Fréttablaðið - 07.02.2012, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 7. febrúar 2012
Róbert R. Spanó
prófessor og forseti
lagadeildar HÍ
HUGLEIÐINGAR
UM LÖG OG RÉTT
Börnin og lögin
Lög eiga að tryggja sann-gjarna málsmeðferð, réttlæti
í samskiptum fólks og velferð.
Börn sem hópur í samfélaginu
eiga mikið undir því að Alþingi
og stjórnvöld nái þessum mark-
miðum auk þess sem ábyrgð for-
eldra er mikil. Þau eru því ávallt
fullorðnum háð. Er því afar
brýnt að málefni barna séu jafn-
an í brennidepli í réttarkerfinu,
í sífellu sé leitast við að gera
betur, styrkja stöðu þeirra, efla
vitund og þekkingu um aðstæð-
ur þeirra og velferð. Er þetta
áréttað í 3. mgr. 76. gr. stjórnar-
skrárinnar þar sem fram kemur
að börnum skuli tryggð í lögum
sú vernd og umönnun sem vel-
ferð þeirra krefst. Mótunarár
barna eiga að vera tími öryggis,
umhyggju og gleði. Áföll sem
verða í lífi barns geta fylgt því
til æviloka.
Í samræmi við áðurnefnt
stjórnarskrárákvæði er leitast
við að tryggja réttarvernd barna
með margvíslegum hætti í lögum.
Þar má nefna menntalöggjöfina,
barnalög, barnaverndarlög og
refsilöggjöfina. Um þessar regl-
ur væri hægt að hafa mörg orð.
Að þessu sinni verður aðeins
farið nokkrum orðum um nýleg-
ar breytingar á almennum hegn-
ingarlögum í átt að aukinni refsi-
vernd barna og fjallað sérstaklega
í því sambandi um athyglisverðan
dóm Hæstaréttar frá 19. janúar sl.
Nýlegar breytingar á
ákvæðum hegningarlaga um
kynferðisbrot gegn börnum
Á árinu 2005 fór þáverandi
dóms- og kirkjumálaráðherra
þess á leit við Ragnheiði Braga-
dóttur, prófessor við lagadeild
Háskóla Íslands, að hún tæki
saman drög að frumvarpi til
laga um breytingu á tilteknum
ákvæðum almennra hegningar-
laga. Endurskoðunin varðaði m.a.
ákvæði laganna um kynferðisbrot
gegn börnum. Með frumvarpi því
sem Ragnheiður útbjó, sem var
ítarlega og vel rökstutt, var m.a.
lagt til að hugtakið nauðgun yrði
rýmkað mjög frá því sem áður
hafði gilt og að ungur aldur þol-
enda myndi virka til þynging-
ar við ákvörðun refsingar fyrir
nauðgun. Þá var lagt til að upphaf
fyrningarfrests kynferðisbrota
miðaðist við átján ára aldur brota-
þola, en ekki fjórtán ár eins og
áður hafði verið. Við þingmeðferð
frumvarpsins var raunar ákveð-
ið að ganga lengra hvað varðaði
flest alvarlegustu kynferðisbrot
gegn börnum og fyrningarfrestur
vegna þeirra afnuminn með öllu.
Í greinargerð þeirri sem Ragn-
heiður Bragadóttir vann við áður-
nefnt frumvarp var sérstaklega
rakið að beindist brot að ungum
börnum, t.d. fjögurra til átta ára,
væru ýmis dæmi þess í réttar-
framkvæmd að eingöngu væri
dæmt fyrir brot gegn viðeigandi
ákvæðum um kynferðisbrot gegn
börnum. Nauðgunarákvæðinu
væri þá ekki beitt jafnframt þar
sem svo virtist talið að ekki væri
beitt ofbeldi eða hótun um það.
Tekið var dæmi um hæstaréttar-
dóm frá árinu 1996 þar sem maður
hafði samræði og önnur kynferð-
ismök við dóttur sína frá því hún
var sjö ára og allt þar til hún varð
tíu ára. Var tekið fram í greinar-
gerðinni að þetta væri „gagnrýn-
isverð niðurstaða“. Í þessu sam-
bandi var bent á það að nokkuð
augljóst væri að þegar svo ungt
barn ætti í hlut ætti hinn brotlegi
alls kostar við það. Sú valdbeiting
eða hótanir sem hann notaði til að
fá fram kynmök væru því oft mun
minni en þyrfti til þess að ná valdi
á fullorðinni manneskju. Barnið
væri hins vegar enn varnarlaus-
ara og ætti erfiðara með að verj-
ast, skildi jafnvel ekki það sem
fram færi. Það væri því eðlilegt
að tekið væri tillit til þess að barn
ætti í hlut þegar metið væri hvort
beitt væri ofbeldi eða hótunum í
skilningi nauðgunarákvæðisins.
Slík lögskýring væri alveg í sam-
ræmi við skilgreiningu ofbeldis
í ákvæðinu, þar sem í það væri
lagður „mjög rúmur skilningur
og engar kröfur [væru] gerðar um
líkamlega áverka.“
Framangreint frumvarp varð
að lögum nr. 61/2007 og var
við samþykkt laganna í öllum
meginatriðum fylgt tillögum
Ragnheiðar Bragadóttur prófess-
ors. Með dómi Hæstaréttar 19.
janúar sl. reyndi á þau sjónarmið
um beitingu nauðgunarákvæðis
hegningarlaga í tilviki barns sem
rakin voru hér að framan, en að
honum verður nú vikið.
Dómur Hæstaréttar
19. janúar 2012
X var m.a. ákærður fyrir fjórtán
tilvik kynferðisbrota gegn telpu
á aldrinum sjö til átta ára sem
áttu samkvæmt ákæru sér stað
á heimili hans þar sem telpan
dvaldi oft vegna tengsla ákærða
við móður hennar. Í einu þessara
tilvika var X ákærður fyrir hátt-
semi sem taldist varða beint við
nauðgunarákvæði 1. mgr. 194. gr.
hegningarlaga og henni lýst þann-
ig í ákæru að X hafi sett getnaðar-
lim sinn inn í kynfæri telpunnar
og ekki látið af háttseminni þótt
telpan bæði hann um að hætta.
Í héraðsdómi var ekki fallist á
að þessi lýsing ákæru gæti svarað
til nauðgunar, þ.e. að ákærði hafi
við kynferðismökin beitt, eins og
segir í ákvæðinu: ofbeldi, hótun-
um eða annars konar ólögmætri
nauðung eða sviptingu sjálfræðis
með innilokun, lyfjum eða öðrum
sambærilegum hætti. Því hafi
heldur ekki komið til álita hvort
194. gr. hegningarlaga gæti tekið
til slíkra kynferðismaka við ung
börn.
Niðurstaða Hæstaréttar var
réttilega á annan veg og vel rök-
studd. Þar segir að efni 194. gr.
hegningarlaga hafi verið rýmkað
verulega með lögum nr. 61/2007.
Er svo bætt við að vegna ungs
aldurs síns hafi brotaþoli verið
varnarlaus gagnvart ákærða sem
hafi átt alls kostar við hana og
notfært sér yfirburðastöðu sína
til að koma fram kynferðislegum
vilja sínum gagnvart henni, en í
þeirri háttsemi hafi falist ofbeldi
af hans hálfu. Þarna styðst Hæsti-
réttur að hluta til orðrétt við for-
sendur þær sem fram koma í
greinargerð með frumvarpi því
er varð að lögum nr. 61/2007 og
áður er rakin.
Ekki leikur vafi á því að Hæsti-
réttur hafi í dóminum beitt nauðg-
unarákvæðinu með þeim hætti
sem ráð var fyrir gert með sam-
þykkt laganna frá 2007. Með dóm-
inum hefur það fræðilega viðhorf
fengið staðfestingu að túlka verði
ofbeldishugtak nauðgunarákvæð-
isins á þann veg að það geti tekið
til þess þegar maður brýtur gegn
barni með því að hafa samræði
við það og nýtir sér þannig yfir-
burðastöðu sína. Dómurinn hefur
að því leyti talsvert fordæmis-
gildi við úrlausn mála í framtíð-
inni. Loks skal þess getið að telja
verður að með honum hafi Hæsti-
réttur að hluta til vikið frá eldri
úrlausn í máli frá 23. apríl 2008,
sem ekki gefst tóm til að rekja hér
nánar.
Um börnin og
refsilöggjöfina –
dómur Hæstaréttar
Landsbankinn landsbankinn.is 410 4040
Sjóðurinn árfestir í dreifðu
safni skuldabréfa, hlutabréfa
og hlutdeildarskírteina.
Grunnárfesting sjóðsins er í
verðbréfum með ábyrgð ríkisins.
Þannig verður áhættan meiri en í
hreinum ríkisskuldabréfasjóðum og
vænt ávöxtun til lengri tíma hærri.
Reglubundinn sparnaður
Með reglubundnum sparnaði
í sjóðum getur þú byggt upp
eignasafn með áskri frá 5.000 kr.
á mánuði. Enginn munur er á kaup-
og sölugengi í áskri. Sparnað í
sjóðum má alltaf innleysa.
Eignabréf – Eignasamsetning 01.01.2012
Eignasamsetning ræðst af árfestingarstefnu og markaðsaðstæðum hverju sinni.
Fjárfestingarstefnu má finna í útboðslýsingu á landsbankinn.is.
Fyrirvari: Eignabréf er árfestingarsjóður samkvæmt
lögum nr. 128/2011 og lýtur eirliti Fjármálaeirlitsins.
Landsvaki hf. er rekstrarfélag sjóðsins og Landsbankinn
hf. vörslufélag hans. Áhætta fylgir ávallt árfestingu
í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og
lækkað. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um
framtíðarávöxtun. Nánari upplýsingar um sjóðinn má
finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr henni á landsvaki.is
eða landsbankinn.is. Fjárfestum er bent á að kynna sér
útboðslýsinguna áður en árfest er í sjóðnum, en þar er
meðal annars ítarleg umöllun um árfestingarstefnu
sjóðsins og áhættu sem felst í árfestingu í honum.
Eignabréf er nýr blandaður árfestingarsjóður
sem hentar vel fyrir reglubundinn sparnað.
Sjóðurinn hentar vel í langtímasparnað fyrir
ein staklinga sem vilja ávaxta hluta af sparnaði
sínum í öðrum verðbréfum en ríkisskuldabréfum.
Komdu við í næsta útibúi, hringdu í 410 4040 eða sendu okkur póst
á armalaradgjof@landsbankinn.is.
Nýr kostur
í sparnaði
Skuldabréf, víxlar
og aðrar kröfur með
ríkisábyrgð
83%
Hlutabréf9%
Reiðufé7%
Innlán hjá
ármálafyrirtækjum
1%