Bændablaðið - 11.03.2010, Qupperneq 12

Bændablaðið - 11.03.2010, Qupperneq 12
12 Bændablaðið | fimmtudagur 11. mars 2010 Það hefur ekki farið fram hjá nein- um sem les þetta Bændablað að Búnaðarþing var sett sunnudag- inn 28. febrúar. Í vikunni fyrir þingið snjóaði nokkuð hér í borg Bændahallarinnar og fannst mér það ekki afleit hugmynd að prófa snjómoksturstæki til að snyrta fyrir komu tiginna gesta til hallarinnar. Laugardaginn 27. febrúar leitaði ég til fyrirtækisins Orkuvers, sem hefur nýverið tekið við umboðinu á MultiOne-smávélum. MultiOne- smávélar eru fáanlegar í mjög mörgum stærðum, allt frá 14 hest- afla vél og upp í 70 hestöfl. Áður en ég sótti vélina hafði ég kíkt inn á heimasíðu Orkuvers (www.orkuver. is) og sá þá á myndum af vélunum að þær væru húslausar. Tók ég því með mér kuldagalla, en vélin var með hús sem hægt er að panta á SL-vélarlínuna, sem samanstend- ur af fjórum vélum og kostar rúm 500.000. Vélin sem ég prófaði heitir MultiOne SL835 og er ein af stærri vélunum sem Orkuver selur. Vélin var útbúin með snjóblásara að framan og salt-sandkassa að aftan. Ég byrjaði á að þreifa mig áfram með virkni tækisins á um eins metra djúpum skafli á bílastæðun- um og kom það mér á óvart hversu auðveldlega það sullaði snjónum út frá sér til hliðar, en inni í vélinni er hægt að stýra því með rafmagni hvernig blásturstúðan snýr. Þegar ég taldi mig vera orðinn slarkfæran á vélina skellti ég mér að aðalinn- ganginum og blés í burtu snjónum þaðan, en á því svæði var búið að salta götuna og reyndist saltbland- aður snjór vera vélinni erfiður, en með því að fara nógu hægt sendi blásarinn þennan þunga snjó vel út fyrir kantsteininn. Mér fannst þetta tæki svo magnað að ég vildi sýna það vini mínum Viggó Erni Viggóssyni hjá Jarðafli ehf., en hann hefur mokað snjó af bílaplön- um í mörg ár. Viggó prófaði vélina smávegis, varð strax hugfanginn af tækinu og sagði að það væri sniðugt í gangstéttamokstur fyrir smærri verktaka og sveitarfélög, eins og til dæmis Ólafsvík. Þegar ég var orðinn stoltur af hreinsun minni fyrir framan hót- elið fór ég á bílastæði þar sem ekkert salt var í snjónum og það var mun auðveldara fyrir vélina að blása þannig snjó. Á þessum tímapunkti var farið að slydda svo mikið að snjórinn var orðinn bæði blautur og þungur. Samt réði vélin ágætlega við þetta, en með svona blautan snjó var ég helmingi lengur en þegar ég byrjaði að blása snjón- um í burtu. Ég var orðinn nokkuð ánægður með þessa prufu hjá mér, setti vélina upp á kerruna og hugð- ist skila henni. Á leiðinni í Orkuver snjóaði svo mikið að ég hugsaði með mér að eflaust væri strax aftur kominn jafn mikill snjór þar sem ég hreinsaði, og það stóð heima; þegar ég kom til baka var ekki hægt að sjá mikil ummerki eftir mig, alla vega hafði Haraldur for- maður Bændasamtakanna ekki orð á því við setningu á Bændaþinginu að það væri vel mokað fyrir framan hótelið. Eftir stutt kynni mín af þess- ari vél á ég bara eitt orð yfir hana: snilld. Þó svo að ég hafi verið klaufi að stýra vélinni í fyrstu – vélin er liðstýrð með afturendanum, en flest- ar vélar með liðstýringu eru akkúrat öfugar miðað við þessa vél. Það sem mér finnst mest heillandi við vél- ina er hversu marga hluti er hægt að setja bæði framan og aftan á hana. Þeir í Orkuveri eru að byrja með leigu og spurði ég Jens sölustjóra út í væntanlega leigu og hvort allir aukahlutir passi á allar vélar. Jens svaraði nokkurn veginnn á þessa leið: Á leigunni verða bæði MultiOne-vélar og mikið úrval fylgihluta. Við erum að byggja þetta upp og auðvitað kemur reynslan til með að ráða úrvalinu í framtíðinni. Nú þegar eru eftirtaldir hlutir í húsi: nokkrar misstórar MultiOne-vélar, 4 gerðir sláttuvéla, sandskóflur/ snjóskóflur og opnanlegar skóflur, moðgafflar, trjákurlari, limgerðis- klippur, lyftaramastur með 2ja tonna lyftigetu, gröfubakkó, staurabor- ar, staurahamrar, steypuhrærivél- ar, snjó blás arar, salt/sanddreifarar, skekkjanleg ýtu blöð, rúllubagga- greip, baggaspjót, lyftaragafflar o.fl. Allar MultiOne-vélar eru með sömu „festiplötunni“ og ganga því allir fylgihlutir á allar vélar. Þó verður að hafa þann fyrirvara á að fylgihlutir eru misstórir og þurfa mismikið afl og getur það útilokað minni vélar frá ákveðnum stærðum af fylgihlutum. Svo er það verðið, en ódýrasta vélin er á 1.570.000 og sú dýrasta á 6.600.000. Vélin á meðfylgjandi myndum, sem ég prófaði, kost- ar með einni skóflu og án húss 4.411.000. Tól og tæki Hjörtur skoðar smávax- ið snjómoksturstæki Hjörtur L. Jónsson hlj@bondi.is Vélar og tæki MultiOne SL 835 – niðurstaða: Jákvæðir punktar: Vélin er lipur og þarf ekki mikið pláss til að snúa við. Auðvelt að stjórna og stjórntæki á þægilegum stöðum. Ég mæli með þessari vél fyrir t.d. búnaðarfélög, sveit- arfélög og smærri verktaka, sérstaklega vegna auka- hluta sem hægt er að fá leigða hjá umboðinu Orkuveri. Neikvæðir punktar: Það eina sem mér líkaði ekki við vélina var að ekki var hægt að blása hita frá miðstöðinni upp á rúðurnar, en töluverð móða myndaðist inni í húsinu og þurfti ég að vera með handklæði til að þurrka hana. Viggó prófar tækið og verður strax hugfanginn af því. Hjörtur hreinsar hótelplanið. hönnun – umbrot – myndvinnsla – auglýsingar frumlegt og fyrsta flokks – gæði og gott verð Sími 568 1000 Grensásvegi 12A frum@frum.is www.frum.is Boðskort Bréfsefni Bæklingar Dreifibréf Fermingarkort Litaljósritun Nafnspjöld Plastkort Prentun Reikningar Sálmaskrár Skýrslur         !"#$$$%&%                                   FRAMLEIÐNISJÓÐUR LANDBÚNAÐARINS AUGLÝSIR NÁMSSTYRKI: Framleiðnisjóður landbúnaðarins vill efla fagmenntun á sviðilandbúnaðar með stuðningi við framhaldsnám í landbúnaðarfræðum og endurmenntun starfandi bænda. Á árinu 2009 býður Framleiðnisjóður landbún- aðarins fram tvenns konar styrki í þessu skyni: 1. Til framhaldsnáms að loknu háskólanámi til grunngráðu (BS, BA): Veittir verða 4-6 styrkir, að upphæð allt að 600 þús. kr. hver til náms í landbúnaðarfræðum eða öðrum þeim fræðum sem nýtast beint til leiðbeininga og atvinnuuppbygg- ingar í sveitum. Námið skal miða að framhaldsáfanga (MS, MA, PhD). Forgangs að styrkjum njóta PhD-nemar og lengra komnir MS/MA-nemar. Með umsókn þurfa að fylgja yfirlit um námsframvindu og námsárangur svo og verkefnislýsing fyrir lokaverkefni. 2. Til umfangsmeiri endurmenntunar starfandi bænda: Í boði verða 10-15 styrkir, að upphæð allt að 200 þús. kr. hver eftir umfangi náms, enda sé um að ræða a.m.k. 10 námseiningar (námsvikur). Lágmarkseiningar til til hámarksstyrks eru 30 námseiningar. Umsækjendur skulu hafa landbúnað að aðalat- vinnu og hyggjast nýta námið til þess að byggja upp eða efla atvinnu á bújörðum sínum. Umsóknarfrestur um námsstyrkina er til 15. apríl nk. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri, 311 Borgarnes, sími 430-4300 og á heimasíðu sjóðsins www.fl.is

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.