Fréttablaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 46
2. mars 2012 FÖSTUDAGUR26 BAKÞANKAR Sifjar Sigmars - dóttur ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. samsull, 6. þys, 8. fæðu, 9. gerast, 11. fíngerð líkamshár, 12. sjúga, 14. steintegund, 16. tveir eins, 17. áþekk, 18. drulla, 20. í röð, 21. fullnægja. LÓÐRÉTT 1. yndi, 3. kringum, 4. köldusótt, 5. hlóðir, 7. flík, 10. skammstöfun, 13. samræða, 15. gípa, 16. kóf, 19. holskrúfa. LAUSN LÁRÉTT: 2. gums, 6. ys, 8. mat, 9. ske, 11. ló, 12. totta, 14. kvars, 16. kk, 17. lík, 18. aur, 20. aá, 21. fróa. LÓÐRÉTT: 1. lyst, 3. um, 4. malaría, 5. stó, 7. skokkur, 10. etv, 13. tal, 15. skál, 16. kaf, 19. ró. Jæja, strákar! Þetta er liðið, en áður en við göngum út á völl langar mig að segja við ykkur nokkur orð... Þið verðið að muna nokkur atriði. Snerpan er mikilvæg, skyndisóknir og sérstaklega einbeita sér að góðum sendingum! En það sem er mikilvægast er... að hafa gaman! Farið út á völlinn og skemmtið ykkur strákar! Og ekkert er skemmti- legra strákar en að jarða andstæðinginn! Make me happy!!! Komdu, Palli. Pabbi þinn er tilbúinn til að fara! Auðvitað verðurðu að fara. Þetta væri ekki sumarfrí ef við værum ekki að neyða þig til að skemmta þér vel. Verð ég að fara? EF HÆNUR GÆTU FLOGIÐ. Solla er að labba um með Hannes í ól eins og hund. Ég veit. Hann sest, rúllar sér og sækir prik fyrir hana. Kannski ætti ég að segja þeim að hætta. Af hverju? Hannes hefur ekki verið svona gæfur í marga mánuði! Árið 1996 hófst á mánudegi. Íslendingar voru 267.958 að tölu. Bíómiði kostaði 550 krónur. Mánaðaráskrift að Morgun- blaðinu kostaði 1.700 krónur. Fréttablaðið var ekki til. ÁRIÐ 1996 átti Davíð Oddsson eftir að vera forsætisráðherra í átta ár. Ólafur Skúla- son var biskup. Jóhanna Sigurðardóttir fór fyrir Þjóðvaka. Það var herstöð á Miðnes- heiði. Enn voru sex ár í einkavæðingu bank- anna. Tólf ár í Hrunið. ÁRIÐ 1996 var John Major forsætisráð- herra Bretlands, Yasser Arafat forseti heimastjórnar Palestínumanna, Helmut Kohl kanslari Þýskalands. Fimm ár voru í árásirnar á tvíburaturnana í New York. Sjö ár í Íraksstríðið. ÁRIÐ 1996 voru tvö ár liðin frá því Kurt Cobain fyrirfór sér. Flannelskyrtur og Dr. Martens skór grunge-tímabilsins tóku að víkja fyrir míní-pilsum og klumbu- skóm eins og stúlknabandið Spice Girls klæddist er þær gáfu út fyrstu smáskífu sína. Ökklabrot færðust í aukana. Hár flæktist í burstum um heim allan er konur reyndu að öðlast hinn heilaga kaleik: greiðslu sem bauð þyngdaraflinu birginn og nefndist „Rachel“ í höfuðið á persónu eins vinsælasta gaman- þáttar tímabilsins, Friends. Enn voru fjögur ár í að Jennifer Aniston sem lék umrædda Rachel giftist kyntröllinu Brad Pitt svo hjörtu kvenna með flatara hár brustu. Níu ár voru í að þau skildu. ÁRIÐ 1996 rispaði ég stuðarann á Volvón- um hans pabba, nýkomin með bílpróf. Anna Mjöll söng Sjúbbídú. Þá fæddist fyrsta klón- aða spendýrið, kindin Dollý. Fimm ár voru í að Smáralind opnaði. Google var aðeins óbreytt rannsóknarverkefni tveggja nörda í Stanford-háskóla. Fólk var nýhætt að hlusta á kassettur. Tölvufyrirtækið Apple var á barmi gjaldþrots og iPod og iPhone voru aðeins rafmagn milli heilafrumna í höfðinu á Steve nokkrum Jobs. ÞEIR sem fæddust árið 1996 hefja nú senn nám í framhaldsskóla. Þeir sem fjölguðu mannkyninu árið 1996 mega fara að búa sig undir rispur á stuðurum bíla sinna. ÁRIÐ 1996 var Ólafur Ragnar Grímsson kosinn í embætti forseta Íslands. Hefur hann setið af sér alla helstu lýðræðislega kjörnu þjóðarleiðtoga heimsins. Meira að segja Pútín. Hann hefur séð góðæri koma og fara, stríð koma og fara, hárið á Jenni- fer Aniston fletjast út og nú síðast flannel- skyrtur og Dr. Martens koma aftur í tísku. Ólafur Ragnar hefur setið af sér heila tískuhringrás, heilu stjörnuhjónaböndin, heilu tæknibyltingarnar. Er þetta ekki orðið gott? Árið 1996 Var hún kannski ímyndun þessi eina sanna ást? Eru ástarsögur ómerkilegt rusl en skvísubækur raunsönn lýsing á lífi nútímakvenna? Myndir þú taka þátt í Gay Pride? Biskupsefnin átta svara spurningum Fréttablaðsins. Stórveldi rís í Berlín Dagur Sigurðsson á stóran þátt í uppgangi Füchse Berlin sem er orðið eitt besta félagslið Evrópu í handbolta. Meðal annars efnis:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.