Fréttablaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 2. mars 2012 Tímamótaákvörðun var tekin á Alþingi 2003 þegar sett voru ný raforkulög. Með þeim lögum var vinnsla og sala raforku gefin frjáls og horfið frá þeirri stefnu að stjórnvöld hlutuðust til um verðmyndun eins og áður var. Með þeim lögum var stjórnvöld- um falið að tryggja forsendur samkeppni í sölu og vinnslu raf- orku en gert að hlutast ekki beint til um verðmyndun þessara þátta. Einn þeirra þingmanna sem greiddi þessum lögum atkvæði sitt var Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann skrifar grein í Fréttablaðið í gær og fjallar þar um mögulega hækkun raforkuverðs í framtíð- inni en sleppir aðalatriðinu, þ.e. fyrrnefndum lögum. Þessi löggjöf breytti í fyrstu litlu hvað varðar hagsmuni almennings enda voru öll raf- orkufyrirtækin á þessum tíma í okkar eigu. Þetta átti síðar eftir að breytast þegar einkavæðing á Hitaveitu Suðurnesja hófst með sölu ríkisins á hlut sínum árið 2007. Landsvirkjun hefur opinber- lega kynnt spár sérfræðinga sinna á þróun raforkuverðs í Evrópu. Þær gera ráð fyrir áframhaldandi hækkun á þeim markaði. Af þeim sökum vonast Landsvirkjun til að geta selt raf- orku á hærra verði til orkufreka iðnaðarins hér á landi á næstu árum. Ein sviðsmyndin gerir ráð fyrir því að það takist að tvöfalda meðalverð seldrar orku á næstu 20 árum. Fjarlægð Íslands frá stærri raforkukerfum veldur því að verðmyndun hér tekur mið af þeirri eftirspurn sem er hér á landi. Það er eingöngu vegna þess að engir möguleikar eru til þess að flytja orkuna út með beinum hætti. Svipaðar aðstæður voru í Noregi fyrir tveimur áratug- um en þá var hafist handa við að tengja Noreg betur við raforku- kerfin í nágrannaríkjunum. Við það hækkaði raforkuverð í Nor- egi töluvert, norskum almenn- ingi til hagsbóta, því þeir fá auð- lindaarðinn í ríkiskassann og til sveitarfélaga. Raforkuverð er því ekki stjórn- valdsákvörðun heldur afleiðing markaðsaðstæðna. En vegna þess að langstærsti hluti raforku- fyrirtækjanna á Íslandi er í opin- berri eigu og um 80% raforkunn- ar eru seld til orkufreks iðnaðar er það hagur almennings, hér á landi eins og í Noregi, að orku- verð hækki. Rétt eins og það er hagur Norðmanna og Sádi-Araba að olíuverð hækki, og Íslendinga að fiskverð hækki. Takist þetta er það ákvörðun stjórnvalda þegar þar að kemur að ákveða hvort hlífa beri almenna markaðinum við slíkri hækkun. Það verður auðvelt ef raforkufyrirtækin verða í opin- berri eigu. Því þá á almenn- ingur í viðskiptum við sjálfan sig. Algjört skilyrði er að auð- lindirnar verði í opinberri eigu og því mun hvorki Samfylk- ingin né núverandi ríkisstjórn taka þátt í því að einkavæða náttúruauðlindir þjóðarinnar. Ef raforkuverð hækkar í fram- tíðinni vegna markaðsaðstæðna á Íslandi er m.a. hægt að velja milli eftirfarandi leiða: 1. Afnema fyrrnefnd lög sem Einar samþykkti 2003 og hefja opinber afskipti af verðmyndun raforku í landinu. 2. Tryggja að tekjur af hækkun raforkuverðs til orkufreks iðnað- ar renni til eiganda auðlindanna, þ.e. þjóðarinnar, og eiga mögu- leika á að verja almenning fyrir hækkunum. 3. Láta sem ekkert sé og einka- væða auðlindaarðinn eins og gert var í sjávarútvegi. Samfylkingin er flokkur almannahagsmuna og velur leið nr. 2. Ólafur Ragnar Grímsson hélt blaðamannafund á Bessastöð- um í vikunni, hrærður og hlessa yfir því að Guðni Ágústson skyldi birtast þar með undirskriftir sér til stuðnings. Sá leikþáttur sem þar var settur upp var ekki sér- lega trúverðugur. En þótt Ólafur neiti því að um fyrirframákveðna atburðarrás hafi verið að ræða þá geta allir dæmt um hvort þögn hans við fjölmiðla, afskipta- leysi af undirskriftasöfnun sér til stuðnings og sérstakir „opnir dagar“ á Bessastöðum í henni miðri styrki þá sögu eða ekki. Blöff! Í ljósi þeirra hefða sem myndast hafa í kringum forsetaembættið er það ekki til eftirbreytni að sá sem gegni embættinu ýi að því að hann ætli að láta leikinn eiga sig en mæti svo á völlinn með full- skipað lið og áhorfendur með. Kannski hafa aðrir verið að íhuga framboð. Eiga þeir að bíða í von og óvon eftir því hvað Ólafur gerir? Það hefur nefnilega þótt dóna- skapur að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta Íslands. Alvöru- umræða um eftirmann hefst sjaldnast fyrr en fyrir liggur endanlega að sitjandi forseti sé að hætta. Af því leiðir að óskýr og síbreytileg svör sitjandi forseta eru ferlinu öllu fremur til skaða heldur en gagns. Fyrirframskýrt eftir á Talaði Ólafur skýrt í nýársávarpi sínu? Nú vill hann meina að það hafi hann gert og sagst ekki ætla að bjóða sig fram að nýju. Sjálfur játa ég að það hafi verið minn fyrsti skilningur á ávarpinu einn- ig þótt aðrir hafi fljótt talið að ávarpið hafi í raun verið að gefa tóninn fyrir þá atburðarás sem nú er í gangi: Að forsetinn hafi verið að skapa eftirspurn eftir sjálfum sér. Með því að þykjast minnka líkur á framboði. Ólafur forðaðist að skýra ákvörðun sína nánar við fjöl- miðla, þrátt fyrir að eftir því hafi verið leitað og þrátt fyrir að margir létu í ljós þá skoðun að um plott væri að ræða. Þá lét hann sér fátt um finnast þótt hópur stuðningsmanna hans opnaði vefsíðu og safnaði undir- skriftum undir áskorun þess efnis að hann sæti á forsetastóli fjögur ár til viðbótar. Væntanlega hefði Ólafur getað sagt: „Kæru vinir, takk fyrir hugulsemina en ég hef tekið mína ákvörðun.“ Hann hefði líka getað sagt: „Ég mun ekki fara fram þótt á mig verði skorað.“ Það hefði sannarlega verið skýrt. Að sýna stórskotaliðið, á Bessa- stöðum Stjórnarskráin gerir ráð fyrir ákveðnu ferli við undirskrifta- söfnun til stuðnings forseta- frambjóðendum. Þær undir- skriftasafnanir fara fram á ábyrgð frambjóðenda. Þær eru yfirfarnar af Landskjörstjórn. Þar er kveðið á um lágmark með- mælenda en einnig hámark, ein- mitt til að úrslitin ráðist í leyni- legum kosningum í kjörklefanum, í stað þess að frambjóðendur reyni að útkljá viðureignina með því að sýna styrk sinn utan hans. Auðvitað er mönnum frjálst að safna undirskriftum undir hvaðeina, en við skulum ekki vera barnaleg. Ef sitjandi for- seti fer fram á grundvelli þessara undirskrifta þá er hann að sýna styrk sinn gagnvart hugsanlegum mótherjum. Eitt annað sem einhverjum kann að virðast smámál en er það ekki. Ætti hugsanlegur fram- bjóðandi Ólafur Ragnar Gríms- son ekki að nota Bessastaði undir blaðamannafundi sem eru hluti af væntanlegri kosningabaráttu hans? Þetta er ekki eins og áskoranir um að synja einhverj- um lögum staðfestingar. Þess- ari áskorun var beint til einstak- lingsins Ólafs Ragnars, en ekki til forsetaembættisins. Vigdísi aftur? Það er lítill vafi í mínum huga að Vigdís Finnbogadóttir hefði hæglega geta látið safna tugþúsundum undirskrifta sér til stuðnings árið 1996, hefði hún gefið það til kynna að hún kærði sig um þær. Eins efa ég það ekki að talsverð eftirspurn hafi verið eftir störfum hennar og nærveru, bæði innan lands sem utan. Lík- legast hefur svipað gilt um aðra forseta lýðveldisins. Það er auðvitað lýðræðislegur réttur Ólafs Ragnars að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. En sú atburðarás sem þessi „klóki PR maður“ virðist hafa smíðað til að láta sem þjóðin hafi nú fleygt honum í hringinn nauðugum mun seint höfða til mín. Og ég held að hún sé íslenskum lýðræðis hefðum ekki til framdráttar. Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Komið nóg, Ólafur Það er auðvitað lýðræðislegur réttur Ólafs Ragnars að bjóða sig fram til emb- ættis forseta Íslands. En sú atburðarás sem þessi „klóki PR maður“ virðist hafa smíðað til að láta sem þjóðin hafi nú fleygt honum í hringinn nauðugum mun seint höfða til mín. Orkuverð og almannahagur Orkumál Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra Fjarlægð Íslands frá stærri raforku- kerfum veldur því að verðmyndun hér tekur mið af þeirri eftirspurn sem er hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.