Fréttablaðið - 07.02.2012, Síða 21

Fréttablaðið - 07.02.2012, Síða 21
KYNNING − AUGLÝSING Stoðtæki og sjúkraþjálfun7. FEBRÚAR 2012 ÞRIÐJUDAGUR 3 Styrkur sjúkraþjálfun ehf. að Höfðabakka 9 hefur verið starfandi frá mars 1999. Fyr-irtækið býður alhliða sjúkraþjálfun, hóp- þjálfun og státar af rúmgóðum og björtum tækjasal. Baldur Gunnbjörnsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, er öllum hnútum kunnugur um fagið og starfsemina. „Sjúkraþjálfun er einstaklingsmiðuð með- ferð, hvort sem viðkomandi nýtur þjónustu sjúkraþjálfara á bekk eða ráðgjöf og leiðbein- ingar varðandi breytni svo sem á vinnuaðstöðu eða hreyfingu,“ segir Baldur og nefnir sértæka æfingameðferð, mjúkpartameðferð, leiðrétt- ingu á líkamsstöðu, liðlosun, stöðugleikaþjálf- un, bylgju og rafstraumsmeðferð og nálastung- ur sem dæmi um meðferðir sjúkraþjálfara. „Þess má geta að þeir viðskiptavinir sem eru í meðferð hjá sjúkraþjálfara og nýta sér tækjasal- inn aðra daga fá kort í tækjasalinn á lægra mán- aðargjaldi.“ Hópmeðferðir segir Baldur ýmist taka mið af sérþörfum ákveðinna sjúklingahópa á meðan aðrir hópar standi almenningi til boða. Í því samhengi nefnir hann hópþjálfun hjartasjúk- linga, vefjagigtarleikfimi, færni og jafnvægis- hópa. Karlatímar séu svo nýjasta viðbótin. „Námskeiðið kallast dagskammtur og byggist upp á kröftugum þol- og styrktaræfingum. Það miðast við að karlar geti komið í hádeginu og sinnt sinni daglegu þörf á hreyfingu á hálf- tíma.“ Að sögn Baldurs sækir stöðina gríðarleg- ur fjöldi fólks með ólíkar þarfir á hverjum degi. „Þetta er allt frá börnum og unglingum upp í fólk með langvinna sjúkdóma,“ segir hann og upplýsir að á bilinu 100 til 150 manns mæti í sjúkraþjálfun daglega. Annar eins fjöldi stundi hópþjálfun og noti tækjasal. „Sjúkraþjálfarar í Styrk taka vel á móti þeim sem til þeirra leita.“ Allar frekari upplýsingar segir hann hægt að nálgast á vefsíðu fyrirtækisins, á slóðinni www. styrkurehf.is. Sérsniðin meðferðarúrræði Styrkur sjúkraþjálfun ehf. að Höfðabakka 9 býður alla almenna sjúkraþjálfun, hópþjálfun og aðgang að tækjasal. Hjá fyrirtækinu starfa sérhæfðir sjúkraþjálfarar með framhaldsmenntun og áralanga reynslu að baki sem taka vel á móti breiðum hópi viðskiptavina með ólíkar þarfir. Að sögn Baldurs sækir stöðina gríðarlegur fjöldi fólks með ólíkar þarfir á hverjum degi. „Þetta er allt frá börnum og unglingum upp í fólk með langvinna sjúkdóma.“ MYND/GVA ● Spretthlauparinn Oscar Pistorius, frá Suður-Afríku, er fæddur árið 1986. Hann fædd- ist fótalaus en hleypur á gervi- fótum frá íslenska stoðtækja- framleiðandanum Össuri. ● Hann er stundum kallaður „The fastest man on no legs“ eða fljótasti maðurinn án fóta. Hann hefur líka verð nefndur blöðkumaðurinn. ● Hann á heimsmet fatlaðra í 100, 200 og 400 metra hlaupi. ● Alþjóða frjálsíþróttasamband- ið úrskurðaði árið 2008 að Pistorius fengi ekki þátttöku- rétt í ólympíuleikum ófatlaðra í Peking sama ár á þeirri for- sendu að gervifætur hans gæfu honum forskot á aðra íþrótta- menn. Áfrýjunardómstóll hnekkti þeirri ákvörðun og fékk Pistorius þátttökurétt að því tilskyldu að hann næði til- settu lágmarki, sem hann gerði ekki. Hann vann hins vegar gullverðlaun í 100, 200 og 400 metra hlaupi á Ólympíuleikum fatlaðra sama ár. ● Pistorius keppti fyrstur fatl- aðra frjálsíþróttamanna á heimsmeistaramóti ófatlaðra í fyrra. Mótið fór fram í Daegu í Suður-Kóreu og keppti Oscar fyrir hönd Suður-Afríku í 400 metra spretthlaupi og 4x400 metra boðhlaupi. Hann komst í undanúrslit í 400 metra hlaupi en endaði í 22. sæti af 24. Hann tók þátt í undanúrslitum með boðhlaupssveit sinni en var ekki valinn í úrslitin. Sveitin vann hins vegar til silfurverð- launa og þar sem hann tók þátt í undanúrslitunum telst hann einnig silfurverðlaunahafi. Hann er því fyrsti fatlaði mað- urinn til að vinna til verðlauna á heimsmeistaramóti ófatlaðra. ● Pistorius stefnir að því að ná lágmarkinu í 400 metra hlaupi fyrir Ólympíuleikana í London í sumar. Hans besti tími er 45,07 sem hann náði síðastliðið sumar en hann þarf hins vegar að ná lágmarkinu sem er 45,25 aftur innan við þremur mán- uðum fyrir mót. Stefnir á Ólympíuleikana í London NORDICPHOTOS/GETTY Pistorius keppti fyrstur fatlaðra frjálsíþrótta- manna á heimsmeistara- móti ófatlaðra í fyrra. Alexander Graham Bell (1847-1922) var skosk-bandarískur vísinda-maður sem er talinn eiga heiðurinn að fyrsta málmleitartækinu og talsímanum. Sagan segir að Bell hafi fundið upp talsímann þegar hann vann að því að smíða hjálpartæki fyrir heyrnarlausa. Tækið var að hluta til smíðað úr eyra af dauðum manni. Ef talað var inn í það byrjaði hljóðhimnan í eyranu að titra og kom vogarstöng á hreyfingu. Stöngin hreyfðist yfir sótað gler og á því kom fram bylgju- munstur. Bell ályktaði af tilrauninni að það hlyti að vera hægt að búa til gervihljóðhimnu. Með henni væri hægt að breyta þéttleika efna sem rafmagnið var leitt í gegnum og því einnig bylgjumynstri rafboðsins. Bell hefur verið kallaður faðir hinna heyrnarlausu en hann kenndi að- ferðir sem gerðu heyrnarlausu fólki kleift að búa til hljóð og tala. Áhuga hans á málefnum heyrnarlausra má rekja til þess að móðir hans og eig- inkona voru báðar heyrnarlausar. Segja má að talsíminn hafi verið til- raun hans til umbóta fyrir þær. HEIMILD: WWW.VISINDAVEFUR.HI.IS OG WIKIPEDIA.ORG Faðir heyrnarlausra Bell fann upp talsímann þegar hann vann að stoðtæki fyrir heyrnarlausa.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.