Bændablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 25
25 Bændablaðið | fimmtudagur 11. mars 2010 EFTIRLIT MEÐ sjúkdómsvaldandi eða óæskilegum bakteríum í matvælum er mikilvægur þáttur í að tryggja öryggi, gæði og um leið verðmæti matvæla. Markaðir með ferskar afurðir, tilbúnar til eldunar, hafa vaxið mikið síðustu ár. Aukin hætta er á að sjúkdómsvaldandi bakteríur nái sér á strik í matvælum sem hafa ekki verið fryst eða meðhöndluð sérstaklega fyrir matreiðslu. Fyrir matvælaframleiðendur er mjög mikilvægt að fá vitneskju um ástand vörunar strax áður en hún fer í dreifingu. Aukinn flutningshraði matvæla eykur ennfremur þörfina á þessari vitneskju. Þetta breytta markaðs- og neysluumhverfi kallar því á nýjar og hraðvirkari aðferðir til örverumælinga en þær sem nú tíðkast. Bakteríumengun í fiðurfé hefur löngum verið vandamál þó svo að sértækar aðgerðir síðustu ára til að hindra mengun hafi verið mjög árangursríkar. Rétt fyrir aldamót- in var leyfi veitt til að selja ferskan kjúkling á markað en fyrir var ein- ungis heimilt að selja frystan kjúk- ling. Í kjölfarið jókst tíðni campylo- bacter-sýkinga í mönnum til muna og árið 1999 greindust 426 tilfelli sem rekja mátti til mengaðra kjúk- lingaafurða að stórum hluta. Þessar sýkingar voru aðallega vegna kross- mengunar þar sem bakteríur bárust af kjúklingi á áhöld og í menn. Sem annarskonar dæmi um mengun í ferskri vöru má nefna matarsýkingar vegna mengunar í ísbergsalati. Um aldamótin kom upp salmonella-sýk- ing í mönnum þar sem 360 manns greindust með sýkilinn en stór hluti þeirra hafði að öllum líkindum neytt mengaðs ísbergsalats sem flutt hafði verið inn til landsins. Sem betur fer hafa menn lært af reynslunni og hefur campylobacter- og salmo- nella-sýkingum fækkað mikið á síð- astliðnum árum. Til að koma í veg fyrir faraldra sem þessa er nauðsynlegt að koma í veg fyrir mengun matvæla með góðum framleiðsluháttum og virku matvælaeftirliti. Til þess að auka skilvirkni í bæði opinberu og innra eftirliti fyrirtækja þarf hraðvirkari greiningar. Með hefðbundnum rækt- unaraðferðum er niðurstaðna ekki að vænta fyrr en eftir 2–7 daga, eftir því hvaða bakteríutegund er verið að greina. Líkur eru á því að að þeim tíma liðnum sé varan komin í dreif- ingu, til umboðsaðila eða jafnvel neytenda. Sé menguð vara komin í dreifingu getur það verið miklum vandkvæðum bundið að innkalla vöruna með tilheyrandi tilkostn- aði. Í þessum tilvikum geta hrað- virkar örverugreiningar skipt miklu máli og minnkað líkurnar á því að mengaðar vörur berist til neytenda. Einnig geta framleiðendur verið öruggari um heilnæmi afurða sinna og síður átt á hættu að skaða orðspor sitt á markaðnum. Hjá Matís er nýlega lokið verk- efninu „Sólarhringsgreiningu óæski legra örvera“ sem var styrkt af Rannís og AVS-sjóðnum. Mark- mið verkefnisins var að þróa og koma upp aðferðum fyrir hraðvirkar greiningar á óæskilegum bakteríum í landbúnaðar- og sjávarafurðum sem og öðrum matvælum. Með þeim aðferðum sem voru þróað- ar fást niðurstöður á innan við 24 klukkustundum. Aðferðin byggir á rauntímamögnun (real-time PCR) á erfðaefni sjúkdómsvaldandi bakt- ería eða annarra óæskilegra baktería. Greiningin fer þannig fram að erfða- efni (DNA) er einangrað úr örver- um í matvælasýni, sem inniheldur þá DNA úr öllum bakteríum sem til staðar eru í sýninu. DNA-sýnið er því næst sett í PCR-blöndu sem inniheldur ýmis hvarfefni (polyme- ras, núkleótíð, buffer) ásamt sértæk- um þreifurum. Þreifurunum má líkja við lykla sem eru hannaðir þannig að þeir þekki einungis ákveðnar skrár (DNA-raðir) í þeirri bakteríu sem leitað er eftir, t.d. í salmonella eða campylobacter. Í verkefninu voru aðferðir þróaðar til að greina salmonella og campylobacter. Sýnt var fram á greiningarhæfni salmonella- aðferðarinnar eftir að lágum styrk baktería hafði verið bætt út í sýni (10–100 bakteríur/gramm) af mis- munandi matvælum, m.a. laxi, ýsu, rækjum, hrognum, fiskimjöli og þá einnig hænsnasaur. Þá var aðferð- in borin saman við faggilda aðferð NMKL (Nordisk Metodikkomité for Næringsmidler) og fengust þar sambærilegar niðurstöður við grein- ingu á salmonella í hænsnasaur í hverjum þeim styrk smits sem próf- aður var. Greiningarhæfni aðferð- anna var 10-100 bakteríur/gramm í sýni. Ennfremur voru 117 nátt- úruleg sýni borin saman með báðum aðferðum. Um var að ræða kjúkling, hænsnasaur og svínakjötssýni. Af þessum sýnum greindust 12 sýni jákvæð með báðum aðferðum og 105 neikvæð með báðum aðferðum. Campylobacter-aðferðin var svipuð og salmonella-aðferðin, sem hefur einna helst verið prófuð á kjúk- lingasaur, en hann gefur vísbend- ingu um hvort fuglinn er mengaður. Real-time PCR-aðferðin sýndi sam- bærilega og jafnvel meiri næmni en þær aðferðir sem notast er við í dag (CCDA- og Cx-aðferðir). Þau náttúrulegu sýni sem prófuð voru reyndust öll neikvæð með báðum aðferðum. Enn sem komið er hafa þessar hraðvirku aðferðir ekki hlotið fag- gildingu en þó má telja líklegt að þær eða aðrar sambærilegar aðferðir muni fljótlega koma til með að leysa seinvirkari aðferðir af hólmi. Til framtíðar litið standa vonir til þess að nýjar og hraðvirkar grein- ingaraðferðir á algengum matvæla- sýklum verði teknar upp og komi þá til með að auka matvælaöryggi í landinu og bæta þar með þjónustu við matvælaiðnaðinn á Íslandi. Með tilkomu nýrrar matvæla- tilskipunar frá Evrópusambandinu má reikna með meiri innflutningi á ferskvöru hingað til lands. Þó svo að Ísland hafi til þessa sýnt fádæma árangur í baráttu við matvælasýkla gæti það breyst með auknum inn- flutningi og því skiptir máli að við stöndum vaktina vel þegar þar að kemur. Hraðvirkari örverugrein- ingar í matvælaiðnaði Eyjólfur Reynisson og Viggó Þór Marteinsson Höfundar starfa hjá Matís Háþrýstidælur Þegar gerðar eru hámarkskröfur K 6.91 M Plus Þrýstingur: 20-150 bör max Vatnsmagn: 550 ltr/klst Túrbóstútur + 50% Lengd slöngu: 9 m Sápuskammtari Stillanlegur úði K 7.80 M Plus Þrýstingur 20-160 bör max Stillanlegur úði Sápuskammtari K 7.85 M Plus Þrýstingur: 20-160 bör max Vatnsmagn: 600 ltr/klst Stillanlegur úði Sápuskammtari Túrbóstútur + 50% 12 m slönguhjól Vatnsmagn: 600 ltr/klst Túrbóstútur + 50% Lengd slöngu: 9 m SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS K 5.91 M Plus Þrýstingur: 20-140 bör max Vatnsmagn: 490 ltr/klst Lengd slöngu: 7,5 m Stillanlegur úði Túrbóstútur + 50% Sápuskammtari Ýmsir aukahlutir Snúningsdiskur Óska eftir að kaupa Universal og Belarus traktora. Uppl. í síma 866 0471. Bændur og búalið Framleiðum hágæða einangrunargler sem sparar orku. Sendum hvert á land sem er - stuttur afhendingartími. Íslensk framleiðsla í 43 ár. Glerskálinn - Smiðjuvegi 42 - Kópavogi - Sími 557 5580 Málþing um landbúnaðartengda ferðaþjónustu Hólar 16. mars 2010 13.00 Hlín C. Mainka Jóhannesdóttir fjallar um landbúnaðar- tengda ferðaþjónustu 13.30 Berglind Viktorsdóttir frá Ferðaþjónusta bænda: Horft til framtíðar með tengingu við fortíðina! 14.00 Stutt hlé 14.15 Berglind Hilmarsdóttir kynnir „Opinn landbúnað“ - Verk- efni á vegum Bændasamtakanna 14.45 Hlédís Sveinsdóttir frumkvöðull fjallar um tækifæri í íslenskum landbúnaði   15.30 Vinnusmiðjur: 3 -4 hópar safna saman hugmyndum um nýsköpun í landbúnaðartengdri ferðaþjónustu á Norður- landi vestra og vinna svo að áætlun hvernig hrinda mætti þessum hugmyndum í framkvæmd.               Allir velkomnir ! http://www.vnv.is/ BAGGASPJÓT 125 CM 110 CM 98 CM 82 CM WWW.VELAVAL.IS Vélaval-Varmahlíð hf. sími: 453-8888

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.