Fréttablaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 40
LÍFIÐ Á
FACEBOOKHELGARMATURINN
Hollar amerískar pönnukökur
að hætti Ágústu Johnson fram-
kvæmdastjóra
„Það tekur enga stund að hræra
þetta saman og okkur finnst voða
huggulegt að fá okkur pönnsur á
sunnudögum og enn betra að vita
að í þeim eru engin óholl efni og
fullt af góðri næringu. Tvíburarnir
mæta iðulega með vinina með sér
í sunnudagskaffi svo það er þétt-
skipað við eldhúsborðið og stafl-
inn gengur hratt út. Ég er ekk-
ert sérlega nákvæm á innihaldinu,
nota það sem til er í skápunum.
Stundum sleppi ég haframjölinu
og set kannski smá bókhveiti í
staðinn eða nota vanilluskyr ef ég
á ekki jógúrt,“ segir Ágústa.
HOLLAR AMERÍSKAR PÖNNU-
KÖKUR
2 bollar fínmalað spelt
½ bolli fínt haframjöl
2 egg
1 bolli létt Ab mjólk eða hrein
jógúrt eða vanilluskyr
2 ½ bolli fjörmjólk eða vatn
3 msk. brætt smjör eða góð olía
2-4 msk. hrásykur (má sleppa)
1 tsk. sjávarsalt
2 tsk. lyftiduft (gjarnan vínsteins)
1 tsk. kanill eða vanilludropar
Allt hrært vel saman og þynnt
e.t.v. með smá meiri fjörmjólk eða
vatni ef þarf.
Frábærar með lífrænt ræktuðu
hlynsírópi og bláberjum. Góðar á
sunnudögum.
NÍNA SENDIR FÖT
Nína Björk Gunnarsdóttir, ljósmyndari og
áhugamanneskja um tísku, kemur reglulega til
Íslands en hún er búsett í Lúxemborg ásamt
sambýlismanni sínum og tveimur börnum. Í
einni heimsókn sinni til Íslands fékk hún þá
hugmynd að aðstoða tískuþyrsta landsmenn
með því að taka að sér að kaupa fatnað í Lúx-
emborg og senda heim gegn vægu gjaldi. „Mér
finnst nú ekki leiðinlegt að kíkja í búðir og svo
er bara ótrúlega gaman að geta sent föt sem
ekki fást á Íslandi. Ég er nú helst að fara í H&M
enda er það svona hagstæðast,“ segir Nína að
lokum.
facebook.com/Nína-sendir-föt
BREYTIR BORGINNI
Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir listakona vinnur
hörðum höndum að breytingum á veitingasöl-
um Hótel Borgar sem Garðar Kjartansson hefur
tekið á leigu.
„Okkur langar að færa staðinn í sem uppruna-
legast horf og sýna sögu hússins í gegnum tíð-
ina með myndum og hlutum sem til eru,“ segir
Guðlaug sem hefur í nægu að snúast þessa
dagana við að gera upp veitingastaðinn svo
gestir geti upplifað stemningu sem hæfir hús-
inu eins og þegar Jóhannes Jósefsson glímu-
kappi opnaði staðinn formlega árið 1930 þegar
Hótel Borg var miðpunktur borgarlífsins.
NÝTT DOVE MEN+CARE
DOVE MEN+CARE inniheldur rakaeindir (micromoisture) sem hjálpa
húðinni að viðhalda eðlilegu rakastigi.
Í rakaeindunum eru olíur sem virka um leið og DOVE MEN+CARE
kemst í snertingu við húðina. Húðin verður ekki fitug viðkomu
heldur náttúrulega rök og mjúk.
LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL Í EIGIN SKINNI