Bændablaðið - 11.03.2010, Side 24
24 Bændablaðið | fimmtudagur 11. mars 2010
Líf og starf
Málþing í tilefni
25 ára afmælis LS
Landssamtök sauðfjárbænda fagna 25 ára afmæli á þessu ári eins
og áður hefur komið fram hér í blaðinu. Ýmislegt er á döfinni af
því tilefni, m.a. Færeyjaferð sem skipulögð var í samvinnu við
Ferðaþjónustu bænda. Ferðin verður 19.-22. mars nk. og voru 50
sæti í boði, sem seldust upp á skömmum tíma.
Aðalfundur LS 2010 verður síðan 8.-9. apríl næstkomandi á Hótel
Sögu. Í tengslum við fundinn halda LS og fagráð í sauðfjárrækt mál-
þing um málefni greinarinnar. Málþingið verður frá kl. 13-17 þann 9.
apríl. Það er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Drög að dagskrá má
sjá hér að neðan (með fyrirvara um breytingar).
13:00 Saga LS. Jóhannes Sigfússon
13:30 Rekstrarlíkan fyrir sauðfjárbú og niðurstöður tilrauna með
lambaeldi. Jóhannes Sveinbjörnsson, LbhÍ
14:00 Blendingsrækt með hyrnt og kollótt fé. Oddný Steina Valsdóttir,
Emma Eyþórsdóttir og Jón Viðar Jónmundsson
14:30 Kaffihlé
15:00 Rafrænt kjötmat – niðurstöður þróunarvinnu. Eyþór Einarsson,
Emma Eyþórsdóttir og Jón Viðar Jónmundsson
15:30 Þróun ræktunarstarfs og afkvæmarannsókna. Jón Viðar Jón-
munds son, BÍ
16:00 Sérafurðir úr lambakjöti, reynsla og möguleikar. Guðjón Þor-
kels son, Matís
16:30 Almennar umræður og fyrirspurnir
Að kvöldi 9. apríl verður síðan árshátíð LS í Súlnasal. Upplýsingar
um hátíðina má finna í auglýsingu annarsstaðar í blaðinu.
NÚ, ÞEGAR öll aðföng eru dýr og
ekki séð fyrir að það breytist, er
eðlilegt að litið sé til annarra mögu-
leika eins og lífræns landbúnaðar.
Einhverra hluta vegna hefur lífrænn
landbúnaður átt erfitt uppdráttar
á Íslandi, sem er svolítið skrítið
þar sem skilyrði hér eru að mörgu
leyti góð. Jarðvegur er frjósamur að
upplagi, í það heila ómengaður og
landrými er mikið.
Í Evrópu eru nokkur lönd með
yfir 10% af landbúnaðarlandi í líf-
rænni rækt og er hlutdeild lífrænn-
ar ræktar stöðugt að aukast þrátt
fyrir alla kreppu. Meðal þeirra eru
Alpalöndin, Svíþjóð og Finnland.
Þetta eru lönd sem byggja mikið á
gras- og búfjárrækt eins og Ísland
og fleiri sameiginlega þætti mætti
nefna. Á Íslandi er innan við 1%
ræktunarlands í lífrænni rækt en
nokkuð stór landsvæði eru vott-
uð til tínslu villtra jurta. Í hinum
fátækari löndum Asíu, Afríku og í
Suður Ameríku hefur orðið aukn-
ing á lífrænni ræktun á seinustu
árum og í þessum löndum er litið á
slíka ræktun sem mikilvægan þátt í
baráttu við fátækt og hungur. Auk
þess stuðlar lífrænn landbúnaður að
líffræðilegum fjölbreytileika og að
viðhaldi erfðaefnis en einmitt núna
er alþjóðlegt ár líffræðilegrar fjöl-
breytni.
Það er rík ástæða til að rifja
upp grunnreglur lífræns landbún-
aðar sem alþjóðasamtökin IOFAM
leggja áherslu á, ekki síst með tilliti
til þróunar í samfélaginu á undan-
förnum árum. Þessar grunnreglur
(e. principles) eru heilbrigði, vist-
fræði, sanngirni og umönnun. Að
baki þessu er hin heildstæða hugs-
un að heilbrigð og holl matvæli
fáist helst úr umhverfi þar sem allt
á milli moldar og munns sé heil-
brigt, að unnið sé með hringrásum
náttúrunnar. Mikil áhersla er lögð
á sanngirni gagnvart umhverfinu
og húsdýrunum og þeim sem vinna
að landbúnaðarstörfum. Alúðar
og aðgátar skal gætt í umgengni
við náttúrulegt umhverfi okkar til
að tryggja velferð núverandi og
komandi kynslóða. Einmitt núna
í kreppunni og öllum þeim látum
sem henni fylgja staldrar fólk við
og áttar sig á því að verðgildi í líf-
inu eru ekki öll metin í peningum.
Hvernig maturinn er framleiddur,
hver er aðbúnaður dýra og hver
afkoma bænda skiptir marga máli.
Á heimasíðu Evrópusambands-
ins má sjá praktískari nálgun. Þar
segir að lífrænn landbúnaður, sett-
ur fram á einfaldan hátt, sé land-
búnaður sem leitist við að veita
neytendum ferskan, bragðgóðan
og ósvikinn mat þar sem virðing-
ar gagnvart lífferlum náttúrunnar
sé gætt. Þessu sé náð með því að
beita skiptirækt, öll notkun efna,
lyfja og tilbúins áburðar sé mikl-
um takmörkunum háð, öll notkun
erfðabreyttra lífvera bönnuð, en
þess í stað nýti ræktendur sér auð-
lindir landsins og lífrænan áburð,
rækti plöntu- og dýrastofna sem eru
þolnir gagnvart sjúkdómum, haldi
skepnum í lausagöngu og við opnar
dyr þannig að þær geti farið út allt
árið, og miði alla bústjórn við þarfir
hverrar tegundar.
Forsendur á Íslandi
Hið kalda loftslag er erfiðasti hjall-
inn fyrir landbúnað í hverri mynd
sem hann er en ætti ekki að vera
erf iðari fyrir lífrænan landbúnað.
Ís lenskur jarðvegur er að upplagi
frjó samur, hann er með mikinn
forða af flestum næringarefn-
um og heldur miklu af nýtanlegu
vatni. Þetta á við um mýrarjarðveg
og jarðveg mólendis og vallend-
is meðan sendinn eða grunnur og
grýttur jarðvegur er, sem kunnugt
er, ófrjósamari.
Í lífrænni ræktun skiptir jarðveg-
urinn og náttúruleg frjósemi lands-
ins mun meira máli en í hefðbundn-
um landbúnaði. Þar sem landið er
að upplagi frjósamt er einfaldara
að ná og halda viðunandi upp-
skeru en þar sem jarðvegur er rýr.
Markmiðið er að halda frjóseminni
við eða auka hana, bæta byggingu
jarðvegsins, auka lífstarfsemi hans
og nýta rótardýpt og rótarrými vel.
Með þessu er góðri umsetningu
næringarefnanna náð, sem trygg-
ir góða uppskeru með lífrænum
áburði.
Hraði losunar og möguleikar
til örvunar losunarinnar er eitt af
meginmálum lífrænnar ræktar. Þar
sem losunarferlið er virkt þarf ekki
að óttast skort flestra næringarefna
næstu aldirnar. Mikilvægasta und-
antekningin er kalí (K), því af því er
lítið í okkar jarðvegi. Köfnunarefni
(N) þarf einnig að skoða sérstak-
lega, en forði þess er einnig mjög
mikill í frjósömum jarðvegi.
Hringrásir, uppskera og afurðir
Þar sem landbúnaður byggir á
búfjárrækt, eins og er algengast
á Íslandi, er auðveldast að vinna
með því sem næst lokaðar hring-
rásir. Í hefðbundnum landbúnaði
er búsjöfnuður fyrir aðaláburð-
arefnin jákvæður og er um allmik-
ið magn að ræða, en það þýðir að
meira er flutt inn í búið með áburði
og kjarnfóðri en flutt er burt með
afurðum. Í lífrænum landbúnaði
er búsjöfnuðurinn hinsvegar oft
aðeins neikvæður vegna þess hve
lítið er flutt inn í búið. Búsjöfnuður
aðalnæringarefnanna fosfórs, kalís,
kalsíums og magnesíums er þó allt
að því í jafnvægi á lífrænum búfjár-
ræktarbúum þar sem vel er haldið
utan um búfjáráburðinn og allan
lífrænan úrgang. Þetta má t.d. sjá
af magni steinefnanna kalís og fos-
fórs. Af hefðbundnum kúabúum
flytjast einungis um 3 kg kalís og
4 kg fosfórs burt af hverjum hekt-
ara ræktaðs lands með afurðum og
það ætti ekki að vera meira af líf-
rænum búum. Markmiðið er auð-
vitað að fylla upp í þetta gat. Þess
má þó geta að í langtímatilraun á
frjósömu landi kom fram að með
uppskerunni voru milli 60 og 110
kg kalís á hektara fjarlægð árlega í
41 ár umfram það sem á var borið,
án þess að það kæmi fram í lágu
kalíinnihaldi fóðursins. Miðað við
það eru 3 kg árlega ekki mikið og
búsjöfnuður er mun nær jafnvægi
á lífrænu búi en þar sem tilbúinn
áburður er notaður og mikið kjarn-
fóður aðflutt. Íslensk búfjárrækt-
arbú ættu því að geta staðið mjög
vel að vígi hvað þetta varðar.
Vandamálið er frekar köfn-
unarefnið. Þó frjósamur jarðveg-
ur geymi mjög mikið af því í líf-
rænum efnum þá getur auðleyst N
skort. Hér þarf að vinna með smára
og aðrar tegundir með niturbind-
andi gerlum og örva niturbindandi
gerlaflóru jarðvegsins.
Uppskera í lífrænni rækt er að
jafnaði minni en þar sem tilbúinn
áburður er notaður. Það má ætla
að uppskera sé milli 70 og 80%
af uppskeru túna sem fá venjuleg-
an skammt af tilbúnum áburði.
Tilraunir hafa sýnt að þar sem
mun meiri lífrænn áburður er bor-
inn á en til fellur á búinu sjálfu má
fá jafnmikla uppskeru og jafnvel
meiri en þar sem eingöngu er not-
aður tilbúinn áburður.
Fjölbreytt hlutverk og
markaðssetning
Landbúnaður gegnir mörgum
öðrum hlutverkum en framleiðslu
mat væla þó oft sé ekki borgað fyrir
þau. Hér er átt við umhirðu lands,
viðhald vistkerfa og byggðaþró-
un svo eitthvað sé nefnt. Margir
borgarbúar meta þetta mikils og
njóta þess að ferðast um sveitir í
byggð. Sumt af þessu má mark-
aðssetja eins og gert er í ferðaþjón-
ustu. Ferðamennska og fræðsla fer
mjög vel saman með lífrænni rækt
og í tengslum við lífrænt vottaðar
vörur hafa fyrirtæki á landsbyggð-
inni orðið til. Gott lag er á sölu
grænmetis og mjólkurafurða en
enn vantar viðunandi farveg fyrir
sauðfjárafurðir. Með tilkomu kjöt-
vinnslu og sölu beint af búi má sjá
fyrir sér aukna möguleika fyrir sölu
á kjötvörum og öðrum afurðum til
einstaklinga, hópa og til veitinga-
húsa og verslana sem bjóða upp á
lífrænt ræktuð matvæli og aðrar
vörur.
Nýlega hitti ég mann sem selur
íslenskar matvörur í Sviss. Hann
sagði að eitt af því sem hamlaði
því að fá hátt verð fyrir íslenskt
dilkakjöt væri að ekkert lífrænt
vottað kjöt væri að fá. Það er bráð-
nauðsynlegt að íslenskir bændur
átti sig á að neytendur í Evrópu
taka lífræna vottun alvarlega, líta á
hana sem mikilvægan gæðastimpil
og eru tilbúnir að borga fyrir. Það
er ekki nóg að segja að allt sé svo
hreint og gott hjá okkur, það á einn-
ig við um landbúnað í Ölpunum
og víðar en er engin trygging fyrir
góðum aðbúnaði og að aukaefni,
áburður eða erfðabreytt fóður sé
ekki notað.
Nokkrar heimildir
Ríkharð Brynjólfsson (2008). „Búfjár-
áburður í lífrænni ræktun“ (grein og
veggspjald). Fræðaþing landbúnaðar-
ins 2008: 431–433.
Ríkharð Brynjólfsson 2009. „Dreifingar-
tími kúamykju. Haustdreifð mykja
nýtist mjög illa“. Bændablaðið 19,
bls 20.
Vottunarstofan Tún 2006. „Lífræn fram-
leiðsla. Ónotað tækifæri í atvinnulífi
landsbyggðarinnar“. Skýrsla starfs-
hóps 52 bls.
Þorsteinn Guðmundsson, Hólmgeir
Björns son og Guðni Þorvaldsson
2007. „Langtímatilraunir í jarðrækt,
hlut verk og dæmi um áhrif N-áburðar
á auðleyst næringarefni“. Fræðaþing
landbúnaðarins 2007: 287–294.
Þóroddur Sveinsson, 1998. „Næringar-
efna bókhald fyrir kúabú“. Ráðu-
nauta fundur 1998, bls. 124–140.
http://ec.europa.eu/agriculture/organic/
home_en
http://www.ifoam.org/
http://www.oats.dk/
Lífrænn landbúnaður – tækifæri til framtíðar
Þorsteinn Guðmundsson
prófessor við Landbúnaðarháskóla
Íslands
Lífrænn landbúnaður
Stofnfundur Félags ungra bænda á
Suðurlandi fór fram sl. helgi, laug-
ardaginn 27. febrú ar. Fundargestir
komu af öllu starfssvæði samtak-
anna en það spannar Austur- og
Vestur-Skaftafellssýslur, Rang ár-
valla sýslu og Árnessýslu. Greini-
lega er mikill áhugi á landbúnaði
meðal ungs fólks á Suðurlandi
og mikill sóknarhugur í ungum
bænd um en á fundinn mættu fast
að 80 manns.
Eftirfarandi ályktanir voru sam-
þykktar á fundinum:
Stofnfundur Félags ungra bænda
á Suðurlandi, haldinn í Árhúsum
á Hellu 27. febrúar 2010, skorar á
Alþingi að draga umsókn Íslands
að Evrópusambandinu til baka þar
sem djúp andstaða þjóðarinnar
liggur fyrir og ljóst að innganga
mun koma illa við nýliðun og sókn-
armöguleika íslensks landbúnaðar.
Stofnfundur Félags ungra bænda
á Suðurlandi, haldinn í Árhúsum á
Hellu 27. febrúar 2010, beinir því
til stjórnar SUB að beita sér fyrir
því að jarða- og ábúðarlög verði
endurskoðuð með það í huga að
tryggja landbúnaði á Íslandi nauð-
synlegan aðgang að jarðnæði.
Greinargerð: Það er án efa þjóð-
hagslega hagkvæmt að nýta þá auð-
lind sem felst í jarðnæði til fram-
leiðslu matvæla. Undanfarin ár
hefur jarðaverð hækkað mjög. Verð
jarða er í flestum tilvikum svo hátt
að kaupverð verður ekki greitt með
tekjum af almennum búrekstri. Það
hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir
framtíð íslensks landbúnaðar, og
þjóðina í heild, að kynslóðaskipti
geti varla farið fram á bújörðum
nema með allt að því óeðlilegum
afsláttarkjörum.
Stofnfundur Félags ungra bænda á
Suðurlandi, haldinn í Árhúsum á
Hellu 27. febrúar 2010, beinir því
til stjórnar SUB að beita sér fyrir
því að stjórnvöld sinni þeirri sam-
félagslegu skyldu að skilgreina til
framtíðar þau landsvæði sem nýta
ber til landbúnaðar.
Greinargerð: Með tilliti til
vakningar um mikilvægi matvæla-
öryggis í heiminum og á Íslandi
er nauðsynlegt að skilgreina gott
landbúnaðarland, sérstaklega í
aðalskipulagi sveitarfélaga. Með
því móti má varðveita það fyrir
komandi kynslóðir.
Stofnfundur Félags ungra bænda á
Suðurlandi, haldinn í Árhúsum á
Hellu 27. febrúar 2010, beinir því
til stjórnar SUB að beita sér fyrir
því að komið verði á raunveruleg-
um nýliðunarstyrkjum til að greiða
fyrir endurnýjun í landbúnaði.
Greinargerð: Kaup á greiðslu-
marki eru þungur biti sem marg-
ir bændur þurfa að takast á við í
upphafi búskapar. Vegna mikillar
skuldsetningar njóta yngri bænd-
ur ekki sömu kjara við kaup á
greiðslumarki og eldri bændur, í
formi lægri skatta vegna afskrifta.
Þetta þýðir að yngri bændur geta
ekki greitt jafn hátt verð fyrir
greiðslumark og vinnur því gegn
eðlilegri nýliðun í viðkomandi
greinum. Í þessu sambandi má
horfa til nágrannalanda okkar þar
sem nýliðunarstyrkjum er beitt
markvisst, m.a. með því að tolla
1% af viðskiptum með greiðslu-
mark sem síðan er deilt til yngri
bænda.
Þá var kosið í stjórn félagsins og
hana skipa:
Stefán Geirsson bóndi í Gerðum í
Flóa, formaður,
Ragnhildur Sveinbjarnardóttir
bóndi í Stóru-Mörk undir
Eyjafjöllum, ritari,
Bjarni Ingvar Bergsson bóndi í
Við borðsseli á Mýrum, gjald-
keri.
Félag ungra bænda á Suðurlandi stofnað
Nýkjörin stjórn félagsins ásamt formanni samtakanna. Helgi Haukur,
Ragnhildur, Stefán og Bjarni Ingvar.