Fréttablaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 52
2. mars 2012 FÖSTUDAGUR32 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 02. mars 2012 ➜ Tónleikar 12.30 Anna Hugadóttir víóluleikari og Bjartmar Sigurðsson tenór flytja ljúflingslög og aríur á tónleikaröðinni Á ljúfum nótum í Háteigskirkju. Listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar er Lilja Eggertsdóttir píanóleikari. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 17.45 Tectonics tónlistarhátíðin verður í dag helguð Magnúsi Blöndal Jóhannssyni. Alls verða fernir tónleikar haldnir, þeir fyrstu klukkan korter í sex. Allir eru þeir í Hörpu. ➜ Sýningar 20.00 RÚRÍ Yfirlitssýning verður opnuð í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. RÚRÍ er einn helsti gjörningalistamaður þjóð- arinnar. Allir velkomnir. ➜ Tónlist 22.00 Ljótu hálf- vitarnir snúa aftur og halda endur- komutónleika á Café Rosenberg. Á dagskrá verða helstu Hálfvita- smellir, nokkur lög sem óþarflega lengi hafa legið óspiluð og nýtt lag verður frumflutt. 22.00 Helgi Björns og Reið- menn vindanna halda tónleika á Græna hatt- inum, Akur- eyri. Miðaverð er kr. 2.900. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Alyson Bailes, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, heldur erindi um möguleg áhrif Evrópu- sambandsaðildar á öryggis- og varnar- mál á Íslandi. 12.00 Kristinn Sigmundsson heldur hádegisfyrirlestur við Tónlistardeild Listaháskóla Íslands í Sölvhóli. Í fyrir- lestrinum fjallar hann um feril sinn og áhrifavalda. Auk þess mun hann ræða um starf söngvara og mikilvæg atriði í sambandi við undirbúning söngnem- enda fyrir starfið. 12.30 Óskar Sindri Gíslason doktors- nemi við líf- og umhverfisvísindadeild HÍ mun fjalla um framandi lífverur og grjótkrabba (Cancer irroratus) við Ísland í erindi. 13.00 Málþing um bókmenntir frá Rómönsku-Ameríku verður haldið í sal Þjóðminjasafnsins. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Meðlimir The Monkees sem enn eru á lífi minntust söngvarans, Davy Jones, í gær. Jones, sem var eini Bretinn í hljómsveitinni, lést óvænt úr hjartaslagi 66 ára gamall í Flórída. Trommarinn Mickey Dolenz sagði að fráfall Jones hefði skilið eftir risastórt gat í hjarta sínu og bætti við að hann hefði verið bróð- irinn sem hann eignaðist aldrei. Bassaleikarinn Peter Tork sagði einfaldlega: „Bless Manchester- kúreki“. Leikarinn Will Smith minntist Jones einnig á Twitter og hljómsveitin Kasabian heiðraði hann á verðlaunahátíð NME. The Monkees gerði garðinn fræg- an á sjöunda áratugnum. Henni hefur verið lýst sem fyrstu popp- sveitinni sem var búin til af utan- aðkomandi aðilum. Það var gert vegna bandarískra sjónvarpsþátta sem hófu göngu sína árið 1966. Þar voru The Monkees markaðs- settir sem svar Bandaríkjanna við Bítlunum. Þættirnir voru vinsæl- ir bæði í Bandaríkjunum og Bret- landi og sveitin kom fjórum plötum í efsta sæti bandaríska vinsælda- listans á aðeins þrettán mánuðum. Meðal vinsælustu laga The Mon- kees voru I´m a Believer og Day- dream Believer. Þrír af upphafleg- um meðlimum hljómsveitarinnar, Jones, Dolenz og Tork komu aftur saman í fyrra og spiluðu á nokkrum tónleikum eftir margra ára hlé. Minntust söngvara Monkees NORDICPHOTOS/GETTY THE MONKEES Davy Jones, í miðjunni, ásamt Mickey Dolenz og Peter Tork þegar hljómsveitin kom aftur saman í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.