir landann er heiti á nýút- komnu kveri eftir Braga V. B e r g m a n n , almannateng- il, ritstjóra og fyrrum knatt- spyrnudóm- ara á Akureyri. Þar fjallar hann í formála um limruformið og sögu þess hér á landi en meg- inefni bókarinnar er glíma hans sjálfs við þetta vinsæla form sem kannski má kalla fimmskeytlu. Í formálanum er meðal annars birtur listi, ættaður frá Gísla heitn- um Jónssyni menntaskólakennara á Akureyri, yfir þau atriði sem limra þarf að hafa til að standa undir nafni: 1. Alvöruleysi (með fáum undan- tekningum). 2. Óhefðbundin og oft ósiðleg við- horf. 3. Rökleysi og ýkjur („fáránleika- spaug“). 4. Kerskni og last. 5. Klámfenginn galsa. 6. Erfið rímorð. 7. Sjaldgæf og jafnvel torskilin orð, þar með aðfengin slang- uryrði. 8. Tvíræðni og orðaleiki. 9. Stuld á alkunnum braglínum valinkunnra skálda. Hér fara nokkur dæmi um kveð- skap Braga. Tækjakaup Á tímum samdráttar í efnahags- lífinu þarf að velta fyrir sér hverri krónu. Það gerum við, það gerir ríkið og það gera sveitarfélögin. Skoðanir eru skiptar um það hvern- ig fjármununum er best varið og þá takast menn á: Er rædd voru kaupin á ratsjá, Rúnar í Hafdölum sat hjá en fast síðan sótti og sjálfsagt það þótti að hreppurinn fengi sér flatskjá. Á einum stað yrkir Bragi um vandamál sem hann segir oft kennt við kjallarann þótt það tengist ris- inu og geti verið ansi viðkvæmt mál hjá sumum mönnum. En hann hvetur til þess að menn sýni af sér æðruleysi og fari með þessa limru ef vandinn lætur á sér kræla: Við reyndum af ríkum mætti, við reyndum með ýmsum hætti, en upp vill hann ei, ástkæra mey, svo fátt er um fína drætti! Bragi er mikill unnandi íslensk- unnar og hefur eins og margir aðrir allnokkrar áhyggjur af þróun henn- ar: Málið er veikt, ég er viss um það að við svo á endanum missum það. Dag hvern það deyr og dafnar ei meir ef ensku við dýrkum og DISSUM það! Önnur limra fjallar um þann leiða sið sem er sérlega áberandi á fjármálamarkaði, sem sé að nota ómögulegustu orð í fleirtölu: Áhættan hækkar með hröpum og hvers konar mötum og töpum. Aukast enn vafar og allir handhafar verða í vondum sköpum. Eiturlyfjavandinn er honum einnig hugstæður: Jón trúði á máttinn í töflunum, þær tuggði og kynntist þá öflunum sem tóku við stjórn stór var sú fórn: Jón er nú genginn af göflunum. Bókina gefur Bragi út sjálfur, eða öllu heldur fyrirtæki hans, sem heitir Fremri. –ÞH Botnaðu vísuna Vnr. 88948640/4-5 Slönguljós Slönguljós inni og úti, 13 mm, rautt, glært eða marglitað. 399 kr./lm. 3991.450 Vnr. 88900722-67 Útisería Útisería, 40/60/80 eða 120 ljósa, marglit, blá, græn eða rauð. Við mælum með að úða allar útiseríur með sílikonspreyi til að tryggja betri endingu. Verð frá Botnaðu vísuna. Farðu inn á www.BYKO.is/BYKO/visa Sláðu þar inn botninn og þú gætir unnið 10.000 kr. inneign í BYKO. Jólasprett í BYKO tók og kláraði allt í hvelli. Limrur fyrir landann Bragi V. Bergmann sýnir á sér nýja hlið

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.