Fréttablaðið - 09.01.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 09.01.2012, Blaðsíða 38
9. janúar 2012 MÁNUDAGUR14 Bakþankar Gerðar kristnýjar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta n Pondus Eftir Frode Øverli n Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman n Handan við hornið Eftir Tony Lopes n Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁrÉTT 2. sæti, 6. mannþyrping, 8. lúsaegg, 9. mak, 11. tveir eins, 12. kompa, 14. einkennis, 16. íþróttafélag, 17. hlaup, 18. púka, 20. tveir eins, 21. hluti handar. LÓÐrÉTT 1. lof, 3. samanburðartenging, 4. eyja, 5. stykki, 7. hugarró, 10. samhliða, 13. iðn, 15. óhapp, 16. matjurt, 19. frá. LaUSn LÁrÉTT: 2. sess, 6. ös, 8. nit, 9. kám, 11. kk, 12. klefi, 14. aðals, 16. kr, 17. gel, 18. ára, 20. yy, 21. lófi. LÓÐrÉTT: 1. þökk, 3. en, 4. sikiley, 5. stk, 7. sálarró, 10. með, 13. fag, 15. slys, 16. kál, 19. af. Jæja anna mín, hvað sagðistu aftur hafa verið gift oft? Góðan dag- inn Bergrún. Var helgin góð? En af þeim allra bestu Bára! Það var sko aksjón á föstudags- kvöldið! Við drukkum og dönsuðum latíndansa og end- uðum með smá samhæfðum sundtökum í heita pottinum hans! Síðan var það bara rólegur laugardagur heima í sófanum; rauðvín í glasi, Barry White á fóninum og Jón Bjarni í... þú veist! Almátt- ugur! Þú verður að halda í þennan Jón Bjarna! Svolítið erfitt! Hann komst að því hvað ég gerði á föstudaginn og þeir voru víst vinir! Ahh... Góðan dag- inn stúlkur! Já, nú er hann að verða góður! Ég tel að húsið taki um 700 gesti áður en ein- hver hringir á lögguna. Þannig að til að vera viss um að ekki fleiri en það frétti af þessu í gegnum síma og net má ég bara tala við... ... eina mann- eskju. Þetta er eins og horfa á lestarslys sýnt hægt. Segðu mér. Hei! Þetta er mjúki bangsinn! Hárrétt. En fyrst ég er vaxinn upp úr því að hafa hann má hún alveg fá hann... ... lánaðan! Í upphafi árs fálmum við innst inn í hugarfylgsnin og athugum hvað leynist í myrkum skotunum. Við gröfumst fyrir um líðan okkar og lofum sjálfum okkur að bæta bæði hag og heilsu, hvort sem það er gert með hugrækt, líkamsrækt eða vetraráformum um sumarferðalag. Sumir einsetja sér líka að taka fjár­ haginn fastari tökum en áður og bregða sér á námskeið í heimilisbókhaldi. Nú er það nefnilega sjálfur Kaupmátturinn sem segir helst til um ástand íslensku þjóðarinnar. Rétt fyrir jól byrja fjölmiðlar að flytja fréttir af ferðum Kaupmáttarins mikla og auðvitað kom hann arkandi ofan úr fjöllunum með poka fullan af glingri. Og vei þeim sem ekki fengu nýja spjör. Þeir þurfa ekki að kemba hærur sínar. STrÁkUr nokkur safnaði sér víst fyrir tölvu og keypti sér eina slíka á útsölu. Tíðindin birtust á for­ síðu Morgunblaðsins. Annar strákur dúxaði í Borgarholts­ skóla og kann auk þess að spila svo undurskemmtilega á lúður. Hann lenti samt bara á bak­ síðunni. Kaupmáttur mælist víst ekki í lúðurblæstri einum og sér. Við hefðum verið meira uppnumin hefði strákurinn getað státað af demantskreyttum gulllúðri. Kaup­ mátturinn einfaldar allt. Það sem ekki er hægt að stífa úr hnefa eða selja aftur á Barnalandi er lítils virði. Fyrir jólin fáum við iðu lega fréttir af fólki sem veður úr einni búð í aðra án þess þó að takast nokkurn tímann að ljúka öllum erindum sínum áður en há tíðin gengur í garð. Öllum ber okkur að ana um með æði ber í rassi, enda með Kaup máttinn sjálfan á hælunum. Veldi hans hefur í raun aldrei verið jafn mikið og nú. Það var því algjörlega viðbúið að Jóhanna Sigurðar­ dóttir forsætis ráðherra myndi minnast á hann í áramóta ræðunni sinni. Þar sagði Jóhanna Íslendinga hafa fulla ástæðu til að gleðjast yfir árangri sínum og stöðu. „ViÐ getum glaðst yfir þeirri staðreynd að hagur Íslendinga batnar nú hraðar en flestra annarra þjóða, kaupmáttur vex, dregið hefur úr atvinnuleysi og lífskjör þjóðarinnar munu áfram fara batnandi,” segir Jóhanna. Þar með getum við verið viss um að kaupmátturinn heldur ekki aftur til fjalla. Hann ætlar að vera um kyrrt. Við göngum úr rúmi fyrir hann og breiðum yfir hann hlýjustu sængina. Gleðilegt ár! Megi kaupmátturinn vera með ykkur! Kaupmátturinn kemur í kvöld Til greina koma allir sem hafa lagt umtalsvert af mörkum til að bæta íslenskt samfélag. Skorað er á lesendur Fréttablaðsins að senda inn tilnefningar um fólk og félagasamtök sem eiga skilið virðingarvott fyrir verk sín. Allir koma til greina, jafnt óþekktir einstaklingar sem vinna störf sín í hljóði, félagasamtök og þjóðþekktir karlar og konur sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu verið öðrum fyrirmynd. Hvunndagshetjan Einstaklingur sem sýnt hefur sérstaka óeigingirni eða hugrekki, hvort sem er í tengslum við einn atburð eða með vinnu að ákveðnum málaflokki í lengri tíma. Frá kynslóð til kynslóðar Hér koma til greina kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar eða aðrir uppfræðarar sem skarað hafa fram úr á einhvern hátt. Einnig koma til greina félagasamtök sem sinna börnum af sérstökum metnaði og alúð. Til atlögu gegn fordómum Einstaklingur eða félagasamtök sem hafa unnið ötullega að því að eyða fordómum í samfélaginu. Heiðursverðlaun Einstaklingur sem með ævistarfi sínu hefur stuðlað að betra samfélagi. Samfélagsverðlaunin Félagasamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf og lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir okkur öll. HEFUR ÞÚ ORÐIÐ VITNI AÐ ÓSKAÐ ER EFTIR TILNEFNINGUM TIL SAMFÉLAGS- VERÐLAUNA FRÉTTABLAÐSINS 2012 GÓÐVERKI? SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS ERU VEITT Í FIMM FLOKKUM. 1 2 3 4 5 SAMFÉLAGSVERÐLAUN Sendið tilnefningar á hlekknum Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins á visir.is/samfelagsverdlaun, með tölvupósti á netfangið samfelags- verdlaun@frettabladid.is, eða bréfleiðis merkt: Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Dómnefnd tekur allar innsendar tillögur til skoðunar. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins verða veitt í mars. að senda t ilnefninga r er til miðn ættis þann Frestur til 31. janúar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.