Fréttablaðið - 09.01.2012, Blaðsíða 10
10 9. janúar 2012 MÁNUDAGUR
frá degi til dags
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is fréttastjórar: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
Helgarefni: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is menning: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is allt og sérblöð: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
íþróttir: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is ljósmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðslustjóri: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. stjórnarformaður: Ingibjörg S. Pálmadóttir forstjóri og Útgáfustjóri: Ari Edwald
ritstjóri: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is aðstoðarritstjóri: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Þ
egar nákvæmlega ár er liðið frá því að mengunarhneyksl-
ið vegna Funa á Ísafirði komst í hámæli kemst nýtt
mengunarmál í fréttirnar. Sá fréttaflutningur bendir
ekki til að menn hafi lært mikið af fyrra málinu.
Í Funa-málinu komst upp að opinberar eftirlits-
stofnanir vissu að díoxínmengun frá sorpbrennslustöðinni Funa
væri margfalt yfir þeim mörkum sem leyfð eru í sorpbrennslum. Á
þeirri vitneskju lá kerfið í meira
en þrjú ár og íbúar á svæðinu
fengu ekki upplýsingar um
mengunina fyrr en hún mældist
í mjólk frá nærliggjandi býli.
Forsvarsmenn Ísafjarðar-
bæjar, Umhverfisstofnunar og
umhverfisráðuneytisins hafa
síðan viðurkennt að það hafi
verið mistök að segja ekki frá niðurstöðum mengunarmælinga um
leið og þær lágu fyrir. Sumir hafa meira að segja beðizt afsökunar.
Í málinu sem nú er komið upp er staðfest að bæði Skeljungur hf.
og Matvælastofnun vissu síðastliðið vor að fyrirtækið hafði flutt
inn áburð sem var ósöluhæfur vegna þess að kadmíuminnihald
í honum var langt yfir leyfilegum mörkum. Engu að síður var
áburðurinn settur í sölu og engum sagt frá kadmíummenguninni
fyrr en í desember síðastliðnum.
Eftir býsna vandræðalegt undanhald í nokkra daga hafa nú
bæði forstjóri Matvælastofnunar og forstjóri Skeljungs viður-
kennt hér í Fréttablaðinu að rétt hefði verið að segja frá málinu
strax í júní, þegar óyggjandi niðurstöður um kadmíum innihaldið
lágu fyrir. Hvorugur telur hins vegar ástæðu til að biðjast
af sökunar á mistökunum.
Forstjóri Matvælastofnunar segir að verklagi verði nú breytt
og sagt strax frá upplýsingum af þessu tagi, enda hafi stofnunin
enga ástæðu til að leyna þeim.
Sennilega er það rétt, sem bent hefur verið á, að dreifing
áburðarins hafi ekki valdið varanlegum skaða. Til þess að valda
tjóni þyrfti að dreifa jafnmenguðum áburði árum saman. Það
breytir ekki því að viðskiptavinir Skeljungs áttu að sjálfsögðu
rétt á að vita hvers kyns var, um leið og niðurstöður mælinga á
áburðinum voru klárar. Bæði Skeljungur og Matvælastofnun bera
ábyrgð á að bændur fengu ekki þessar upplýsingar.
Í kjölfar Funa-málsins lögðu Ólína Þorvarðardóttir og þrír
aðrir þingmenn fram frumvarp á Alþingi, sem á að bæta rétt
almennings til upplýsinga um umhverfismál. Þar er meðal annars
þessi grein: „Stjórnvöldum er ævinlega skylt að hafa frumkvæði
að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að veruleg frávik vegna
mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skað-
leg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra.“
Engin vanþörf virðist á að festa aukna frumkvæðis- og
viðbragðs skyldu stjórnvalda í lög. Kannski þyrfti líka að skikka
menn með lagaboði til að biðjast afsökunar á mistökum í þessum
efnum, fyrst þeir eiga svona erfitt með að gera það að fyrra
bragði.
ólafur þ.
stephensen
olafur@frettabladid.is
sKoðun
Halldór
Síðasta útspil umhverfisráðherra í stríði hennar við veiðimenn og
útivistarfólk landsins er atlagan að
svartfuglsveiðum Íslendinga. Veiðar
á svartfuglum hafa verið stundaðar
frá landnámi og án efa hafa stofnarnir
sveiflast í stærð, líkt og nú virðist vera
að gerast. Ástæða niðursveiflunnar er
sennilega breytingar á fæðuframboði í
hafinu og ljóst að skotveiðar hafa engin
áhrif þar um.
Engu að síður er það niðurstaða meiri-
hluta starfshóps að friða skuli þessa
stofna, sem telja milljónir einstaklinga
hver um sig, fyrir veiðum sem nema
fáum tugum þúsunda fugla á ári. Veiði-
álagið er jafnvel innan við 1% af stofn-
stærð sem þykir afar lítið sé litið til
veiðistjórnunar.
Enda kom það á daginn að Umhverfis-
stofnun, sem veiðistjórnun heyrir undir
skv. lögum, treysti sér ekki til að skrifa
upp á alfriðun enda vita menn þar á bæ
að slíkt bann er marklaust og tilgangs-
laust.
Niður staða nefndarinnar kom hins
vegar engum á óvart enda var hand valið
í hópinn til að tryggja „rétta út komu“. Í
grein ráð herra í Fréttablaðinu 5. janúar
minnist Svandís ekki einu orði á að
starfs hópurinn klofnaði í fernt, þ.e.a.s.
UST og SKOTVÍS skiluðu sér áliti og
Bænda samtökin sögðu sig frá starfinu.
Um ræddur „meiri hluti“ í sjö manna
starfs hópi saman stóð af fjórum opin-
berum starfsmönnum og friðunarsinnum
sem neituðu að ræða rök með veiðum og
skeyttu engu um skaðsemi tillagnanna
fyrir veiðikortakerfið, kerfi sem aðrar
þjóðir öfunda okkur af.
Ljóst er að ráð herra ætlar enn að vega
að frelsi fólks til að stunda skynsam-
legar veiðar, fyrst upp til fjalla og nú
á hafi úti. Ekkert fær að vera í friði
og greinilegt að Náttúrufræðistofnun
er tilbúin að styðja við hvers kyns boð
og bönn, sama hversu vitlaust sem
það er, eins og fram kom í viðtali við
forstjórann í Morgunblaðinu 4. janúar:
„...það verður bara að gera eitthvað til
að reyna að sporna við þróuninni.”
Skotveiðifélag Íslands mótmælir
þessum tillögum harðlega og bendir á
skynsamlegri leiðir sem félagið hefur
unnið og finna má á heimasíðu félagsins
www.skotvis.is
Svandís og svartfuglarnir
friðun
svartfugla
árni elvar
lund
sjávarútvegs-
fræðingur
og formaður
Skotveiðifélags
Íslands
Styrkir til
menntamála
Opnunarráðstefna Menntaáætlunar
Norrænu Ráðherranefndarinnar
11. janúar 2012 15-17 Hótel Sögu
Nánari upplýsingar og skráning á www.nordplus.is
Annað mengunarklúður kemur upp
nákvæmlega ári eftir Funa-hneykslið:
Erfitt að biðjast
afsökunar
mat á mati kallar á nýtt mat
Fjármálaráðherra hefur heimild til að
ábyrgjast fjármögnun Vaðlaheiðar-
ganga og ekkert virðist því að
vanbúnaði. Nema það að menn eru
engan veginn sammála um það hve
margir munu nýta sér göngin. Nú er
komið út mat verkfræðings á
mati hagfræðings og að mati
þess síðarnefnda er mat þess
fyrrnefnda mjög matskennt.
Eiginlega meira en það, það
sé einfaldlega fölsun á fyrra
matinu. Betur væri ef legið
hefði fyrir hlutlaust
mat á fram-
kvæmdinni áður
en þáverandi
fjármálaráðherra, Steingrímur J.
Sigfússon, fékk heimildina frá Alþingi.
gömul framtíð
Nýr flokkur Guðmundar Steingríms-
sonar og Besta flokksins mun heita
Björt framtíð og sýnist sitt hverjum.
Ósáttastir eru þeir sem eru í
öðru stjórnmálaafli, sem
hafði nú ekki farið
hátt. Ný framtíð heitir
það afl, sem verður
að teljast nokkuð sér-
stakt nafn. Er framtíð
ekki alltaf ný, eða
er einnig
til gömul
framtíð?
Við og þið pólitíkin
Jón Baldvin Hannnibalsson er ekki
hrifinn af Ólafi Ragnari Grímssyni,
forseta lýðveldisins. Honum hrýs
hugur við því að Ólafur bjóði sig fram
aftur, aðallega þar sem hann er á móti
Evrópusambandinu að mati Jóns.
Og á hverju byggir hann það mat?
Jú, í Silfri Egils í gær sagði Jón
Baldvin Ólaf vera persónulega
handgenginn valdhöfum í Kína
og á Indlandi og því væri hann
hatrammur andstæðingur ESB.
Ólafur getur sem sagt ekki bæði
verið hrifinn af Indlandi/
Kína og ESB, hann
verður að velja.
kolbeinn@frettabladid.is