Fréttablaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 2. mars 2012 21
Þann 23. febrúar sl. sendi land-læknir út yfirlýsingu um að
ekki sé mælt með því að mæling
á PSA-mótefni í blóði sé notuð
til skimunar eftir krabbameini
í blöðruhálskirtli. Svo virtist
að tilefni þessarar yfirlýsingar
væri bréf sem Framför, krabba-
meinsfélag karla, hafði í hyggju
að senda út til að vekja athygli á
þeirri miklu vá sem krabbamein
í blöðruhálskirtli er og bent á
að PSA mæling gæti nýst til að
finna þá einstaklinga sem þurfa
á nánari skoðun að halda.
Framför fór ekki fram á það
í bréfi sínu að hafin væri reglu-
leg, almenn skimun, eins og
gert er þegar kemur að brjósta-
krabbameini í konum, held-
ur aðeins benda karlmönnum
yfir fimmtugt, á að leita læknis
að láta mæla PSA. Ég hef verið
búsettur í Englandi og þar segja
læknar að karlar eins og ég eigi
að láta taka PSA árlega og það
er einnig stefna bandarískra
heilbrigðisyfirvalda. Hvers vegna
ættu íslenskir karlar ekki að njóta
sömu læknisþjónustu?
Rök landlæknis eru þau að sé
þessi leið farin geti hún leitt til
þess að stórir hópar karla fái að
óþörfu meðferð sem geti haft í för
með sér alvarlegar aukaverkanir,
svo sem ristruflanir og þvagleka.
Vill þá landlæknir meina að þeir
sem þegar hafi farið í aðgerð hafi
gert það að óþörfu? Er það ekki
hlutverk lækna að meta þörfina
á inngripi í sjúkdómsferilinn og
gefa þeim sem greinast kosti, eins
og a) fylgjast með krabbameininu,
breyta um lífsstíl og mataræði og
fara reglulega í PSA-mælingu b)
fara í geislameðferð eða c) láta
fjarlægja blöðruhálskirtilinn?
Enginn er að hvetja til þess að
slíkar ákvarðanir séu teknar út
frá PSA-mælingum eingöngu, allt-
af þarf að koma til nánari skoðun
og í framhaldinu mat og ráðlegg-
ingar þar til bærra sérfræðinga.
Landlæknir segir að ef blöðru-
hálskirtilskrabbamein sé að finna
í ættarsögu einstaklings sé sjálf-
sagt að hann fari í skoðun eftir
fertugt. Þessum upplýsingum
hefur ekki verið haldið nægilega
fram. Ég fékk t.d. aldrei bréf frá
einum né neinum um að ég ætti
að fara í skoðun þar sem faðir
minn fékk krabbamein í blöðru-
hálskirtilinn. Það var móðir mín
sem hvatti mig til þess og sem
betur fer fór ég í tíma. Læknir-
inn mældi PSA-gildið og sá að það
hafði hækkað og óskaði eftir því
að ég færi í frekari skoðun. Þá
kom í ljós að ég var með krabba-
mein í kirtlinum. Ég var 48 ára.
Þar sem meinið uppgötvaðist svo
snemma gat ég farið í svokall-
aða innri geislun en það er aðgerð
sem drepur krabbameinið innan
frá og ég fæ að halda kirtlinum
og lífsgæðunum. Ef ég hefði ekki
farið í þessa mælingu á þess-
um tíma, jafnvel dregið hana í
nokkur ár, hvar hefði ég staðið
þá? Hefði krabbameinið aukist?
Hefði þurft að fjarlægja kirtilinn?
Hefði ég þurft frekari geislameð-
ferð? Hefði krabbameinið dreift
sér? Hefði það farið í beinin? Ég
get spurt mig þessara spurninga
endalaust.
Um 200 konur greinast árlega
með brjóstakrabbamein og í
mörgum tilvikum hefur regluleg
krabbameinsskoðun orðið til þess
að það greinist snemma. Við fögn-
um þeim góða árangri en viljum
jafnframt vekja athygli á háum
tölum um nýgreinda og dauðs-
föll af völdum blöðruhálskirtils-
krabbameins og ráðum til úrbóta.
Ef ég hefði ekki farið í þessa mælingu á
þessum tíma, jafnvel dregið hana í nokkur
ár, hvar hefði ég staðið þá?
GLERAUGU
ERU OKKAR FAG
w w w . o p t i c a l s t u d i o . i s
Vegna yfirlýsingar landlæknis
Þegar ég var að alast upp í Finn-landi, skrifuðu börn um stjórn-
skipan landsins í skólaritgerð
sinni:
„Finnland er lýðveldi og er
æðsti stjórnandinn Urho Kekkon-
en sem er kosinn í forsetaembætt-
ið á sex ára fresti.“
Nú geta íslensk skólabörn skrif-
að: „Ísland er lýðveldi og er æðst
ráðandi landsins Ólafur Ragnar
Grímsson og er hann skipaður í
forsetaembættið á fjögurra ára
fresti.“
Lengi vel var okkur Finnum
talin trú um að enginn annar
hefði stjórnvisku og gáfur til
að stjórna landinu og forða því
frá öllum háska. Svo einn dag-
inn kom maður sem bauð honum
birginn, sagði: Ég ætla ekki að
taka mark á tiktúrum Kekkonens
og hans liðs. Og viti menn, það
kom í ljós að Kekkonen var ekki
ómissandi. Í sjálfu sér skyldi eng-
inn af hverju þessu hafði verið
trúað svo lengi. Í forsetatíð Koi-
vistos, eftirmanns Kekkonens,
leið þjóðinni vel og efnahagur-
inn blómstraði. En Finnar voru
líka reynslunni ríkari og breyttu
lögunum þannig að enginn ein-
staklingur getur nú setið leng-
ur en 12 ár í embættinu. Á eftir
Koivisto hafa þrír einstakling-
ar náð kosningu og virðist þeim
öllum hafa gengið vel að höndla
hlutverkið sitt.
Finnar og for-
setar þeirra
Forsetaembættið
Marjatta Ísberg
kennari
Heilbrigðismál
Guðmundur Örn
Jóhannsson
formaður Framfarar,
krabbameinsfélags karla