Fréttablaðið - 09.01.2012, Qupperneq 42
9. janúar 2012 MÁNUDAGUR18
sport@frettabladid.is
patrekur jóhannesson skoraði fyrsta mark Íslands í úrslitakeppni Evrópumóts þegar hann
kom Íslandi í 1-0 á móti Svíþjóð í fyrsta leik liðsins á EM í Króatíu í leik sem fór fram 21. janúar 2000.
Patrekur skoraði markið sitt með langskoti á fyrstu mínútu leiksins. Ísland var með frumkvæðið í upphafi
leik en Svíar breyttu stöðunni úr 5-5 í 13-6 á tíu mínútum og unnu að lokum öruggan 31-23 sigur.
eM
í handbolta
2012
7
dagar
Fróðleikur á Fimmtudögum
Fjársýsluskattur, kaup
á rafrænni þjónustu og
virðisaukaskattskvaðir
12. janúar | kl. 8:30 | Borgartúni 27
rafræn þjónusta og fjársýsluskattur –
breytingar á virðisaukaskattsumhverfi fyrir-
tækja og einstaklinga ásamt öðrum nýlegum
breytingum á virðisaukaskattsumhverfinu.
utanumhald virðisauka skattskvaða og
nýlegar breytingar í framkvæmd.
Skráning og nánari
upplýsingar á kpmg.is
Enska bikarkeppnin:
Man. City-Man. Utd 2-3
0-1 Wayne Rooney (10.), 0-2 Danny Welbeck
(29.), 0-3 Wayne Rooney, víti (39.), 1-3
Aleksandar Kolarov (48.), 2-3 Sergio Aguero (65.)
Rautt spjald: Vincent Kompany, Man. City (12.).
Chelsea-Portsmouth 4-0
1-0 Juan Mata (48.), 2-0 Ramires (84.), 3-0
Ramires (86.), 4-0 Frank Lampard (90.+3).
Sheff. Wed.-West Ham 1-0
1-0 Chris O’Grady (87.)
Peterborough-Sunderland 0-2
0-1 Sebastian Larsson (48.), 0-2 James McClean
(58.)
Barnsley-Swansea 2-4
Gylfi Þór Sigurðsson hóf leik á bekk Swansea en
kom af bekknum á 59. mínútu.
Everton-Tamworth 2-0
1-0 John Heitinga (4.), 2-0 Leighton Baines, víti
(78.).
Fulham-Charlton 4-0
1-0 Clint Dempsey (8.), 2-0 Clint Dempsey (60.),
3-0 Clint Dempsey víti (81.), 4-0 Damien Duff
(87.)
Gillingham-Stoke City 1-3
1-0 Danny Kedwell (16.), 1-1 Jonathan Walters
(34.), 1-2 Cameron Jerome (43.), 1-3 Robert
Huth (49.)
Hull City-Ipswich Town 3-1
Ívar Ingimarsson var ekki í leikmannahópi
Ipswich og leystur undan samningi eftir leik.
Macclesfield-Bolton 2-2
0-1 Ivan Klasnic (6.), 1-1 Colin Daniel (16.), 2-1
Arnaud Mendy (67.), 2-2 David Wheater (77.)
Grétar Rafn Steinsson lék ekki með Bolton.
Milton Keynes Dons-QPR 1-1
1-0 Dean Bowditch (65.), 1-1 Heiðar Helguson
(89.)
Heiðar kom af bekknum hálftíma fyrir leikslok.
Newcastle-Blackburn 2-1
0-1 David Goodwillie (35.), 1-1 Hatem Ben Arfa
(69.), Jonas Gutierrez (90.).
Reading-Stevenage 0-1
Brynjar Björn Gunnarsson sat á bekknum allan
leikinn hjá Reading.
Tottenham-Cheltenham 3-0
1-0 Jermain Defoe (24.), 2-0 Roman
Pavlyuchenko (43.), 3-0 Giovani dos Santos (87.)
WBA-Cardiff 4-2
Aron Einar Gunnarsson var hvíldur hjá Cardiff.
Coventry-Southampton 1-2
Derby-Crystal Palace 1-0
Swindon-Wigan 2-1
DRÁTTUR í 32-lIðA úRSlIT:
Brighton/Wrexham - Newcastle
Sunderland - Middlesbrough
Dagenham & Redbridge - Southampton
Hull City - Crawley
MK Dons/QPR - Chelsea
West Brom - Norwich
Blackpool - Sheffield Wednesday
Arsenal/leeds - Aston Villa
Stevenage - Notts County
Watford Tottenham
liverpool - Manchester United
Derby - Stoke City
Everton - Fulham
Macclesfield/Bolton - Swansea
Sheffield United v Birmingham/Wolves
Nottingham Forest/leicester - Swindon
úrslit
HANDBolTI Íslenska karlalands-
liðið stóð sig vel á æfingamóti í
Danmörku um helgina. Liðið lagði
Slóvena, gerði jafntefli við Pól-
verja og tapaði svo gegn Dönum
í úrslitaleik í gær þar sem lykil-
menn fengu að hvíla.
Guðmundur Guðmundsson
landsliðsþjálfari var nokkuð sáttur
með helgina er Fréttablaðið heyrði
í honum eftir Danaleikinn.
„Það er margt gott í þessu og
annað sem þarf að laga. Það er
sem betur fer hægt að laga það,“
sagði Guðmundur en hann var
mjög ánægður með varnarleikinn
í mótinu.
„Hann var að halda lengstum
mjög vel og við vorum að skora
mikið úr hraða upp hlaupum.
Sóknar leikurinn fór batnandi
með hverjum leik og var virkilega
góður í Dana leiknum. Við erum
að gera okkur seka um of marga
tækni feila og svo erum við að fá
á okkur óþarfa tveggja mínútna
brott vísanir. Það kostar mikið í
stórum leikjum,“ sagði Guðmundur
en Ingimundur Ingimundar son og
Sverre Jakobs son stóðu vaktina
fyrir miðri vörn megnið af fyrstu
tveimur leikjunum en Ingimundur
fékk svo að hvíla í gær þar sem
hann er ekki alveg heill heilsu.
Vignir Svavars son leysti hann af
hólmi í gær og stóð sig vel að sögn
Guðmundur.
Ingimundur var ekki einn um
að hvíla í gær því Guðjón Valur
Sigurðsson fékk líka að hvíla þar
sem hann er með „tak“ í lærinu að
sögn þjálfarans. Guðmundur vildi
því ekki taka neina áhættur með
þá sem og Alexander Petersson
sem hvíldi lengstum. „Hann er
þreyttur,“ sagði Guðmundur.
Guðjón, Alexander og Arnór
Atla son, sem er með brjósklos, fá
nú að hvíla fram á miðvikudag.
Þeir Aron Pálmars son og Arnór
skiptu með sér miðju- og skyttu-
stöðunni um helgina. „Þeir gerðu
það ágætlega. Við þurfum samt
að fá meira frá Aroni sem og
Alexander.“
Þjálfarinn segir að frammi-
staðan um helgina hafi verið fín
og staðið undir hans væntingum.
„Ég var í rauninni bara
óánægður með einn hálfleik af
sex. Það var fyrri hálfleikur gegn
Póllandi. Vörnin er að standa heilt
yfir vel en markvarslan hefði mátt
vera betri. Hún var ekkert sérstök
en ekki léleg heldur. Þeir félagar í
markinu eiga meira inni samt. Ég
er því bærilega sáttur með þessa
helgi en við verðum að nýta vikuna
vel til þess að laga það sem þarf
fyrir EM.“
Strákarnir koma nú heim, æfa
vel og spila svo æfingaleik gegn
Finnum á föstudag áður en þeir
fara til Serbíu á laugardag.
„Það er sitt lítið af hverju sem
við þurfum að laga í þessari viku.
Ég er samt þokkalega sáttur við
hvar liðið er statt eftir þessa helgi.
Maður veit samt aldrei fyrr en út í
mótið er komið. Við erum að bæta
okkur en betur má ef duga skal.“
henry@frettabladid.is
LIÐIÐ ER Á RÉTTRI LEIÐ
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er þokkalega sáttur við ástandið
á landsliðinu þegar vika er í fyrsta leik á EM í Serbíu. Liðið stóð sig vel í
Danmörku um helgina. Þrír leikmenn fá hvíld næstu daga vegna meiðsla.
líflegur Guðmundur fær hér gula
spjaldið í gær. FRéttABLAðIð/OLE nIELSEn
átök Arnór Atlason fær hér óblíðar móttökur frá varnarmönnum Dana í leik liðanna í
gær. FRéttABLAðIð/OLE nIELSEn
FóTBolTI Það kom öllum á óvart
í gær þegar tilkynnt var að Paul
Scholes, miðjumaður Manchester
United, hefði ákveðið að taka
fram skóna á ný.
Leikmaðurinn hafði ákveðið
að hætta knattspyrnu iðkun eftir
síðasta tíma bil en hann virðist hafa
séð eftir þeirri á kvörðun. Scholes
mun hafa hitt Alex Ferguson,
knattspyrnu stjóra liðsins, og beðið
um að koma til baka.
„Ég hef í raun séð eftir þeirri
ákvörðun að hætta lengi. Það
gleður mig mikið að stjórinn hafi
enn trú á mér og telji að ég geti
styrkt liðið. Mér hlakkar bara til
að takast á við næstu mánuði og
hjálpa klúbbnum að ná árangri.“
„Undanfarnar vikur hefur
Scholes æft með varaliðinu
og verið duglegur í lyftingar-
salnum,“ sagði Alex Ferguson í
viðtali eftir leikinn.
„Hann kom til mín og sagðist
sjá eftir því að hafa lagt skóna á
hilluna. Þetta eru bara frábærar
fréttir fyrir félagið og hann
kemur á fullkomnum tímapunkti
þar sem erfiðir mánuðir eru
framundan.“
Leikmenn Man. Utd vissu
ekkert af málinu fyrr en Scholes
birtist í búningsklefa United í
gær. - sáp
Scholes reif fram skóna:
Sá eftir því að
hafa hætt
Mættur aftur Scholes spilaði í treyju
númer 22 í gær en hann var alltaf
númer 18 áður en hann hætti.
nORDIC PHOtOS/GEtty IMAGES
FóTBolTI Manchester - liðin mættust
í 3. umferð enska bikarsins á
Etihad - vellinum í gær. Þeir rauð-
klæddu náðu að innbyrða góðan
sigur, 3-2, í hreint mögnuðum leik
en Man. Utd var 3-0 yfir í hálfleik.
Heimamenn í City neituðu að
gefast upp og skoruðu tvö mörk í
síðari hálfleik en lengra komust
þeir ekki. Manchester City lék
einum manni færri nánast allan
leikinn en Vincent Kompany fékk
að líta beint rautt spjald þegar
hann fór í væga tveggja fóta
tæklingu gegn Nani.
„Þetta rauða spjald breytti alveg
gangi leiksins en við fengum samt
sem áður tæki færi í lokin til að
jafna metin. Við ætlum okkur
að á frýja þessu rauða spjaldi
og vonandi dregur enska knatt-
spyrnu sam bandið það til baka,“
sagði Mancini, knatt spyrnu stjóri
Man. City, eftir leikinn í gær.
„Liðið hélt greinilega að þetta
væri komið í hálfleik og við vorum
alltof kærulausir í þeim síðari.
Þeir voru skynsamir í seinni hálf-
leiknum og biðu rólegir eftir því
að við gerðum mistök. Við áttum
að vinna þennan leik meira sann-
færandi,“ sagði Ferguson, knatt-
spyrnustjóri United, eftir leikinn.
- sáp
Man. Utd lagði erkifjendurna í City í bikarnum í gær:
Áttum að vinna stærra
hetjan Wayne Rooney skoraði tvö góð mörk fyrir United í gær. nORDIC PHOtOS/GEtty