Fréttablaðið - 09.03.2012, Qupperneq 8
Sonur minn spurði mig á
þessum tíma: „Pabbi, þú ert
aldrei heima nema á morgnana.“
Jónas Fr. Jónsson, fyrrum forstjóri FME,
um vinnuálagið dagana sem íslenska
bankakerfið var að hrynja.
Það kann að blasa við hlut-
fallsvandi gagnvart klukkunni.
Markús Sigurbjörnsson, forseti Lands-
dóms, biður saksóknara, enn einu sinni,
að virða tímamörk sem hann hefur til að
yfirheyra hvert vitni.
Núna veistu hvað er í henni.
Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari þylur
upp innihald skýrslu sem Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn hafði unnið um Ísland
en Jónas Fr. Jónsson hafði aldrei séð.
Menn eru alveg búnir að
gleyma því andrúmslofti sem
var, menn voru kvikmyndastjörnur
samtímans.
Jónas Fr. um íslenska bankamenn.
Ég held að allir bankamenn hafi
haft áhyggjur á árinu 2008.
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrum forstjóri
Kaupþings.
Var project Hans skref í átt að
project Einar?
Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðar-
saksóknari spyr Hreiðar Má um áætlanir
Kaupþings.
Hvað er þetta eiginlega?
Helgi Magnús spyr Guðjón Rúnarsson,
framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrir-
tækja, um starfsemi samtakanna.
Ég varð fyrir miklu áfalli
þegar ég kom til baka vegna
stöðunnar.
Jónína S. Lárusdóttir, fyrrverandi ráðu neytis-
stjóri viðskiptaráðuneytisins, sneri aftur til
starfa 1. ágúst 2008 eftir fæðingarorlof og
fékk áfall yfir stöðu fjármálakerfisins.
Fjármálaeftirlitið treysti
ársreikningum bankanna,
stækkaði ekki nógu hratt
í samanburði við banka-
kerfið og taldi sig hafa tíma
fram á vormánuði 2009 til
að bregðast við væntanlegu
áfalli í fjármálakerfinu.
Jónas Fr. Jónsson, fyrrum forstjóri
Fjármálaeftirlitsins (FME), taldi
það ekki hafa stækkað nógu hratt
í samanburði við banka kerfið.
Hann taldi eftirlitið vera komið á
byrjunar punkt á árinu 2008. Þetta
kom fram í vitnaleiðslum yfir
honum fyrir Landsdómi í gær.
Sigríður Friðjónsdóttir sak sóknari
spurði Jónas hvort FME hefði verið
nægilega öflugt til að sinna því
starfi sem það átti að sinna. Hann
svaraði því til að ef miðað væri við
stærð FME í dag, og sú stærð sett
í hlutfallslegt samhengi við stærð
bankakerfisins á árinu 2008, þá
hefðu starfsmenn þess þurft að
vera um 500 talsins. Þegar Jónas
hóf störf hjá FME síðsumars 2005
voru starfsmenn eftirlitsins um
30 talsins og starfsmannavelta
var geysileg. Hann hafi ákveðið
að reyna að byggja upp, reyna að
fá aukið fjármagn, bæta aðstöðu
og kjör. Smám saman hafi FME
stækkað, en ekki nógu hratt. Á
árinu 2008 hafi honum fundist þeir
vera komnir „á svona byrjunar-
punkt.“
Treysti ársreikningum
Spurður hvort hann hafi talið
allt með felldu „bak við tjöld
bankanna“ sagðist Jónas hafa
treyst ársreikningum þeirra sem
lagðir voru fram. Jónas sagði að
það hefðu reglulega farið gögn
á milli Seðlabankans og FME
og fundir verið haldnir þar sem
rædd var lausafjárstaða bankanna
og áhyggjur af henni, en Seðla-
bankinn hafði eftirlit með henni.
Andri Árnason, lögmaður Geirs,
spurði Jónas hvort það hefði verið
sérstaklega greint af FME þegar
stór erlend lán, meðal annars til
Ólafs Ólafssonar og Milestone,
voru endurfjármögnuð af ís-
lenskum bönkum í byrjun árs
2008. Um var að ræða lán upp á
tugi milljarða króna. Jónas sagðist
ekki muna eftir því að svo hafi
verið.
Að sögn Jónasar var hinn marg-
ræddi samráðshópur um fjármála-
stöðugleika, sem hann sat í, fyrst
og fremst upplýsinga- og sam-
ráðshópur. Geir H. Haarde hafi
ekki haft neinar vald heimildir
yfir hópnum og hann vann ekki
sérstakar aðgerða- eða viðbragðs-
áætlanir. Það hafi þó bæði FME og
Seðlabankinn gert.
Vann drög að neyðarlögunum
Jónas sagði að hann hefði látið taka
saman drög að því sem á endanum
varð grunnur að neyðarlögun-
um snemma árs 2006. Það hafi
verið gert í framhaldi af greinar-
gerð þar sem skýrt kom fram að
það skorti á úrræði um inngrip í
fjármála stofnanir. Frumvarps-
drögin voru þó aldrei lögð fram og
sett á hilluna. Á vettvangi samráðs-
hópsins hafi síðan verið farið að
útfæra þá vinnu enn frekar sum-
arið 2008.
Ýmislegt annað hafi verið notað,
til dæmis skýrsla fjármálakreppu-
fræðingsins Andrew Gracie, um
stöðu bankanna og hugsanlegt
hrun í október 2008, og breskt
frumvarp sem fjallaði um mögu-
legar aðgerðir við fjármálaáfalli.
Jónas sagði engar athuga semdir
hafa verið gerðar varðandi verk-
stjórn í samráðshópnum. Hópurinn
hafi einnig talið sig hafa ágætan
tíma til að bregðast við. Hann
taldi ekki að um bráða hættu
væri að ræða heldur að hætta
gæti skapast undir vor eða sumar
2009 þegar stórir gjalddagar voru
hjá íslensku bönkunum. Síðan
harðnaði alþjóða krísan haustið
2008 með falli Lehman og hættan
verður bráð. Þetta ferli hafi endað
með hruninu í október 2008.
Kerfið minnkaði um sjö prósent
Sigríður Friðjóndóttir sak sóknari
spurði Jónas um hvað FME hafi
reynt að gera á árinu 2008 til að
minnka stærð bankakerfisins.
Hann svaraði því til að það hefði
verið erfitt að minnka efnahags-
reikning þeirra með eignasölu.
Stórum áfanga hafi þó verið náð
þegar Kaupþing hætti við að
kaupa hollenska bankann NIBC í
upphafi árs 2008. Þau kaup hefðu
stækkað Kaupþing um 40%.
„Mér sýnist á fjölmiðlum að að
minnsta kosti þrír hafi eignað
sér heiðurinn af því,“ sagði Jónas
og vísar þar til annarra vitnis-
burða sem fram hafa komið fyrir
Landsdómi.
Jónas benti líka á að efna hagur
bankanna hafði minnkað um 7%
í evrum talið á árinu 2008, enda
krónan fallið skarpt. Frekari
minnkun eða sala eigna hefði
sent neikvæð skilaboð og ekki
náð því fram sem stefnt væri að.
Auk þess hafi ekki verið til staðar
neinar vald- eða lagaheimildir til
að þvinga banka til að selja eignir
eða flytja úr landi.
Eiríkur Tómasson, dómari við
Landsdóm, spurði Jónas að lokum
hvort það hafi aldrei komið til tals
hjá FME eða Seðlabankanum að
beita sér með einhverjum hætti
til að draga úr eða stöðva innlána-
söfnun á Icesave- reikninga. Jónas
sagði það vissulega hafa verið
möguleika að auka til dæmis
bindiskyldu og herða kröfur um
lausafjárkröfur vegna þessara
innlánasöfnunar, en að það hefðu
verið stjórntæki Seðlabankans,
ekki FME.
9. mars 2012 FÖSTUDAGUR8
Geir H. Haarde fyrir Landsdómi – dagur 4
Orðrétt
Jón Þór Sturluson, fyrrum aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar viðskipta-
ráðherra, var spurður að því hver væri hin aðsteðjandi hætta sem bankarnir stóðu
frammi fyrir og hvenær honum hafi verið hún ljós. Hann sagðist hafa gert sér
grein fyrir henni í ársbyrjun 2008 og að hún hafi magnast þegar leið á árið. Að
mati Jóns Þórs var hún helst sú að bankarnir voru ekki með tryggða fjármögnun
til lengri tíma og þeim virtist ganga illa að fjármagna sig. Aðstæður á alþjóða-
mörkuðum voru með þeim hætti á árinu 2008 að þetta gat „endað illa“.
Hann sagði að það hefði ekki átt sér stað, með beinum hætti, vinna á vegum
viðskiptaráðuneytisins sem í fólst mat eða greining á útþenslu bankakerfisins.
Slík vinna hafi þó farið fram á vettvangi Fjármálaeftirlitsins (FME) og Seðlabanka
Íslands og ráðuneytið átti samtöl við þær stofnanir um efnið.
Söfnuðu tillögum
Jón Þór segir að málið hafi komist kirfilega á dagskrá eftir fund sem Davíð Odds-
son hélt með ráðherrum í byrjun febrúar þar sem hann lýsti áhyggjum sínum
af bönkunum. Í kjölfarið hafi honum og Bolla Þór Bollasyni, ráðuneytisstjóra í
forsætisráðuneytinu, verið falið að safna saman tillögum sem gætu verið viðbragð
við válegum aðstæðum á fjármálamarkaði. Jón Þór sagði í vitnastúku að hann
hafi komið með þá tillögu að leyfa bönkunum að færa bókhald sitt og uppgjör
í öðrum gjaldmiðlum en íslensku krónunni til að koma í veg fyrir sveiflur. Hægt
hafi verið að ganga enn lengra. Við vitnaleiðslur benti hann á að í Svíþjóð, eftir
bankakreppu þeirra árið 1992, hafi yfirlýsing um að ganga í Evrópusambandið ein
og sér haft jákvæð áhrif á stöðu landsins. Niðurstaðan var þó alltaf sú að róttækar
yfirlýsingar og aðgerðir gætu skaðað.
Darling skildi ekki sjálfur hættuna af Icesave
Spurður hvort stjórnvöld hafi með einhverjum hætti beitt sér í því að fá bankana
til að flytja höfuðstöðvar úr landi eða draga saman í starfsemi sinni nefndi Jón
Þór aðgerðir FME vegna fyrirhugaðra kaupa Kaupþings á NIBC-bankanum, sem
hætt var við í ársbyrjum 2008. Hann sagðist telja „að það sé óyggjandi að afskipti
íslenska fjármálaeftirlitsins og rannsókn þess á áhrifum á fjármálastöðugleika hafi
leitt til þeirrar niðurstöðu“. Hreiðar Már Sigurðsson hafnaði þessari söguskýringu
alfarið í vitnastúku og sagði að Kaupþing og seljandinn, JC Flowers, hefðu sjálfir
ákveðið að hætta við kaupin. Jón Þór var spurður út í fund sem hann sat ásamt
öðrum með Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, 2. september 2008 þar
sem verið var að ræða Icesave og flutning þess yfir í dótturfélag í Bretlandi. Hann
segir Darling hafa notað orðalag á borð við: „Skiljið þið ekki hversu alvarlegt mál
þetta er?“. Að mati Jóns Þórs var hann þar að tala um alþjóðlegar aðstæður, ekki
bara vanda Landsbankans. Hann telur að að mörgu leyti hafi Darling sjálfur ekki
áttað sig á alvarleika þess máls sem var verið að ræða, þ.e. flutning á Icesave í
dótturfélag, og hverjar afleiðingarnar af málinu gætu orðið. - þsj
Vildi leyfa bönkunum að gera upp í evrum
Þórður Snær
Júlíusson
thordur@fréttabladid.is
FME hefði þurft að hafa 500 starfsmenn
FORSTJÓRINN Jónas benti á að efnahagur bankanna minnkaði um 7% í evrum talið
á árinu 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VITNI Jón Þór var aðstoðarmaður viðskipta-
ráðherra í aðdraganda hrunsins.
Aðalfundur
Sláturfélags Suðurlands svf.
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Goðalandi
Fljótshlíð, föstudaginn 23. mars 2012 og hefst kl. 15:00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera
komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir
aðalfund.
Reykjavík, 5. mars 2012.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.