Fréttablaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 2
9. mars 2012 FÖSTUDAGUR2
Svavar, ætlið þið í alvöru að
spila keilu á sabbatsdeginum?
„Já, við verðum að gera það enda
spurning um líf og dauða.“
Svavar H. Jakobsson er annar skipu-
leggjenda Big Lebowski-hátíðarinnar í
Keiluhöllinni á morgun sem tileinkuð er
myndinni frá 1998. Í frægu atriði neitar
ein persónan að spila keilu á sabbats-
deginum þar sem gyðingar skuli halda
hvíldardaginn heilagan nema líf liggi við.
SKIPULAGSMÁL Gylfi Sigurðs-
son aðalvarðstjóri segir áætlaða
breytingu á skipulagi umferðar á
Dalvegi í Kópavogi munu hindra
starf lögreglunnar og stofna
öryggi fólks í hættu.
Gylfi mætti á síðasta fund
umhverfis- og samgöngu nefndar
Kópavogs og lagði þar fram bókun.
Í henni undirstrikar Gylfi að lög-
reglan verði að eiga greiða og
óhefta leið frá starfsstöð sinni.
Lögreglustöð og sýslumanns-
skrifstofa er á Dalvegi 18. Þangað
er Pósturinn einnig nýfluttur með
afgreiðslu.
Ætlunin er að gera tvö hringtorg
á Dalvegi, nokkuð ofan og neðan
við lögreglustöðina. Jafnframt á
að aðskilja akreinar götunnar með
umferðareyju.
„Ef við erum að fara í útkall í
átt að Smáratorgi getum við ekki
lengur tekið vinstri beygju niður
Dalveginn heldur þurfum fyrst
upp að hringtorginu og snúa
þar við,“ útskýrir Gylfi. „Hver
sekúnda skiptir máli og það getur
verið lífsspursmál að bæta ekki
þessum krók við leiðina. Þess utan
er forgangsakstur hættulegur og
ástæðulaust að lengja hann.“
Á þessu hnykkir Gylfi í áður-
nefndri bókun. „Með því að loka
með einhverjum hætti útakstri
lögreglu er verið að stefna öryggi
bæjarbúa í hættu,“ fullyrðir hann.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjar-
stjóri í Kópavogi, segir innihald
bréfs Gylfa koma bæjaryfirvöldum
í opna skjöldu. „Það kemur okkur
á óvart að fyrstu viðbrögð lög-
reglunnar skuli birtast í þessari
bókun með svo afgerandi hætti. Það
er greinilegt á þessu að umferðar-
sérfræðingum bæjarins ber ekki
SPURNING DAGSINS
Gráða & feta ostateningar henta
vel í kartöflusalatið, á pítsuna,
í sósuna, salatið, ofnréttinn og
á smáréttabakkann.
ms.is
Gráða & feta
ostateningar í olíu
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
12
10
8
1917
1513
119
8
10
12
9
11
13
15
17
19
1
0
8
6
5
úl
al
in
d
M
án
al
ind
xa
lin
d
Sorpa
Bílastæði
lögreglunnar
Nýtt hringtorg
Núverandi
útakstur
lögreglunnar
Nýtt hringtorg
Lögreglustöðin
Reykjanesbraut
Áformaðar breytingar á Dalvegi
Fyrirhuguð
umferðareyja
Varðstjóri berst gegn
hindrunum á Dalvegi
Aðalvarðstjóri segir áformaðar breytingar á Dalvegi munu hindra lögregluna og
ógna öryggi borgaranna. Bæjarstjórinn í Kópavogi segist undrandi og biður um
að sjá gögn sem „sérfræðingar séu væntanlega búnir að vinna fyrir lögregluna“.
BREYTINGAR Á
DALVEGI Hér sést
hvernig koma á fyrir
tveimur hringtorgum
og loka á milli
akreina einmitt þar
sem lögreglan hefur
nú útakstur á Dalveg.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
saman við umferðarsérfræðinga
lögreglunnar,“ segir hann.
Samgöngunefndin frestaði
afgreiðslu umferðarskipulagsins
á Dalvegi á fyrrnefndum fundi.
Ármann segir að funda verði með
hlutaðeigandi og óskað eftir þeim
gögnum sem sérfræðingar séu
væntanlega búnir að vinna fyrir
lögregluna.
Að sögn Ármanns voru mark-
miðin með breytingum á Dalvegi
þríþætt. „Í fyrsta lagi að auka
umferðaröryggi með því að draga
úr hraða og fækka krossgatna-
mótum á Dalveginum. Í öðru lagi
auka umferðarflæði á svæðinu
og í þriðja lagi að draga úr hljóð-
mengun,“ segir bæjarstjórinn sem
kveður málið verða skoðað með
ítarlegri hætti þegar frekari upp-
lýsingar frá lögreglu liggi fyrir.
„Í neyðarakstri liggur sérfræði-
kunnátta lögreglunnar. Það er nú
bara almenn skynsemi að við
slíkan akstur þarf leiðin að vera
óheft,“ svarar aðalvarðstjórinn.
gar@frettabladid.is
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
ness hefur dæmt hálfþrítuga konu
í tveggja ára fangelsi fyrir að
kveikja í sófa í íbúð í Hafnarfirði.
Konan var að eigin sögn „kaf-
dópuð“ þegar kviknaði í húsinu.
Hún neitaði sök og bar við að um
óhapp hefði verið ræða en það fékk
enga stoð í rannsókn sérfræðinga.
Hins vegar þykir sýnt að hún
hafi strax eftir íkveikjuna séð að
sér og reynt hvað hún gat til að
slökkva eldinn, án árangurs. Þá er
hún nú komin í stranga meðferð
við fíkn sinni. Í þessu ljósi þótti
dómnum rétt að skilorðsbinda 22
mánuði refsingarinnar. - sh
Tvö ár í fangelsi fyrir brennu:
Kveikti í bensín-
blautum sófa
PAKISTAN, AP Þrjár ekkjur
hryðjuverkaleiðtogans Osama
bin Laden hafa verið ákærðar í
Pakistan. Þar-
lend stjórnvöld
saka þær um
að hafa komið
ólöglega til
landsins.
Konurnar
þrjár hafa
verið í gæslu-
varðhaldi í
Pakistan síðan
í maí á síðasta
ári, eða frá því
að bandarískir
landgöngulið-
ar réðust inn í
hús bin Ladens og drápu hann.
Þeir fóru síðan með líkið út á
sjó og sökktu því.
Óljóst er um réttarstöðu
ekknanna í Pakistan og ekki
einu sinni vitað hvort þær hafa
lögmann.
- gb
Ekkjur bin Ladens ákærðar:
Sagðar ólögleg-
ir innflytjendur
OSAMA BIN
LADEN
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur dæmdi í gær Marcin Tomasz
Lech, 33 ára Pólverja, í fimm
ára fangelsi fyrir aðild sína að
vopnuðu ráni í verslun úr smiðsins
Franks Michelsen í október í
fyrra.
Þrír félagar Lechs ruddust
inn í verslunina að morgni 17.
október, ógnuðu starfsfólki með
eftir líkingum af skammbyssum
og höfðu á brott með sér 49 rán-
dýr úr. Mennirnir þrír flúðu svo
úr landi.
Tveir þeirra voru handteknir í
Sviss í síðasta mánuði, að því er
fram kom í fréttum RÚV í gær, á
grundvelli handtökuskipunar sem
íslensk lögregluyfirvöld höfðu
gefið út. Svissnesk yfirvöld munu
framselja þá til Íslands og verður
þá réttað yfir þeim hér vegna
málsins.
Hlutverk Lechs var að flytja bíl
til landsins með Norrænu, sem
úrin voru síðan falin í. Til stóð að
hann mundi síðan koma bílnum
aftur úr landi með Norrænu.
Dómurinn metur þátt Lechs í
ráninu jafnan þætti hinna, jafnvel
þótt hann hafi ekki sjálfur ruðst
inn í verslunina, enda hafi hann
tekið þátt í skipulagningunni frá
upphafi til enda. Hann hefur sætt
gæsluvarðhaldi frá því nokkrum
dögum eftir ránið og kemur sú vist
til frádráttar dómnum.
Lech er dæmdur til að greiða
Vátryggingafélagi Íslands, sem
tryggði úrin, rúmar fjórtán
milljónir króna í bætur fyrir tjón
sem varð á úrunum. Þá er bíllinn
sem hann kom á til landsins, Audi
A8, gerður upptækur. - sh
Tveir úraræningjanna sem sluppu til Póllands handteknir í Sviss og verða framseldir til Íslands:
Fimm ára fangelsi fyrir rán hjá Michelsen
JÁTAÐI Marcin Tomasz Lech játaði sök.
Hann sagði að upphaflega hafi staðið til
að brjótast inn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
DÓMSMÁL InDefence-hópurinn
telur eðlilegast að almenningur
fái beinan aðgang að landsdóms-
réttarhöldunum í gegnum ljósvaka-
miðla og aðgang að máls skjölum
eða afriti af vitnisburði vitna. Í til-
kynningu samtakanna er skorað
á Landsdóm að ráða bót á þessu
tafarlaust.
Bent er á að á ýmis atriði Ice-
save-málsins reyni nú fyrir Lands-
dómi, en hópurinn telur á skorta
að til vitnis séu kallaðir erlendir
málsaðilar. Þar á meðal eru nefndir
Alistair Darling, fyrrverandi fjár-
málaráðherra Breta, Hector Sants,
forstjóri breska fjármálaeftir-
litsins, og Mervyn King, seðla-
bankastjóri Englandsbanka. - óká
Sýnt verði úr Landsdómi:
Vilja fá útlend-
inga fyrir dóm
Hitler enn bannaður
Dómstóll í München hefur bannað
bresku bókaforlagi að gefa út útdrætti
úr bók Adolfs Hitlers, Mein Kampf,
í þýsku fræðitímariti. Bæjaraland á
útgáfuréttinn á bókinni út árið 2015
og hefur komið í veg fyrir útgáfu
verksins í Þýskalandi síðan.
ÞÝSKALAND
REYKJAVÍK Fulltrúar Sjálfstæðis-
flokks og Vinstri grænna ósk-
uðu eftir því á fundi borgarráðs
í gær að innri endurskoðandi og
borgarlögmaður fari yfir sölu-
ferli vegna eignarhluta Orku-
veitu Reykjavíkur (OR) í Enex
Kína og Envent Holding.
Í tilkynningu segir að ástæða
þess að óskað hafi verið eftir
úttektinni sé að staðfest hafi
verið að OR hafi selt eignarhluti
í félögunum „án auglýsingar og
eðlilegra upplýsinga til stjórn-
armanna í Orkuveitunni“.
Einnig er óskað eftir því að
upplýst verði hvort ásættanlegt
verð hafi fengist fyrir eignirn-
ar.
- þj
Minnihlutinn í borgarráði:
Biðja um úttekt
á sölu eigna OR
INDONESÍA, AP Evie, fyrrverandi barnfóstra Barack
Obama forseta Bandaríkjanna, er hrærð yfir
því að hafa skotist upp á stjörnuhiminninn, en
hún býr í fátækrahverfi í Jakarta. Sjónvarpslið
marserar nú inn og út úr litla hjallinum hennar.
Fjarskyldir ættingjar sem aldrei hafa virt hana
viðlits vilja loksins hitta Evie og henni hefur
meira að segja verið boðin mannsæmandi vinna.
Evie er 66 ára og fæddist karlmaður en telur
sig kvenmann. Hún vakti athygli eftir að viðtal
birtist nýlega við hana um baráttu transfólks í
blaðinu The Associated Press. Athyglin er einkum
vegna tengsla hennar við Bandaríkjaforseta.
Hún passaði „Barry“ árið 1969 þegar hann var
átta ára og vann á heimili hans sem karlmaður.
Evie segist aldrei hafa látið hinn unga Barry sjá
sig í kvenmannsfötum.
Þegar hún hafði verið beitt ofbeldi í mörg ár
fyrir að klæðast kvenfatnaði fannst henni væn-
legra að falla inn í fjöldann. Hún hætti því að
klæðast sem kona. Eftir að Evie missti vinnuna
hjá fjölskyldu Obama dró hún fram lífið með því
að handþvo föt fyrir fólk.
„Ég geri mér grein fyrir að athyglin mun ekki
endast lengi,“ segir hún. „En ég held að saga mín
muni opna augu fólks þannig að það muni virða
okkur meira.“ -gs
Barnfóstra Baracks Obama Bandaríkjaforseta nýtur síðbúinnar athygli:
Lét Barry aldrei sjá sig í kjól
EVIE Í HÓPI NÁGRANNA SINNA Telur sögu sína auka víðsýni
fólks um kynferði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP