Bændablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 17
17 búnaðarþing 2010 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 11. MARS 2010
Jón forseti
Aðalsteinn Jónsson í Klausturseli
sat ekki Búnaðarþing að þessu
sinni en hafði undanfarin ár gengt
stöðu þingforseta. Þótti Alli góður
þingforseti og var því ljóst að
skarð hans yrði vandfyllt. Var
því ákveðið að Jón Gíslason á
Stóra-Búrfelli tæki við embætti
þingforseta og þótti þingfulltrú-
um ekki lakara að hafa fengið
til starfa Jón forseta. Af því til-
efni kvað Jóhannes Sigfússon á
Gunnarstöðum svo:
Jón er gegn og góður höldur,
glöggt af öðrum ber.
Sómi Íslands, sverð og skjöldur
sannanlega er.
Kvennabyltingin sem ekki varð
Að því er heimildir Bændablaðsins
herma stóð til að allar konur í
hópi þingfulltrúa á Búnaðarþingi
myndu bjóða sig fram til stjórn-
arkjörs. Mun sú ákvörðun hafa
verið tekin og handsöluð seint að
kvöldi mánudags en kosið var til
stjórnar á þriðjudegi. Ekki varð
þó úr þessu kvennaframboði að
morgni þriðjudags hvernig sem á
því stóð.
Algjör vöntun á Jóni Bjarnasyni
Þingmenn flestra flokka fylgdust
með Búnaðarþingi af athygli. Fjöldi
þingmanna mætti á setningu þings-
ins, þingmenn komu á fundi nefnda
auk þess sem margvísleg önnur
samskipti fóru fram. Þingmenn
Vinstri grænna nýttu tækifærið í
þessum samskiptum og létu í ljósi
megna óánægju með framgöngu
Bændablaðsins. Ekki hefði birst
mynd af Jóni Bjarnasyni sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra
í síðasta tölublaði blaðsins og
við það yrði auðvitað ekki unað.
Bændablaðið játar á sig glæpinn og
lofar bót og betrun.
Flogið að norðan
Ljóst var fyrir Búnaðarþing að
endurnýjun yrði í stjórn Bænda sam-
takanna. Ekki voru skýrar línur
með það hverjir myndu gefa kost á
sér í nýja stjórn og vörpuðu þing-
fulltrúar því ýmsum hugmyndum
á milli sín, einkum kvöldið fyrir
stjórnarkjör. Þegar Rögnvaldur
Ólafsson í Flugumýrarhvammi,
sem hætti sem búnaðarþings-
fulltrúi í fyrra, frétti af þessum
vandræðagangi sá hann að við
svo búið mátti ekki standa og
flaug suður á þriðjudagsmorgni
til að stýra stjórnarkjöri. Haft er
fyrir satt að hann hafi undanfarin
ár vélað um stjórnarkjör með, að
eigin sögn, góðum árangi. Stjórn
var kosin á endanum og heyrðist
Rögnvaldur tauta fyrir munni sér
eftir það: „Þetta fór eins vel og ég
gat látið það fara.“
Leitin langa að bílnum
Því var velt upp hvort að Kristín
í Bakkakoti hafi verið orðin svo
vön fjarveru Sindra bónda síns
að hún hafi viljað framlengja
dvöl hans í Reykjavík enn frek-
ar. Í það minnsta fylgdust gestir
í Bændahöllinni sposkir á svip
með því þegar Sindri leitað að
bíl sínum á miðvikudagsmorgni,
sem Kristín hafði verið á kvöld-
ið áður, í hátt í tuttugu mínútur á
bílastæðinu. Engum sögum fer af
því hvort bílinn fannst á endanum
en það að Sindri hefur ekki sést í
Bændahöllinni það sem af er viku
þykir þó benda til þess.
Léttir molar af Búnaðarþingi 2010
Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir
bóndi á Egilsstöðum er ein
þriggja sem kosin voru ný inn
í stjórn Bændasamtakanna
á nýafstöðnu Búnaðarþingi.
Hún er ekki ókunn félagsmál-
um, hefur meðal annars setið
í hreppsnefnd og bæjarstjórn
í sinni heimabyggð og verið
formaður Búnaðarsambands
Austurlands í ein sex ár.
„Ég hef afkomu af landbún-
aði og mér finnst mikilvægt að
atvinnugreinin sé sterk hér á landi
og að við Íslendingar framleið-
um sem mest af okkar matvælum
sjálfir. Ég vil beita mínum kröft-
um á þessum vettvangi og ég tók
þeirri áskorun að gefa kost á mér
til setu í stjórn BÍ. Ég er afar þakk-
lát fyrir það traust sem mér var
sýnt með kjörinu og mun leggja
mig fram um að standa undir því.
Ég er stolt af bændastéttinni og
tek mjög alvarlega það hlutverk
að vera einn af málsvörum henn-
ar,“ segir Vigdís.
Vill nýta krafta sína fyrir
bændur
Vigdís segist lengst af hafa verið
í einhverju félagsmálavafstri
og pólitík og að sveitarstjórn-
armál hafi lengi vel verið tíma-
frekust á því sviði. Á árunum
1982–1986 sat hún í hreppsnefnd
Egilsstaðahrepps og frá 1994–
2002 í bæjarstjórn Austur-Héraðs,
eins og sveitarfélagið hennar
hét á þeim árum. Vigdís þekkir
einnig vel til félagsstarfa bænda
því hún hefur verið formaður
Búnaðarsambands Austurlands
síðastliðin sex ár. Hún var þó í
fyrsta sinn fulltrúi á Búnaðarþingi
nú í ár.
„Undanfarin ár hef ég tekið
markvissari ákvörðun með sjálfri
mér um að nýta krafta mína til að
vinna fyrir bændastéttina. Ætli
það megi ekki segja að ég hafi
verið rétt kona á réttum stað á
réttum tíma með að komast inn í
stjórn Bændasamtakanna. Ég var í
fyrsta sinn fulltrúi nú á þinginu en
er því ekki alveg ókunn, því mað-
urinn minn, Gunnar Jónsson, sat
níu Búnaðarþing og ég kom oft
með honum og fór með í veislur
og svoleiðis. Það má segja að við
skiptumst á hlutverkum því nú
situr hann í bæjarstjórn heima og
ég komin á þing bænda. Það getur
verið ágætt að leita í reynslubrunn
hvors annars,“ segir Vigdís og
hlær við.
Vigdís segist ekki hafa fyrir-
fram ákveðin málefni sem hún vilji
koma sérstaklega að sem stjórn-
armaður. Hún gerir ráð fyrir að
áframhaldandi vinna vegna aðild-
arumsóknar Íslendinga að ESB
muni taka talsverðan tíma á næst-
unni og eins verði mikilvægt að
standa vörð um fjárhagslega hags-
muni landbúnaðarins og bænda á
þessum ótryggu umrótstímum sem
við nú lifum.
„Við höfum notið góðs af
afar góðri vinnu forystu og
starfs fólks Bændasamtakanna í
Evrópusambandsumræðunni. Það
er allsstaðar borið lof á Bænda-
samtökin fyrir það hvernig þar
hefur verið staðið að verki.
Bænda samtökin hafa ákveðna for-
ystu í umræðunni og hafa hing-
að til byggt á góðum rökum sem
ekki hefur verið hægt að hrekja
og þannig þurfum við að halda
áfram á málum. Afstaðan þarf
að byggja á bestu upplýsingum
og vandaðri úrvinnslu þeirra.
Með slíkum vinnubrögðum á ég
von á að bændur standi saman í
sinni afstöðu. Þeir gera sér grein
fyrir hvernig búgreinarnar styðja
hver aðra. Það er frábært að upp-
lifa þá samstöðu sem ríkti núna
á Búnaðarþingi og ekki er síður
ánægjulegt að finna hvernig
þjóðin er að átta sig á mikilvægi
íslensks landbúnaðar.“ ehg
Rétt kona á réttum stað
Vingdís M. Sveinbjörnsdóttir
bóndi á Egilsstöðum og stjórn-
armaður í Bændasamtökunum.
Lambahryggur
598.-
Lambalundir
Súpukjöt
PR. KG.
PR. KG.
PR. KG.
Uppskriftir á www.lambakjot.is
2.698.-
PR. KG.
Lambafille
TA
KT
IK
/3
40
0-
5.
03
.1
0
1.398.-
3.498.-
Frosið lambakjöt
er ferskara
og á betra verði
Bændafundur
Í tengslum við Ársfund Fagráðs í nautgriparækt verður
haldinn almennur bændafundur í húsakynnum Landbún-
aðarháskóla Íslands að Hvanneyri (Ásgarði)
Eftirtalin erindi eru á dagskrá fundarins:
!"#
$
$&
'*
+ # 7
!
;
< => ' '
?
$ B B $
C
"#
G "#
$
7 'I
Bændasamtaka Íslands
*'
> $'' '>
&
'*
+ # 7
$"#
+
+ $
7 $> KO;
Q'>
O$ K
O
O
QO
> 'IR
Fagráð í nautgriparækt.