Bændablaðið - 03.12.2009, Side 24

Bændablaðið - 03.12.2009, Side 24
24 Bændablaðið | fimmtudagur 3. desember 2009 6 4 9 6 2 3 7 2 1 5 3 7 9 4 1 8 7 6 5 4 2 5 9 2 6 3 2 7 3 5 8 1 2 8 9 4 3 5 8 9 1 4 8 4 6 5 3 3 6 9 1 5 2 1 5 2 4 5 6 4 8 9 4 8 7 6 3 9 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn- ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn- ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst Með hefðbundinn sunnudagshrygg á jólunum María Rós Newman býr á Hnappavöllum í Öræfum þar sem hún sér um að koma póstinum til skila í sinni sveit. Henni finnst lestur á mat- reiðslubókum enn skemmti- legri en sjálf matseldin og þar sem María Rós hefur mjög gaman af brauðbakstri ákvað hún að gefa lesendum Bændablaðsins uppskrift að heilhveitibollum og girnilegu ostasalati með. „Sem húsmóðir í sveit er mats- eld ekki spurning um áhugamál heldur þörf. Uppáhaldsmaturinn minn er heimagert kindahakk í hinum ýmsu útgáfum, endalaust er hægt að finna nýjar uppskrift- ir með hakki. Ég er farin að hlakka til jólanna, þá fá stóru börnin frí úr sinni vinnu og koma heim svo fjölskyldan getur verið öll saman. Á jólunum var ég vön að fá reykt svínakjöt en maðurinn minn var vanur steiktum lamba- hrygg. Fyrstu árin reyndi ég að breyta til og hafa innbakaðan lambahrygg til að hafa jólamat- inn öðruvísi en sunnudagshrygg- inn, en ég gafst fljótlega upp á því og ákvað að henda hrygg inn í ofninn upp á gamla mátann og njóta þess í staðinn að vera með börnunum mínum allan daginn. Til þess að gera jólamatinn sér- stakan þá ákvað ég að steikja ekki lambahrygg frá september og fram að jólum og þá eru líka allir á heimilinu farnir að hlakka til að fá þennan mat.“ Heilhveitibollur 4 tsk. þurrger 5 dl. volgt vatn 1 ½ tsk. salt 100 g smjör 200 g heilhveiti 500 g hveiti egg til penslunar Aðferð: Bræðið smjörið í 3 dl. af vatni og kælið örlítið. Setjið heil- hveiti, salt og ger í skál. Hrærið smjörvatnið saman við, bætið hvíta hveitinu smám saman út í, hrærið og hnoðið. Smyrjið skál með matarolíu og setjið deigið í, lokið með plastfilmu og látið hefast í 20 mínútur. Hnoðið upp deigið og rúllið því í lengjur. Skerið í þá stærð sem þið viljið hafa bollurnar og setjið þær á smurða plötu eða bökunarpapp- ír. Látið hefast í 20 mínútur í við- bót og penslið með eggi. Stillið ofninn á 200°C gráður og bakið í um 15 mínútur. (Ef þið eruð svo lánsöm að eiga brauðvél er aðferðin sú að setja smjörvatnið fyrst, síðan mjölið og stilla vélina á deig. Síðan er aðferðin sú sama nema að það þarf ekki að láta bollurn- ar hefast aftur en þá er gott að setja bollurnar inn í kaldan ofn og setja svo hitann á). Ostasalat 1 dós sýrður rjómi ½ lítil dós mayones 1 dós ananaskurl, mínus safi 1 græn paprika 1 rauð paprika vínber púrrulaukur 1 mexíkóostur 1 hvítlauksostur Aðferð: Brytjið niður papriku, vínber, púrrulauk og osta. Setjið í skál og bætið ananaskurli saman við. Blandið síðan að endingu majonesi saman við. Gott er að láta salatið standa eilítið áður en borið er fram með nýbökuðum heilhveitibollum. ehg MATARKRÓKURINN Anna hefur alla sína tíð búið á Magnússkógum en Lolli er frá Gilsfjarðarmúla í Gilsfirði. Við tókum við búskapnum hér árið 2001 af foreldrum Önnu, þeim Halldóri Guðmundssyni og Guðrúnu Guðmundsdóttur. Fyrstu árin leigðum við jörð- ina en keyptum hana síðan árið 2005 og höfum á þeim tíma fjölg- að fénu úr um 400 í það sem það er í dag. Við vorum bæði mjög ung þegar við byrjuðum að búa, Anna einungis 21 árs og Lolli 27 ára, en við höldum að þetta hafi bara gengið nokkuð áfallalaust hjá okkur. Við erum allavega þeirrar skoðunar að fleira ungt fólk ætti að fá að upplifa það sem við höfum fengið að upplifa. Býli? Magnússkógar 3. Staðsett í sveit? Í botni Hvammsfjarðar í Dalabyggð. Ábúendur? Ólafur Bragi Halldórsson (Lolli) og Anna Berglind Halldórsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýr)? Við eigum tvö börn saman, Ármann Frey 4 ára og Halldór Óla 2 ára. Svo á Lolli 9 ára gamlan son, Björgvin Braga. Einnig eru tveir ómissandi vinnumenn á bænum og eru það hundarnir Patti og Dropi. Stærð jarðar? Um 140 ha á láglegndi, þar af um 40 ha ræktaðir. Síðan er um 500 ha fjalllendi. Tegund býlis? Sauðfjárbú með nokkra grasmótora til að smala á. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 720 fjár og 17 hestar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Anna byrjar morguninn á að sparka kallinum fram úr rúminu og klæða strákana sem fara með skólabílnum í leikskólann. Síðan er gengið til þeirra verka sem liggja fyrir hverju sinni. Þessa dagana er verið að rýja síðustu ærnar. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Önnu finnst leiðinlegast að þrífa fjárhúsin á vorin en Lolla finnst leiðinlegast að gera við ónýtar girðingar. En skemmtilegast er að sjá afraksturinn koma af fjalli og fara á hrútasýningar. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Áframhaldandi sauðfjárbúskap með bættum afurðum, stækkun húsakosts og heimavinnslu afurða. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Við erum nú það ung og óreynd í bransanum að reynsla okkar í félagsmálum bænda er ekki mikil, maður tjáir sig bara meira við vini og kunningja. En hér í sýslunni höfum við mjög virkt Félag sauð- fjárbænda en staða Bændasamtaka Íslands er óneitanlega mjög erfið um þessar mundir. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Við höfum fulla trú á honum með aukinni heimavinnslu, fækkun milliliða og utan aðildar að ESB. Einnig þarf líka að verða meiri ný- liðun í bændastéttinni. Það er allt of erfitt fyrir ungt fólk að byrja að búa. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Með hlýnun andrúmslofts, aukn- um þurrkum og þar af leiðandi uppskerubresti, skapast óneit- anlega þörf fyrir okkar vöru, þ.e. lambakjöt. Að ekki sé nú talað um hreinleikann. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, súrmjólk, smjör, ostur og egg. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalæri og gott meðlæti. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegast er þegar Ármann Freyr, aðeins tveggja ára gam- all, baðaði einn hvolpinn upp úr úrgangsolíu um það leyti sem átti að fara að sýna hann. En viti menn hann seldist! Einnig gleymist það seint þegar áburðarreikningurinn fór fyrst yfir tvær milljónir. Magnússkógar 3, Hvammssveit Bærinn okkar Anna og Lolli í góðu stuði á hrúta- sýningu. Til hliðar má sjá þrjá dug- lega vinnumenn, talið frá vinstri: Björgvin Bragi, Halldór Óli og Ármann Freyr. Börn Maríu Rósar þau Elín Helga og Páll Sigurgeir eru hér stolt með nýbakaðar heilhveitibollur.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.