Fréttablaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 09.03.2012, Blaðsíða 54
9. mars 2012 FÖSTUDAGUR34 „Þetta er besti bóka markaður sögunnar. Það hefur aldrei gengið jafnvel og nú,“ segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Hinn árlegi bókamarkaður í Perlunni hefur gengið vonum framar og hafa bókhneigðir Íslendingar flykkst þangað að undanförnu. Markaðurinn hófst 24. febrúar og stendur yfir fram á sunnudag. „Það er búið að selja upp um tvö hundruð titla. Þetta eru titlar sem koma ekkert aftur.“ Kristján nefnir sem dæmi að 760 titlar hafi verið í Bóka- tíðindum í fyrra og því sé þessi sala um þriðjungur af því. „Við erum mjög ánægð með þetta.“ Þegar best hefur látið hafa um tíu þúsund manns komið á markaðinn á dag. Fram til þessa voru árin 2008 og 2009 þau bestu. Salan minnkaði næstu tvö árin á eftir en hefur komið sterk inn núna. Að sögn Kristján hefur stór bók um Kjarval gengið mjög vel auk þess sem bókin Líf mitt með Mozart eftir Eric- Emmanuel Schmitt hefur selst í þrjú til fjögur hundruð eintökum. Telur hann að umfjöllun um bókina í sjónvarpsþættinum Kiljunni hafi hjálpað þar mikið til. Fræði- bækur hafa einnig verið óvenju vinsælar í ár en í staðinn hefur dregið úr áhuga á ævisögum. - fb Mest sótti bókamarkaðurinn FÖSTUDAGSLAGIÐ „Það er High Life með Daft Punk. Franskt hús eins og það gerist best.“ Steve Sampling, raftónlistarmaður. ÁNÆGÐUR Kristján B. Jónasson er mjög ánægður með áhuga Íslendinga á bókamarkaðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Það var virkilega svalt að vinna með Helga,“ segir bandaríski tón- listarmaðurinn John Grant. Hann og Helgi Björnsson hafa nýlokið við að semja lagið Finish on Top. Það verður spilað í þættinum Hljómskálinn í Sjón- varpinu á laugardaginn. Þar verður umfjöllunarefnið sveita- böll á Íslandi og eru bæði Helgi og Grant á meðal viðmælenda. Samstarfið átti sér stuttan aðdraganda. Kiddi, gítarleikari í Hjálmum og einn umsjónar- manna Hljómskálans, hafði sam- band við Helga síðasta laugardag og spurði hvort hann og félagar hans í SS Sól vildu starfa með einhverjum í þættinum. Helgi stakk óvænt upp á Grant og fékk hann til samstarfs við sig í gegnum Stephan Stephensen úr GusGus. Þar eru hæg heimatökin því Grant er að vinna með Bigga Veiru úr GusGus að næstu plötu sinni eins og Fréttablaðið hefur greint frá. „Helgi, President Bongo [Stephan Stephensen] og ég fengum okkur kvöldmat og fórum síðan í hljóðverið hans Stebba til að semja textann. Ég var fljótur að semja nokkur textabrot og við fórum yfir þau saman til að sjá hvort þau pössuðu,“ segir Grant. „Næsta dag fórum við í hljóðver og tókum lagið upp. Það gekk ótrúlega auðveldlega fyrir sig og var mjög skemmtilegt. Það var virkilega þægilegt og gaman að vinna með Helga og við hlógum mikið saman.“ Helgi er einnig ánægður með samstarfið við þennan þekkta tónlistarmann. „Við Sólin vorum að djamma á þessu á laugar- deginum á Akureyri í „sánd- tékki“. Svo hitti ég John á mánu- deginum og við kláruðum lagið,“ segir Helgi. „Þetta var mjög skemmtilegt. Hann er rosa ljúfur strákur og þægilegur. Hann er auðvitað sprúðlandi „talent“ og við rúlluðum þessu upp.“ Lagið verður hugsanlega gefið út en það fer eftir viðbrögðunum sem það fær eftir sýningu þáttarins. Mikil eftirvænting ríkir eftir næstu plötu Johns Grant en sú fyrsta, Queen of Denmark, var kjörin plata ársins 2010 af breska tónlistartímaritinu Mojo. Grant hefur tvívegis spilað hér á landi og heldur eina tónleika til við- bótar í Háskólabíói í júlí. freyr@frettabladid.is JOHN GRANT: ÞAÐ VAR VIRKILEGA SVALT AÐ VINNA MEÐ HELGA John Grant og Helgi Björns sömdu lagið Finish on Top GOTT SAMSTARF Helgi Björnsson og John Grant við upptökurnar á laginu Finish on Top. Við hlógum mikið saman JOHN GRANT Leikritið Djúpið verður frumsýnt í Berlín á laugardaginn og í Kaupmannahöfn á mánu- daginn. Leikararnir Urs Jucker og Carsten Bjørnlund fara þar með sama hlutverk og Ingvar E. Sigurðsson lék í íslensku upp- færslunni sem var sýnd í Borgarleikhúsinu í tæp tvö ár. „Það er frábært að vera á þessum stöðum, sérstaklega í Berlín því þetta er virtasta leikhús Evrópu. Það er þarna sem hlutirnir gerast,“ segir höfundurinn Jón Atli Jónas- son og á við leikhúsið Schaubühne. Þar verður leikritið hluti af hinni árlegu hátíð F.I.N.D. þar sem tekin eru fyrir ný og spennandi alþjóðleg leikrit. Verkið var heimsfrumsýnt árið 2009 í leikhúsinu Oran Mor í Glasgow þar sem Liam Brennan lék aðalhlutverkið. Fram undan eru fleiri sýningar erlendis, þar á meðal í Svíþjóð og hugsanlega í Færeyjum. Leikritið er óður til þeirra íslensku sjó- manna sem hafa í gegnum aldirnar haldið á djúpið. „Við vildum bíða frekar eftir því að fá rétta leikara í aðalhlutverkin heldur en að æða af stað. Það getur ekki hver sem er leikið þetta hlutverk og þess vegna höfum við verið rólegir í tíðinni,“ segir Jón Atli, sem verður viðstaddur frumsýningarnar í Berlín og Kaupmannahöfn. - fb Djúpið til Berlínar og Köben JÓN ATLI OG INGVAR Jón Atli Jónassson, höfundur Djúpsins, verður viðstaddur frumsýningarnar í Berlín og Kaupmannahöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Glæný Bláskel frá Stykkishólmi OPIÐ LAUGARDAGA 10-15.00 HUMAR 2.000 kr.kg FERSKUR TÚNFISKUR 690 kr. pr. 100 gr. 3.990 kr.kg HUMAR Stærð 18-24 www.facebook.com/drdenimiceland LAUGAVEGI 7 & SMÁRALIND Þáttastjórnandinn og grínistinn Sólmundur Hólm varð tveggja barna faðir í gær. Eiginkona hans, Elín Anna Steinarsdóttir, fæddi dreng í gærmorg- un en móður og barni heilsast vel. Fyrir eiga þau hjónin soninn Matthías sem er fjögurra ára gamall og því væntanlega mikið stuð á heimilinu fram undan. - áp FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.