Bændablaðið - 03.12.2009, Page 22
22 Bændablaðið | fimmtudagur 3. desember 2009
Nýr taktur hefur verið að læðast
inn í íslenska matargerð og lífsstíl
sem á ensku kallast slow-food eða
yndismatur. Hér er fólk að snúa sér
frá framleiðslu og lifnaðarháttum
sem einkennast af hraða, hámarks-
afköstum og fjöldaframleiðslu og
einbeitir sér að því að framleiða,
miðla, selja og kaupa vörur sem
eru framleiddar undir aðalsmerki
hægari framleiðsluháttar. En í
hverju felst slík framleiðsla og slík-
ir neysluhættir og hvernig standa
þessi mál hér á landi?
Allt er vænt sem vel er grænt
Á síðustu árum sérstaklega en þó
líka á síðustu tveimur áratugum er
fólk hér á landi að verða æ meðvit-
aðra um þá vöru sem það framleiðir
og þá vöru sem það kaupir, neytir
og nýtur. Fólk spáir æ meira í það
hvar varan er framleidd og hvern-
ig, hvaðan hún kemur. Við höfum í
millitíðinni kynnst bæði lífrænum
vörum og vörum sem framleidd-
ar eru og seldar undir slagorðinu
„matur úr héraði“, en þetta hvort-
tveggja er hluti af þessari vitund-
arvakningu. Hér er ekki bara á ferð-
inni breyting eða má kannski kalla
það umbyltingu í framleiðslu, held-
ur hefur þessi breyting víðari áhrif
og snertir alla neyslumenningu
okkar. Við erum komin svo langt
að átta okkur á að allt er vænt sem
vel er grænt og þó er margt ógert.
Meðlimir „slow-food“-hreyfing-
arinnar hafa meðal annars beitt
sér fyrir því að vinna að þessum
umbreytingum.
Samtökin „Slow food“
Grasrótarhreyfingin Slow food,
sem upp á íslensku má kalla ynd-
is-matar-menningu, voru stofnuð á
Ítalíu fyrir einum tveimur áratugum
eða svo og telst veitingamaðurinn
Carlo Petrini frumkvöðull þeirra
og er enn formaður hreyfingarinn-
ar á alþjóðavísu, en fleiri þekktir
hugsuðir og frumkvöðlar koma að
hreyfingunni eins og hin indverska
Vandana Shiva. Eiginlega er um að
ræða ákveðið svar við skyndibita-
menningunni, þannig að orðið ynd-
isbiti er því ákveðið andsvar við
skyndibitanum. Hugmyndafræðin
gengur út á það að gera fólk með-
vitaðra um þá matarmenningu sem
það býr við, að efla matarmenn-
inguna á hverjum stað fyrir sig, að
styðja við smáræktendur og smá-
framleiðendur og þá sem framleiða
og selja vörur á sanngjarnan hátt,
bæði gagnvart neytendum og nátt-
úrunni. Krafan er sú að við eigum
rétt á hreinum, ómenguðum mat
sem hefur verið meðhöndlaður sem
minnst og fluttur sem styst. Um er
að ræða hreyfingu meira en sam-
tök eða félag, en í þessarri hreyf-
ingu fyrirfinnast fjölmargar deildir
um allan heim, þar á meðal tvær
hérlendis, ein á Höfn í Hornafirði,
convivium Höfn eða héraðið Í ríki
Vatnajökuls eins og sú deild heitir.
Í höfuðborginni er svo convivium
Reykjavík eða Reykjavíkurdeildin.
Yndisbitar á íslenska vísu
Yndismatur er staðbundinn og
byggist á þeirri þekkingu matvæl-
um og framleiðslu þeirra sem er til
á hverjum stað fyrir sig, er aðstæðu-
bundin. Þess vegna þróast líka
starfsemi á hverjum stað fyrir sig
dálítið út frá því hvernig aðstæð-
urnar eru. Hér á Íslandi erum við
með tiltölulega fáa framleiðendur
sem selja vörur sínar beint til við-
skiptavina, mikið er um milliliði.
Þeim sem versla milliliðalaust er þó
að fjölga og hafa samtökin „Matur
úr héraði“ líka gert þessum hópi
kleift að verða sýnilegri gagnvart
neytendum. Að við vitum hreinlega
af þessum möguleika þegar kemur
að innkaupum.
Á suðvesturhorni landsins hafa
aðilar í ferðaþjónustu og smáfram-
leiðslu unnið saman undanfarin ár
að því að efla staðbundna menn-
ingu og koma henni á framfæri. Til
þess að skerpa enn á þeirri vinnu
tók þessi hópur fólks sig til og
stofnaði slow-food deild sem vinn-
ur undir aðalsmerkjum hreyfing-
arinnar að sínum markmiðum. Ari
Þorsteinsson formaður deildarinnar
fræddi mig um það að innan deild-
arinnar verði lögð áhersla á að
varðveita fjölbreytileikann í mat-
vælum á hverjum stað, njóta svæð-
isbundinnar matvælaframleiðslu
og síðast en ekki síst að veita fólki
tækifæri til þess að njóta þess fjöl-
breytileika í bragði sem við getum
gert þegar við njótum matar, líkt og
þegar fólk fer á tónleika eða mynd-
listarsýningu.
Starfsemi deildarinnar á suðvest-
urhorni landsins kemur að sögn Ara
til með að felast því að taka þátt í
viðburðum hreyfingarinnar erlend-
is, til dæmis hátíð bænda sem fer
fram reglulega og eins verður hald-
in stór hátíð sem nefnist „salon del
gusto“ í Tórínó á Ítalíu næsta haust.
Starfið í ríki Vatnajökuls kemur
líka til með að felast í viðburðum
á staðnum og sem liður í því verð-
ur haldið upp á dag móður jarðar
þann 11. desember næstkomandi,
en þá verður eldað úr hreindýrum
af svæðinu og fólki boðið að njóta
þess yndisbita. Þessi sami dagur
verður einnig haldinn hátíðlegur á
vegum Veitingastaðarins Friðriks
V á Akureyri, þar sem á boðstól-
um verður hreinn og góður matur
úr norðlenskri framleiðslu verður
fagnað. Og sjálfsagt eru fleiri hér á
landi sem líka fagna þessum degi.
Hægt erað lesa ýmislegt um ynd-
isbita hreyfinguna, hugmyndafræði
og starfsemi á vefsíðunni slowfood.
com.
Heimildir og heimildafólk:
Almanac of the international slow food
movement. Slow Food Editore srl,
Bra, 2008.
Ari Þorsteinn Þorsteinsson á Höfn í
Horna firði.
Elke Wohlfarth, sérfræðingur í matar-
menn ingu hjá Umweltzentrum
Hannover.
Friðrik Valur Karlsson, veitingamaður á
Akureyri.
Vefsíðan www.slowfood.com
Yndisbitar
– hægari taktur og meiri gæði í matargerð
og lífsstíl
Nú er góður tími
til þess að búa til eða að ná
í gróðurtengdar jólagjafir.
Það má auðvitað útbúa fal-
lega skreytingu, gefa áskrift
að ræktunartímariti eins og
„Sumarhúsinu og garðinum“
eða öðru riti, finna góða bók
sem fjallar um ræktun græn-
metis eða söfnun villijurta og
stinga í jólapakkann, ná sér í
sængurföt með blóðbergi á eða
pakka tejurtum frá sumrinu
fallega inn og gefa. Einiber í
krukku eru falleg gjöf!
Hver veit hvaðan þetta grænmeti kemur? Bændamarkaðir eru eitt af því sem yndismatar hreyfingin eða hug-
myndafræði slow food hvetur til þess að stuðla enn frekar að upprunatengslum og auknum gæðum vörunnar.
Þessi mynd er frá bændamarkaði í hverfinu Prenzlauer Berg í Berlín.
Kristín Þóra Kjartansdóttir
sagnfræðingur og garðyrkjunemi
kristinkj@gmx.net
Gróður og garðmenning
Snigillinn er táknrænn fyrir slow-
food eða yndismatar hreyfinguna.
Hér sést merki hreyfingarinnar í
Miami í Bandaríkjunum, en hreyf-
ingin er mjög virk þar í landi.
Helga Thoroddsen
bóndi á Þingeyrum í Húnaþingi
www.thingeyrar.is
2.12.2009 – Flottasti
reiðjakki á Íslandi
Þegar maður er ekki bara hestanörd
heldur líka með ódrepandi áhuga á
fatahönnun og ull þá langar mann
ekki bara að eiga góða og fallega
hesta heldur líka góð, falleg og
kannski ekki síst hlý hestaföt. Allir
sem í slíka hluti spá sjá fljótt að hér
á landi ríkir afskaplega einhæf og
einsleit fatamenning hvort sem um
er að ræða hjá hestamönnum eða
öðrum. Við íslendingar virðumst
vera mikil hjarðdýr þegar kemur
að því að velja fatnað og fatastíl, já
og kannski ekki síst lífsstíl. Margir
(ég ætla ekki að ganga svo langt að
segja allir) velja að feta í fótspor
fjöldans enda er það oftast þægileg-
ast og skapar minnsta fyrirhöfn.
Þetta sést vel á lopapeysumenn-
ingunni sem hefur öllu tröllriðið
upp á síðkastið....kannski sem betur
fer enda lopapeysan bæði falleg
og þjóðleg og var kominn tími til
að hefja hana enn frekar til vegs
og virðingar með nýjum áherslum.
Allavega betra að velja ull en flís
sem búið er til úr kókflöskum.
Í röðum hestamanna sést þessi
fata einsleitni vel þar sem flestallir
eru svartklæddir og flís og neop-
ren flíkur eru allsráðandi þó svo
blessuð lopapeysan sjáist þar líka
víða sem betur fer. Í keppni eru
flestir að verða alsvartir. Hinir lit-
ríku einkennisjakkar hestamanna-
félaga sjást æ sjaldnar og hvítu
reiðbuxurnar eru á undanhaldi og
er það nú kannski skiljanlegt enda
einstaklega skítsælar, kaldar og
að maður tali ekki um óklæðileg-
ar flíkur fyrir flesta nema þá sem
eru með fullkomin vöxt. Verandi
áhugamanneskja um ull og textíl
þá hefur draumurinn alltaf verið
að eignast alvöru skoskan Harris
Tweed ullarjakka. En Harris
Tweed er sérstakt ullarefni sem
á sér afar sérstaka sögu og langa
hefð. Fyrir áhugasama um eigin-
leika og sögu þessa sérstaka efnis
er hægt að fara á heimasíðuna:
www.harristweed.com
Og nú á sextugsaldrinum hefur
draumurinn loksins ræst. Eftir
mik ið japl, jaml og fuður og helj-
arinnar leit fannst loksins endgam-
alt klæð skerafyrirtæki í Bretlandi
sem sérsaumar ullarfatnað eftir
máli og gamla pantaði sér jakka
fyrir fimmtugsafmælispeningana.
Hann er ekk ert annað en dásam-
legur, eins og ofn að vera í hann
er svo hlýr og að maður tali nú
ekki um… smellpassar og næst-
um því lætur mann líta út fyrir að
vera eins og einn af bresku kon-
ungsfjölskyldunni. Nú vantar ekk-
ert nema að hafa sig í að mæta á
hestasýningar og á keppnisvöllinn
þó ekki væri nema til að monta sig
af jakkanum… en það er ekki laust
við að mann gruni að það gæti
orðið þrautin þyngri að nenna því
þegar tækifærin gefast!!!
Bændur blogga
Nú hefur Bændablaðið hrundið af stað nýjum þætti í blaðinu þar
sem fengin eru að láni dagbókarbrot hjá bændum til að skyggnast
inn í daglegt líf í sveitum landsins. Mun blaðið nota bloggfærslur
af Netinu og þiggur ritstjórn með þökkum ábendingar um bændur
sem notast við blogg til dagbókarskrifa. Þeir sem bent geta á slíkar
síður eru vinsamlega beðnir um að senda línu á netfangið ehg@
bondi.is