Bændablaðið - 11.03.2010, Side 16

Bændablaðið - 11.03.2010, Side 16
16 búnaðarþing 2010 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 11. MARS 2010 Geymslurými fyrir búfjáráburð Markmið Búnaðarþing 2010 vekur athygli á að í ljósi efnahagsástands mun reynast óframkvæmanlegt fyrir suma bændur að uppfylla skilyrði um geymslurými í náinni framtíð. Leiðir Umhverfisráðherra framlengi ákvæði til bráðabirgða í reglugerð nr. 804/1999 þar sem mælt er fyrir um frestun á gild- istöku ákvæðis 6. greinar sömu reglu- gerðar varðandi 6 mánaða geymslurými fyrir búfjáráburð. Framgangur máls Stjórn Bændasamtaka Íslands fylgi mál inu eftir. Stefnumörkun varðandi náms- og dvalarkostnað Markmið Að öll ungmenni hafi jafna mögu- leika til að stunda framhaldsnám óháð búsetu. Leiðir Aukið fjármagn til greiðslu jöfnunar- styrkja vegna framhaldsnáms. Skoða þarf í reglugerð um jöfnunar- styrki t.d.: X  <     !  @ >  ursstyrki; X <!>         " > €  >   þá sem þurfa að fara lengri vega- lengdir Framgangur máls Að stjórn Bændasamtaka Íslands yfir- fari reglugerðir um jöfnunarstyrki og komi með breytingartillögur sem send- ist menntamálaráðherra. Álftir og gæsir Markmið Að minnka tjón á ræktarlöndum bænda. Leiðir Áfram verði unnið að rannsóknum á tjóni af völdum álfta og gæsa. Bændum verði heimilað nú þegar að verja sín ræktunarlönd fyrir gæs allt árið með skotveiði þar sem augljóst er að tjón er verulegt af þeirra völdum. Framgangur Ályktunin send til umhverfisráðherra og fylgt eftir af stjórn BÍ. Framlög til kúasæðinga Markmið Búnaðarþing 2010 fagnar því að starf-     <$+   !   {‚ > Z| sem fer yfir skipulag og stuðningsform kúasæðinga á Íslandi. Við þá endurskoðun verður að taka tillit til mismunandi aðstæðna í lands- hlutum vegna vegalengda milli búa. Framgangur máls Tillagan send fyrrnefndum starfshópi. Starfsleyfi í nautgriparækt Markmið Búnaðarþing 2010 hvetur Matvæla- stofnun til að koma nú þegar eftirliti og útgáfu starfsleyfa framleiðenda naut- gripaafurða í eðlilegt horf. Leiðir Skv. 13. gr. reglugerðar um aðbúnað nautgripa og eftirlit með framleiðslu mjólkur og annarra afurða þeirra. Framgangur máls Matvælastofnun send tillagan. BÍ fylgir málinu eftir. Búnaðarlagasamningur Markmið Búnaðarþing 2010 leggur mikla áherslu á að Búnaðarlagasamningur verði endur nýjaður sem fyrst og ekki skertur frekar en orðið er. Búnaðarlagasamningur rennur út á þessu ári. Á sama tíma og hið opinbera gerir auknar kröfur á Bændasamtök Íslands er framlag skert. Sú staða sem nú er uppi er óviðunandi. Framgangur Ályktunin verði send Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, landbúnaðar- nefnd Alþingis og fjármálaráðherra. Landsmót hestamanna Búnaðarþing 2010 ályktar að stjórn Z    |       ! að landsmót hestamanna verði haldin á    { $   !  tveir, Vindheimamelar í Skagafirði og Gaddstaðaflatir við Hellu. Jafnframt að skoðað verði hvort        > !   tilhögun landsmóta með því að skilja sýningarhald kynbótahrossa frá núver-   >   > <    - mót fyrir kynbótageirann. Varnarlínur vegna búfjársjúkdóma Búnaðarþing 2010 leggur áherslu á eftirfarandi atriði varðandi varnarlínur vegna búfjársjúkdóma. 1. Tryggt verði fjármagn til eðlilegs viðhalds varnargirðinga. 2. Aflagðar girðingar verði fjarlægðar án tafar. ƒ _ <          !  - arlínum verði slíkt kynnt á fræðslu- fundum með bændum á viðkomandi svæðum og rökstuðningur að baki breytingunum kynntur rækilega. „ ‚> !  ++      dreifingu búfjársjúkdóma svo bændur geti öðlast skýra sýn á ástand mála. 5. Áherslur MAST í vörnum gegn búfjársjúkdómum verði ávallt vel kynntar og aðgengilegar. Kynjahlutfall í stjórnum og nefndum BÍ Erindi Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda Stjórn Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda skorar á búnaðarþing 2010 að  > <!>       Z|  upp reglur um kynjahlutföll í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum þess. Niðurstaða: Máli vísað til stjórnar. Óafgreidd mál Auk þessara mála voru lögð fyrir Búnaðarþing erindi sem vörðuðu sam- skipti Matvælastofnunar við bændur, samskipti bænda og neytenda, jarðalög,        >        Fjallað var um þessi mál en þau komu ekki úr nefnd til afgreiðslu. Þá var erindi um áburðarverð dregið til baka þar sem tilefni ályktunarinnar hvarf meðan á þinginu stóð. Ályktanir frh. Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum var að sitja sitt fyrsta Búnaðarþing og var kosin í fyrsta sinn í stjórn Bænda- sam takanna, líkt og þau Árni á Vöðlum og Vigdís á Egilsstöðum. Guðný Helga hefur hins vegar setið í stjórn Landssambands kúabænda síðustu ár og auk þess setið í fagráði í nautgriparækt. Guðný er jafnframt í sveitar stjórn Húnaþings vestra og hefur einnig tvisvar tekið sæti sem vara maður á Alþingi fyrir Sjálf stæðis flokkinn í Norð vestur kjör dæmi. Hún þekk- ir því býsna vel til í félags- og stjórnmálum. Guðný Helga er Húnvetningur, fædd og uppalin á Bessastöðum á Heggstaðanesi. Hún varð búfræði- kandidat frá Hvanneyri árið 1995. Á Hvanneyri hitti hún Skagfirðing sem hún, að eigin sögn, tældi til fylgi- lags við sig. Sá heitir Jóhann Birgir Magnússon og er einnig búfræðik- andidat frá Hvanneyri. Þau tóku við búskap á Bessastöðum árið 1995 af foreldrum Guðnýjar. Þau Guðný og Jóhann eiga þrjú börn, tvær dætur sjö ára og þrettán ára og ellefu ára son. Á Bessastöðum er lausagön- gufjós með mjaltabás og um þrjátíu árskýr. Þar að auki eru þau þátt- takendur í Norðurlandsskógum og umtalsverð hrossarækt og tamningar eru stundaðar á Bessastöðum. Auk þess er æðarvarp á jörðinni. Guðný Helga segir að það hafi        $  fram til stjórnar Bændasam tak anna. €  <         en þegar það var ljóst að það væru      >    !  !    þetta nú kannski ansi bratt, að koma í fyrsta skipti inn á Búnaðarþing og æða í stjórnarframboð. Þegar maður hefur mikið á sinni könnu, bú og börn auk annars þá þarf auðvitað  !  !> <      <  !   >  < skemmtilegt og þetta spennandi verkefni þegar á staðinn var komið. Ég var ekki undir neinni pressu samt     – Nú voru kosnar tvær konur inn í stjórnina í stað einnar áður. Hversu miklu máli finnst þér skipta að það hlutfall hafi aukist? „Það er auðvitað mjög gott mál. Það liggur fyrir þinginu tillaga        $  > nefndum og það er frekar aumt að ná ekki nema einni konu inn í sjö manna stjórn. Það eru margar hæfar konur í hópi þingfulltrúa sem gætu     <    – Bændasamtökin hafa þurft að takast á við stór mál á síðustu miss- erum, Evrópusambandsmálið hvað stærst. Það má gera ráð fyrir því að það þurfi að takast á við það mál á næstu árum. Hefur þú áhyggjur af niðurstöðu þess máls? €= &  <   |     skynsamir og muni hafna aðild.    Z      hafa tekist mjög vel upp í að upp- lýsa almenning um skaðsemi aðild- ar gagnvart landbúnaðinum, eftir að sú vinna var hafin af fullum þunga. Það virðist ekki hægt að hrekja röksemdir Bændasamtakanna með neinu nema einhverri kerskni sem að kemur af vefsíðu Baggalúts. – Eru einhver verkefni sem þú vilt leggja áherslu á í stjórn, utan þau verkefni sem koma einfaldlega í fangið á ykkur? €= &         fram neinar róttækar breytingar. Ég mun hins vegar skoða öll mál með opnum huga og leggja til breytingar ef á þarf að halda. Nú þegar herðir að í fjármálunum er ekki ólíklegt að eitthvað verði að taka til í þeim  – Hvaða aðgerða þarf að grípa til að þínu mati til að ráða bót á skuldastöðu bænda og hvað geta Bændasamtökin gert í þeim efnum? „Það liggur fyrir tillaga um fjár- <    &       kjaranefnd og þar höfum við verið að ræða þessi mál. Það þarf fyrir það fyrsta að ráðast í almennar aðgerðir, færa niður höfuðstóla lána og fara             þeim búum sem að sannarlega geta    – Verðum við að horfast í augu við að sumum búum verði ekki bjargað? „Ég held það því miður. Það er auðvitað þannig í öllum rekstri að það bjátar sums staðar svo mikið á að ekki er hægt að bjarga málunum, hvort sem til hefði komið fjármála- hrun eða ekki. Vonandi verða þau <  !        – Er hægt að segja að ef ekki tekst að ganga mjög fljótlega frá málum þannig að menn komist fyrir sjó í þessum efnum, séum við að stefna matvæla- og fæðuöryggi hér á landi í verulega hættu? „Jú, við sjáum að nú þurfa menn að fara að ganga frá áburðarkaup- um og menn fá ekki fyrigreiðslu ef þeir eru ekki búnir að ganga frá greiðslum vegna síðasta árs. Það er því miður þannig í mörgum tilfell- um. Ef ekki er borið á fá menn ekki uppskeru og þar með ekki afurðir. Þetta er bara hringur sem ekki má rofna og því verða menn að grípa      † fr Guðný Helga Björnsdóttir er ný í stjórn Bændasamtakanna Tel að Íslendingar séu skynsamir og muni hafna ESB-aðild Mjög gott að konum í stjórninni skuli hafa fjölgað Aðildarumsókn að ESB – Yfirlýsing Búnaðarþings 2010 Búnaðarþing 2010 ítrekar andstöðu sína við aðild Íslands að Evr ópu sam- bandinu. Þingið lýsir fullum stuðningi við áherslur Bændasamtakanna og felur stjórn BÍ að gæta áfram hagsmuna bænda í hvívetna, vera áfram leið- andi í umræðu um áhrif ESB aðildar á landbúnað og byggja áfram á fag- legri þekkingaröflun. Þingið brýnir jafnframt alla bændur og aðra velunnara íslensks landbúnaðar að taka þátt í umræðunni af fullum þunga. Efnisleg rök Bændasamtakanna gegn aðild hafa ekki verið hrakin. Verði aðild að ESB að veruleika mun störfum í landbúnaði og tengdum greinum fækka stórlega en það leiðir til mikillar röskunar í byggðum þar sem land- búnaður er undirstaða atvinnu. Aðild mun einnig hafa verulega neikvæð áhrif á fæðu- og matvælaöryggi landsins. Þorri landsmanna er sammála bændum. Það endurspeglast í nýrri skoðanakönnun Capacent sem leiðir í ljós að rúm 84% þjóðarinnar telja að það skipti öllu eða miklu máli að vera ekki öðrum þjóðum háð um landbúnaðarafurðir. Aðildarumsókn Íslands að ESB skapar mikla óvissu í starfsumhverfi landbúnaðarins og dregur þrótt- inn úr nauðsynlegri endurnýjun og framþróun þann langa tíma sem umsókn- arferlið mun standa. Í ljósi alls þessa er farsælast að stjórnvöld dragi aðild- arumsóknina nú þegar til baka. Ástæða er til þess að hafa miklar áhyggjur af hvernig stjórnvöld halda á hagsmunum þjóðarinnar í umsóknarferlinu. Íslensk stjórnsýsla er undir- mönnuð og vanbúin til að takast á við þetta verkefni eins og m.a. er vikið að í nýrri skýrslu framkvæmdastjórnar ESB um aðildarumsókn Íslands. Athyglisvert er að í áðurnefndri skoðanakönnun Capacent treystir aðeins ríf- lega fjórðungur þjóðarinnar stjórnvöldum vel til þess að halda á hagsmunum Íslands í þessu máli. Eins telur Búnaðarþing ekki fullreynt að ná megi sam- komulagi við ESB um samstarf í efnahags og peningamálum á grundvelli EES samningsins. Búnaðarþing telur að fulltrúar samtakanna í samningahópum stjórnvalda þurfi að starfa þar áfram undir formerkjum þeirra varnarlína sem stjórn BÍ kynnti á formannafundi sl. haust. Áframhaldandi þátttaka í samningahópum              Guðný Helga Björnsdóttir bóndi á Bessastöðum og stjórnarmaður í Bændasamtökunum. mynd | smh

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.