Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.03.2012, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 09.03.2012, Qupperneq 10
9. mars 2012 FÖSTUDAGUR10 Geir H. Haarde fyrir Landsdómi – dagur 4 Kaupþing var að hrinda í gang áætlunum um að flytja hluta starfsemi sinnar úr landi í lok september 2008 og féll vegna setningar neyðar- laganna. Eftiráskýringar Seðlabankamanna um að hafa séð hrunið fyrir ekki réttar. Þetta sagði Hreiðar Már Sigurðsson í gær. Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrum forstjóra Kaupþings, blöskrar mál- flutningur Davíðs Oddssonar og Arnórs Sighvatssonar um að þeir hafi séð hrunið fyrirfram. Hann sagði neyðarlögin hafa fellt Kaup- þing og að bankinn hafi hrint í fram- kvæmd „Project Hans“ í lok sept- ember sem átti að minnka áhættu Íslands vegna Kaupþings verulega. Þetta kom fram við vitnaleiðslur yfir Hreiðari á fjórða degi réttar- halda yfir Geir H. Haarde fyrir Landsdómi í gær. Var ekki hræddur við míníkrísuna Hreiðar fór yfir það að vöxtur Kaupþings hafði verið mjög hraður á árunum 2003-2005 þegar bankinn tvöfaldaðist árlega. Stærstu yfir- tökurnar á því tímabili voru sam- einingin við Búnaðarbankann (2003), kaupin á danska bankanum FIH (2004) og kaupin á Singer&- Friedlander í Bretlandi (2005). Eftir það hafi ekki verið neinn ytri vöxtur. Bankinn hafi ekki verið að kaupa fyrirtæki erlendis. Hreiðar sagði Kaupþing hafa verið um helming af stærð íslenska bankakerfisins. Efnahags- reikningur bankans hafi verið upp á um 55 milljarða evra. Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarsaksóknari spurði Hreiðar hvernig hann hafi upplifað hina svo- kölluðu „míníkrísu“ sem bankarnir gengu í gegnum á árinu 2006. Hreiðar sagði að það sem gerst hafi var að íslensku bankarnir hafi gefið út mikið af skuldabréfum á evrópskum skuldabréfamarkaði til að fjármagna sig. Áhyggna hafi tekið að gæta hjá fjárfestum um hvernig þeir ætluðu að endurfjár- magna þær skuldir og í kjölfarið hafi kjör versnað. Bankarnir hafi gripið til margþættra ráðstafana, meðal annars aukið innlánasöfnun og hafið útgáfu á skuldabréfum í Bandaríkjunum. Aldrei hafi verið hætta á því að Kaupþing færi í þrot á þessum tíma. Project Hans og Project Einar Hreiðar gat ekki sagt til um nákvæmlega hvenær hann fór að hafa áhyggjur af ástandinu aftur eftir að „míníkrísunni“ lauk. Staðan hafi þó að mörgu leyti verið að batna hjá Kaupþingi á árinu 2008 og bankinn hafði náð í ný innlán í gegnum Edge-reikninga sína fyrir um 5,7 milljarða evra. „Við töldum að við værum búnir að finna leiðina út úr þessari krísu,“ sagði Hreiðar. Sú leið var kynnt á stjórnarfundi Kaupþings 25. september 2008. Þá samþykkti stjórnin hið svo- kallaða „Project Hans“. Í því fólst að starfsemi Kaupþings á Norður- löndunum yrði flutt undir FIH og önnur alþjóðastarfsemi flutt til Sin- ger&Friedlander. Þessa starfsemi átti síðan að fjármagna á heima- mörkuðum þessara banka og minnka þannig áhættu móður bankans á Íslandi töluvert, enda var þá um 80% af starfsemi hans erlendis. Þessi áætlun átti að vera fyrsta skrefið í átt að flytja höfuðstöðvar Kaupþings af landi brott. Hreiðar sagði líka frá annarri áætlun, „ Project Einar“, sem snerist um að flytja höfuðstöðvar bankans til London. „Project Hans“ átti að vera skref í átt að „Project Einari“. Að sögn Hreiðars þótti raunhæft að hrinda „Project Hans“ í fram- kvæmd á þremur mánuðum. Aldrei hafi verið gert ráð fyrir fyrir- greiðslu frá Seðlabankanum sem þrautavaralánveitanda í þessum áætlunum bankans. „Við vissum alveg hvað gjaldeyrisvaraforðinn var stór.“ Á endanum lánaði Seðla- bankinn þó Kaupþingi 500 milljónir evra í neyðarlagavikunni. Pólitísk ákvörðun Hreiðar sagði að þessi vinna hafi ekki verið unnin undir neins konar þrýstingi eða með atbeina stjórn- valda. Það hafi hins vegar valdið þeim miklum vonbrigðum þegar Seðlabankinn neitaði bankanum að gera upp í evrum. „Ég tel að það hafi verið röng ákvörðun hjá Seðla- bankanum að hafna þessu. […] Það var pólitísk ákvörðun Seðlabankans. Hann vildi ekki sjá stærsta banka landsins gera upp í annarri mynt.“ Hreiðar sagðist ekki hafa orðið var við þrýsting frá stjórnvöldum eða opinberum stofnunum um að selja eignir á árinu 2008. Eftir á að hyggja hafi þó þurft að vera meira samráð milli aðila almennt um stöðuna á íslenskum fjármálamark- aði á árinu 2008. Hann sagði það ekki rétt sem fram hafi komið fyrir Landsdómi á síðustu dögum að Fjármálaeftir- litið (FME), og eftir atvikum Seðla- bankinn, hafi komið í veg fyrir kaup Kaupþings á NIBC. „Það var sameiginleg ákvörðun okkar og JC Flowers [stærsta eiganda NIBC] að hætta við kaupin.“ Aðkoma FME hafi verið sú að aðstoða seljandann, JC Flowers, við að komast að sömu niðurstöðu. Það hafi verið gert með þeim hætti að ekki væri sjálfgefið að FME myndi samþykkja kaupin. Eftiráskýringar Seðlabankamanna Hann nefndi sérstaklega að hann teldi að Seðlabankinn hefði tekið gríðarlega vonda ákvörðun þegar hann ákvað að taka yfir Glitni með því að kaupa hlutafé í bankanum fyrir 800 milljónir evra í lok september 2008. Hann gerði athuga- semd við það að þrír seðlabanka- menn, á meðal þeirra Davíð Odds- son og Arnór Sighvatsson núverandi aðstoðarseðlabankastjóri, hafi haldið því fram fyrir Landsdómi að þeir hafi vitað hvað væri að fara að gerast haustið 2008. „Ef þeir vissu hvað var að fara að gerast, af hverju tóku þeir ákvörðun um að kaupa hlutafé í Glitni fyrir 800 milljónir evra í lok september 2008?“. Hreiðar sagði þær eftiráskýring- ar sem Seðlabankamennirnir hefðu boðið upp á fyrir Landsdómi rang- ar. „Mér blöskrar hreinlega,“ sagði Hreiðar og virtist í töluverðu upp- námi. Hann byrjaði í kjöl farið að gagnrýna vitnisburði Arnórs og Davíðs en Markús Sigurbjörnsson, forseti dómsins, stoppaði hann af og sagði hann ekki vera kominn í Landsdóm til að ræða framburð annarra vitna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, dóm- ari í Landsdómi, spurði Hreiðar af hverju Kaupþing hefði fallið. „Hann fellur við þá ákvörðun stjórnvalda að setja neyðarlög,“ svaraði Hreiðar. Hann sagði að lög sem mismunuðu fólki eftir búsetu eða þjóðerni og breyttu röð kröfuhafa eftir á gera það ómögulegt að reka alþjóðlegan banka. „Daginn eftir að neyðar lögin voru samþykkt vildi enginn eiga viðskipti við okkur.“ Hreiðar sagði neyðarlögin hafa fellt Kaupþing REIÐUR „Mér blöskrar hreinlega,“ sagði Hreiðar um skýringar Seðlabankamanna fyrir Landsdómi um að þeir hafi séð hrunið fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Flott gúmmístígvél frá Stylesnob 12.990 kr. www.facebook.com/MAIAReykjavik Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Ósætti var innan samráðshóps um fjármálastöðugleika stuttu fyrir hrun um þær leiðir sem hópurinn vildi fara, og hvort þörf væri á ákvörðun stjórnvalda um mögulegan fjárstuðning við fjármálakerfið ef allt færi á versta veg. Þetta kom fram í vitnisburði Jónínu S. Lárusdóttur, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í viðskipta- ráðuneytinu, fyrir Landsdómi í gær. Jónína, sem átti sæti í hópnum, sagðist sjálf hafa kallað eftir því innan hans í ágúst 2008 að stjórnvöld mörkuðu ákveðnari stefnu um hversu langt þau væru tilbúin að ganga til að bjarga fjármálakerfinu. Aðrir í hópnum töldu ekki tímabært að taka slíka ákvörðun. Þeirra á meðal voru ráðuneytisstjórar fjár- málaráðuneytisins og forsætisráðuneytisins, Baldur Guðlaugsson og Bolli Þór Bollason. Sá síðarnefndi var formaður samráðshópsins. Jónína vildi einnig meiri formfestu í starf hópsins, ákveðna dagskrá, skil- greiningu á verkefnum og fleira í þeim dúr. Hún sagði þó í gær að það hefði litlu breytt þó til hefði verið neyðaráætlun haustið sem bankarnir hrundu. Hún sagði mestu skipta að hópurinn hafi látið vinna drög að að lagafrumvarpi sem síðar var breytt í neyðarlögin í októberbyrjun 2008. -bj Ósætti um leiðir í samráðshópi Stjórnarformaður Glitnis taldi bankann geta losað um 900 milljónir evra með sölu á eignum í Noregi árið 2008. Úti var um áformin eftir fall bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers 15. sept- ember þar sem væntanlegir kaupendur kipptu að sér höndunum. Þetta kom fram í vitnisburði Þorsteins Más Baldvins sonar fyrir Landsdómi í gær. Hann var stjórnarformaður Glitnis frá því snemma árs 2008 og þar til Fjármálaeftirlitið tók bankann yfir í október. Þorsteinn neitaði því að stjórnvöld hafi þrýst á stjórn bankans um að selja eignir og minnka efnahagsreikninginn. Hann sagði slíkan þrýsting hafa verið óþarfan, stjórnin hafi sjálf ákveðið að fara þessa leið, sem hafi meðal annars komið fram í uppsögn um 200 starfs- manna, auk sölu á eignum í Danmörku og víðar. Spurður hvort aðstæður á markaði á árinu 2008 hafi verið svo erfiðar að illmögulegt hafi verið að selja eignir sagði Þorsteinn að Glitnismenn hafi í það minnsta verið vongóðir um sölu eigna í Noregi, enda hafi það verið góðar og verðmætar eignir. Hann sagði að byrjað hafi verið að vinna að sölu eignanna á vormánuðum 2008. Þorsteinn sagði einnig að stjórnin hafi óskað eftir því árið 2008 að stærstu skuldhafar Glitnis seldu eignir til að greiða upp eitthvað af skuldum sínum við bankann. Í hópi stærstu skuldara voru eigendur bankans og félög þeim tengd. Hann sagði það ekki hafa náðst áður en bankarnir féllu, þó unnið hafi verið að því af fullum krafti á árinu. Þorsteinn sagði það hafa verið sína skoðun að rétt væri að hagræða meira í bankakerfinu, til dæmis með sameiningu banka. Hann fundaði með Björgólfi Guðmundssyni, stjórnarformanni Landsbankans, í ágúst til að ræða mögulega sameiningu. Fundurinn fór fram að ósk Tryggva Þórs Herbertssonar, þáverandi efnahagsráðgjafa Geirs H. Haarde forsætis- ráðherra, og sat Tryggvi fundinn. Þorsteinn segist hafa skilið það svo að Björgólfur væri ekki áfjáður í slíka sameiningu og möguleikinn ekki verið skoðaður nánar. - bj Vildu losa 900 milljónir evra með sölu eigna sumarið 2008 ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.