Bændablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | fimmtudagur 11. mars 2010 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.200 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.100. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 – Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is – Sími: 563 0375 – Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Að sitja heima eða skila auðu? Yðar einlægur verður að gera þá játningu að hann sat heima síðastliðinn laugardag og mætti því ekki á kjörstað til þess að sinna borgaralegri skyldu sinni. Þetta gerði ég eftir þónokkrar vangaveltur. Ég notaði útilok- unaraðferðina og endaði á því að melda pass. Ef ég hefði þurft að kjósa daginn eftir að forsetinn beitti málskotsrétti sínum hefði ég sagt         að losna við þetta mál út úr   !   að skaða okkur miklu meira en hugsanlegur ávinningur af lægri vöxtum getur bætt okkur upp. En eins og málum var komið þann 6. mars var já fullkomlega merkingarlaust. Átti ég að segja já við samningi sem allir vita að verður aldrei að veruleika, af því það er verið að semja upp á nýtt? Neiið var heldur enginn kostur. Það eina sem ég hefði fengið út  ! !   "      við stjórnarandstöðu og stjórn-  #        ósammála í grundvallaratriðum. Auk þess var nei líka merkingar- laust af sömu ástæðum og já. Þá voru eftir tveir kostir, að mæta á kjörstað og skila auðu eða sitja heima og láta sem þessi atkvæðagreiðsla kæmi mér ekki við. Ég valdi seinni kostinn, en      !    fyrsta sinn í 66 ár sem haldin er þjóðaratkvæðagreiðsla skuli hún vera af þessu tagi. Þjóðin og lýðræðið eiga betra skilið en þetta. Vonandi verður þetta þó til þess að ýta undir að stofnað verði til stjórnlagaþings þar sem $         & ekki veitir af. –ÞH BÚNAÐARÞINGI 2010 er lokið, samstaða og ein- drægni einkenndi öðru fremur þingið. Það tókst á við stór mál sem vafalaust hafa til lengri tíma afgerandi áhrif á starfsumhverfi bænda. Við setningu þingsins flutti forstjóri Matís, Sjöfn Sigurgísladóttir, hvetjandi ræðu til bænda og landbúnaðar sem ástæða er til að hvetja lesendur Bændablaðsins að kynna sér. Ræða Sjafnar er ekki síst til merkis um þann auð sem þjóðin býr yfir í matarauðlindum sínum. Verðmætasköpun á grunni þekking- arfyrirtækis eins og Matís hefur mikil áhrif til aukinna tækifæra og er ástæða fyrir bændur að kynna sér þá möguleika. Nauðsynlegt er að horfa til framtíðar á þau tækifæri sem kröftug matar framleiðsla landbúnaðar og sjávarútvegs get ur skapað. Greinarnar hafa verið og verða áfram grundvallaratvinnugreinar þjóðarinnar. Á því leikur ekki vafi. Við setningu Búnaðarþings var sagt frá nýrri viðhorfskönnun. Þar kemur sterkt fram hversu vel þjóðin metur landbúnað og starf bænda. Sagt var fyrir nokkrum árum, þegar BÍ lét fyrst gera sambærilega könnun, að ekki væri hægt að mæla jákvæðara viðhorf en þá var gert. Það er nú afsannað. Niðurstaða könn unarinnar er í góðu samræmi við það viðhorf sem hefur birst bændum á undanförn- um misserum. Enda eru það hjáróma radd- ir sem hljóma í dag og telja landbúnað vera „vandamál“. Þá er viðhorf fólks til aðildar að ESB af- ger andi og ekki síður að framtíð landbúnaðar í landinu vegur þungt í þeirri afstöðu. Framtíð landbúnaðar, að hér sé framleiddur matur af fjölbreyttri gerð er ekki sjálfsagt mál og undir það tekur þjóðin. Þessvegna er ekki síður áhuga vert að sjá viðbrögð við skýrslu fram- kvæmdastjórnar ESB sem send var hingað undir lok febrúarmánaðar. Þar voru staðfest sjónarmið Bændasam tak - anna í umræðu um ESB-aðild. Í skýrslu fram- kvæmdastjórnarinnar er sagt að grundvall- arbreyting þurfi að verða á ríkjandi landbún- aðarstefnu hér á landi. Látum vera umræðuna um endurskoðun styrkjakerfis, hún hefur næstum „sjálfstætt líf“. Það á hins vegar að opna fyrir innflutning á lifandi dýrum. Hingað geta þá t.d. komið ný hestakyn, þann- ig að vafalaust verða landsmót hestamanna fjölbreyttari í framtíðinni, hvar svo sem þau verða haldin. Þetta gildir um alla búfjárstofna okkar og sumt vafalaust til bóta, myndi ein- hver segja. Sagan geymir mörg dæmi um hörmulegar afleiðingar af innflutningi lifandi dýra, án takmarkana, sem getur haft mikil áhrif á litla einangraða búfjárstofna. Fleira mætti nefna úr skýrslunni, en verður ekki gert hér. Undarlegt er hve hljóðlát umræða um skjalið hefur verið og þær staðreyndir sem það dregur fram, svo ekki sé minnst á þá stað- reynd að ekkert er þar gert með að Ísland er eyja norður í hafi og að þjóðin þurfi að hafa einhverja möguleika á að verja fæðuöryggi sitt. Ekkert. Engar undanþágur sem svo oft er búið að nefna. Ein af ályktunum Búnaðarþings er um kjöt markað. Skorað er á stjórnvöld að heim- ila kjötafurðastöðvum samvinnu og samstarf. Er vonandi að sem fyrst fáist slíkt ákvæði í búvörulög. Raunar má það ekki dragast lengi því alvarlegar horfur hjá kjötbúgreinum kalla eftir raunhæfum aðgerðum til að koma í veg fyrir afkomuhrun. Búnaðarþing kaus nýja stjórn BÍ. Þrír stjórn armenn sóttust ekki eftir endurkjöri og þeim, Karli Kristjánssyni, Svönu Hall- dórs dóttur og Þorsteini Kristjánssyni, er hér þakkað gott starf í stjórn BÍ undanfarin ár. Nýir stjórnarmenn, Vigdís Sveinbjörnsdóttir, Guðný Helga Björnsdóttir og Árni Brynjólfs- son, eru boðnir velkomnir til starfa. Okkur öllum sem trúað er fyrir að sitja í stjórn BÍ er fullljóst að vandasamt verk er framundan. Í góðu samstarfi og samstöðu, eins og ein- kenndi Búnaðarþing 2010, er okkur öllum félagsmönnum BÍ fært að takast á við fram- tíðina. Við setningu Búnaðarþings flutti gestur okk ar, varaformaður norsku bændasamtak- anna, Britte Skallerud, áhrifamikið ávarp. Það er við hæfi að láta hana eiga lokaorðin í þess- um leið ara: Missið ekki trúna á framtíð byggða á eigin auðlindum, virku lýðræði og traustum land- búnaði. Sú framtíð kemur ekki af sjálfri sér heldur verður að berjast fyrir henni. Standið þið saman sem bændur og stétt, þá munuð þið sigra! HB LEIÐARINN Búnaðarþing Tafarlaust þarf að hefja almenn- ar leiðréttingar á höfuðstól lána, að öðrum kosti blasir við að enn fleiri bændur lendi í greiðsluerf- iðleikum. Einnig verður þegar að finna úrlausnir á skuldavanda búa sem voru rekstrar hæf fyrir bankahrun en hafa nú lent í greiðsluerfiðleikum. Þetta er megin inntakið í ályktun Bún- aðar þings um fjármál bænda sem var samþykkt á nýafstöðnu Bún aðar þingi. Í ályktuninni kemur fram að þær leiðir sem skuli fara til að ná þessum markmiðum séu að beitt verði almennri niðurfærslu höfuð- stóls lána. Veita þurfi rekstrarhæf- um búum framtíðarlausnir í lána- málum þeirra, sniðnar að hverju og einu búi, og að skilmálar allra þeirra fjármálagjörninga sem komi til verði að vera skýrir og hefti ekki framþróun á búunum. Ávallt þarf að byggja skuldaaðlögun á raun- hæfu mati á greiðslugetu og við mat á greiðslugetu þarf jafnframt að taka tillit til eðlilegra launa- krafna og nauðsynlegrar endurnýj- unar á búunum. Mikil og þung umræða varð um fjárhagslega stöðu bænda á þinginu og vora þingfulltrúar á einu máli um að allt of hægt gengi að grípa til aðgerða. Árni Brynjólfsson á Vöðlum, nýkjörinn stjórnarmaður í stjórn Bændasamtakanna hvatti bændur til að samþykkja enga þá fjármálagjörninga sem þeir væru ósáttir við. „Bændasamtökin þurfa að vera með hnefann á lofti í þessu máli og beita sér af hörku líkt og í Evrópusambandsmálunum,“ sagði Árni og var gerður góður rómur að máli hans. 100-120 kúabú í verulegum vanda Talsvert hefur verið fundað um skuldavanda bænda upp á síðkast- ið og athygli ráðamanna hefur beinst að málaflokknum í auknum mæli. Meðal annars var fundað um skuldamál bænda í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu 26. febrúar síðastliðinn. Jón Bjarnason ráðherra boðaði til fundarins en til hans mættu formenn þingnefnda, formaður Bændasamtakanna og fulltrúar viðskiptabankanna auk annnarra. Á fundinum kom fram að gera megi ráð fyrir að 100 til 120 kúabú, sem standa undir nær- fellt 20 prósentum af heildarfram- leiðslu mjólkur á landinu, eigi í verulegum greiðsluvanda. Þau bú gætu átt í verulegum erfiðleikum á næstunni með að fjármagna kaup á rekstrarvörum. Nauðsynlegt sé að tryggja með öllum ráðum rekstr- arfé til bænda til að koma í veg fyrir að framleiðsla dragist saman. Staða mála virðist almennt verst hjá mjólkurframleiðindum en þó er ljóst að einhverjir sauðfjárbændur eru í erfiðleikum og hið sama má segja um aðrar búgreinar. Ákveðið var á fundinum að fulltrúar bank- anna muni á næstu dögum gera ráðuneytinu grein fyrir hvað þyrfti að gera svo hægt væri að flýta ferl- inu og koma skuldamálum bænda í viðunandi farveg. Boðað var til sameiginlegs fund- ar sjávarútvegs- og landbúnaðar- nefndar og efnahags- og við- skiptanefndar 1. mars síðastliðinn að frumkvæði þingmanna Sjálf- stæðis flokksins, þeirra Einars K. Guð finnssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Til fundarins mættu forsvarsmenn Bændasamtakanna og upplýstu þeir nefndarmenn um þær aðgerðir sem Bændasamtökin hafa gripið til vegna stöðunnar og þau úrræði sem standa bændum til boða. Sértækar aðgerðir ófullnægjandi Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna lagði áherslu á að menn þyrftu að gera sér grein fyrir því að rekstur búanna sé sam- tvinnaður við rekstur heimila og búsetu fólks. Því þurfi að beita öðrum meðulum í þessum málum heldur en almennt sé gert varðandi fjárhagsvanda fólks og fyrirtækja. Þá sé ljóst að þær sértæku lausnir sem fjármálastofnanir hafa boðið bændum séu í mörgum tilfellum algjörlega ófullnægjandi. Atli Gíslason formaður sjávarút- vegs- og landbúnaðarnefndar sagði fundinn hafa verið mjög gagnlegan. „Það var mikill skilningur hjá þing- mönnum og samstaða um að bregð- ast við þessum mikla vanda bænda. Ráðneytin voru hvött til að leggja til lagabreytingar sé þeirra þörf, bæði varðandi breytingar á virðis- aukaskatti, áframhaldandi frystingu lána og möguleg þvingunarúrræði gagnvart fjármögnunarfyrirtækjum. Þingnefndirnar lýstu því yfir að þær væru tilbúnar að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að flýta slíkum málum í gegnum þingið.“ Snertir öryggi þjóðarinnar Talað hefur verið um að fjármögn- unarfyrirtæki standi að vissu leyti í vegi fyrir heildarlausnum varð- andi skuldamál bænda. Atli segir að það hafi verið rætt í fullri alvöru að beita þau fyrirtæki þvingunar- úrræðum. „Svo hefur einnig verið rætt að ríkið leysi til sín lán þess- ara fyrirtækja til bænda til að auðvelda endurskipulagninguna. Staða bænda er grafalvarleg, ekki bara fyrir þá sjálfa heldur þjóðina alla því þetta snýst um fæðuöryggi hennar. Við horfum á verulega erf- iðleika sem snerta 25 prósent land- búnaðarframleiðslunnar, þetta er í raun þjóðaröryggismál að koma þessum hlutum í eðlilegan farveg.“ Enn sem komið er hafa þó ekki borist neinar fréttir af frek- ari aðgerðum vegna skuldavanda bænda. Víst er að bændur bíða í ofvæni enda styttist óðum í að ganga þurfi frá áburðarkaup- um, sem vega gríðarlega þungt í útgjöldum bænda. fr Sértækar lausnir til handa bændum í skuldavanda í mörgum tilfellum algjörlega ófullnægjandi Tafarlaust þarf að hefja almennar leiðréttingar höfuðstóls lána Fjármögnunarfyrirtæki verði mögulega beitt þvingunarúrræðum

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.