Fréttablaðið - 14.03.2012, Síða 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011
Stefnir á sigur
Ólafur Ágústsson keppir
í Norðurlandakeppni í
matreiðslu í næstu viku.
tímamót 18
Miðvikudagur
skoðun 12
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
Bílar & fjármögnun
14. mars 2012
63. tölublað 12. árgangur
Kynningarblað Græn bílafjármögnun,
fjármögnun á eldri bílum, Ferrarisafn og Batmanbílar.
BÍLAR
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012
&FJÁRMÖGNUN
H ið nýja safn, sem kostaði um 18 millj-ónir evra að reisa, tengir saman nútíð og fortíð. Annar hluti safnsins stend-ur á rústum hússins sem Enzo Ferrari fædd-ist í árið 1898. Hús hans og verkstæði hafa verið endurbyggð í upprunalegri mynd en við hlið þess stendur hinn hluti safnsins, stórglæsileg nútímaleg bygging úr gulu áli sem er einkenn-islitur Modena borgar og bakgrunnur í merki Ferrari.Hinn nýi sýningarsalur var hannaður af breskum arkitektum frá Future Systems Íhonum er að finn ll
lífi Enzo Ferrari auk þess sem farið er yfir sögu
fyrirtækisins. Gamlir Ferraribílar spila stóran
þátt í sýningunni og eru á við góð listaverk.
Þó Enzo Ferrari sé í forgrunni er einn-
ig fjallað um hvernig Modena borg varð mið-
stöð fyrir önnur ofurbílamerki á borð við
Maserati, Pagani og De Tomaso. Meðal bíla
á sýningunni má nefnda Alfa Romeo 40-60
frá 1914, Alfa Romeo RL Super Sport Mille
Miglia frá 1927 og Alfa Romeo Bimotore af
árgerð 1935
Nýtt safn tileinkað Enzo Ferrari
Safnið Museo Casa Enzo Ferrari opnaði í Modena á Ítalíu um síðustu helgi. Safnið er tileinkað
Enzo Ferrari, hugmyndasmið Ferrari ofurbílsins. Safnið tengir saman fortíð og nútíð en þar er
að finna bæði Ferrari bíla og aðra sportbíla sem tengjast svæðinu kringum Modena borg.
Safnið samanstendur annars vegar af uppgerðu húsi sem var fæð-
ingarstaður Enzo Ferrari og hins vegar af nýtískulegum sýningarsal.
Hönnun nýja safnsins er mjög nýmóðins.
Til vinstri á myndinni er Maserati A6G/54 2000 af árgerðinni 1955 og í bak-
grunni er Stanguellini Junior.
Glæsilegur 1948 Ferrari SpA 166 MM Barchetta Touring.
Ítölsk mótorhjólalögga skoðar Alfa Romeo Bimotore frá 1935.
NORDICPHOTOS/GETTY
Vélsleðasportið er minn heima-völlur en undanfarin ár hefur sem hjólin keyra.“ segir Jónas. „Sno Cross Country s lík k ll
HJÓLIÐ ALLTAF AÐ
KOMA STERKAR INN
KEPPNISMAÐUR Jónas Stefánsson, þrefaldur Íslandsmeistari í SnoCross, er jaf vígur á vélsleða og mótorhjól. Hann er á leið norður í land þar sem hann tekur þátt í Mývatnsmótinu 2012 um helgina.
TIL Í SLAGINN
DAGUR GUÐMUNDAR GÓÐA
Boðið verður upp á dagskrá í tengslum við dag Guð-mundar biskups góða á Hólum í Hjaltadal á föstudag. Meðal viðburða má nefna tónlistaratriði og málþing um siðfræði. Dagskráin hefst klukkan 16. UPPLÝSINGAR | SÍMI 4536300.
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI
SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · Hljóðlát
Stórt op > auðvelt að hlaða
Sparneytin amerísk tæki.
<Þvottvélin tekur
heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerísk
gæðavara Amerísk
gæðavara
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Hugsaðu vel um fæturna
Sími 551 2070
Opið mán.-fös. 10-18.
Opið á laugard. 10-14.
Í meira en hálfa öld hafa milljónir manna
um allan heim notað BIRKENSTOCK®
sér til heilsubótar. Hvað um þig?
Teg: Arisona. Verð: 12.885,- Teg: Florida. Verð: 2. ,-
Margir litir
Stærðir: 36 – 42
NÝ
KILJA
Ég l jú fa v i l þé r s yng ja söngva
Ný vikutilboð í dag!
Stjörnum prýdd opnun
Framleiðandinn Eva Maria
Daniels stofnar Gallery for
the People á netinu.
fólk 30
FÓLK Undirbúningur fyrir tökur
á þriðju þáttaröð Latabæjar
stendur nú yfir og munu þó
nokkrar skemmtilegar nýjung-
ar líta dagsins ljós í þáttunum.
Búningur Íþróttaálfsins fær
meðal annars útlitsyfirhalningu
sem bandaríska fyrirtækið Iron-
head Studio sér um. Fyrirtækið
er á meðal færustu fyrirtækja í
búningahönnun og hefur meðal
annars hannað búningana
fyrir Batman-mynd-
irnar.
„Okkur langaði að
uppfæra búninginn og
gera hann meira
spennandi með
því að bæta
við tækjum
og tólum,“
segir
Hrefna
Björk
Sverris-
dóttir, verk-
efnastjóri
Latabæjar.
- sm / sjá síðu 30
Íþróttaálfurinn í yfirhalningu:
Batman-hönn-
uður í Latabæ
FJÖLMENNT Á VESPU Þessir drengir þrímenntu á rafmagnsvespu í Austurstræti í gær. Í undirbún-
ingi er frumvarp til breytinga á umferðarlögum en nái það fram að ganga má enginn aka rafmagnsvespu nema
hafa náð fimmtán ára aldri og staðist ökupróf. Reyndar má heldur ekki þrímenna á vespu. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
LÖGREGLUMÁL Kærum til lögreglu
vegna kynferðisbrota gegn börn-
um fjölgaði um 30 prósent milli
áranna 2010 og 2011. Í fyrra voru
kærurnar 58 talsins en 41 árið á
undan. Tilkynningum til barna-
verndarnefnda vegna barnaníðs
fjölgaði að sama skapi á tíma-
bilinu, úr 428 tilkynningum árið
2010 í 461 árið 2011.
Björgvin Björgvinsson, yfir-
maður kynferðisbrotadeildar lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu,
segir fjölgunina greinilega.
„Það er mikil aukning í þess-
um málaflokki,“ segir hann. „Ef
litið er til síðustu ára hefur verið
jöfn fjölgun á milli ára, það er að
segja að það er stöðugt kært meira
heldur en árin á undan.“
Þorbjörg Sveinsdóttir, sérfræð-
ingur í Barnahúsi, tekur undir
orð Björgvins og segir málunum
fjölga stöðugt milli ára. Ástæðan
liggi bæði í því að fólk sé orðið
óhræddara við að kæra, en hún
telur að sama skapi að brotum geti
hafa fjölgað á síðustu árum.
„Það eru fleiri mál sem verið er
að fara með í þennan rétta farveg
og þau eru tekin fastari tökum,“
segir hún. „En eitthvað af þessu
getur líka skrifast á fjölgun mála.“
Þorbjörg segir kynferðisbrot-
um gegn börnum greinilega hafa
fjölgað í kjölfar hrunsins. Erf-
itt sé að fullyrða hvort þau verði
alvarlegri milli ára, en á hverju
ári komi upp mjög alvarleg tilvik.
Hún bendir einnig á að allt
sem tengist barnaníði á Netinu
sé nýtilkomið. Málum vegna kyn-
ferðisbrota á Netinu fjölgi gríðar-
lega, þá sér í lagi þeim sem tengj-
ast áreitni og vændi hjá börnum.
Um 40 prósent mála sem koma til
kasta Barnahúss enda í kæru hjá
lögreglu. - sv
Barnaníðsmálum
fjölgar hjá lögreglu
Kærum til lögreglu vegna kynferðisbrota gegn börnum fjölgaði úr 41 í 58 milli
áranna 2010 og 2011. Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgar einnig.
Á leið til Ástralíu
Helga Margrét Þorsteins-
dóttir er ekki enn laus við
meiðsli aftan í læri.
sport 27
STJÓRNSÝSLA Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, formaður
Framsóknarflokksins, segir í
aðsendri grein í Fréttablaðinu
í dag að nauðsynlegt sé að
tryggja að þjóðin öll njóti góðs
af finnist olía og gas í íslenskri
lögsögu. Ríkisolíufélag sé liður
í því.
Sigmundur segir að setja
þurfi reglur um hvernig fara
eigi með hugsanlegan ávinning
af olíu- og gasvinnslu án þess
þrýstings sem geti myndast á
síðari stigum.
Þar mætti einnig líta til Nor-
egs þannig að byggður yrði upp
sjóður háður takmörkunum til
að koma í veg fyrir að stjórn-
málamenn freistist til að eyða
óhóflega og skapa þenslu.
- ibs / sjá síðu 16
Formaður Framsóknarflokks:
Ríkisolíufélag
nauðsynlegt
2 2
2
22
HVASST með S- og SA-strönd-
inni en annars hægari, en vaxandi
vindur. Talsverð slydda og síðan
rigning suðaustan og austan til.
Norðanlands snjóar eftir hádegi.
VEÐUR 4
LANDSDÓMUR Skipuleggja hefði mátt aðgerðir stjórn-
valda í aðdraganda bankahrunsins betur að mati
Tryggva Pálssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra
fjármálasviðs Seðlabanka Íslands (SÍ).
Tryggvi sagði fyrir Landsdómi í gær að þótt skipu-
lagi aðgerða hefði verið ábótavant væri ekki víst
að það hefði breytt neinu fyrir aðra en kröfuhafa
bankanna. Hann gagnrýndi fyrrverandi bankastjóra
harðlega: „Fyrrverandi bankastjórar sem halda því
fram að þeir hefðu getað lifað þetta áfall af, jafnvel
fjórum árum síðar, eru í mjög djúpri afneitun.“
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra,
kom einnig fyrir Landsdóm í gær sem vitni. Hann
sagðist nú efast um heilindi breskra stjórnvalda
þegar kom að því að flytja Icesave-reikningana úr
útibúi Landsbankans í Bretlandi í þarlent dótturfélag.
Árni sagði samskipti við bresk stjórnvöld á árinu
2008 hafa verið „óskaplega skrítin“ og að hann hefði
fengið það á tilfinninguna að þau vildu ekki vinna að
þessari færslu Icesave-reikninganna.
Vitnaleiðslum fyrir Landsdómi lauk í gær. Hlé
verður gert á aðalmeðferð málsins í dag, en á morg-
un og föstudag fer fram munnlegur málflutningur
saksóknara og verjanda. - bj, þsj / sjá síður 6 og 8
Aðgerðir hefði mátt skipuleggja betur segir fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá SÍ:
Bankastjórar í djúpri afneitun