Fréttablaðið - 09.03.2012, Side 4
9. mars 2012 FÖSTUDAGUR4
SÝRLAND, AP Abdo Husameddine,
aðstoðarolíumálaráðherra Sýr-
lands, skýrði í gær frá því í mynd-
bandi á netinu
að hann væri
genginn til liðs
við uppreisnar-
menn.
Hann er hæst
setti liðs maður
Bashar al-
Assads forseta
sem snýr við
blaðinu frá því
uppreisnin gegn
Assad hófst fyrir um það bil ári.
„Ég vil ekki ljúka lífi mínu
í þjónustu við glæpi þessarar
stjórnar,“ sagði hann í myndbandi
á Youtube, og virtist síðan ávarpa
Assad forseta beint: „Þú hefur í
heilt ár íþyngt þeim, sem þú kallar
þjóð þína, með sorg og þjáningu,
neitað þeim um grundvallar-
réttindi til lífs og mannúðar og ýtt
þessu landi fram á brún hyldýpis.“
- gb
ÚGANDA, AP Myndband um voða-
verk Josephs Kony, leiðtoga
glæpasamtaka í Úganda, hefur
hlotið mikla athygli á Youtube.
Kony er leiðtogi samtaka sem
hann kallar
Frelsisher
Drottins og
segist vera tals-
maður Guðs á
jörðu. Hann fær
liðsmenn sína
meðal annars
til þess að
ræna börnum,
sem þeir síðan
nauðga og neyða
til að taka þátt í ofbeldisverkum.
„Kony er ófreskja. Hann á
skilið að vera dreginn fyrir dóm
og síðan hengdur,“ segir Felix
Kulayigye, talsmaður stjórnar-
hers Úganda.
Hann segir að á síðustu árum
hafi hernum reyndar tekist að
draga mjög úr styrk Konys og
manna hans. - gb
GENGIÐ 08.03.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
226,9925
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
124,96 125,56
197,46 198,42
165,03 165,95
22,194 22,324
22,238 22,368
18,528 18,636
1,5332 1,5422
192,68 193,82
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson
orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason
hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Sölusýning
SAMFÉLAGSMÁL Átján leituðu til
Stígamóta vegna hópnauðgana
á síðasta ári og átta vegna lyfja-
nauðgana. Þetta kemur fram í árs-
skýrslu Stígamóta.
Þrettán prósentum fleiri leituðu
í fyrsta sinn til samtakanna í fyrra
en árið þar áður. Leita þarf aftur
til fyrstu ára Stígamóta til að finna
hærri komutölur. Guðrún Jóns-
dóttir talskona bendir á að á fyrstu
árunum hafi engin önnur úrræði
verið komin til sögunnar auk þess
sem uppsafnaður fjöldi hafi leitað
þangað fyrstu árin.
Konur eru í miklum meirihluta
þeirra sem leita til Stígamóta en
hlutur karla eykst þó. 11,5 prósent
þeirra sem komu í viðtal í fyrra
voru karlar. Tæp 94 prósent þeirra
sem höfðu beitt þessa einstaklinga
ofbeldi voru karlar.
Rúmlega helmingur einstaklinga
sem kom í viðtal var á aldrinum 18
til 29 ára, en um 60 prósent þeirra
sögðu ofbeldi gegn þeim hafa hafist
á aldrinum fimm til sautján ára.
Þar af hafði ofbeldi gagnvart 35
prósentum hafist þegar við komandi
voru fimm til tíu ára. „Tölurnar
sýna að við erum að hitta ungt fólk
þar sem ofbeldið byrjaði snemma,“
segir Guðrún.
Gerendur eru líka ungir og
algengast var að þeir væru á
aldrinum 18 til 29 ára. Fimmtungur
þeirra er undir lögaldri. „Kynferðis-
brotamenn byrja ferilinn ungir,
sláandi ungir,“ segir Guðrún og
bætir því við að yngri menn beiti
grófara ofbeldi.
Hópnauðganir hafa færst í
aukana og segir Guðrún að það
Ekki fleiri leitað til
Stígamóta í átján ár
Átján leituðu til Stígamóta vegna hópnauðgana í fyrra. Gerendur voru í þremur
tilvikum fjórir eða fleiri. Ný mál voru 313 talsins og fleiri hafa ekki leitað til sam-
takanna síðan árið 1994. 50 manns eru í viðtölum þar vegna vændis og kláms.
ÁRSSKÝRSLA KYNNT Ársskýrsla Stígamóta kynnt í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM
23 leituðu til Stígamóta vegna kláms í fyrra, 21 kona og tveir karlar. Það
eru tíu fleiri en árið áður. Sumir leituðu sér hjálpar vegna klámnotkunar
sambýlismanna á meðan aðrir einstaklingar höfðu orðið fyrir því að af
þeim höfðu verið teknar myndir í kynlífsathöfnum, án eða með vilja þeirra.
Myndunum var síðan dreift eða þeim hótað að það yrði gert.
Ellefu konur og einn karl komu til Stígamóta vegna vændis í fyrra auk þess
sem fimmtán til viðbótar höfðu hafið viðtöl áður. Guðrún segir að upp-
lýsingar um vændi komi oft ekki í ljós fyrr en fólk hafi komið í viðtöl í fimm
eða tíu skipti þar sem langan tíma taki að vinna úr reynslunni. Um 50 manns
eru því hjá Stígamótum vegna kláms og vændis. Stígamót opnuðu vændis-
athvarf í september í fyrra þar sem herbergi eru fyrir fimm konur. Fram í
árslok 2011 dvöldu þar fimm konur og tvö börn og gistinætur voru 127.
Fleiri koma vegna kláms og vændis
ABDO
HUSAMEDDINE
Aðstoðarráðherra hættir:
Gengur til liðs
við uppreisnina
FERÐAÞJÓNUSTA Rétt tæplega 28
þúsund erlendir ferðamenn fóru
frá landinu um Leifsstöð í febrúar.
Voru þeir rúmlega 22 prósentum
fleiri en í febrúar í fyrra sem þó
var metmánuður. Hafa því 54.100
erlendir ferðamenn yfirgefið
landið á fyrstu tveimur mánuðum
ársins samanborið við 45.100 á
sama tímabili í fyrra.
Ferðamönnum frá Bretlandi
hefur fjölgað mest eða um
54 prósent á fyrstu tveimur
mánuðum ársins miðað við árið í
fyrra. Þá hefur ferðamönnum frá
Norður- Ameríku fjölgað um 30
prósent. - mþl
Metfjöldi ferðamanna í febrúar:
Árið byrjar vel í
ferðaþjónustu
JOSEPH KONY
Herferð gegn Kony á netinu:
Myndband
vekur athygli
LÖGREGLUMÁL Lögregla leitar
enn hóps manna sem réðust á 16
ára stúlku í húsasundi í miðbæ
Reykjavíkur um þarsíðustu
helgi. Einn nauðgaði stúlkunni á
meðan hinir stóðu hjá.
Björgvin Björgvinsson, yfir-
maður kynferðisbrotadeildar
lögreglunnar á höfuðborgar-
svæðinu, segir rannsókn málsins
halda áfram. „Við höfum verið að
safna upplýsingum úr öryggis-
myndavélum. Utan um það höfum
við náð og erum að fara yfir
gögnin til þess að átta okkur á röð
atburða.“ - óká
Fara yfir upptökur myndavéla:
Hópnauðgun
enn í rannsókn
tengist gengjamyndun og skipu-
lagðri glæpastarfsemi. Í fyrra var
tilkynnt um 18 hóp nauðganir. Í sex
tilvikum voru ofbeldis mennirnir
tveir, í tveimur tilvikum þrír og
í þremur tilvikum voru ofbeldis-
mennirnir fjórir eða fleiri. Upp-
lýsingar vantaði um fjölda gerenda
í sjö tilfellum.
Ríflega ellefu prósent kærðu mál
sín til lögreglu.
thorunn@frettabladid.is
LANDBÚNAÐUR Landbúnaðarráð-
herra verður skylt að úthluta
tollkvótum fyrir landbúnaðar-
vörur þegar sýnt þykir að ekki
verði nægjanlegt framboð á
við komandi vöru á innanlands-
markaði. Miða á við magntolla
við úthlutun en ekki verðtolla.
Þetta er meðal þess sem lagt
er til í frumvarpi um breytingu
á lögum um framleiðslu, verð-
lagningu og sölu á búvörum og
tollalögum.
Lagðar eru til breytingar sem
fela í sér að ekki verði lengur um
að ræða framsal á valdi Alþingis
til ráðherra til
að ákveða toll
á vörur sem
fluttar eru inn
samkvæmt toll-
kvótum, heldur
mun tollurinn
ákvarðast á
grundvelli hlut-
lægra viðmiða
sem kveðið er á
um í lögunum.
Í áliti um-
boðs manns Alþingis frá því
síðast liðið sumar var bent á að
þær heimildir sem landbúnaðar-
ráðherra væru veittar ti l
álagningar tolla væru ekki í
samræmi við kröfur um skatt-
lagningarheimildir samkvæmt
stjórnarskrá. Með frumvarpinu
er reynt að bregðast við athuga-
semdum umboðsmanns.
Steingrímur J. Sigfússon land-
búnaðarráðherra sagði þegar
hann mælti fyrir frumvarp-
inu að stefnt væri að því að
tryggja ákveðna verðsamkeppni
á markaði með því að tryggja
að vara væri ávallt fáanleg frá
fleiri en einum framleiðanda.
- ibs
Frumvarp um breytingu á úthlutun tollkvóta:
Magntollar en ekki verðtollar
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
16°
9°
8°
9°
10°
5°
7°
7°
22°
13°
15°
12°
29°
6°
13°
18°
6°
Á MORGUN
10-18 m/s síðdegis.
SUNNUDAGUR
8-15 m/s en dregur
úr vindi síðdegis.
0
0
0
0
-5
-2
2
2
1
1
3
14
15
10
11
8
10
8
15
13
18
13
4
5
2
2
6
2
0
6
2
4
HELGARSPÁIN
Það hvessir upp úr
hádegi á morgun
með slyddu og
síðan rigningu um
sunnan- og vestan-
vert landið. Hvass-
ast verður á vestur-
helmingi landsins.
Dregur úr vindi og
úrkomu síðdegis á
sunnudag og kóln-
ar smám saman.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
FERÐAIÐNAÐUR Gistinóttum á
hótelum fjölgaði um 34 prósent í
janúar, miðað við janúar 2011.
Samkvæmt tölum Hag stofunnar
voru gistinæturnar 71.600 saman-
borið við 53.600 í janúar 2011.
„Gistinætur erlendra gesta voru
um 81 prósent af heildarfjölda
gistinátta,“ segir á vef Hag-
stofunnar. Gistinóttum út lendinga
fjölgaði um 37 prósent milli
janúar mánuða, en Íslendinga um
21 prósent.
Mest aukning milli ára varð á
Norður- og Suðurlandi. - óká
71.600 gistinætur í janúar:
Hótelgestum
fjölgar milli ára