Fréttablaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 02.03.2012, Blaðsíða 44
2. mars 2012 FÖSTUDAGUR24 timamot@frettabladid.is Í kvöld fagnar fyrrverandi og núverandi starfsfólk Sam- bíóanna þrjátíu ára afmæli fyrirtækisins með því að blása til veislu á Grand Hóteli. Þar verður að sjálfsögðu Árni Samúelsson, sem opnaði Bíóhöllina, forvera Sambíóanna, á þessum degi árið 1982. „Það er alveg makalaust hvað þetta er búið að vera fljótt að líða,“ segir Árni, þegar hann er beðinn um að líta yfir farinn veg. „En svoleiðis er það líka alltaf þegar gaman er í vinnunni,“ bætir hann við. Árni segir að margir hafi álitið það óðs manns æði að opna Bíóhöllina í óðaverðbólgu ársins 1982. Það hafi hins vegar verið óþarfar áhyggjur, enda hafi bíóhúsinu í Álfa- bakka verið tekið fagnandi þá og sé enn í dag geysivinsælt meðal bíóunnenda. „Það var heil kynslóð sem ólst upp við það að koma hingað í Álfabakkann í bíó, á árunum 1982 til 1992. Margir þeirra koma enn þá alltaf hingað,“ segir hann. Í dag eru Sambíóin þó orðin sex, en auk Álfabakka er þau að finna í Kringlunni, Egilshöll, á Selfossi, Akur- eyri og í Keflavík. Sjálfur segist Árni velja að horfa á bíó í Álfabakkanum eða í Egilshöll, sem hann fullyrðir að sé með betri bíóhús- um heims. „Ég er nýkominn frá Los Angeles, sjálfri bíó- borginni, og eftir þá heimsókn get ég fullyrt að Egilshöll- in er betri en bíóin í Hollywood í dag. Við erum með þeim bestu í heiminum hvað varðar tækni og gæði húsa.“ Næst á dagskrá Sambíóanna er að bæta Kringlubíó. „Við erum nýbúin að endurnýja leigusamning við Kringluna, svo nú verður látið töluvert fé í breytingar á bíóinu þar.“ - hhs SAMBÍÓIN: FAGNA 30 ÁRA AFMÆLI Tíminn flýgur þegar er gaman BÍÓKÓNGUR Árni Samúelsson fagnar þrjátíu ára afmæli Sambíóanna með gömlum og nýjum samstarfsfélögum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MIKHAÍL GORBATSJEV fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, er 81 árs í dag. „Markaðurinn varð til við upphaf siðmenningarinnar. Hann er ekki uppfinning kapít- alismans. Ef hann bætir velferð fólksins er hann ekki í mótsögn við sósíalismann.“ 81 Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Ásta Elsass Jansen Malarási 12, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum sunnudaginn 26. febrúar, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju mánudaginn 5. mars kl. 13.00. Poul Jansen Stefán Þór Jansen Lilia Jansen Svend Jansen Barbara Cacciamani Emma Caterina Jansen Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát Bjarna Þórðarsonar tryggingastærðfræðings. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á 11 B og 11 G á Landspítalanum við Hringbraut. Kristín Guðmundsdóttir Þórdís Bjarnadóttir Dagur Jónsson Hildur Bjarnadóttir Hjörtur Hjartarson Valgerður Bjarnadóttir Þórhallur Ágústsson Vera, Vaka og Vala Úlla, Bjarni Orvar og Breki Kristín Ísold og Ágúst Atli Viðar Þórðarson, Jóhannes Þórðarson og Þóra Vala Þórðardóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, Guðbjörg Bjarnadóttir til heimilis að Kársnesbraut 17, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans þann 27. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju, mánudaginn 5. mars klukkan 11.00. Við þökkum starfsfólki Landspítalans góða umönnun. Hellen S. Helgadóttir Einar Eberhardtsson Bjarni Helgason Sjöfn Guðmundsdóttir Eggert Helgason Erla Sverrisdóttir Bjarni Ellert Bjarnason Sigríður Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ingólfur Ólafsson vélstjóri, frá Grænumýri, Seltjarnarnesi, lést 29. febrúar á Hrafnistu, Reykjavík. Árný V. Ingólfsdóttir Kolbeinn Guðmundsson Sigríður Ingólfsdóttir Ólafía Ingibjörg Ingólfsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma, langamma og langalangamma, Aðalbjörg M. Jóhannesdóttir (Alla Magga) er látin. Jarðarförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Bergur Sverrisson Þórhalla Haraldsdóttir Margrét Sverrisdóttir Pétur Guðmundsson Jóhanna Jóhannsdóttir barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Ástkær sonur okkur og bróðir, Kristján Pétur Guðmundsson Hjallalundi 17f, Akureyri, lést á Calmette-sjúkrahúsinu í Phnom Penh, Kambódíu, fimmtudaginn 23. febrúar sl. Útförin mun fara fram í kyrrþey.Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug. Helga Þóra Kjartansdóttir Guðmundur Kristjánsson Anna Karin Júlíussen Hrefna Guðmundsdóttir Kjartan Guðmundsson Emilía Gunnarsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jódís Jónsdóttir áður til heimilis á Sléttuvegi 11, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 21. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Valgerður G. Ólafsdóttir Margrét Ólafsdóttir Már Viðar Másson Pála Kristín Ólafsdóttir Kristján Björn Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Svava Eggertsdóttir frá Haukagili, til heimilis að Skúlagötu 20, Reykjavík, lést 18. febrúar á Hornbrekku, heimili aldraðra, Ólafsfirði. Útför hennar fór fram í kyrrþey. Bræðrabörn. Robert (Rab) Christie Grettisgötu 43 A, er látinn. Útförin auglýst síðar. F.h. aðstandenda, Grainne Morris Ástkær dóttir okkar, móðir, tengdamóðir og amma, Svava S. Hjaltadóttir lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 24. febrúar. Útförin fór fram í kyrrþey. Við sendum þakkir til allra sem veittu okkur stuðning og sýndu okkur hlýhug. Kristín Björg Svavarsdóttir Hjalti Guðmundsson Kristín Björg Kristjánsdóttir Bernódus Sveinsson Ingibjörg Jónasdóttir Jo Berger Myhre Birna Dröfn Jónasdóttir Sævar Jökull Björnsson Atli Jónasson Magnea Rut Matthíasdóttir og fjölskyldur. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.