Fréttablaðið - 01.02.2012, Side 4
1. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR4
LANDBÚNAÐUR Viðbúið er að afkoma
íslenskra svínabænda verði lakari, komi
til aðildar Íslands að Evrópusambandinu.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði
fyrir Svínaræktarfélag Íslands, um stöðu
og horfur í svínarækt.
Skýrslan gerir ráð fyrir að afurðaverð
til bænda gæti orðið um 39 prósentum
lægra eftir aðild, að undanskildum styrkj-
um og mótvægisaðgerðum, og mikill sam-
dráttur geti orðið á framleiðslu, vegna
aukins innflutnings á svínaafurðum.
Á móti kemur að fjármagnskostnaður
svínaframleiðenda gæti lækkað um 37,5
prósent til lengri tíma litið. Miðað við
forsendur skýrslunnar er gert ráð fyrir að
samdráttur á afkomu svínaframleiðenda
geti numið á bilinu 600 til 1.000 milljónum
króna og miðað við reynslu Finna gæti
kostnaður ríkissjóðs af því verið á bilinu
400 til 750 milljónir árlega.
„Það er engin búgrein á Íslandi sem
getur reiknað með að koma betur út, fjár-
hagslega eftir aðild,“ segir Daði Már
Kristófersson, annar höfunda skýrslunn-
ar, „en svínaræktin stendur ekki verst.“
Daði kveðst ekki telja að svínarækt
myndi leggjast af undir slíkum aðstæðum
en án stuðnings yrði staðan erfið.
Hörður Harðarson, formaður Svína-
ræktunarfélagsins, segir að skýrslan sé
gerð til að skýra stöðu grein-
arinnar og hvað þurfi til að
hún geti þrifist við breyttar
aðstæður.
„Það má segja að boltinn sé
nú hjá stjórnvöldum til að vega
og meta hvaða hlutverki
þessi grein á að gegna hér
á landi til lengri tíma.“
- þj
Skýrsla Hagfræðistofnunar háskólans um stöðu svínaræktar við hugsanlega ESB-aðild:
Fyrirsjáanlegt að afkoma búanna skerðist
SVÍNARÆKT Skýrsla Hagfræðistofnunar
gerir ráð fyrir að afurðaverð til svína-
bænda muni lækka og framleiðsla
dragist saman, komi til ESB-aðildar.
Viðræður við Hveragerði
Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt
að verða við ósk Hveragerðisbæjar
um breytt mörk sveitarfélaganna á
svæðinu ofan við Varmá og upp að
fjalli.
ÖLFUS
Gestum fjölgaði
Gestum í íþróttamannvirki Reykjanes-
bæjar árið 2011 fjölgaði talsvert frá
fyrra ári. Í fyrra komu alls 638.343
gestir, en voru 598.110 árið 2010.
Flestir komu í Sundmiðstöðina í
Keflavík, eða um 131.000 gestir.
REYKJANESBÆR
ALÞINGI Hörð orð féllu á Alþingi í
gær í sérstökum umræðum um
PIP sílíkonpúðana. Gagnrýni þing-
manna beindist fyrst og fremst að
eftirlitsaðilum heilbrigðiskerfis-
ins; Landlækni, Jens Kjartanssyni
lýtalækni, Lyfjastofnun og stjórn-
völdum.
Velferðarráðherra var einróma
hvattur til að beita sér fyrir hertri
löggjöf um eftirlit í heilbrigðis-
málum og samspil hins opinbera
og einkageirans hér á landi.
Ólína Þorvarðardóttir og Álf-
heiður Ingadóttir voru málshefj-
endur í umræðunum tveimur um
ábyrgð og eftirlit hins opinbera
gagnvart einkarekinni heilbrigð-
isþjónustu og viðbrögð heilbrigðis-
yfirvalda eftir að PIP-málið kom
upp. Báðar fóru fram á lagabreyt-
ingar er varða eftirlit, viðurlög við
vanrækslu og samspil einkageir-
ans og hins opinbera í heilbrigðis-
kerfinu.
Álfheiður sagði það ámælisvert
og bíræfið af Læknafélagi Íslands
að „skjóta skildi yfir nokkra félaga
sína“ í ljósi þess að félagið leitaði
með mál lýtalækna til Persónu-
verndar þegar landlæknir krafði
þá um upplýsingar um brjósta-
stækkanir sem þeir hafa gert á
stofum sínum síðan árið 2000.
Í svari við fyrirspurn Álfheiðar
sagði Guðbjartur Hannesson vel-
ferðarráðherra að ástæða þess að
fimm vikur liðu frá því að málið
kom upp þar til konurnar sem feng-
ið höfðu PIP púðana fengu boð um
ómskoðun og ráðgjöf, væri ágrein-
ingur um verð og hver ætti að
vinna verkið.
„Sem undirstrikar að enginn
vill axla ábyrgð,“ sagði Guðbjart-
ur. „Þegar farið var í málið voru
þetta 393 konur sem fengu bréf.
Sumar þeirra fengu bréf án þess að
fá púðana, sem undirstrikar einnig
hvernig skráningu var háttað.“
Að sögn Guðbjarts hafa um 160
konur af þessum 393, en ekki 440
eins og áður var haldið fram, brugð-
ist við boði velferðarráðuneytisins.
Álfheiður hafði orð á því að fram
hafi komið á fundi velferðarnefnd-
ar á mánudag að PIP-málið „væri
orðið að krísu“ þar sem þar bendi
hver á annan í stað þess að taka
höndum saman og hafa konurnar,
eða fórnarlömbin, með í ráðum og
þarfir þeirra í forgrunni þegar leit-
að er leiða til að leysa málið.
Fjöldi þingmanna lagði orð í
belg í umræðunum, þar á meðal
Eygló Harðardóttir og Birgitta
Jónsdóttir, sem höfðu orð á því að
betra hefði verið að láta IKEA sjá
um innköllunina á sílíkonpúðun-
um, heldur en Landlækni og Jens
Kjartansson, sem flutti þá inn til
landsins. sunna@frettabladid.is
GENGIÐ 31.01.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
222,041
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
122,55 123,13
193,29 194,23
161,56 162,46
21,732 21,860
1,070 21,194
18,167 18,273
1,6044 1,6138
190,01 191,15
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson
orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-
5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
STANGVEIÐI Vegna gríðarlegrar
ásóknar félagsmanna í Stanga-
veiðifélagi Reykjavíkur í veiði-
leyfi í Elliðaánum fyrir næsta
sumar vill félagið fá að lengja
veiðitímabilið frá því sem verið
hefur á næstliðnum árum.
Að sögn Ólafs E. Jóhannsson-
ar, formanns árnefndar, er hug-
myndin að flýta opnun ánna frá
20. til 15. júní og lengja tímabilið
næsta haust frá 31. ágúst til 15.
september. Þessa haustdaga yrði
aðeins veitt á flugu ofan Árbæj-
arstíflu og öllum laxi sleppt.
Ólafur segir málið nú í hönd-
um Orkuveitu Reykjavíkur sem
væntanlega vísi því til Veiðimála-
stofnunar. Vel hefur veiðst í Ell-
iðaánum undanfarin ár. - gar
Gríðarleg umframeftirspurn:
Vilja fleiri daga
í Elliðaánum
ELLIÐAÁR Hátt í 40 prósent umsækj-
enda um veiðileyfi hjá SVFR völdu
Elliðaárnar sem fyrsta kost.
Eftirlitskerfið brást
Alþingismenn sammælast um að eftirlitskerfið hafi brugðist í sílíkon-málinu.
Kallar á hertari löggjöf. Tafir urðu á útgáfu bréfa til um 400 kvenna vegna
ágreinings um verð og framkvæmd á ómskoðun. Einkastofur rannsakaðar.
FJARLÆGJA Á ALLA PIP PÚÐA Álfheiður
Ingadóttir, formaður velferðarnefndar,
gagnrýnir velferðarráðherra fyrir að
bjóða ekki öllum konum að láta fjar-
lægja úr sér PIP sílíkonpúðana, þótt þeir
séu ekki lekir.
Velferðarráðherra hefur ákveðið að stofna ráðgjafahóp
til að skoða faglega þætti í starfsemi einkarekinna
læknastofa hér á landi og gera tillögur til úrbóta eftir
því sem þörf krefur. Hann kynnti ákvörðun sína á ríkis-
stjórnarfundi í gær.
Á vef velferðarráðuneytisins kemur fram að kveikjan að
stofnun hópsins séu margvísleg álitaefni sem upp hafa
komið í tengslum við innflutning og notkun frönsku PIP
brjóstapúðanna sem mikið hafa verið til umræðu að
undanförnu.
Starfsemi einkastofa rannsökuð
Þegar farið var í
málið voru þetta
393 konur sem
fengu bréf. Sumar þeirra
fengu bréf án þess að fá
púðana, sem undirstrikar
einnig hvernig skráningu var
háttað.
GUÐBJARTUR HANNESSON
VELFERÐARRÁÐHERRA
393
ÞJÓÐKIRKJAN Þórhallur Heimisson,
sóknarprestur í Hafnarfjarðar-
kirkju, hyggst
gefa kost á sér
í biskupskjöri
á kirkjuþingi í
vor.
Í yfirlýsingu
sem Þórhallur
sendi út í gær
segir að hann
telji hlutverk
biskups Íslands
að lyfta fram
hinni traustu
kirkju, gera hana sýnilegri og
efla hana, þjóna henni. Því biskup
eigi fyrst og síðast að vera þjónn
kirkjunnar og andlegur leiðtogi.
Fimm hafa áður tilkynnt
að þeir sækist eftir embætt-
inu: Agnes M. Sigurðardóttir,
Kristján Valur Ingólfsson, Sig-
urður Árni Þórðarson, Sigríður
Guðmarsdóttir og Þórir Jökull
Þorsteinsson. - mþl
Biskupskjör í vor:
Séra Þórhallur
gefur kost á sér
ÞÓRHALLUR
HEIMISSON
JAFNRÉTTISMÁL Nýtt kvenfélag
verður stofnað í Reykjavík í dag,
á degi kvenfélagskonunnar og
stofndegi Kvenfélagasambands
Íslands.
Dagur kvenfélagskonunnar var
fyrst haldinn fyrir tveimur árum
til að vekja athygli á miklu og
óeigingjörnu starfi kvenfélags-
kvenna um árabil.
Í tilefni af deginum verður
Kvenfélagasambandið með opið
hús í Kvennaheimilinu að Hall-
veigarstöðum milli 16.30 og 18.30
í dag. Þá verður haldinn stofn-
fundur í nýju kvenfélagi, og
geta þær konur sem vilja gerst
stofnfélagar. - þeb
Dagur kvenfélagskonunnar:
Stofna nýtt
kvenfélag í dag
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
18°
-1°
-7°
-1°
-4°
-6°
-3°
-3°
20°
3°
13°
12°
24°
-9°
1°
14°
-3°Á MORGUN
SA 10-18 m/s SV-til
síðdegis, annars hægari.
FÖSTUDAGUR
3-12 m/s,
hvassast SV-til.
-2
1
1
-1
0 2
3
8
6
2
6 9
3
5
5
6 4
6
11
8
5
5
5 5
-1
-1
0 -1
-1
0
3 2
SLYDDA EÐA
RIGNING Fremur
úrkomusamt
verður næstu
daga, síst þó N-til.
Hvessir SV- og V-til
á morgun með úr-
komu, hægara NA-
til. Hiti að 6 stigum
S-til á morgun en
um frostmark N-til.
Áfram úrkoma S-
og V-til á föstudag
en ekki eins hvasst.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður