Fréttablaðið - 09.03.2012, Side 22
2 • LÍFIÐ 9. MARS 2012
Það var stjörnu fans á
frum sýningu Vesa-
linganna á laugar-
dagskvöldið en þar
mátti sjá hina glæsi-
legu Dorrit Moussaieff
og Ólaf Ragnar Grímsson, Geir
H. Haarde og eigin-
konu hans, Ingu Jónu
Þórðar dóttur, Jón Kal-
dal, ritstjóra Frétta-
tímans og Rögnu
Sæmunds dóttur eig-
inkonu hans. Einnig voru
þar Jóhanna Sigurðar dóttir for-
sætisráðherra og Jónína Leósdóttir,
eigin kona hennar.
Á Bar 101 síðar það
kvöld var einnig
margt um manninn
og mikið fjör. Meðal
annars vin konurnar
Birna Björns dans-
höfundur og Elín Reynis, stjörnu-
sminka sem búsett er í Dubai. Hera
Björk söngkona, Guðlaug Jóns-
dóttir, arkitekt sem búsett er í LA,
Friðrik Ómar söngvari, Svavar Örn
hárgreiðslumeistari og margir fleiri.
Útgáfufélag 365 miðlar ehf.
Umsjón Ellý Ármanns elly@365.is og
Kolbrún Pálína Helgadóttir kolbrunp@365.is
Forsíðumynd Valgarður Gíslason
Fatnaður Helgu: ELLA
Hálsmen og klútur Helgu: Boutique Bella
Förðun: Margrét R. Jónasar.
Útlitshönnun Arnór Bogason
Auglýsingar Sigríður Dagný
Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is
Lífið Skaftahlíð 24,
105 Reykjavík, sími 512 5000
www.visir.is/lifid
HVERJIR
VORU
HVAR?
„Það var ekki ætlun mín að deila
þessu og fékk ég skammir fyrir
frá nánum ættingjum, en ástæða
þess að ég er að tala um þetta
opinberlega er sú að mig langar
að biðja ungar stúlkur að hugsa sig
tvisvar um áður en þær fara þessa
leið, því það er ekki aftur snúið,
sérstaklega þær sem hafa ekki
átt börn. Mér finnst sorglegt hvað
margar ungar konur í dag vilja líta
út eins og klámmyndastjörnur, er
það virkilega málið? Ég spyr, hvað
er fegurð?
Við eigum að vinna meira í að
rækta andann og líkamann á heil-
brigðan hátt! Það á að virða kven-
líkamann fyrir það sem hann er!
Konur ganga með börn og það er
alltaf jafnmikið kraftaverk finnst mér
og konur gefa brjóst sem er ótrú-
lega falleg athöfn.“
Grunaði strax að hún væri með PIP
Harpa var að ljúka við nýjustu
fatalínu sína þegar PIP-málið kom
upp og grunaði strax að hún væri
með púðana. „Ég fékk púða hjá
Jens árið 2001 eftir að hafa verið
með dóttur mína á brjósti í þrettán
mánuði. Ég var með afar lítið sjálfs-
traust á þessum tíma, og ekki
með fituörðu á líkamanum. Ég var
eins og tíu ára strákur í vextinum,
einhleyp og óörugg, og ég hélt að
þessi leið myndi hjálpa mér að vera
öruggari með líkama minn.“ Raunin
varð hins vegar önnur.
„Trúðu mér, púðarnir höfðu
ekkert með mitt sjálfsöryggi að
segja heldur hefur það byggst upp
hægt og rólega með því að fylgja
hjarta mínu og vinna við það sem
ég elska!“
Slapp vel miðað við margar
Harpa segir þungu fargi af sér létt
við að vera laus við PIP-púðana
úr líkamanum. „Ég hef alltaf verið
hálf stressuð yfir þessu og viljað
losna við púðana í tals verðan tíma
án þess að gera eitthvað í því.
Þegar ég fór í skoðun kom í ljós
að annar púðinn var sprunginn
eins og hjá svo mörgum öðrum,
en mig grunar að hann hafi verið
sprunginn í nokkur ár. Ég fór til
Jens fyrir um það bil fimm árum því
mér fannst annað brjóstið eitthvað
skrítið, hann varla skoðaði mig og
sagði þetta vera örvefsmyndun,
en mig grunar að þá hafi púðinn
þegar verið sprunginn. Við skoðun
fundust einnig tvö ber í sama
brjósti þannig að um tíma hélt ég
að ég væri líka með krabbamein,
þetta tók virkilega á og ég var mjög
tætt og með mikinn kvíða fyrir að-
gerðinni. En ég slapp vel miðað við
margar af þessum konum, ég var
með mjög litla púða og missirinn
því ekki mikill, ég hef heyrt margar
hræðilegar sögur og þetta mál er
allt skelfilegt og mjög erfitt fyrir
margar konur, en við erum samt
heppnar að búa á landi þar sem er
svona gott velferðarkerfi og að við
fáum púðana fjarlægða okkur að
kostnaðarlausu.
Hvað Jens varðar, þá held ég
að hann hefði aldrei notað þessa
púða hefði hann vitað um skaðsemi
þeirra, en það er gott að hrista upp
í hlutunum og endurskoða hvernig
staðið er að heilbrigðis málum
í þessum geira, en það er svo
sannar lega margt sem má betur
fara,“ segir Harpa að lokum.
100% NÁTTÚRULEG
Fatahönnuðurinn og listakonan Harpa Einarsdóttir opinberaði hugrekki sitt á
dögunum þegar hún deildi því með ófáum vinum sínum og aðdáendum á samskipta-
síðunni Facebook að hún hefði látið fjarlægja úr sér sílíkon-púðana sem hún fékk sér
fyrir allnokkrum árum en hún var ein þeirra sem voru með hina umtöluðu PIP-púða.
SKRIFAÐ 27. FEBRÚAR
INN Á VEF LANDLÆKNIS-
EMBÆTTIS:
Ómskoðanir vegna PIP-
brjóstafyllinga í liðinni viku
Í síðustu viku komu 33 konur
í ómskoðun hjá Krabbameins-
félagi Íslands vegna PIP-
brjóstafyllinga. Leki greindist
frá púðum hjá 20 konum.
Alls hafa þá 187 konur gengist
undir þessa rannsókn hérlend-
is og hafa 58% greinst með
leka. Ómskoðunum verður
haldið áfram síðar í þessari
viku samkvæmt áætlun.
landlæknir.is
MYND/GIGJA EINARSDÓTTIR
Sjónvarpsmaðurinn knái, Sindri Sindrason, hefur lítið
sést á skjánum síðustu vikurnar enda nýorðinn pabbi.
Sindri og Albert maðurinn hans fengu litla stúlku í fóstur
á dögunum og er nú hugur þeirra og hjarta í því að hugsa
um litlu dótturina. Sindri er mjög hamingjusamur heima-
vinnandi með litlu stelpunni sinni og brosir hringinn allan
daginn við að annast hana. Það styttist þó í að Sindri
snúi aftur á skjáinn því sú stutta hefur nú fengið pláss á
Hjallaleikskólanum Laufásborg.
SINDRI ORÐINN PABBI
MYND/EINKASAFN SINDRA