Bændablaðið - 11.03.2010, Blaðsíða 27
27 Bændablaðið | fimmtudagur 11. mars 2010
Þorsteinn Logi Einarsson,
bóndi í Egilsstaðakoti í
Árnessýslu
http://www.egilsstadakot.is/
04.03.2010
– Aðalfundur Félags
sauðfjárbænda í
Árnessýslu
Föstudagskvöldið 27. febrúar
var aðalfundur hjá Félagi sauð-
fjárbænda í Árnessýslu haldinn
í félagsheimilinu Þingborg. Á
fund inum flutti Sigurgeir Sindri
Sigur geirsson, formaður Lands-
samtaka sauðfjárbænda, erindi
um starfsemi samtakanna, einnig
sagði Margrét Ósk Ingjaldsdóttir
ráðunautur frá og sýndi myndir úr
námsferð til Noregs og Svíþjóðar.
Á fundinum var kosin ný stjórn og
hana skipa:
Þorsteinn Logi Einarsson, Egils-
staðakoti, formaður
Margrét Ósk Ingjaldsdóttir, Þjórs ár-
nesi, varaformaður
Bjarni Másson, Háholti, gjaldkeri
Trausti Hjálmarsson, Austurhlíð, rit-
ari
Halldór Kristjánsson, Stíflisdal,
með stjórnandi
Bændur blogga
Ritstjórn þiggur með þökkum ábendingar um bændur sem notast
við blogg til dagbókarskrifa. Þeir sem bent geta á slíkar síður eru
vinsamlega beðnir um að senda línu í netfangið ehg@bondi.is
Árleg folaldasýning Hrossaræktarfélags Þingeyinga
var haldin í reiðskálanum í Saltvík nýlega. Þar var
margt fólk saman komið til að velja efnilegustu
folöld héraðsins fædd á síðasta ári. Á sýningunni
kepptu 35 folöld, 19 hestar og 16 hryssur. Dómarar
völdu þrjá bestu hestana og þrjár bestu hryssurnar.
Veitt voru þrenn verðlaun í hvorum flokki og var
það trésmíðafyrirtækið Norðurpóll sem gaf verð-
launabikarana. Þá var einnig valið fallegasta fol-
ald sýningarinnar og fengu eigendur þess farand-
bikar sem Dýralæknaþjónustan á Húsavík gaf fyrir
nokkrum árum.
Dómarar völdu eftirtalin folöld til verðlauna:
Hestar:
1. Jondalon frá Norðurhlíð. Eigandi: Agnar Kristjáns-
son.
Foreldrar: Vökull frá Bergsstöðum og Von frá
Ey vindarmúla.
2. Hringur frá Laxamýri. Eigandi: Elfa Mjöll Jóns-
dóttir o.fl.
Foreldrar: Álfur frá Húsavík og Dögun frá Hjalla.
3. Seggur frá Bergsstöðum: Eigandi: Benedikt Arn-
björnsson.
Foreldrar: Moli frá Skriðu og Bylting frá Bergs-
stöðum.
Hryssur:
1. Alda frá Saltvík. Eigandi: Bjarni Páll Vilhjálmsson.
Foreldrar: Adam frá Ásmundarstöðum og Ör frá
Saltvík.
2. Hamingja frá Garði. Eigandi: Katharina Krebs.
Ræktandi: Guðmundur Skarphéðinsson og Enrice
Ernst. Foreldrar: Þorri frá Þúfu og Sædís frá Garði.
3. Herðubreið frá Húsavík. Eigandi: Gísli Haraldsson.
Foreldrar: Adam frá Ásmundarstöðum og Hrauna
frá Húsavík.
Folald sýningarinnar var valið af gestum. Það var
Hringur frá Laxamýri.
Folaldasýning
í Saltvík
Verðlaun fyrir hestfolöld. Agnar Kristjánsson, Hulda
Ósk Jónsdóttir, Elva Mjöll Jónsdóttir, Atli Björn Atlason
og Benedikt Arnbjörnsson.
Verðlaun fyrir hryssur. Bjarni Páll Vilhjálmsson fyrir
aftan, Arna Védís Bjarnadóttir, Iðunn Bjarnadóttir,
Enrice Ernst og Gísli Haraldsson.
Eigendur Hrings, sem
valinn var besta folald
sýningarinnar, Elfa
Mjöll, Atli Björn og
Hulda Ósk með Hring
í baksýn. Móðir hans
Dögun er í taumi.
Agnar Kristjánsson
var að vonum ánægð-
ur með verðlaunin.
Leitum að landi til leigu innan 2-2,5 klst aksturs
frá Reykjavík til skotveiða á gæs og ekki skemmir
fyrir ef önd er á svæðinu líka.
&#
7#X > 7>
'Y O
$ >
G
O
> !IR>
<Z<Z[OI$>
\ B$
Árshátíð
Landssamtaka
sauðfjárbænda
verður haldin föstudaginn 9. apríl nk. í Súlnasal Hótel Sögu
! skemmta. Dansleikur með hljómsveit Geirmundar að loknu
borðhaldi.
Veislustjóri verður Guðni Ágústsson fv. ráðherra
Forréttur: Laxarúlla með steinseljurótarmauki, silungahrogn-
um og sýrðum rjóma
"#$ &
'*'
/*!-
um, ætiþistlamauki og rauðvínssósu
Eftirréttur: Tiramisu að hætti Hótel Sögu
Miðaverð fyrir mat, skemmtun og dansleik er kr. 6.000.
Tekið er við miðapöntunum hjá Bændasamtökunum í síma 563-
0300. Þeim sem ætla að gista á Hótel Sögu er bent á að tryggja
sér herbergi í tíma í síma 525-9900.
Árshátíðarnefnd LS.
Bændablaðið á netinu...
www.bbl.is