Bændablaðið - 11.03.2010, Síða 26

Bændablaðið - 11.03.2010, Síða 26
26 Bændablaðið | fimmtudagur 11. mars 2010 VÍÐA UM LAND má sjá keilulaga sígrænar hríslur teygja sig til himins með misjöfnum árangri. Almenningur kallar þessar hrísl- ur jólatré, betur upplýstir kalla þær barrtré og jafnvel grenitré. Sérfræðingar vita að þetta eru nokkrar tegundir sem hafa gefist misvel hérlendis. Þær sem helst hafa verið reyndar hér eru rauð- greni, blágreni, hvítgreni, sitka- greni, svartgreni og broddgreni. Í stuttu máli sagt er ekki mikil ástæða til að rækta hvítgreni, broddgreni og svartgreni hér á landi nema bara fyrir sérstakt greniáhugafólk. Blágreni getur verið fallegt garðtré og gott jólatré. Rauðgreni er gott skógartré í skjóli og ágætis jólatré en sitkagrenið er kapítuli út af fyrir sig og því er þessi grein tileinkuð því. Fjórða hæsta tré í heimi Sitkagrenið vex á fremur mjórri ræmu meðfram Kyrrahafsströnd Norður-Ameríku. Þar eru hæstu skógar heims. Rauðviður, döglings- viður og sitkagreni eru konungar þessara skóga. Allt saman tré sem geta náð yfir 90 m hæð. Raunar er það svo að nokkuð góðar heimild- ir setja sitkagreni í fjórða sæti yfir hæstu trjátegundir heims. Stærsta núlifandi sitkagrenitréð er 95 metra hátt og kallað Carmanah-risinn. Hann er líka hæsta tré Kanada og á heima á afskekktum slóðum í Bresku Kólumbíu. Dæmi eru um sverleika á rólinu 4–7 m og aldur uppá 600–700 ár. Höfum samt í huga að þetta eru undantekning- ar. Hæð uppá 40–50 metra mundi teljast venjuleg á þessum slóðum. Það er einmitt helmingi hærra en hæstu sitkagreni hérlendis. Tré í Haukadal, á Kirkjubæjarklaustri og í Ártúnsbrekku eru komin vel yfir tuttugu metra og tré á fleiri svæð- um eru að ná því marki eða hafa þegar gert það. Þegar maður kemur í sjávar- plássin í kringum landið rekur maður iðulega augun í sitkagreni- hríslur hér og þar. Þær eru áberandi dökkgrænar og þéttvaxnar (ef lúsa- faraldur er ekki nýgenginn yfir). Þetta eru trén sem þola best seltuna við suðurströndina og þetta eru líka trén sem harka af sér snjó og hörk- ur Tröllaskagans við Ólafsfjörð og Siglufjörð svo dæmi séu tekin. Það er þó ekki þannig að trén séu háð sjávarloftinu því sitkagreni vex líka allra grenitrjáa hraðast á Fljótsdalshéraði. Reykjavíkurborg er full af sit- kagrenitrjám og þau gera borgina mun hlýlegri yfir vetrarmánuðina en ef þeirra nyti ekki við, auk þess sem þau skýla og bæta veðráttuna. Það er samt ekki launungarmál að tuttugu til þrjátíu metra hátt greni- tré er ansi mikill hlunkur í litlum garði, og fæstir myndu vilja fá það ofan á húsið eða heimilisbílinn í hauststormunum. Þó sitkagreni henti því varla í litla heimilisgarða við bestu vaxtarskilyrði er það ómissandi í stærri garða og opin svæði. Við erfið ræktunarskilyrði hentar það betur í smágarða því þar er vöxturinn mun hægari og minni. Auk þess þolir það klippingu vel og hægt er að móta úr því limgerði og keilur ef rétt er að staðið. Lauslæti trjátegunda Ættfræði sitkagrenis er nokk- uð snúin því síðustu árþúsundin hefur tegundin tamið sér lauslæti og framhjáhald með hvítgreni. Útkoman er sú að víða eru skógar- svæði sem vaxin eru blendingum sem kallaðir eru sitkabastarðar (Picea x lutzii). Bastarðurinn er fín- gerðari og krónuminni en tegundin og raunar miklu meira notaður hér- lendis en frumtegundin. Hinsvegar er nánast allt sitkagreni eitthvað blandað og því erfitt að draga skýr mörk og ekki þörf á því í hvers- dagslegu spjalli. Helstu gallar sitkagrenisins eru að stundum leikur sitkalúsin það grátt, eða kannski ætti að segja brúnt, því eftir mikla faraldra er varla lifandi nál á trjánum. Yfirleitt hrista þau þetta af sér á nokkrum árum. Þetta kunna glókollarnir að meta. Þeir eru skordýraætur, eiga heima í krónum sitkagrenitrjánna og sveima þar um með sína gylltu kórónu. Enda kallast þessi örlitli nýbúi fuglakóngur í Noregi. Söngur glókollanna er orðinn einhver algengasti fuglasöngur íslenskra skóga. Það er líka mun algengara að heyra í þessum felufugli en að sjá hann. Þá kunna flækingar eins og krossnefur að meta fræið og tæta í sundur könglana með sínu krókbogna skakka nefi til að kom- ast að því. Íkornar éta þessi fræ en þeir komast víst ekki hingað um loftin blá eins og fuglarnir. Vinir mínir fara fjöld… Sem torgjólatré er sitkagreni gott. Það hefur stórar og stinnar greinar og ef það stendur ekki of þétt fær það bosmamikið keilulaga form. Svolítið er um að það sé notað sem innijólatré og þykir duga þokkalega sem slíkt. Það er samt nokkuð gróft og hressilega stingandi. Þá rifjast það upp að þegar ég var að stíga mín fyrstu spor í trjá- greiningu var greiningarlykillinn fyrir sitkagreni svona: Skref 1. Þú og vinur þinn standið fyrir framan óþekktan grenilund og viljið þekkja tegundina. Skref 2. Taktu vin þinn og hentu honum inn í lundinn. Ef hann kemur út allur stunginn, tætt- ur og blóðugur þá er þetta sitka- greni, annars ekki. Þessa aðferð hef ég auðvitað tileinkað mér og nú á ég enga vini lengur, en ég þekki mörg sitkagreni. Eitt glæsilegasta sitkagreni Akureyrar stendur í brekkunni. Tréð er varla nema um sextugt og því ennþá bara barn. Helgi Þórsson bóndi og fjöllistamaður helgitho@hotmail.com Gróður og garðmenning Ég þekki sitkagreni Leikfélag Hörgdæla frumsýndi í liðinni viku hinn grafalvarlega skrifstofufarsa Lífið liggur við á Melum í Hörgár dal. Verkið er eftir Hlín Agnars dóttur og leik stjóri er Saga G. Jónsdóttir. Þetta er nýlegt leik rit og var fyrst sýnt hjá Stúd enta leik hús- inu árið 2007 í leikstjórn höf- undar. Hér er á ferðinni gamanleik- ur, þó með alvarlegum undirtóni, sem gerist á Íslandi í dag og á vel við, einkum eins og aðstæður eru í þjóðfélaginu. Það eru krepputímar í fyr- irtækinu Mannlegum samskiptum Group þar sem forstjórinn, Guð- mund ur, stendur á krossgötum. Eigin konan er að yfirgefa hann og sumir starfsmenn fyrirtækisins kunna ekki almenna mannasiði. Á nokkrum fundum í fyrirtæk- inu sjáum við hvernig Guðmundi gengur að fást við undirmennina. Í þetta skipti er leikið niðri á gólfinu en ekki á hefðbundnu sviði, eins og venja hefur verið á Melum. Áhorfendur sitja á þrjá vegu og því nær leikurunum en fólk á að venjast. Sýnt verður um helgar í mars og apríl. Leikfélag Hörgdæla sýnir skrifstofufarsa á Melum Grafalvarlegur skrifstofufarsi, Lífið liggur við, er nú sýndur á Melum í Hörgárdal. Hér er leikhópurinn ásamt leikstjóra, í efri röð frá vinstri: Sunna Dögg Sigrúnardóttir, Veronika Rut Haraldsdóttir, Sesselja Ing ólfs- dóttir, Stefanía Elísabet Hallbjörnsdóttir, Fanney Valsdóttir og Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Arnór Heiðmann Aðalsteinsson, Bernharð Arnarson, Saga Jónsdóttir leikstjóri, Stefán Jónsson og Þórður V. Steindórsson. Saga Jónsdóttir leikstjóri. Þórður, Bernharð og Ásta Júlía í hlutverkum sínum. Nú býðst öflugri leið til sölu- og markaðssetningar á stang- veiði á Íslandi en áður hefur þekkst, því stærsti veiðisöluvefur Bretlandseyja www.fishpal.com rekur sérstaka Íslandsdeild. Inn á þennan söluvef geta íslensk- ir veiðileyfasalar og aðrir sem bjóða stangveiði í lax, silung og sjóstöng komið sínum veiði- svæðum á framfæri, án nokkurs stofnkostnaðar. FishPal veiðivefurinn selur stangveiði í 7 löndum og á 700 veiðisvæðum. Góðar upplýsing- ar eru um hvert veiðisvæði og „online“ bókunar- og greiðslukerf- ið er bæði öruggt og einfalt í notk- un. Þúsundir erlendra veiðimanna kaupa þannig veiðileyfi af FishPal veiðivefnum á hverju ári. Helstu kostirnir frá sjónarhóli seljandans eru þessir: Veiðisvæðum er lýst á ensku og aðstoð veitt við textagerðina, markaðssetningin er miðuð við erlenda veiðimenn og hægt er að ganga frá kaupum veiði- leyfa á netinu. Sala á veiðileyfum er opin allan sólarhringinn og alla daga ársins. Fullkomin bókunarvél er til staðar og greiðslukerfið er með bankatengingu þannig að kaupandi og seljandi fá staðfestingu í tölvu- pósti um leið og viðskiptin með veiðileyfin eiga sér stað. Eftirspurn erlendra veiðimanna eftir lausum veiðileyfum hefur aukist undanfarin tvö ár og er alveg í takt við aukinn straum erlendra ferðamanna til landsins. Mikil eft- irspurn er eftir lax- og silungsveið- inni um allt land, sérstaklega þar sem boðið er upp á sveitagistingu og fæði. Áhugasömum eru velkomið að hafa samband og fá nánari upplýs- ingar hjá Jóni Sigurðssyni. Sími: 534-8082 og netfang: info@fishiceland.com Jón Sigurðsson Viltu selja erlendum veiðimönn- um gistingu, fæði og stangveiði? Beint frá býli – Aðalfundur 2010 Aðalfundur félagsins Beint frá býli verð- ur haldinn að Hótel Hamri, Borgarbyggð, föstudaginn 19. mars 2010, kl. 13:30– 18:00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Don ald MacPherson, bóndi á Castlehills- býl inu á austurströnd Skotlands, halda erindi um þróun og stöðu mála varðandi „beint frá býli“-starfsemi í Skotlandi. Hann rekur þar nautgripabú með áherslu á kjötframleiðslu undir sérstöku gæðamerki og selur beint frá býli eftir ýmsum leiðum, s.s. gegnum heimasíðu, á mörkuðum og í búðum. Hann þekkir vel til sölu á vörum beint frá býli í Skotlandi og hefur unnið mikið að þeim málum, auk þess að kynna sér slíkt í öðrum löndum. Þá hefur hann m.a. unnið á vegum stjórn- valda við að leiðbeina um „beint frá býli“. Hótel Hamar er skammt norðan við Borgarnes. Þeir fundargestir sem hyggjast vera í kvöldmat og/eða gistingu, þurfa að panta hjá Hótel Hamri í síma 433 6600. Einnig má panta í tölvupósti: hamar@icehotels.is Hótel Hamar býður félagsmönnum í BFB afslátt af gistingu. Sjá nánar um hótelið á heimasíðunni icelandairhotels.is/hotelhamar Stjórn BFB

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.