Bændablaðið - 03.12.2009, Side 21
21 Bændablaðið | fimmtudagur 3. desember 2009
Bókun
Aðkoma
Upphaf
dvalar
Herbergi
Önnur
rými
Veitinga-
staður/
matsalur
Morgun-
verður
Brottför
Heildar-
upplifun
Upplifun viðskiptavina Ferðaþjónustu bænda 2008 (rauð lína) og 2009
(blá). Heildarskor var 7,8 af 10 fyrra sumarið en hækkaði í 8,2 í sumar.
Á Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu
bænda þann 20. nóvember síð-
astliðinn fengu 10 félagar í
Ferðaþjónustu bænda viður-
kenningu fyrir frábæra þjónustu.
Þetta er liður í gæðaverkefninu
„Gerum góða gistingu betri“ sem
Ferðaþjónusta bænda lagði af
stað með í samstarfi við ráðgjafa-
fyrirtækið Better Business árið
2008. Þetta er annað sumarið af
þremur sem félögum gefst færi á
að taka þátt í þessu verkefni og
tóku 17 ferðaþjónustubæir þátt í
verkefninu í sumar.
Þátttakendurnir í verkefninu
fengu 3 hulduheimsóknir yfir sum-
arið og í framhaldi af því skýrslur
um upplifun gestsins á staðnum á
aðbúnaði og þjónustu, allt frá bókun
til brottfarar. Það er ánægjulegt að
sjá hversu margir ferðaþjónustubæ-
ir fengu heildareinkunn yfir 8, sem
telst vera mjög góður árangur, en
þeir eru eftirfarandi: Heydalur í
Mjóafirði, Dæli í Víðidal, Engi-
mýri í Öxnadal, Öngulsstaðir í
Eyja firði, Skútustaðir við Mývatn,
Brunn hóll á Mýrum, Smyrlabjörg
í Suðursveit, Steig í Mýrdal, Hest-
heimar í Rangárþingi og Hótel
Gull foss við Brattholt.
Mikil fjölbreytni endurspeglar
hópinn sem fær viðurkenninguna,
innan hans eru bæði gistihús bænda
og sveitahótel með allt frá 14 upp
í 90 gistirými (herbergi með og án
baðs). Það sem sameinar þessa
staði er þægilegt andrúmsloft, pers-
ónuleg þjónusta, góður aðbúnaður
og góður matur.
Mjög ánægjuleg þróun er á milli
ára. Það má að sjálfsögðu þakka
þátttakendum sjálfum, en jafnframt
má geta þess að Ferðaþjónusta
bænda nýtir niðurstöðurnar til að
greina stöðuna eins og hún er í
dag og finna leiðir fyrir félags-
menn til að bæta stöðu sína og auka
samkeppnishæfni Ferðaþjónustu
bænda á ferða- og gististaðamark-
aði á Íslandi.
10 félagar Ferðaþjónustu bænda
fá viðurkenningu vegna góðrar
þjónustu frá Better Business
Þann 20. nóvember var haldin
Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu
bænda undir yfirskriftinni
Hvernig þjónum við þér best?
á Hótel Hafnarfirði. Boðið var
upp á námskeið deginum áður
auk þess sem tekið var upp á
þeirri nýjung að hafa Opið hús
á skrifstofunni. Hátíðinni lauk
á jólahlaðborði á Fjörukránni
þar sem menn stigu dans fram á
nótt. Hér fyrir neðan er í stuttu
máli farið yfir helstu dagskrár-
liðina 19. og 20. nóvember.
Að þjóna til borðs
Öllum félögum gafst tækifæri
til að sækja námskeiðið Þjónað
til borðs en það var í boði
Ferðaþjónustu bænda og Félags
ferðaþjónustubænda og sett upp
í samvinnu við Sæmund fróða
og Hótel- og matvælaskólann í
Kópavogi. Námskeiðið heppnað-
ist vel og verður boðið upp á sama
námskeið eftir áramót. Einnig eru
hugmyndir um að bjóða upp á
fleiri námskeið eftir áramót.
Kynning fyrir nýja félaga og
opið hús
Auk almennrar kynningar á
Ferða þjónustu bænda var sagt
frá samskiptum við skrifstofuna
og farið yfir tölvumálin. Í fram-
haldi af kynningunni var opið
hús frá kl. 16-18 á skrifstofunni
í Síðumúlanum. Félagarnir eru
alltaf velkomnir á skrifstofuna
en með opnu húsi gefst félögum
tækifæri til að hitta starfsfólk
skrif stofunnar og aðra félaga á
sama tíma.
Fróðleg erindi og heimskaffi
Eftir molakaffi kl. 9 á föstudags-
morgni og setningu formanns
Félags ferðaþjónustubænda, Mar-
teins Njálssonar, var farið yfir
bók unarkerfi og veflausnir sem
ferða skrifstofan hefur verið að
setja upp. Marteinn, Sævar fram-
kvæmdastjóri, Oddný og Hugrún
sáu um að leiða fundargesti í gegn-
um þennan heim sem opnar nýjar
leiðir í sölu- og markaðssetn-
ingu á gistingu hjá Ferðaþjónustu
bænda. Næst tók Berglind gæða-
stjóri við og fór yfir helstu mál-
efni eftir sumarið; úttektir sum-
arsins, umsagnir frá gestum og
niðurstöður úr samstarfsverkefni
við Better Business. Niðurstöður
verkefnisins voru með ágætum og
fengu 10 félagar af 17 þátttakend-
um í verkefninu viðurkenningu
fyrir góðan árangur (sjá frétt hér
til hliðar). Eftir góðan hádegiverð
í boði Ferðaþjónustu bænda –
Bændaferða hlýddu félagarnir
á erindi Árnýjar Elíasdóttur um
mark vissa starfsmannastjórnun og
þar á eftir kom lögfræðingurinn
Heimir Örn Herbertsson og leiddi
fundargesti í sannleika um hvað
má og hvað má ekki þegar kemur
að verðlagningu og samráði um
verð og þjónustu.
Síðasti dagskrárliðurinn var
hið skemmtilega heimskaffi en
þar fengu allir fundargestir tæki-
færi til að ræða saman í hópum
og velta fyrir sér spurningunni
Hvernig þjónum við þér best?
(þ.e. Ferðaþjónusta bænda –
Bændaferðir og Félag ferðaþjón-
ustubænda). Þessi aðferð til að
virkja alla fundargesti til þátttöku
í umræðum reyndist vel og nið-
urstöðurnar verða notaðar til að
styrkja enn frekar starf ferðaskrif-
stofunnar og hagsmunafélagsins.
Kvöldskemmtunin
Áður en haldið var í jólahlað-
borðið á Fjörukránni var hópnum
boðið í kynningu og fordrykk
í Hótel- og matvælaskólann í
Kópavogi. Þar var námsfram-
boðið við skólann kynnt og ljóst
er að þarna eru í boði mörg nám-
skeið og nokkrar námsleiðir sem
geta nýst ferðaþjónustubændum
vel í starfi. Góðum degi lauk svo
eins og fyrr segir á Fjörukránni
í Hafnarfirði þar sem jólamatur
var á boðstólum og svo tók dans-
leikurinn við undir söng Gylfa
Ægissonar og Rúnars Þórs.
Það var ekki annað að heyra
á ferðaþjónustubændunum en
að þeir væru mjög ánægðir með
Uppskeruhátíðina 2009.
Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda 2009:
Hvernig þjónum við þér best?
Á myndinni eru þeir
félagar sem voru
viðstaddir afhend-
ingu Better Business
viður kenn ingarinnar:
Jón Harrý og Lára
frá Hótel Gull fossi,
Helga Lea og Marteinn
frá Hest heimum, Sig-
rún frá Dæli í Víði dal,
Laufey á Smyrla-
björgum og Sigur laug
og Jón Krist inn frá
Brunn hóli.