Fréttablaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 9. mars 2012 17
Á Íslandi er bannað að byggja hagkvæmar íbúðir. Ef ein-
hver vill búa í lítilli íbúð þá má
það ekki. Ef einhver telur sig
ekki hafa þörf fyrir geymslu eða
þvottahús þá veit ríkið betur. Það
er eins og það gleymist að fólk
geti verið ólíkt, og með ólíkar
þarfir á mismunandi tímum.
Sérhæfingin er stærsti kostur
borga. Ég þarf ekki að kunna að
smíða eða sauma því ég bý í borg
þar sem einhver kann það. Ég
þarf ekki að rækta eigin matvöru.
Það er til fólk sem passar börn
mín á daginn og kennir þeim að
lesa. Húrra fyrir sérhæfingunni!
Stundum þegar rýnt er í bygg-
ingarreglugerðir má fá það á til-
finninguna að þeir sem þeim ráða
vilji alls ekki að fólk búi í borg.
Þess vegna er verið að „bjarga”
fólki frá því að búa í litlum íbúð-
um, bjarga því frá því að búa
nálægt öðrum eða þurfa að fara
úr húsi. Kannski býr gott að baki
en kröfum um lágmarksstærðir
og lúxusútbúnað fylgir kostnað-
ur. Að auki er þannig komið í veg
fyrir að kostir þéttbýlisins séu
nýttir til fulls.
Nokkur dæmi úr gildandi
reglum:
„Hverju íbúðarhúsi skal fylgja
leiksvæði barna á lóð.”
Í fyrsta lagi eru margir sem
hvorki eiga börn né hyggjast eign-
ast þau og hafa þar af leiðandi lítið
með dekkjarólur í garðinum að
gera. En það er annað í þessu. Því
fleiri rólóvellir sem rísa, því færri
börn verða á hverjum þeirra.
Offjárfesting á rólum þýðir þann-
ig ekki bara óþarfa kostnað heldur
einnig verra mannlíf.
„Eldhús skal ekki vera minna
en 7 m2. Þó nægir eldhúskrókur í
tengslum við stofu í íbúðum 50 m2
eða minni.”
Margir menn hafa á löngum
tímabilum lífi sínu nákvæmlega
ekkert með eldhús að gera. Af
hverju má 22 ára gamall gaur ekki
sleppa því að hafa eldavél sem
hann notar aldrei? Af hverju má
hann ekki nota plássið í annað eða
sleppa plássinu og nota peninginn
í annað? Og hvaða áhrif myndi
það hafa ef færri íbúðir hefðu eld-
hús? Jú, við fengjum fleiri mat-
sölustaði. Þvílík martröð fyrir
borgarlífið!
„Þvottaherbergi skal fylgja
hverri íbúð.”
Í fyrsta lagi er ekkert mál að
koma þvottavél fyrir á baði eða í
eldhúsi. En af hverju er það síðan
lífsspursmál að menn þurfi ekki
að fara út úr húsi til að þvo föt?
Það er fullkomlega rökrétt afstaða
að vilja spara plássið og féð sem
ella færi í þvottavél og þvo þvott-
inn úti í bæ. En nei! Allir þurfa
að þvo sjálfir. Þar með er rekstr-
argrundvöllur fyrir hvers kyns
almenningsþvottahús farinn.
„Stærð sérgeymslu skal vera
a.m.k. 2,5 m2 fyrir 35 m2 íbúðir
eða minni og a.m.k. 6 m2 fyrir
íbúðir sem eru 80 m2 eða stærri.”
Aftur, ef einhvern langar í
geymslu þá er það fínt. En fjög-
urra fermetra geymsla kostar
um það bil eina milljón króna.
Hvers vegna á að skylda fólk til
að greiða milljón krónur fyrir
draslherbergi? Víða í stórborg-
um erlendis eru fyrirtæki sem
sérhæfa sig í því að geyma kassa
fyrir fólk, sækja þá jafnvel heim
og koma þeim aftur til þeirra
þegar þeir þurfa á þeim að halda.
Markaður fyrir slíkri sérhæfðri
þjónustu snarminnkar ef öllum er
gert skylt að eiga geymslu.
Af nógu öðru er að taka. Hver
íbúð verður að hafa eitt herbergi
sem er 18 fermetrar að stærð,
fjögurra fermetra svalir, gnótt
bílastæða. Hús mega ekki standa
of nálægt götu eða hvert öðru. Allt
þetta eru reglur sem gera myndu
borgir eins og New York, París
eða Kaupmannahöfn kolólöglegar.
Borgir sem milljónir manna hafa
samt kosið að búa í.
Bjartar stofur, eldhús, svalir,
geymslur og þvottahús eru allt
fínustu gæði. En lög eiga ekki að
skylda fólk til að borga milljónir
fyrir rými sem það getur verið
án. Það þarf ekki allt að miðast út
frá barnafólki á miðjum aldri sem
dreymir um að búa í sveit. Fólk er,
jú, ólíkt. Af hverju þurfa þá allar
íbúðir að vera eins?
Allar íbúðir eins
Margir menn hafa á löngum tímabilum í
lífi sínu nákvæmlega ekkert með eldhús
að gera.
Pawel Bartoszek
stærðfræðingur
Í DAG
Nafn á plötu Halla og Ladda hér um árið kemur hvað eftir
annað upp í hugann sem eins konar
stef í sögu þjóðarinnar síðustu ára-
tugina, lokastef þöggunarinnar í
mörgum af mikilsverðum málum
hennar. Sá listi er langur en hér
verða aðeins tekin fimm dæmi.
Í þætti um Kröflumálið 1978 kom
fram að við virkjun jarðvarmans
þar hefðu varúðar- og vinnureglur
Guðmundar Pálmasonar verið að
engu hafðar.
Mér fannst þetta merkilegasta
„skúbbið“ í þættinum en því miður
yfirgnæfði hanaslagur Vilmundar
Gylfasonar og Jóns G. Sólnes um
önnur atriði allt annað í þættinum
og þótti mun fréttnæmara en það
stórmál að kolrangt væri farið að
við virkjun jarðvarmans á Íslandi.
Aldrei tókst að koma því atriði á
framfæri, heldur tók við þöggun um
það í 30 ár. Spiluð var plata Halla og
Ladda: Látum sem ekkert C!
Árið 2003, áður en lokaákvörðun
um Kárahnjúkavirkjun var tekin,
komu fram tveir órækir vitnisburð-
ir um hrikalegt eðli hennar.
Annars vegar mat í umfjöllun
rammanefndar um að hún væri
annar af þeim tveimur virkjun-
arkostum á Íslandi sem ylli mest-
um óafturkræfum neikvæðum
umhverfisáhrifum.
Hins vegar mat Norðmanns, sem
stóð í Altadeilunni heimsfrægu
um 1980 og hafði tvívegis komið
til Íslands til að kynna sér Kára-
hnjúkavirkjun.
Sjónvarpsviðtal við hann um
þetta var kaffært í fréttum, en í
því sagði hann að umhverfisrösk-
unin af Altavirkjuninni hefði verið
algerir smámunir miðað við fyrir-
hugaða Kárahnjúkavirkjun.
Og af einhverjum orsökum var
álit rammanefndar ekki birt fyrr en
eftir að virkjunin hafði verið ákveð-
in. Spiluð var plata Halla og Ladda:
Látum sem ekkert C!
Fyrir Landsdómi birtast nú dag-
lega vitnisburðir um það að enda
þótt allt sem birtist í fjölmiðlum
árum saman um bankana af hálfu
ráðamanna, hefði verið samfelld
lofgjörð um mátt þeirra og traust-
leika undir stjórn snillinga útrás-
arvíkinga af yfirburðakynstofni,
þá stefndu þessi ofurmenni bönk-
unum lóðbeint í hrun með sama
áframhaldi, jafnvel allt frá árinu
2005 þrátt fyrir jákvæð álagspróf
og vitnisburði, alveg fram í hrunið.
Niðurstaðan og samkór í þrjú ár,
allt frá forsetanum og niður úr, var
að taka undir með plötu Halla og
Ladda: Látum sem ekkert C!
2007 hófst bygging álvers í
Helguvík og gumað var af því að nú
stefndi beint í samfelldar stóriðju-
framkvæmdir undir kosningakjör-
orði Framsóknarflokksins:
„Árangur áfram! Ekkert stopp!“
með samhljómi í kjörorði sam-
starfsflokksins:
„Traust efnahagsstjórn – stærsta
velferðarmálið!“
Það fylgdi ekki sögunni að eftir
væri að semja við alls 12 sveitar-
félög um virkjanir, háspennulínur
og vegi, eftir væri að meta nátt-
úrufórnir og eftir væri að tryggja
orku til álversins. Það fór líka leynt
að talsmenn allra álfyrirtækjanna
sögðu að þau þyrftu að vera með
yfir 340 þúsund tonna ársfram-
leiðslu til að bera sig, heldur var
alltaf flaggað þrefalt lægri tölu.
Síðan var bætt við að reisa skyldi
ámóta álver fyrir norðan með sama
hugsunarhætti.
Og söngurinn um hina traustu
efnahagsstjórn var hækkaður á
sama tíma og bankarnir voru í raun
fallnir fyrir löngu.
Niðurstaðan varð Halli og Laddi:
Látum sem ekkert C!
Nú, 34 árum eftir að fyrst var
upplýst um það að Íslendingar
stunduðu í raun rányrkju á jarð-
varmasvæðunum með því að kunna
sér ekki hóf heldur gengju á hlut
komandi kynslóða, er enn kyrjað-
ur samhljóma söngur, allt frá for-
setanum og niður úr: Íslendingar
viðhafa sjálfbæra þróun í orkunýt-
ingu og eru í fararbroddi á heims-
vísu í nýtingu endurnýjanlegra og
hreinna orkugjafa!
Já, rétt eins og fyrir 34 árum
hljómar sama niðurstaðan og þá í
þessu efni enn hærra en þá og virð-
ist ætla að hljóma áfram plata Halla
og Ladda: Látum sem ekkert C!
Látum sem ekkert C!
Samfélagsmál
Ómar Ragnarsson
sjónvarpsmaður
AF NETINU
Sigur Jónínu Leósdóttur yfir holdafari sínu
Hvar faldi betri helmingurinn sælgætið fyrir skáldkonunni?
Ef stórt er spurt er fátt um svör. En úr því að Landsdómur kemst ekki að
raun um hvar peningar landsmanna eru faldir af bankastjórum í skattaskjól-
um, er ekki úr vegi að boltinn verði hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætis-
ráðherra og hún svari til að mynda fyrirspurn hins fyrirspurnargóða Bjarna
Benediktssonar á Alþingi:
Í hvaða sælgætisskjóli faldirðu súkkulaðið fyrir Jónínu Leósdóttur metsölu-
höfundi?
http://blog.eyjan.is/gudbergur/
Guðbergur Bergsson
Ókeypis
skíðakennsla
skidasvaedi.is
Í Bláfjöllum bjóða Skíðasvæðin
gestum upp á ókeypis skíðakennslu
allar helgar kl. 11–15.
Opnunartímar á Skíðasvæðunum í vetur:
Virkir dagar kl. 14.00–21.00
Helgar kl. 10.00–17.00
Upplýsingasími 530 3000
PIPA
PI
R
\\\
TBW
A
BWBW
AA
A
SÍA
SÍA
A
A
12
07
12
0
2
079
0799
3333