Bændablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | fimmtudagur 11. mars 2010 Framkvæmdastjórn Evrópu sam- bandsins tilkynnti 24. febrúar síðastliðinn að hún legði til að hafnar yrðu aðildarviðræður við Ísland. Ljóst er að skoðanir varð- andi aðild hér á landi eru veru- lega skiptar. Evrópusambandið hefur nú hafið kynningarvinnu á starfsemi sambandsins og meðal annars hefur sambandið sett upp sendiskrifstofu hér á landi. Aukinheldur hefur sambandið nú farið af stað með boðsferðir fyrir valda aðila úr íslensku við- skiptalífi ásamt fulltrúum hags- munasamtaka. Ein slík ferð var farin 1. mars síðastliðinn og í þá ferð fóru meðal annars fulltrúar hagsmunasamtaka í landbúnaði. Þar má nefna Hörð Harðarson formann Svínaræktarfélags Ís - lands og Helga Hauk Hauksson for mann Samtaka ungra bænda. Aðrir þátttakendur í ferðinni voru fulltrúar úr ýmsum geirum atvinnulífsins. Helgi Haukur segir að hans upp lifun af ferðinni hafi verið sú að þar hafi verið skautað all létti- lega framhjá neikvæðum hlið- um Evrópusambandsins. Hon um hafi meðal annars þótt það bera vitni um ansi mikla málefnafátækt þegar helstu röksemdir Indriða Benediktssonar, embættismanns hjá framkvæmdastjórn Evr ópu- sam bandsins, gegn málflutn ingi Bændasamtakanna hafi verið skop- frétt af vefsíðu Baggalúts. Það skal tekið fram að fréttin sú arna var vissulega skemmtileg. Ekki miklar líkur á sérsamningum Helgi Haukur segir að mikið hafi skort á uppbyggilega og gagn- rýna umræðu um landbúnaðarmál í ferðinni. Engu að síður hafi hann rætt við embættismenn um land- búnað á Íslandi. „Þeir virtust mjög litla þekkingu hafa á landbúnaði hér og íslensku landbúnaðarkerfi. Þeir virtust heldur ekki gera sér grein fyrir sérstöðu íslensks land- búnaðar með tilliti til veðurfars, ræktunarskilyrða og smæðar mark- aðarins. Ég sat til borðs með Franz Cermak, fulltrúa stækkunarstjóra Evrópusambandsins, og það kom skýrt fram í máli hans að líkur á sér- samningum við Evrópusambandið eru vægast sagt ekki miklar, ólíkt því sem Evrópusinnar hér heima hafa haldið fram. Hann taldi að það væri ákaflega ólíklegt og gerði skýra grein fyrir því að það vorum við sem sóttum um aðild hjá þeim og það værum við sem þyrftum að laga okkur að þeirra reglugerðum. Hann tók meðal annars dæmi um að Danir hafa ákvæði um eign- arhald á jarðnæði. Austurríkismenn sóttu um sambærilegt ákvæði og fengu ekki.“ Helgi Haukur segir að honum finnist sem í ferðinni hafi kostir Evrópusambandsins verið mál- aðir í rósrauðum bjarma. „Svo ég undirstriki það þá hefur andstaða mín við aðild Íslands að Evr ópu- sambandinu aukist til muna eftir ferðina og var ég þó andstæður aðild fyrir. Ég er þess fullviss að það væri rétt ákvörðun hjá stjórn- völdum að draga umsóknina til baka.“ Segi já við ásættanlegum samningi, annars nei Hörður í Laxárdal tók einnig þátt í ferðinni. „Þetta var ágæt ferð, það var farið í gegnum uppbyggingu Evrópusambandsins, reynt að draga fram þau atriði sem mestu máli skipta og svara síðan fyrir- spurnum,“ segir Hörður. Umfjöllun um landbúnaðarmál var reyndar ekki mjög fyrirferðarmikil að sögn Harðar en þó gáfust tækifæri til að ræða þau mál í samtölum við full- trúa sambandsins. Hörður segir að hann hafi ekki farið í ferðina með það sérstaklega í huga að kynna sér möguleika íslenskrar svínaræktar heldur frem- ur til að geta myndað sér einhverja heildstæða skoðun á sambandinu. „Ég hygg nú að það séu svo marg- ar hliðar á mögulegri aðild að það sé erfitt að slíta eitt úr samhengi við annað. Í því sambandi skiptir mjög miklu máli umræða um land- búnað og byggðastefnu í samhengi. Ég tel að í aðild felist bæði sókn- arfæri og ógnir við okkar aðstæður. Ef horft er til landbúnaðarins má sjá þetta einnig, ég get nefnt sem dæmi skógrækt sem ég tel að geti haft umtalsverðan ávinning af aðild í ljósi tengsla hennar við byggða- stefnu. Ef við horfum hins vegar til hefðbundnari greina landbúnaðar- ins og þá einkum úrvinnslugeirans í kjöti horfir málið kannski aðeins öðru vísi við. Ef við yrðum hluti af heildstæðum markaði innan Evrópusambandsins er hætt við að margar afurðastöðvar gætu átt í erf- iðleikum.“ Hörður segir að úr því sem komið er telji hann að klára eigi samningaviðræður við Evr ópu- sambandið, bera síðan upp þann samning og kjósa um hann. „Ef það verður ásættanlegt þá mun ég segja já, ef hins vegar samningurinn upp- fyllir ekki þær kröfur sem ég geri til hans þá segi ég nei.“ fr Fréttir Starfsfólk Bændasamtakanna hreppti á dögunum bronsverðlaun í flokki fyrirtækja með 30-69 starfsmenn í þriggja vikna átaki Lífshlaupsins, sem haldið var nú í þriðja sinn á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Að meðaltali hreyfðu starfsmenn BÍ sig í tæpa 16 daga af þeim 21 sem keppnin stóð yfir. Þeir hreyfðu sig að meðaltali í rúmar 1120 mínútur á dag. Alls tóku 394 fyrirtæki um allt land þátt í keppninni. Nánari upplýsing- ar um úrslit er að finna á vefsíðu lífshlaupsins, www.lifshlaupid.is Búnaðarþing samþykkti álykt- un þar sem fyrirhugaðri sam- einingu sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytis við iðnað ar- ráðuneyti er harðlega mótmælt. Í ljósi þeirrar miklu hags muna- baráttu sem framundan er í málefn- um sjávarútvegs og landbúnaðar, sem séu megin stoðir atvinnulífs hinna dreifð ari byggða, sé slík sameining á engan hátt tímabær. Er þessi afstaða Búnaðarþings í miklu samræmi við þau viðbrögð sem fyrirhuguð sameining hefur vakið hjá öðrum hags muna aðilum í land- búnaði, hags muna aðilum í sjávar- útvegi og ýmsum sveitarstjórnum svo dæmi séu tekin. Hagtölur land bún- aðarins 2010 Hagtölur landbúnaðarins 2010 eru komnar út. Eins og fyrri ár er útgáfan í bæklingsformi og er alls 30 síður. Í Hagtölum land- búnaðarins er m.a. hægt að finna tölfræði um landið og bóndann, bústofn og bústærð, landbún- aðarframleiðsluna, markaðs- mál, verðlag og vísitölur o.m.fl. Bæklingurinn fer víða - hann er m.a. vinsæll á meðal ferða- manna, skólafólks og að sjálf- sögðu á meðal þeirra sem starfa í landbúnaði. Hægt er að nálgast Hagtölur landbúnaðarins 2010 án endur- gjalds hjá Bændasamtökunum í Bændahöllinni við Hagatorg. Bæk- lingur inn ligg ur einnig á vefnum bondi.is á pdf-formi. Ritstjóri er Erna Bjarna dóttir forstöðumaður félagssviðs BÍ, Þröstur Haraldsson sá um umbrot, forsíðuljósmynd tók Jón Eiríksson en forsíðuna hannaði Hörður Kristbjörnsson. Samfylkingin sendi ekki fulltrúa á fund Evrópunefndar Búnaðarþings Mikil vonbrigði, segir for- maður nefndarinnar Skilaboðin misfórust að sögn upplýsingafulltrúa Samfylkingin sá ekki ástæðu til að senda fulltrúa sína til fundar við Evrópunefnd Bún- að arþings sem starfaði á þing- inu. Nefndin boðaði á sinn fund fjölda gesta og óskaði meðal annars eftir því við alla stjórn- málaflokkana sem sæti eiga á Alþingi að þeir sendu sína fulltrúa til að fjalla um Evr- ópusambandsumsóknina. Við því brugðust Sjálf stæðis flokk- ur inn, Framsóknar flokk ur inn, Vinstri græn og Hreyf ingin. Fulltrúar Sam fylk ingarinnar létu hins vegar ekki sjá sig og að sögn Sigurbjarts Pálssonar formanns nefndar innar bár- ust engin skilaboð frá flokkn- um. „Aðstoðarmaður Evr ópu- nefndarinnar var í sam bandi við alla þessa flokka fyrir Bún- aðarþing þannig að tím inn var nægur. Það var haft samband við fulltrúa Sam fylk ingarinnar eins og aðra og það stóð víst til að athuga mál ið en síðan hefur ekkert frá þeim heyrst, þrátt fyrir að eftir því hafi verið leit- að,“ segir Sigur bjartur. Sigurbjartur segir þetta mikil vonbrigði. „Það eru auð- vitað mikil vonbrigði að Sam- fylk ingin, annar stjórnarflokk- urinn og sá sem að hefur aðild að Evrópusambandinu al gjör lega á sinni stefnuskrá, skuli ekki sjá ástæðu til að hitta Bún að ar- þingsfulltrúa og ræða þetta mál- efni. Mér finnst það óskaplega dapurlegt.“ Sigurbjartur segist ekki vita hvað eigi að lesa út úr þessu. „Ég vil kannski sem allra minnst gera það en ég held nú að Samfylkingunni sé það alveg eins ljóst og öðrum stjórnmála- flokkum að það stendur hérna yfir Búnaðarþing. Við höfum í gegnum árin mjög oft fengið fulltrúa til okkar frá Alþingi og stjórnmálaflokkunum til að ræða hin ýmsu mál við þingið og við höfum átt mjög góð samskipti við fólk úr öllum flokkum. Ég vil því kannski ekki ráða of mikið í þetta en ég hef þó ekki trú á því að þetta sé tilviljun eða gleymska. Spurður hvort hann muni eftir því að fulltrúar stjórnmálaflokka hafi áður ekki svarað erindi Búnaðarþings af þessu tagi segir Sigurbjartur að hann reki ekki minni til þess. „Öll þau ár sem ég hef setið hérna og hef þurft að kalla til fólk frá Alþingi, eða í raun og veru bara hvaðan sem er, þá man ég ekki eftir því að það hafi gerst áður að fólk hafi hrein- lega ekki mætt án þess þá að hafa samband og gera grein fyrir því.“ Aðspurður segir Sigurbjartur að afstaða Bændasamtakanna til Evrópusambandsaðildar sé ekki að breytast. „Það er skoðun Bænda samtakanna að það henti ekki hagsmunum bænda að ganga í ESB og gegn því munu samtök- in berjast áfram.“ Frétt þessa efnis var sett inn á vef Bændablaðsins að morgni miðvikudagsins 3. mars og fór hún víða um netheima. Að kvöldi miðvikudagsins, síðasta dags Bún aðarþings, barst svo tölvu- póstur frá upplýsingafulltrúa Sam fylkingarinnar þar sem segir eftirfarandi: „Óformlegt boð til þingflokks Samfylkingarinnar um að taka þátt í starfi Evrópunefndar Búnaðarþings misfórst og skilaði sér því miður ekki til þingflokks- ins. Samfylkingunni finnst fátt ánægjulegra en að eiga samtöl og samskipti við bændur, nú sem áður, um landsins gagn og nauð- synjar.“ fr Það er hálf eyðilegt um að litast við Dynskóga í Hveragerði þar sem áður stóð ullarþvottastöð Ístex en nú er búið að jafna húsið við jörðu og eftir stendur steypt grunnplatan og grús á víð og dreif. Árið 2004 var ullarþvotti hætt í húsinu sem hefur undanfarið verið nýtt sem tjaldvagnageymsla. Húsið var byggt sem Ullarþvottastöð Sambandsins sem tók til starfa þann 20. febrúar árið 1964. Eftir að ullarþvotti var hætt í húsinu skipti það um eigendur og voru uppi hugmyndir um að byggja fjölbýlishús á lóðinni eða nýta það undir steypueiningaverksmiðju. Þær hugmyndir gengu þó ekki eftir og keypti bæjarstjórn Hveragerðisbæjar húsið árið 2007 með það fyrir augum að rífa það. Í jarðskjálftanum sem reið yfir þann 29. maí árið 2008 skemmdist húsið mikið og var í framhaldinu ákveðið að rífa það. Ullarþvottastöðin fjarlægð Ísafold boðar til fundar um ungt fólk og ESB Hin nýstofnaða Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, byrjar starfsemi sína með krafti. Á dögunum voru á hennar vegum fjórir Norðmenn í heim- sókn hér á landi, þrír frá ungliðaarmi „Nei til EU“ og einn frá alþýðusam- bandi Noregs, LO. Þeir fóru í ýmsar heimsóknir hér á landi á meðan dvöl þeirra stóð, m.a. til Alþýðusambands Íslands og Bændasamtakanna. Nú eru staddir hér á landi fleiri Norðmenn frá samtökunum Ungdom mot EU, alls 16 talsins. Að því tilefni er boðað til málfundar í Háskóla Íslands um ungt fólk og ESB fimmtudaginn 11. mars. Yfirskrift fundarins er „Ungt fólk og ESB – hvað græðum við á aðild?“ Ræðumenn verða þau Maria Elvira Mendez dósent í Evrópurétti, Magnús Árni Magnússon aðjúnkt í stjórnmálafræði og Tale Marte Dæhlen formaður „Ungdom mot EU“ í Noregi. Hvert þeirra mun halda um 10 mínútna erindi sem fjalla um áhrif mögulegrar aðildar Íslands að ESB á ungt fólk með áherslu á menntun, lýðræði, atvinnu/atvinnuleysi og fleiri málefni. Fundurinn er öllum opinn og hefst hann stundvíslega kl. 11:40 í stofu 101 á Háskólatorgi. Bændur í Brusselferð Evrópusambandið sýnt í rósrauðum bjarma, segir formaður ungra bænda. Klára á samningaviðræður og kjósa svo, segir formaður svínabænda Fyrirhugaðri sameiningu ráðuneyta mótmælt

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.