Fréttablaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 52
2. mars 2012 FÖSTUDAGUR32
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 02. mars 2012
➜ Tónleikar
12.30 Anna Hugadóttir víóluleikari
og Bjartmar Sigurðsson tenór flytja
ljúflingslög og aríur á tónleikaröðinni Á
ljúfum nótum í Háteigskirkju. Listrænn
stjórnandi tónleikaraðarinnar er Lilja
Eggertsdóttir píanóleikari. Aðgangseyrir
er kr. 1.000.
17.45 Tectonics tónlistarhátíðin
verður í dag helguð Magnúsi Blöndal
Jóhannssyni. Alls verða fernir tónleikar
haldnir, þeir fyrstu klukkan korter í sex.
Allir eru þeir í Hörpu.
➜ Sýningar
20.00 RÚRÍ Yfirlitssýning verður opnuð
í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg. RÚRÍ
er einn helsti gjörningalistamaður þjóð-
arinnar. Allir velkomnir.
➜ Tónlist
22.00 Ljótu hálf-
vitarnir snúa aftur
og halda endur-
komutónleika á Café
Rosenberg. Á dagskrá
verða helstu Hálfvita-
smellir, nokkur lög
sem óþarflega lengi
hafa legið óspiluð
og nýtt lag verður
frumflutt.
22.00 Helgi
Björns og Reið-
menn vindanna
halda tónleika
á Græna hatt-
inum, Akur-
eyri. Miðaverð
er kr. 2.900.
➜ Fyrirlestrar
12.00 Alyson Bailes, aðjunkt við
stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands,
heldur erindi um möguleg áhrif Evrópu-
sambandsaðildar á öryggis- og varnar-
mál á Íslandi.
12.00 Kristinn Sigmundsson heldur
hádegisfyrirlestur við Tónlistardeild
Listaháskóla Íslands í Sölvhóli. Í fyrir-
lestrinum fjallar hann um feril sinn og
áhrifavalda. Auk þess mun hann ræða
um starf söngvara og mikilvæg atriði í
sambandi við undirbúning söngnem-
enda fyrir starfið.
12.30 Óskar Sindri Gíslason doktors-
nemi við líf- og umhverfisvísindadeild
HÍ mun fjalla um framandi lífverur og
grjótkrabba (Cancer irroratus) við Ísland
í erindi.
13.00 Málþing um bókmenntir frá
Rómönsku-Ameríku verður haldið í sal
Þjóðminjasafnsins.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
Meðlimir The Monkees sem enn
eru á lífi minntust söngvarans,
Davy Jones, í gær. Jones, sem var
eini Bretinn í hljómsveitinni, lést
óvænt úr hjartaslagi 66 ára gamall
í Flórída.
Trommarinn Mickey Dolenz
sagði að fráfall Jones hefði skilið
eftir risastórt gat í hjarta sínu og
bætti við að hann hefði verið bróð-
irinn sem hann eignaðist aldrei.
Bassaleikarinn Peter Tork sagði
einfaldlega: „Bless Manchester-
kúreki“. Leikarinn Will Smith
minntist Jones einnig á Twitter
og hljómsveitin Kasabian heiðraði
hann á verðlaunahátíð NME.
The Monkees gerði garðinn fræg-
an á sjöunda áratugnum. Henni
hefur verið lýst sem fyrstu popp-
sveitinni sem var búin til af utan-
aðkomandi aðilum. Það var gert
vegna bandarískra sjónvarpsþátta
sem hófu göngu sína árið 1966.
Þar voru The Monkees markaðs-
settir sem svar Bandaríkjanna við
Bítlunum. Þættirnir voru vinsæl-
ir bæði í Bandaríkjunum og Bret-
landi og sveitin kom fjórum plötum
í efsta sæti bandaríska vinsælda-
listans á aðeins þrettán mánuðum.
Meðal vinsælustu laga The Mon-
kees voru I´m a Believer og Day-
dream Believer. Þrír af upphafleg-
um meðlimum hljómsveitarinnar,
Jones, Dolenz og Tork komu aftur
saman í fyrra og spiluðu á nokkrum
tónleikum eftir margra ára hlé.
Minntust söngvara Monkees
NORDICPHOTOS/GETTY
THE MONKEES Davy Jones, í
miðjunni, ásamt Mickey Dolenz og
Peter Tork þegar hljómsveitin kom
aftur saman í fyrra.