Fréttablaðið - 09.03.2012, Síða 16
16 9. mars 2012 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
N
orðmenn reka sem kunnugt er næstvitlausustu land-
búnaðarpólitík í heimi, með háum ríkisstyrkjum, sam-
keppnishömlum og ofurtollum. Norsk stjórnvöld komast
þó ekki með tærnar þar sem þau íslenzku hafa hælana
þegar kemur að því að takmarka innflutning búvara og
hindra erlenda samkeppni við framleiðendur.
Þetta má til að mynda lesa út úr lýsingu sem birtist á neytendasíðu
Fréttablaðsins í gær á því hvernig norska landbúnaðarstofnunin stýr-
ir innflutningi á kjöti til landsins.
Það er vissulega ófrjálst miðstýr-
ingarkerfi, rétt eins og á Íslandi.
En það byggist á því að tryggja
neytendum jafnt og stöðugt fram-
boð á kjöti með því að rýmka inn-
flutningsheimildir og lækka tolla
þegar stefnir í að innanlandsfram-
leiðslan anni ekki eftirspurn.
Þannig fullnýta Norðmenn ekki eingöngu innflutningskvóta á lægri
tollum samkvæmt samningum við önnur ríki, þar með talið Ísland,
heldur grípur norska landbúnaðarstofnunin til lækkunar tolla til
viðbótar kvótunum. Til að meta hvort grípa þurfi til tollalækkana
gerir stofnunin spár fram í tímann um það hvort innlend framleiðsla
fullnægi eftirspurn.
Á Íslandi er þessu öðruvísi farið. Þrátt fyrir að borið hafi á kjöt-
skorti, til dæmis vegna sýkinga í alifuglum og vegna þess hvað
bændur eru duglegir að flytja út lambakjöt (til dæmis til Noregs),
hafa heimildir til innflutnings ekki verið rýmkaðar. Þegar fregnir af
kjötskorti og verðhækkunum sem af honum leiða berast landbúnaðar-
ráðuneytinu „skoðar“ það málið og kemst alltaf að sömu niðurstöðu:
Á Íslandi er enginn skortur á kjöti, jafnvel þótt kaupmenn kvarti og
neytendur grípi í tómt í hillunum. Athuganir ráðuneytisins virðast
yfirleitt gerðar eftir á, en ekki reynt að spá fyrir um þróun framboðs
og eftirspurnar þannig að hægt sé að greiða fyrir innflutningi þegar
stefnir í skort.
Þvert á móti fann fyrrverandi landbúnaðarráðherra, Jón
Bjarnason, leið til að gera innflutningskvótann sem á að vera á lágum
tollum dýrari en almennan innflutning með ofurtollum!
Nú hefur nýr ráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, lagt fram frum-
varp á Alþingi þar sem lagt er til að undið verði ofan af breytingu
Jóns Bjarnasonar og verðtolli aftur breytt í magntoll. Enn fremur
verði skylt að úthluta tollkvótum þegar stefni í að ekki sé nægjanlegt
framboð á innanlandsmarkaði. Þetta gerir ráðherrann tilneyddur;
umboðsmaður Alþingis hafði komizt að þeirri niðurstöðu að heimildir
landbúnaðarráðherra til að stýra innflutningnum að eigin geðþótta
væru brot á stjórnarskránni.
Þannig kann hagur neytenda að breytast eitthvað til betri vegar.
Við skulum þó ekki búast við of miklu. Þegar landbúnaðarráð herrann
mælti fyrir frumvarpinu fyrir stuttu tók hann skýrt fram að ekki
væri „hróflað við þeirri stefnu að innlend framleiðsla skuli njóta
verndar gagnvart innflutningi, eins og okkur er heimilt að gera
samkvæmt alþjóðaskuldbindingum okkar, og sé kleift að standast
verðsamkeppni við vörur sem fluttar eru inn á grundvelli tollkvóta.“
Með öðrum orðum: Þótt löggjafinn viðurkenni kannski að stundum
geti skort kjöt á Íslandi, verður innflutta kjötið ekki of ódýrt.
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
HALLDÓR
Nýjar tölur Hagstofu Íslands um 3,1% vöxt á landsframleiðslu á árinu 2011
gefa sterka vísbendingu um að nú sé tekið
við nýtt tímabil í efnahagslífi landsins
eftir kreppu hrunáranna. Er þessi vöxtur
meiri en flestir greinendur gerðu ráð fyrir.
Vöxtur sem er jafn kröftugur
og þessi stuðlar að bættum lífs-
kjörum, aukinni atvinnu, frekari
fjárfestingu og ekki síst skapar
hann forsendur til að takast á
við mörg þau vandasömu verk-
efni er hrunið hefur skilið eftir
sig. Til að mynda stuðlar þetta
að bættum rekstri ríkissjóðs í
formi aukinna tekna og mögu-
leika til að greiða niður skuldir
ríkissjóðs.
Eftir hrun fjölgaði stórkost-
lega í hópi úrtöluradda og það
verulega á hlut bjartsýnisspá-
manna góðæristímans. Báðar
fylkingar eiga það þó sam-
merkt að málflutningur þeirra
er oft einsleitur og innihaldsrýr.
Þannig hafa fulltrúar úrtölumanna amast
við því að hjól atvinnulífsins fari ekki í
gang og hér sé enginn hagvöxtur.
Nú er raunin önnur eins og tölur Hag-
stofunnar sýna en þá tekur við nýr sálmur
sömu manna um að hagvöxturinn sé ekki
sú tegund af hagvexti sem þeir helst kjósa
þar sem hann sé drifinn af einkaneyslu.
Þó að rétt sé að einkaneyslan hafi aukist
dróst hún verulega saman á árunum 2009
og 2010. Þegar rýnt er í tölurnar sést
að einkaneyslan skýrir ekki
vöxtinn í hagkerfinu ein og sér
heldur hefur útflutningur reynst
kraftmeiri og fjárfesting aukist
verulega. Hagvaxtarhorfur á
yfirstandandi ári eru vel við-
unandi, ekki síst þegar horft er
til hins alþjóðlega ástands.
Vöxtur hagkerfisins á Íslandi
er athyglisverður í alþjóð legum
samanburði. Þannig eykst lands-
framleiðslan um 4,4% á þriðja
ársfjórðungi og um 1,9% á
fjórða ársfjórðungi en báðir
þessir ársfjórðungar eru hærri
en í öllum löndum ESB, Noregi,
Sviss, Bandaríkjunum og
Japan. Bendir þetta til þess að á
meðan Ísland er að ná sér út úr
kreppunni eru mörg ríki enn að kljást við
neikvæð hagvaxtaráhrif hennar. Þó ber að
hafa í huga að viðvarandi kreppa í helstu
viðskiptalöndum okkar getur haft neikvæð
áhrif á þróun mála hér.
Hjólin snúast
Efnahags-
mál
Steingrímur J.
Sigfússon
efnahags- og
viðskiptaráðherra
Breytingar á innflutningi búvöru í vændum:
Landið þar sem
aldrei skortir kjöt
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Hagvaxtar-
horfur á yfir-
standandi ári
eru vel viðun-
andi, ekki síst
þegar horft er
til hins alþjóð-
lega ástands.
Nám í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð hjá
Upledger á Íslandi hefst 14. apríl 2012
Námið er kennt í önnum og eru fimm annir til að klára námið
og geta orðið skráður græðari. Kennt er um helgar.
Á fyrstu önn, sem er 1.áfangi í Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjar-
meðferðar náminu, eru kennd grunnatriði meðferðarinnar. Þau eru sett upp
í 10 þrepa kerfi, sem sérstaklega er hannað og hugsað til að þjálfa færni og
næmni meðferðaraðilans en hefur einnig þann kost að meðferðarþiggjandi er
að fá frábæra meðhöndlun á öllum líkama.
Kennt á íslensku og er kennari Erla Ólafsdóttir sjúkraþjálfari, CST.
Önnin kostar 120.000 krónur.- Ítarleg vinnubók er innifalin í þátttökugjaldinu.
Nánari upplýsingar um námið og skráning í síma 8630610 eða
erla@upledger.is. www.upledger.is
Erla Ólafsdóttir CST sjúkraþjálfari
Hlíðarási 5, 270 Mofellsbær
s. 8630610 erla@upledger.is
www.upledger.is
Ekki mættur
Dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur
furðaði sig á því á miðvikudag að
Hreiðar Már Sigurðsson og þrír
félagar hans skyldu ekki mæta við
þing festingu svokallaðs Al Thani-
máls. Hann benti saksóknara á
þann möguleika að láta handtaka
fjór menningana. Saksóknarinn taldi
rétt að gæta meðalhófs við það,
og það er kannski ekki skrýtið –
mennirnir búa og starfa mikið
erlendis og eiga ekki endilega
heimangengt sisvona.
Mættur
Víkur nú sögunni út
úr Héraðs dómi, yfir
Lækjartorgið og tvö hundruð
metra eða svo upp Hverfisgötuna.
Þar er Þjóðmenningar hús og um
þessar mundir er réttað í því yfir Geir
H. Haarde. Og viti menn, daginn eftir
að Hreiðar var hvergi sjáanlegur í
Héraðsdómi kom hann kokhraustur í
Landsdóm og varði þar stöðu íslensku
bankanna fyrir hrun. Fyrst Hreiðar getur
haldið uppi vörnum í annarra
manna réttarhöldum, væri
þá ekki réttast fyrir hann að
láta sjá sig í sínum eigin –
svona fyrst hann er nú
á annað borð
að hafa fyrir
því að
koma til
landsins?
Að draga úr kostnaði
„Allan tímann sem ég var stjórnar-
maður Glitnis var uppálagt að draga
úr kostnaði og hagræða,“ sagði Þor-
steinn Már Baldvinsson fyrir Lands-
dómi í gær. Fréttablaðið sagði frá því
tveimur mánuðum eftir að Þorsteinn
tók við að starfsfólk markaðs- og við-
skiptadeildar Glitnis hygðist eyða helgi
á lúxushóteli á frönsku Rivíerunni
sem verðlaun fyrir að vera „besta
deild Glitnis“. Þar kostuðu her-
bergin 40 til 160 þúsund krónur
og einn starfsmaður lýsti því að
hann ætlaði að lifa „hamslausu
nautnalífi“. Sparnaðurinn hefur
greinilega ekki alltaf gengið
sem skyldi. stigur@frettabladid.is