Bændablaðið - 11.03.2010, Síða 15

Bændablaðið - 11.03.2010, Síða 15
15 búnaðarþing 2010 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 11. MARS 2010 aðri undirbúningur mála sem lögð eru fyrir Búnaðarþing. Framgangur máls Að Bændasamtökin sendi aðildar- félögum sínum tillöguna. Búnaðargjald Markmið Búnaðarþing 2010 samþykkir að endurskoða innheimtu búnaðargjalds. Leiðir Skipuð verði fimm manna starfs- nefnd sem hafi eftirfarandi starfssvið: – Finna leið til að lækka búnaðar- gjald – Skoða leiðir til að fjármagna með öðrum hætti félagskerfi bænda. Framgangur máls Búgreinafélögin skipi tvo menn í starfsnefndina. Búnaðarsamböndin skipi tvo menn og Bændasamtök Íslands skipi einn mann sem jafn- framt verði formaður nefndarinnar. Nefndin hafi víðtækt samráð við aðildarfélög BÍ. Orlofsíbúðir BÍ Markmið Búnaðarþing 2010 samþykkir að kanna þörf á því að kaupa eða leigja aðra íbúð á vegum BÍ fyrir bændur þar sem aðsókn í núverandi íbúð er mjög mikil. Leiðir Meta þörf á að kaupa eða leigja aðra íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Framgangur máls Búnaðarþing 2010 felur stjórn BÍ að vinna að málinu. Lög og reglur um búfjárhald Markmið Búnaðarþing krefst þess að endur- skoðun á lögum um búfjárhald og dýravernd verði hraðað. Leiðir Við þá endurskoðun leggur Bún- aðar þing áherslu á að eftirlitið verði einfalt og skilvirkt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir slæma meðferð búfjár. Mikilvægt er að herða viðurlög og lögfesta ákvæði sem gera yfirvöldum kleift að svipta búfjáreigendur rétti til búfjárhalds á fljótvirkan hátt, þegar um alvarleg brot er að ræða. Framgangur máls Tillagan verði send sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis og MAST. Samrit sent búgreinafélög- um. Bændasamtök Íslands fylgi mál- inu eftir. Dýralækna þjónusta í dreifbýli Markmið Búnaðarþing 2010 leggur áherslu á við framkvæmd laga nr. 143/2009 að dýralæknaþjónusta í dreifbýli skerð- ist ekki frá því sem verið hefur. Leiðir MAST þarf að tryggja að ávallt sé dýralæknir á vakt í öllum héruðum landsins samkv. 38. grein laga nr. 178/2002. Tryggja þarf að vegalengdir séu ekki meiri en svo að löng bið eftir dýralækni varði við dýravelferð. Koma þarf til móts við þá sem búa fjærst þjónustu dýralækna með því að nýta heimildir um ávísun og afhendingu dýralyfja til varðveislu hjá bændum. Kynna þarf betur reglugerð um heimildir dýralækna til að ávísa lyfj- um. Tryggt verði fjármagn til stað- aruppbótar fyrir þá dýralækna sem sitja strjálbýl svæði. Framgangur máls Sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra og MAST send ályktunin. Stjórn BÍ falið að fylgja málinu eftir. Uppruni íslenskra búfjárstofna Markmið Búnaðarþing 2010 skorar á Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytið og Erfðanefnd landbúnaðarins að beita sér fyrir því að fá viðurkenn- ingu á því að íslensk búfjárkyn séu upprunaleg landnámskyn, þ.e. að Ísland sé upprunaland þeirra. Greinargerð Árangursríkast til að viðhalda búfjár- stofnum er að viðhalda þeim í fram- leiðslu. Slíkt er ekki sjálfsagður hlut- ur og því hafa lítil búfjárkyn átt erfitt uppdráttar. Í mörgum þessara litlu stofna fel- ast erfðaauðlindir. Sú sérstaða sem íslensk búfjárkyn hafa umfram erlend kyn er einkum einangrun þeirra. Mikilvægt er að fá viðurkenn- ingu á þeirri sérstöðu og sérkennum á alþjóðlegum vettvangi. Framgangur máls Ályktun send til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og Erfða- nefnd ar landbúnaðarins. Stjórn BÍ fylgi málinu eftir. Landbúnaðarháskóli Íslands Markmið Búnaðarþing 2010 bendir á að öflugt rannsóknar- og fræðslustarf í búvís- indum er forsenda þess að hér sé rekin hagkvæm og fjölbreytt búvöru- framleiðsla Efla þarf rannsóknir í búfjárrækt, jarðrækt og garðrækt enn frekar sem og kennslu í þessum greinum. Leiðir X `    {   há skóla Íslands. X `      !  $  X Q   $ @ >     búsvísindum. X _!  ! @ >    @ herra þarf að tryggja að þeir fjár- munir sem ætlaðir eru til rann- sókna í landbúnaði renni óskertir  {<| Framgangur máls Menntamálaráðuneytið gangi frá     ! {   < $ Íslands sem tryggi honum viðunandi rekstrartekjur. Z     |  > { @ bún aðarháskóli Íslands standi fyrir stefnu mótun í rannsóknum í landbún- aði. Útgáfa á fagefni fyrir bændur Markmið Búnaðarþing 2010 telur nauðsynlegt að efla útgáfu á fagefni fyrir starfandi bændur m.a. vegna þess að verulega dró úr útgáfu fagefnis fyrir landbún- aðinn þegar hætt var að gefa út bún- aðarblaðið Frey. Leiðir Efla útgáfu á bæði innlendu og erlendu fagefni í samstarfi við lands- ráðunauta, ráðunauta búnaðarsam-   &    {Zw| >  fagaðila í landbúnaðinum. Framgangur máls Ályktun send til stjórnar Bænda- samtaka Íslands og útgáfu- og kynn- ingarsviðs BÍ. Birgðahald dýralyfja Markmið Búnaðarþing 2010 skorar á Mat væla-  > > {   >   þess að hægt verði í neyðartilvikum að nálgast skráð lyf og undanþágulyf með sem skjótustum hætti. Leiðir w }_`   !    - aráætlun um hvernig skuli bregðast við í neyð. {   > > }_`   hafa skýra verkferla vegna innflutn- ings á lyfjum og lyfjavörum. Framgangur máls Málið skal sent sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, MAST og {   >  Bændasamtökum Íslands er falið að fylgja málinu eftir. Kynbótastarf í nautgriparækt Markmið Búnaðarþing 2010 vekur athygli á nýjum möguleikum í erfðatækni sem skapast hafa í kynbótum nautgripa á heimsvísu. Valda þessar aðferðir því að aðstöðumunur til afkastagetu og hagkvæmni í mjólkurframleiðslunni mun aukast gríðarlega kúakynjum með litla stofnstærð í óhag. Leiðir Því hvetur þingið fagþjónustu land- búnaðarins í samvinnu við hags- munaaðila að leita allra leiða til að treysta samkeppnisstöðu íslenskrar nautgriparæktar. Framgangur máls Tillagan send til Bændasamtaka Íslands. Refa- og minkaveiðar Markmið Búnaðarþing 2010 telur brýnt að tryggt verði fjármagn til refaveiða svo halda megi stofnstærð innan við- ráðanlegra marka. Þá verði tryggt fjármagn til minkaveiða og mótuð verði sú stefna að útrýma villimink úr íslenskri náttúru. Þriggja ára til- raunaverkefni með stóraukna sókn í veiðum á villimink hafa sýnt að um raunhæfan möguleika er að ræða. w      ! hagsmunamál fyrir sauðfjárbændur og alla þá sem láta sig dýra- og fugla- líf í náttúru Íslands einhverju varða. Leiðir Ríkið komi í auknum mæli að fjár- mögnun verkefnisins en það verði áfram í höndum sveitarstjórna. Þá fái sveitarfélögin endurgreiddan virð- isaukaskatt af refa- og minkaveiðum. Framgangur máls Ályktun send til umhverfisráðu- neytisins, Sambands íslenskra sveit- arfélaga og fjármálaráðuneytisins. Skilgreining á ræktunarlandi Markmið Búnaðarþing 2010 telur brýnt að unninn verði viðurkenndur staðall fyrir ræktanlegt land og gefinn út sem leiðbeiningar til nota við skipu- lagsvinnu og stefnumótun í landnýt- ingu. Markmið þeirrar vinnu væri að skilgreina hvað og hvar er ræktanlegt land, með langtíma hagsmuni í huga. Leiðir ~<!      {  @ að ar háskóla Íslands að vinna að gerð staðals fyrir ræktanlegt land fyrir skipu lagsyfirvöld. Framgangur máls Ályktun send til umhverfisráðuneyt- isins, Skipulagsstofnunar og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Kornrækt Markmið Búnaðarþing 2010 fagnar þeim til- raunum sem í gangi eru við ræktun á hveiti og hýðislausu byggi á vegum {<|  "         að vinna sé hafin á vegum nefndar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytisins um fyrirkomulag kornrækt- ar á Íslandi. Leiðir Stjórn Bændasamtaka Íslands beiti sér fyrir því að tilraunaverkefnin verði styrkt af sjóðum landbúnaðar- ins. Framgangur máls     $  Z|& {<|& Félags kornbænda og Félags svína- bænda. tengslaþjónustu til að koma hlut- um á framfæri. Það held ég að hafi verið okkur bændum mjög jákvætt. Það skiptir verulegu máli að koma málstað okkar á framfæri til þjóð- arinnar allrar á réttan hátt.“ – Hversu miklu máli skiptir það fyrir bændur á Vestfjörðum að þú hafir verið kosinn í stjórn Bændasamtakanna? „Ég vona alla vega að það sé ekki neikvætt. Við höfum í gegnum árin átt fulltrúa í stjórn, nú síðast Karl á Kambi og mín upplifun var sú að það skipti máli fyrir svæðið í heild. Ég neita því ekki að það hafði áhrif á mína ákvörðun um að gefa kost á mér. Að sjálfsögðu eru menn fulltrúar allra bænda en eftir sem áður er ákaflega gott þegar tekst að dreifa þessari stjórnarsetu um landið og eftir kynjum.“ Stór verkefni framundan – Það eru engin smávægileg verk- efni sem bíða þín og nýrrar stjórn- ar. Skuldastaða margra bænda er gífurlega erfið, Evrópu sam bands- umræðan verður í deiglunni næstu árin, væntanlega. Þú ert ekkert bang inn við að þetta taki allan tím- ann frá búskapnum og konan sitji uppi með allan reksturinn? „Jú, ég er auðvitað hálfsmeykur um það, það er best að vera ekkert að flækja það. Ég hef hins vegar oft séð stóra hluti framundan á verkefnalist- anum. Það að vera kominn í þessa stjórn er auðvitað bara vinna og ég vænti þess að ég standi undir því. Ég er líka í hópi með góðu fólki og það er það sem gerir þetta skemmtilegt. Þú nefndir skuldastöðu bænda, ég hef nú setið í kjaranefnd á þessu Búnaðarþingi og það verður að segj- ast eins og er að hún er grafalvarlegt mál og krefst tafarlausra aðgerða.“ – Hverjar eru þær aðgerðir? „Þetta eru mismunandi hópar bænda og þeir krefjast mismunandi úrlausna. Það eru ekki bara skuld- ugu búin sem eru komin í vandræði heldur er rekstrarafkoman orðin þannig að það eru miklu fleiri sem eiga í erfiðleikum. Það þarf því að horfa víðar en bara á topp tuttugu skuldugustu búin eða svo. Ég bendi á ályktun Búnaðarþings um fjármál bænda. Stóri punkturinn er að það má ekki dragast lengi að grípa til aðgerða, þetta er í sumum tilfellum kannski bara dagaspursmál í mínum huga. Komandi vor og áburðarkaup vega þar þyngst. Ég lýsi bara veru- legum áhyggjum ef ekki tekst til að mynda að fjármagna áburðarkaup. Það verður að beita hörku í þessum málum ef með þarf.“ Bændablaðið birti fréttir af því á dögunum að mögulega yrði farið í þvingunaraðgerðir gagnvart fjár- mögnunarfyrirtækjum en það hefur verið nefnt að þau standi kannski að sumu leyti í vegi fyrir heildarað- gerðum í skuldamálum. Árni segir að það sé neyðarbrauð en ef allt um þrýtur verði að beita þeim meðölum sem til þurfi. „Ég vil auðvitað helst að það verði farið í þessar aðgerð- ir án þess að það þurfi að grípa til þvingunaraðgerða, að það náist samstarf og fjármálafyrirtækin sjái hag sínum borgið í að ná samstöðu um lausnir. Aðaláherslan verður að liggja í því en ef að það tekst ekki þá eigum við ekkert að skirrast við því að láta sverfa til stáls. Það er hins vegar engin óskastaða.“ fr Framhald í næstu opnu Árna á Vöðlum þótti mikið til frammistöðu Haraldar á Reyn koma á Búnaðarþingi. Hefur Bænda blaðið það fyrir satt að hann sofi nú með mynd af Haraldi og Ólafi Ragnari forseta yfir höfðagaflin um. Sömuleiðis er haft fyrir satt að Árni hafi fórnað Jóni forseta til að koma þeim félögum fyrir, þó ekki Jóni þingforseta. mynd | ehg Miklar umræður fóru fram á Búnaðarþingi um búnaðar- gjald og hugsanlegar breyt- ingar á því. Á Búnaðarþingi 2009 var ályktað um að endurskoða skyldi innheimtu búnaðargjalds með það í huga að lækka það í áföng- um. Nefnd var skipuð í því skyni en ekki tókst að ljúka starfi hennar fyrir þingið nú. Borin var upp tillaga sem efnislega var nær samhljóða tillögu síðasta þings. Í henni felst að skipa skuli fimm manna nefnd sem endurskoði inn- heimtu búnaðargjalds með það að markmiði að lækka gjald- ið og finna aðrar leiðir til að fjármagna félagskerfi bænda. Búgreinafélögin skipi tvo menn í nefndina, búnaðarsambönd- in tvo og Bændasamtökin einn mann sem jafnframt verði for- maður hennar. Nefndin skuli hafa víðtækt samráð við aðild- arfélög Bændasamtakanna. Fór svo að tillagan var samþykkt með þorra atkvæða gegn tveim- ur. fr Endurskoða á inn- heimtu búnaðargjalds

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.