Fréttablaðið - 07.02.2012, Síða 23

Fréttablaðið - 07.02.2012, Síða 23
ÞRIÐJUDAGUR 7. febrúar 2012 3 „Brettamennska sameinar úti- vist og hreyfingu. Ég kynntist sjó- brettamenningu í Bandaríkjunum þar sem sjóbrettaiðkun er oftar en ekki notuð sem líkamsrækt. Sportið gefur erfiðustu líkamsræktarkerf- um ekkert eftir því það útheimtir gríðarleg átök fyrir skrokkinn, en það álag finnur maður ekki fyrr en eftir á.“ Sjóbretti eru dregin áfram af báti, svipað og sjóskíði, en þó er um gjörólíkt vatnasport að ræða. Á ensku kallast sjóbretti „wakeboard“, en íslensk þýðing á orðinu „wake“ er kjölfar og í kjöl- farinu gerast einmitt ævintýrin. „Á sjóbretti er maður frjálsari en á sjóskíðum og nýtir kjölfar- ið sem stökkpall til að leika sér á bárum vatnsins og stökkva á því. Sjóbrettamennsku fylgir því mikill atgangur og fjör,“ útskýrir Mummi og mælir með sportinu fyrir bæði kynin og allan aldur. „Mjög auðvelt er að ná tökum á sjóbretti því enga líkamlega krafta þarf til að standa á því og minni jafnvægiskúnsta krafist en á snjó- bretti þar sem maður hefur góðan stuðning af taumi úr bátnum. Þá er lítil sem engin slysahætta á sjó- bretti og mjúkur hafflötur sem tekur við ef maður dettur af brett- inu,“ segir Mummi sem stundar sjó- bretti í Hafnarfjarðarhöfn, Vest- mannaeyjahöfn, á Þingvallavatni, Skorradalsvatni og fer stundum hringinn um landið til að stunda sjóbretti í fögrum fjörðum landsins. „Við sjóbrettaiðkun hefur maður virkilega fagra útsýn til landsins og mikil stemning að tjalda við vötn og nærri sjó með bát og bretti í far- angrinum. Þeir sem stunda sport- ið hérlendis gera það á öllum árs- tímum, því þótt íslenskt veðurfar sé síbreytilegt eru aðstæður til sjó- brettaiðkunar góðar, sjórinn ekki of kaldur og gallarnir hlýir og ein- angrandi.“ Frá vori til hausts fer Mummi með einstaklinga og hópa á sjó- bretti, en hann rekur einnig versl- unina Jaðarsport.is í Hafnarfirði. „Íslendingar búa flestir við vatn eða sjó og því hentar sjóbrettaiðk- un landsmönnum einkar vel. Því fylgir tímasparnaður að geta skellt sér niður á höfn og auðvelt að taka hring með bátnum, um leið og sjó- brettaiðkun kallar ekki á kjörað- stæður eins og snjó í fjalli, ákveðna ölduhæð eða vind til að stunda það.“ Sjá nánar um skemmtileg jaðar- sport og brettaheiminn á www.jad- arsport.is. thordis@frettabladid.is Guðmundur „Mummi“ Vigfússon í rétta gallanum og með sjóbrettið klárt við bátinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Framhald af forsíðu Einfaldasta leiðin til að minnka saltneyslu er að borða meira af ferskmeti og nota annað krydd en salt til að bragðbæta matinn. Dæmi um saltsnauð krydd eru lauk- ur, hvítlaukur, pipar, engifer, basilíka, oreganó, timían, mynta, kóríander og sítróna. Heimild: Lýðheilsustöð Dauðsföll vegna malaríu á heimsvísu gætu verið tvöfalt fleiri en áður hefur verið talið. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birtist í breska læknablaðinu The Lancet. Í rannsókninni sem fjármögnuð var af The Bill and Melinda Gates Foundation kemur fram að 1,24 milljónir manna hafi látist af völd- um malaríu árið 2010. Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin áætlaði hins vegar að 655.000 dauðsföll hefðu orðið 2010. Rannsóknin sýndi þó að dauðs- föllum vegna malaríu fer fækk- andi í heiminum. Fjöldi dauðsfalla hefði aukist frá 995.000 manns árið 1980 upp í 1,82 milljónir árið 2004 en þá fallið niður í 1,24 millj- ónir árið 2010. Fækkunin eftir árið 2004 er rakin til þess að þá fóru alþjóðleg hjálparsamtök að einbeita sér að sjúkdómum eins og alnæmi, mal- aríu og berklum. Þá draga rann- sakendur þá ályktun að dauðs- föllum vegna malaríu muni fækka niður í færri en 100.000 á ári eftir árið 2020. Sjá nánar á www.bbc.co.uk. Malaría leggur tvöfalt fleiri að velli Moskítóflugan ber malaríu milli manna. telpurS onuK rStaðurinn - Ræktin Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is BM Mótun - Æfingakerfi Báru Magnúsdóttur Ný námskeið að hefjast innritun í síma 581 3730 Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal Í BM Mótun er aðaláherslan lögð á styrk, liðleika og góðan líkamsburð. Upphitun í tækjasal 20 mín., mótun 40 mín. Aðeins 15 í hóp. Hentar öllum aldursflokkum. 6 vikna námskeið - mánudaga og miðvikudaga kl 16:40 þriðjudaga og fimmtudaga kl 9:00 þriðjudaga og fimmtudaga kl 10:30. Kennari: Bára Magnúsdóttir. Verð kr. 19.900. Barnagæsla - Leikland JSB Velkomin í okkar hóp! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n telpurS onuK r Staðurinn - Ræktin Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is RopeYoga Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal Heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi. Sérstök áhersla lögð á miðjuna – kvið og bak. Hentar öllum aldurshópum og líkamsgerðum. Þú finnur strax árangur eftir fyrstu æfinguna án þess að reyna of mikið á þig. Lokuð 6 vikna námskeið 2x í viku í 60 mínútur: Þriðjudaga og fimmtudaga kl 6:15, 10:30 og 12:00 / Mánudaga og miðvikudaga kl 16:30 Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal. Verð kr. 14.900. Barnagæsla - Leikland JSB Velkomin í okkar hóp! Ný námskeið að hefjast innritun í síma 581 3730 E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is telpurS onuK rStaðurinn - Ræktin Viltu ná kjörþyngd og komast í form? Ný námskeið að hefjast innritun á fullu í síma 581 3730 Velkomin í okkar hóp! Fundur fyrir alla TT flokka sunnudaginn 19. febrúar kl. 16:30 15% afsláttur fyrir þær konur sem halda áfram! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n TT tímar í boði: 6:15 A mánu-, miðviku- og föstudagar 7:20 C mánu-, miðviku- og föstudagar 10:15 D mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun 14:20 G mánu-, miðviku- og föstudagar 16:40 H mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun 17:40 I mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun 18:40 J mánudagar kl. 18:40, miðviku- og fimmtudagar kl. 18:25 18:25 TT3 mánudagar kl 18:25 og miðvikudagar kl. 19:25 - (16-25 ára) NÁMSKEIÐUM FYLGIR FRJÁLS MÆTING Í TÆKJASAL

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.