Bændablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | fimmtudagur 11. mars 2010 Fréttir Íbúar í Hrísey eru afar óánægð- ir með breytingar sem gerðar hafa verið á áætlun Hrís eyjar- ferjunnar Sævars, sem og með hækkun á gjaldskrá ferjunnar. Hverfisráð Hríseyjar hefur sent Vegagerð og ráðherra sam- göngu- og sveitarstjórnarmála bréf þar sem óánægja eyjar- skeggja er látin í ljós. Bæjarráð Akureyrar hefur tekið undir mótmæli Hríseyinga við nið- urskurði á ferðum ferjunn- ar og leggur áherslu á að hún sé þjóðvegur á sjó og eina aðkomuleiðin til eyjarinnar. Skorar bæjarráð á samgöngu- yfirvöld að endurskoða þessa ákvörðun. Linda María Ásgeirsdóttir, formaður Hverfisráðs Hríseyjar, segir að framlög til ferjunnar hafi lækkað um 10% á árinu, sem hafi haft í för með sér fækkun ferða og hækkun gjaldskrár. Sem dæmi nefnir hún að áður hafi verið hægt að kaupa 15 og 30 miða kort í ferjuna, nú sé einungis 30 miða kort í boði og það hafi hækkað úr rúmlega 13 þúsund krónum í 21 þúsund, sem sé um 60% hækkun. Þeir sem eiga lögheimili í Hrísey greiða ekki í ferjuna. „Það gild- ir að minnsta kosti eins og er, en maður veit aldrei,“ segir Linda María. Mega ekki vera úti eftir kl. 10! Þá segir hún að ferðum hafi fækk- að og mikill hringlandaháttur verið á breytingum á áætlun. Eins og staðan sé nú sé árinu skipt í þrennt; ein áætlun gildi frá 1. nóvember til 1. mars, þá taki við önnur áætlun og sú þriðja gildi yfir sumartímann. Þetta sé ekki síst bagalegt fyrir aðila í ferða- þjónustu sem útbúið hafi bæklinga þar sem fram komi áætlun ferj- unnar eins og hún var í fyrrasum- ar. Ferjan sigldi þá á klukkutíma fresti yfir sumarið, en nú á tveggja tíma fresti. Þá nefnir Linda María að ferðum hafi verið slegið saman og sífellt verið að breyta þeim. Síðasta ferð, sem á að vera kl. 23 á kvöldin, sé þannig að ætli menn að nota hana þurfi að panta hana sérstaklega og greiða fyrir 1000 krónur. „Þetta er orðið þannig að við megum ekki vera úti eftir kl. 10 á kvöldin, menn upplifa þetta á þann hátt,“ segir hún. Breytt fyrirkomulag ferða og hækkun gjaldskrár segir hún bitna mest á þeim sem eiga sumar- eða íbúðarhús í eyjunni og dvelja þar mikið, sem og á aðilum í ferðaþjónustu. Þá séu íbúar mikið á ferðinni með börn sín sem stunda íþróttaæfingar, tónlistarnám eða annað á fasta- landinu og fækkun ferða komi illa við þá. Eins þá sem stunda vinnu í landi líkt og margir eyj- arskeggjar gera. „Við höfum engin viðbrögð fengið enn, en höfum ítrekað óskir okkar í formlegu bréfi til ráðherra og vonum svo sannar- lega að hann svari,“ segir Linda María. Íbúar í Hrísey óánægðir með breytingar á áætlun ferjunnar Ferðum fækkað og gjaldskrá hækkuð Í vikunni skrifuðu Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri BÍ og Hildur Traustadóttir stjórnar- for mað ur Bjarg ráðasjóðs undir sam starfs samning sem felur í sér að Bændasamtökin annist skrif stofu hald fyrir sjóðinn frá 1. mars 2010 og leggi til sér- hæfð an starfsmann sem hefur um sjón með málefnum sjóðsins. Árni Snæbjörnsson, starfsmað- ur Lands sambands veiðifélaga og verk efnisstjóri Beint frá býli, hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Bjarg ráðasjóðs. Bjargráðasjóður hýstur í Bændahöllinni Þrír nýir stjórnarmenn kosnir í stjórn Bændasamtakanna Haraldur endurkjörinn formaður með öllum greiddum atkvæðum Ný stjórn Bændasamtaka Ís - lands var kjörin á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Ljóst var fyrir þingið að endurnýjun yrði í stjórninni en þrír stjórnar- menn höfðu gefið það út fyrir þingið að þeir sæktust ekki eftir endurkjöri. Það voru þau Svana Halldórsdóttir á Melum, Karl Kristjánsson á Kambi og Þorsteinn Kristjánsson á Jökulsá. Færði Búnaðarþing þeim þakkir fyrir starf þeirra í þágu félagsmála bænda. Kosið var sérstaklega í emb- ætti formanns og fór svo að upp- stillingarnefnd gerði ekki tillögu að formanni. Var því kosið óhlut- bundinni kosningu og greiddu alls 45 búnaðarþingsfulltrúar atkvæði. Fór kosningin svo að Haraldur Benediktsson fékk endurnýjað umboð sem formaður samtakanna en hann fékk öll greidd atkvæði, 45 talsins. Var honum fagnað með dynjandi lófataki að kosningu lok- inni. Að kosningu formanns aflok- inni voru kosnir sex fulltrúar í aðalstjórn samtakanna. Alls gáfu ellefu þingfulltrúar kost á sér til stjórnarsetu. Úrslit kosn- inganna voru þau að Sveinn Ingvarsson í Reykjahlíð fékk 45 atkvæði, Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum fékk 41 at- kvæði, Sigurbjartur Pálsson á Skarði fékk 40 atkvæði, Vig dís M. Sveinbjörnsdóttir á Egils stöð um fékk 40 atkvæði, Árni Brynjólfs- son á Vöðlum fékk 23 atkvæði og Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum fékk 22 atkvæði. Aðrir í kjöri fengu minna. Einar Ófeigur Björnsson í Lóni var næst ur inn í stjórn og hlaut 20 atkvæði. Þeir Haraldur, Sveinn, Jóhannes og Sigurbjartur sátu allir í síðustu stjórn Bændasamtakanna en þau Vigdís, Árni og Guðný Helga koma ný inn. Að lokinni kosningu í aðalstjórn var kosið um varamenn en kosnir eru varamenn fyrir hvern stjórnar- mann. Uppstillingarnefnd gerði til- lögu um varamenn og var hún sam- þykkt með lófaklappi. Varamaður Haraldar var kjörinn Guðný H. Jakobsdóttir í Syðri-Knarrartungu og varamenn annarra stjórn- armanna voru kjörnir eftirtaldir: Guðrún Lárusdóttir í Keldudal fyrir Guðnýju Helgu, Fanney Ólöf Lárusdóttir á Kirkjubæjarklaustri fyrir Jóhannes, Baldur Grétarsson á Kirkjubæ fyrir Vigdísi, Einar Ófeigur Björnsson í Lóni fyrir Árna, Guðni Einarsson í Þórisholti fyrir Sigurbjart og Guðbjörg Jónsdóttir á Læk fyrir Svein. Bændablaðið óskar nýrri stjórn velfarnaðar í starfi og þakkar fyrr- verandi stjórnarmönnum samstarfið. Jóhannes Sigfússon, Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, Sigurbjartur Pálsson, Haraldur Benediktsson, Sveinn Ingvarsson, Guðný Helga Björnsdóttir og Árni Brynjólfsson. mynd | ehg Landsmót hestamanna verður haldið í Reykjavík árið 2012 að öllu óbreyttu. Samningur milli Landssambands hestamanna fé- laga (LH) og Hesta manna fé lags- ins Fáks í Reykjavík þess efnis var undirritaður 5. mars síðast- liðinn. Miklar deilur hafa hins vegar risið í kjölfar undirritun- arinnar. Búnaðarþing samþykkti ályktun 3. mars síðastliðinn þar sem fram kemur að landsmót eigi að halda á tveimur stöðum á landsbyggðinni, til skiptis á Gaddstaðaflötum við Hellu og á Vindheimamelum í Skagafirði. Sömuleiðis hefur komið fram að stjórnir 26 hestamannafélaga hafi undirritað skjal þar sem vali á Reykjavík sem landsmótsstað er mótmælt. Mótmælalistinn lá fyrir áður en samningur LH og Fáks var undirritaður en honum hafði ekki verið komið til stjórn- ar LH. Ályktun Búnaðarþings var sam- þykkt samhljóða. Bændasamtök Íslands (BÍ) eiga þriðjungshlut í Landsmóti ehf. sem stofnað var utan um landsmótshald árið 2000 á móti LH sem á tvo þriðjuhluta. Í því ljósi kom undirritun samnings LH og Fáks Sigurbjarti Pálssyni, stjórnarmanni BÍ og fulltrúa BÍ í stjórn Landsmóts ehf. mjög á óvart. „Það kemur mjög á óvart í ljósi niðurstöðu Búnaðarþings að menn skuli gera þetta. Verandi með þá ályktun tæplega sólarhrings- gamla fyrir framan sig, samhljóða samþykkta, tel ég ljóst að þetta hljóti að kalla á einhver viðbrögð af hendi Bændasamtakanna. Ég ætla kannski ekki að úttala mig um hver þau verða, Landssamtök hestamannafélaga munu vænt- anlega skýra sitt mál og hvað rekur þau til að ganga frá þessu með þessum hætti í dag. Við hljótum að ráða ráðum okkar hjá Bændasamtökunum í framhaldinu, þessi ákvörðun er í engum takti við það sem Búnaðarþing ályktaði,“ sagði Sigurbjartur í samtali við Bændablaðið. Eyfirðingar og Þingeyingar undrandi Það er hins vegar ekki svo að ályktun Búnaðarþings hafi vakið lukku á öllum vígstöðvum. Stjórn Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga (HEÞ) sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem kemur fram undrun stjórnarinnar á ályktuninni og á erindi Félags hrossabænda (FH) sem ályktunin byggði á. Í yfirlýsingunni segir meðal annars: „ Stjórn HEÞ kann- ast ekki við að staðsetning lands- móta hafi verið til umfjöllunar á aðal- og/eða formannafundum [FH] undanfarin ár.“ Enn fremur segir í yfirlýsingunni: „ Í greinar- gerð með ályktuninni er stað- hæft að það sé almennt viðhorf að farsælast sé að sameinast um tvo mótsstaði. Stjórn HEÞ kann- ast ekki við þetta almenna viðhorf, enda engin formleg umræða farið fram um málið innan samtakanna.“ Telur að upp sé kominn trúnaðarbrestur Eins og fram hefur komið undirrituðu stjórnir 26 hesta- mannafélaga mótmælaskjal þar sem mótmælt er hvernig staðið var að vali á Reykjavík sem lands- mótsstað. Aðildarfélög LH eru 47 í heild. Búið var að ákveða fund með Haraldi Þórarinssyni for- manni LH 5. mars síðastliðinn þar sem afhenda átti mótmælaskjalið en Haraldur aflýsti þeim fundi að kvöldi 4. mars en boðaði til fundar 9. mars í staðinn. Undirritun samn- ings LH og Fáks fór fram 5. mars eins og áður segir. Forsvarsmenn hestamannafélaganna Geysis, Léttfeta, Sindra og Stíganda stóðu að undirskriftasöfnuninni. Jónína Stefánsdóttir formaður Stíganda undrast framgöngu Haraldar og segir að félögin 26 setji sig á móti Reykjavík sem landsmótsstað en ekki síður þeim vinnubrögðum sem viðhöfð hafi verið. „Ákvörðun um landsmótsstað á að taka á aðalfundi eða formannafundi og í raun átti að vera búið að taka þessa ákvörð- un í júlí síðastliðnum. Í þessu ljósi þykir mér mjög ólýðræðislega stað- ið þessari ákvarðanatöku.“ Spurð hvort hún telji að kominn sé upp trúnaðarbrestur milli stjórnar LH og aðildarfélaga þess sagði Jónína að henni fyndist það. „LH er sam- nefnari fyrir öll hestamannafélög- in í landinu og sambandið virðast ekki starfa eftir því.“ Haraldur Þórarinsson segist undrast hversu seint þessi mótmæli komi fram. Hann segir jafnframt að það hafi ekki komið fram í samtali hans við formann Stíganda að for- svarsmenn 26 félaga hefðu undir- ritað mótmælaskjalið. Þessu hefur Jónína mótmælt í opnu bréfi til Haraldar, sem birst hefur á ýmsum netmiðlum. Haraldur segir að þessi mótmæli verði rædd á stjórnarfundi LH á föstudaginn. „Auðvitað skoðum við þetta, við tökum tillit til þess sem félögin vilja, það er skylda okkar.“ Ýmsar skeytasendingar hafa átt sér stað eftir ákvörðunina og sömu- leiðis hafa verið lífleg skoðana- skipti á netsíðum hestamanna. Það er því ljóst að deilum um lands- mótsstað fyrir árið 2012 er hvergi nærri lokið. fr Mikill styr um staðsetningu Landsmóts hestamanna Landsmót 2012 í Reykjavík að óbreyttu 26 af 47 aðildarfélögum Landssambands hestamannafélaga mótmæla Munið að sækja um í Orlofssjóð Fresturinn til að sækja um orlofsstyrk eða orlofsdvöl að Hólum rennur út 15. mars. Bændur eru hvattir til að sækja um.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.