Fréttablaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 58
2. mars 2012 FÖSTUDAGUR38
sport@frettabladid.is
GUNNAR NELSON verður gestur í Boltanum á X-inu 977 í dag. Þátturinn hefst klukkan 11 og viðtalið stuttu
síðar. Gunnar keppir í MMA, blönduðum bardagalistum, og gjörsigraði andstæðing sinn í Cage Contender-keppninni
í Írlandi um síðustu helgi. Hann er enn ósigraður á ferlinum og hefur gefið til kynna að hann ætli sér enn lengra.
N1-deild karla:
FH-Fram 29-24
FH - Mörk (skot): Örn Ingi Bjarkason 6 (7), Hjalti
Þór Pálmason 6/3 (7/3), Þorkell Magnússon
4 (5/1), Andri Berg Haraldsson 4 (6), Ragnar
Jóhannsson 3 (7), Ólafur Gústafsson 3 (10), Hall-
dór Guðjónsson 2 (3), Sigurður Ágústsson 1 (1),
Varin skot: Pálmar Pétursson 11 (28/1, 39%),
Daníel Freyr Andrésson (7/1, 0%),
Hraðaupphlaup: 7 (Þorkell 3, Andri 2, Ólafur,
Halldór )
Fiskuð víti: 4 ( Ólafur 2, Atli 2)
Utan vallar: 8 mínútur.
Fram - Mörk (skot): Stefán Baldvin Stefánsson
6 (7), Jóhann Gunnar Einarsson 4 (8), Sigurður
Eggertsson 4 (12), Jón Arnar Jónsson 3 (4),
Einar Rafn Eiðsson 3/2 (4/2), Halldór Jóhann
Sigfússon 2 (3), Ingimundur Ingimundarson 1
(1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1).
Varin skot: Sebastian Alexandersson 7 (26/2,
27%), Magnús Erlendsson 4/1 (14/2, 29%),
Hraðaupphlaup: 5 (Stefán 4, Ingimundur)
Fiskuð víti: 2 ( Jóhann, Ægir )
Utan vallar: 4 mínútur.
Haukar-Valur 25-25
Haukar - Mörk (skot): Gylfi Gylfason 11/4 (13/4),
Tjörvi Þorgeirsson 4 (6), Árni Steinþórsson 3 (3),
Freyr Brynjarsson 3 (5), Stefán Sigurmannsson 2
(7), Heimir Heimis. 1 (2), Sveinn Þorgeirs. 1 (5).
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 14/2 (35/5,
40%), Aron Rafn Eðvarðsson (4/1, 0%),
Hraðaupphlaup: 6 (Gylfi 4, Árni, Freyr)
Fiskuð víti: 4 ( Árni, Freyr, Heimir, Þórður)
Utan vallar: 10 mínútur.
Valur - Mörk (skot): Finnur Ingi Stefánsson 7/2
(9/2), Sveinn Aron Sveinsson 4 (7), Valdimar
Fannar Þórsson 4 (7), Sturla Ásgeirsson 4/1
(7/2), Magnús Einarsson 2 (2), Orri Freyr
Gíslason 2 (2), Sigfús Sigurðsson 1 (1), Anton
Rúnarsson 1/1 (6/2),
Varin skot: Hlynur Morthens 15 (39/3, 38%),
Ingvar K. Guðmundsson (1/1, 0%),
Hraðaupphlaup: 5 (Sveinn 2, Sturla 2. Finnur )
Fiskuð víti: 6 (Orri 2, Anton 2, Sturla, Magnús, )
Utan vallar: 4 mínútur.
Afturelding-Akureyri 23-28
Mörk Aftureldingar: Jóhann Jóhannsson 6, Böðvar
Ásgeirsson 4, Hilmar Stefánsson 3, Jón Helgason
3, Einar Héðinsson 2, Sverrir Hermannsson 2,
Þorlákur Sigurjónsson 2, Helgi Héðinsson 1.
Mörk Akureyrar: Oddur Grétarsson 7, Geir Guð-
mundsson 6, Hörður Fannar Sigþórsson 6, Bjarni
Fritzson 4, Guðmundur Hólmar Helgason 2,
Heimir Örn Árnason 2, Bergvin Gíslason 1.
STAÐAN:
Haukar 16 11 1 4 392-352 23
FH 16 10 3 3 427-396 23
Akureyri 16 9 2 5 438-391 20
HK 15 9 1 5 408-381 19
Fram 16 8 1 7 399-406 17
Valur 16 6 4 6 423-402 16
Afturelding 16 3 1 12 371-432 7
Grótta 15 0 1 14 336-431 1
ÚRSLIT
IE-deild karla:
Tindastóll-Haukar 68-64
Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 19/12 fráköst,
Maurice Miller 13/8 fráköst/7 stoðsendingar,
Þröstur Leó Jóhannsson 11, Igor Tratnik 8/10
fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 8, Hreinn Gunnar
Birgisson 5/5 fráköst, Curtis Allen 4/7 fráköst.
Haukar: Christopher Smith 20/11 fráköst/5
varin skot, Helgi Björn Einarsson 11, Haukur
Óskarsson 9, Alik Joseph-Pauline 9/8 fráköst, Örn
Sigurðarson 8/4 fráköst, Emil Barja 3/5 fráköst,
Steinar Aronsson 2, Davíð Páll Hermannsson 2.
Keflavík-Snæfell 101-100
Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 35/6
fráköst, Charles Michael Parker 25/10 fráköst/7
stoðsendingar, Jarryd Cole 11/13 fráköst, Arnar
Freyr Jónsson 8, Valur Orri Valsson 6, Almar
Stefán Guðbrandsson 5/9 fráköst, Halldór Örn
Halldórsson 5, Kristoffer Douse 4, Guðmundur
Auðunn Gunnarsson 2.
Snæfell: Marquis Sheldon Hall 25/6 fráköst/9
stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 23/8
fráköst/5 stolnir, Quincy Hankins-Cole 14/16
fráköst/4 varin skot, Sveinn Arnar Davidsson 12/7
fráköst, Ólafur Torfason 9/10 fráköst, Hafþór Ingi
Gunnarsson 9, Jón Ólafur Jónsson 8.
Stjarnan-Njarðvík 74-61
Stjarnan: Renato Lindmets 21/10 fráköst, Justin
Shouse 15/8 stoðsendingar, Marvin Valdimars-
son 14/5 stoðsendingar, Keith Cothran 10/8
fráköst, Jovan Zdravevski 9/4 fráköst, Fannar Freyr
Helgason 4/13 fráköst, Guðjón Lárusson 1.
Njarðvík: Cameron Echols 24/6 fráköst, Travis
Holmes 18/7 fráköst/4 varin skot, Elvar Már
Friðriksson 11, Ólafur Helgi Jónsson 3/5 fráköst,
Styrmir Gauti Fjeldsted 2/8 fráköst, Páll Kristins-
son 2, Oddur Birnir Pétursson 1/5 fráköst,
STAÐAN:
Grindavík 17 16 1 1554-1334 32
Stjarnan 18 12 6 1569-1472 24
Keflavík 18 12 6 1623-1508 24
KR 17 11 6 1510-1456 22
Þór Þ. 17 11 6 1440-1361 22
Snæfell 18 9 9 1687-1605 18
Tindastóll 18 9 9 1512-1568 18
Njarðvík 18 8 10 1513-1529 16
Fjölnir 17 7 10 1450-1533 14
ÍR 17 6 11 1479-1570 12
Haukar 18 4 14 1386-1493 8
Valur 17 0 17 1275-1569 0
ÚRSLIT
HANDBOLTI „Þetta er búið að vera
lengi í vinnslu. Ég var með mjög
skemmtilegt dæmi í gangi varð-
andi annað lið sem er reyndar enn
á lífi en það gengur ekki upp fyrir
næsta tímabil,“ sagði landsliðs-
maðurinn Kári Kristján Kristjáns-
son sem er búinn að framlengja
samning sinn við Wetzlar til eins
árs. Hann fékk betri samning en
hann var með.
Samningaviðræður hans og
Wetzlar hafa tekið langan tíma en
loksins náðu Kári og liðið saman.
„Þar sem hitt dæmið gengur
ekki upp fyrir næsta tímabil varð
að finna einhverja lausn. Wetzlar
bauð mér þriggja ára samning en
ég náði að fá þetta eina ár í gegn
og er ánægður með það.“
Næsta sumar verða margir línu-
menn með lausan samning og Kári
vill vera með í þeim slag.
„Þá er markaðurinn mjög opinn.
Það verða miklar þreifingar á línu-
mönnum þá. Samt veit maður ekki
hvað gerist, hvort ég fari út fyrir
Þýskaland eða eitthvað annað.
Svo getur vel verið að ég verði hér
áfram,“ sagði Kári en honum og
fjölskyldu hans líður vel í Wetzlar
þó svo Kári eigi sér þann draum að
spila með stærra félagi.
„Mig langar að komast lengra í
boltanum. Það er ekkert leyndar-
mál. Okkur líður samt vel hérna í
þessum bæ.“ - hbg
Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson framlengir við Wetzlar um eitt ár:
Langar að komast lengra í boltanum
VÍGALEGUR Kári Kristján er ekki árennilegur á línunni. Hann hefur staðið sig vel í
vetur og önnur lið sýna honum áhuga. NORDIC PHOTOS/BONGARTS
FÓTBOLTI „Ég er vanur að spila í
bláu með liðinu mínu þannig að
þetta var ekkert skrítið,“ sagði
landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðs-
son léttur en hann lék á miðviku-
dag sinn fyrsta landsleik í tvö ár.
Emil hefur verið að leika vel
á Ítalíu með félagi sínu, Hellas
Verona, og skilaði fínum 45 mín-
útum gegn Svartfjallalandi.
„Þetta var mjög skemmtilegt.
Mér fannst þetta ganga vel og var
sáttur. Það var alltaf ákveðið að ég
myndi spila í 45 mínútur. Bæði af
því að ég er tæpur vegna meiðsla
og svo eigum við stórleik gegn
Sampdoria um helgina.“
Emil er vanur að leika inni á
miðjunni með Verona en hann var
alltaf kantmaður er hann átti fast
sæti í landsliðinu. Það breyttist
ekkert gegn Svartfjallalandi því
hann var aftur kominn á kantinn.
„Ég get alveg leyst þá stöðu þó
svo mér finnist skemmtilegra að
spila inni á miðri miðjunni. Ég
er tilbúinn að gera það sem Lars
biður mig um að gera og reyni
að gera það eins vel og ég get. Ég
verð að nýta þau tækifæri sem mér
bjóðast,“ sagði Emil en er búið að
kveikja gamla landsliðsneistann
hjá honum eftir þennan leik?
„Já, kannski. Ég get alveg við-
urkennt að ég hef ekkert sakn-
að landsliðsins mikið síðustu tvö
ár og einbeitt mér bara að mínu
félagsliði. Það hefur gengið vel. Ég
hef ekkert verið að hanga við sím-
ann og bíða eftir kallinu í lands-
liðið. Þegar það er hringt er maður
að sjálfsögðu til í að mæta.“
Undirbúningurinn fyrir leikinn
betri en áður
Emil segir að dagarnir með lands-
liðinu hafi verið góðir og honum
líst vel á það sem Lars Lagerbäck
er að gera með landsliðið.
„Mér líst vel á þetta prógramm
sem er í gangi. Það er margt öðru-
vísi núna en áður og til að mynda
var undirbúningurinn fyrir leik-
inn sjálfan mun betri,“ sagði Emil
og bætir við að allar æfingar hafi
meðal annars verið markvissari
en áður.
„Æfingarnar eru skipulagðar og
Lars virðist vera mjög skipulagð-
ur. Það er eitthvað sem ég þekki
vel frá Ítalíu og kann að meta.
Allar æfingar voru markvissar en
áður var kannski bara ungir á móti
gömlum daginn fyrir leik. Það er
búið og nú er meiri fagmennska.
Það er eitthvað fyrir fram ákveð-
ið og einhver áætlun í gangi sem
hefur ekki verið undanfarið,“ sagði
Emil og telur að með slíkum vinnu-
brögðum geti landsliðið náð sér á
strik á nýjan leik.
„Þannig virkar fótboltinn. Við
erum kannski ekki með bestu fót-
boltamenn í heimi en ef það er
almennileg leikáætlun og skipu-
lag þá eigum við möguleika. Ef
við mætum óskipulagðir í leiki
eigum við ekki góða möguleika.
Þess vegna er ítalski boltinn meðal
annars á uppleið því það er verið
að pæla í öllu.“
Það leyndi sér ekki í leik Íslands
gegn Svartfjallalandi að leikmenn
voru að fylgja uppsettu og æfðu
skipulagi og svo var baráttan og
andinn til fyrirmyndar.
„Baráttan verður alltaf að vera
til staðar ef við ætlum að ná úrslit-
um. Við ætluðum að fylgja því með
ákveðni sem Lars var búinn að
leggja upp. Bæði í vörn og sókn.
Það gekk ekki allt upp í fyrstu til-
raun en því meira sem við vinnum
saman held ég að við förum að
bæta okkur. Það er ýmislegt nýtt
í gangi og það hefur ekki verið
svona gott skipulag hjá landslið-
inu lengi sem er frábært. Lars veit
greinilega alveg hvað hann er að
gera. Við verðum því að leggjast á
eitt, hlusta á kallinn og fara eftir
því sem hann segir.“
henry@frettabladid.is
Ekki lengur ungir á móti
gömlum daginn fyrir leik
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson segir að vinnubrögð nýja landsliðsþjálf-
arans, Lars Lagerbäck, séu til fyrirmyndar og mun markvissari en hjá fyrirrenn-
urum hans. „Það hefur ekki verið svona gott skipulag hjá landsliðinu lengi.“
MÆTTUR AFTUR Emil er hér í gömlum landsleik gegn Hollandi en hann minnti á sig í
leiknum gegn Svartfjallalandi á miðvikudag. NORDIC PHOTOS/AP
aðeins fram á sunnudag
Lagerútsala!
30-70%
afsláttur
Bak við Holtagarða!!
HANDBOLTI Danska stórskyttan
Mikkel Hansen og norski línu-
maðurinn Heidi Löke voru kosin
besta handboltafólk ársins 2011
af Alþjóðahandboltasamband-
inu en að kosningunni komu fjöl-
miðlamenn, handboltasérfræð-
ingar IHF og áhugafólk sem gat
kosið á heimasíðu sambandsins.
Heidi Löke fékk 28 prósent
atkvæða í kjörinu en í 2. sæti var
Frakkinn Allison Pineau með 22
prósent atkvæða.
Mikkel Hansen fékk 31 prósent
atkvæða í kjörinu, Filip Jicha
varð í 2. sæti með 21 prósent
atkvæða og Frakkarnir Nikola
Karabatic og Luc Abalo fengu svo
báðir 19 prósent atkvæða í boði.
- esá
Besta handboltafólk heims:
Hansen og
Löke valin best
ÁTÖK Það var ekkert gefið eftir í leik
Hauka og Vals í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI