Fréttablaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 40
LÍFIÐ Á FACEBOOKHELGARMATURINN Hollar amerískar pönnukökur að hætti Ágústu Johnson fram- kvæmdastjóra „Það tekur enga stund að hræra þetta saman og okkur finnst voða huggulegt að fá okkur pönnsur á sunnudögum og enn betra að vita að í þeim eru engin óholl efni og fullt af góðri næringu. Tvíburarnir mæta iðulega með vinina með sér í sunnudagskaffi svo það er þétt- skipað við eldhúsborðið og stafl- inn gengur hratt út. Ég er ekk- ert sérlega nákvæm á innihaldinu, nota það sem til er í skápunum. Stundum sleppi ég haframjölinu og set kannski smá bókhveiti í staðinn eða nota vanilluskyr ef ég á ekki jógúrt,“ segir Ágústa. HOLLAR AMERÍSKAR PÖNNU- KÖKUR 2 bollar fínmalað spelt ½ bolli fínt haframjöl 2 egg 1 bolli létt Ab mjólk eða hrein jógúrt eða vanilluskyr 2 ½ bolli fjörmjólk eða vatn 3 msk. brætt smjör eða góð olía 2-4 msk. hrásykur (má sleppa) 1 tsk. sjávarsalt 2 tsk. lyftiduft (gjarnan vínsteins) 1 tsk. kanill eða vanilludropar Allt hrært vel saman og þynnt e.t.v. með smá meiri fjörmjólk eða vatni ef þarf. Frábærar með lífrænt ræktuðu hlynsírópi og bláberjum. Góðar á sunnudögum. NÍNA SENDIR FÖT Nína Björk Gunnarsdóttir, ljósmyndari og áhugamanneskja um tísku, kemur reglulega til Íslands en hún er búsett í Lúxemborg ásamt sambýlismanni sínum og tveimur börnum. Í einni heimsókn sinni til Íslands fékk hún þá hugmynd að aðstoða tískuþyrsta landsmenn með því að taka að sér að kaupa fatnað í Lúx- emborg og senda heim gegn vægu gjaldi. „Mér finnst nú ekki leiðinlegt að kíkja í búðir og svo er bara ótrúlega gaman að geta sent föt sem ekki fást á Íslandi. Ég er nú helst að fara í H&M enda er það svona hagstæðast,“ segir Nína að lokum. facebook.com/Nína-sendir-föt BREYTIR BORGINNI Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir listakona vinnur hörðum höndum að breytingum á veitingasöl- um Hótel Borgar sem Garðar Kjartansson hefur tekið á leigu. „Okkur langar að færa staðinn í sem uppruna- legast horf og sýna sögu hússins í gegnum tíð- ina með myndum og hlutum sem til eru,“ segir Guðlaug sem hefur í nægu að snúast þessa dagana við að gera upp veitingastaðinn svo gestir geti upplifað stemningu sem hæfir hús- inu eins og þegar Jóhannes Jósefsson glímu- kappi opnaði staðinn formlega árið 1930 þegar Hótel Borg var miðpunktur borgarlífsins. NÝTT DOVE MEN+CARE DOVE MEN+CARE inniheldur rakaeindir (micromoisture) sem hjálpa húðinni að viðhalda eðlilegu rakastigi. Í rakaeindunum eru olíur sem virka um leið og DOVE MEN+CARE kemst í snertingu við húðina. Húðin verður ekki fitug viðkomu heldur náttúrulega rök og mjúk. LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL Í EIGIN SKINNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.