Fréttablaðið - 14.03.2012, Page 6

Fréttablaðið - 14.03.2012, Page 6
14. mars 2012 MIÐVIKUDAGUR við 140 Northern Rock banka í kerfislegri áhættu,“ sagði Tryggvi. Þá hafi allir erlendir aðilar litið á íslensku bankana sem eina heild. Því hafi alltaf verið gengið út frá því að ef einn lenti í vandræðum þá myndi það smita yfir á alla. Djúp afneitun Spurður um hvort aðgerðir stjórnvalda í aðdraganda banka- hrunsins hefðu verið fullnægj- andi sagði Tryggvi að vissulega hefði mátt skipuleggja þær betur. Erfitt væri hins vegar að segja til um hvort það hefði breytt ein- hverju öðru, en að hugsanlega hefði tap kröfuhafanna orðið aðeins minna. „Fyrrverandi bankastjórar sem halda því fram að þeir hafi getað lifað þetta áfall af, jafnvel fjórum árum síðar, eru í mjög djúpri afneitun,“ sagði Tryggvi. Hann lýsti því yfir í vitnastúku að honum fyndist neyðarlaga- setningin hafa tekist vel og að hún hefði skilað farsælli niður- stöðu miðað við þær aðstæður sem voru uppi. Vildu ekki valda áfalli Tryggvi mótmælti þeirri gagn- rýni sem fram hafði komið hjá fjölda vitna undanfarna daga að skýrsla Seðlabankans um fjár- málastöðugleika, sem birt hefði verið í maí 2008, hafi verið nokk- urs konar heilbrigðisvottorð fyrir íslensku bankana. Í henni hafi meðal annars verið að finna setn- ingu um að „ríkjandi aðstæður reyna á viðnámsþol bankana,“ og töflu yfir helstu áhættuþætti sem steðjuðu að þeim. Bankinn hafi í raun gengið eins langt og hann gat í að lýsa stöðunni án þess að „við myndum að eigin frumkvæði valda fjármálaáfalli“. Tryggvi rökstuddi þessa fullyrðingu með því að ef Seðlabankinn hefði sagt opinberlega að bankakerfið væri í verulegum vanda statt þá hefðu allar lánalínur lokast samstundis og allt farið á hliðina í kjölfarið. Eins og gauksungi Líkt og önnur vitni var Tryggvi spurður út í tilraunir bankanna til að selja eignir, flytja úr landi eða afla lausafjár á árinu 2008. Hann sagði Seðlabankann hafa fylgst vel með þessum tilraunum, bæði með upplýsingum frá bönk- unum sjálfum en eins frá erlend- um aðilum. Allar þessar tilraun- ir hefðu verið kortlagðar innan Seðlabankans. Hann benti einnig á mögu- leikann á því að þeir peningar sem hægt hefði verið að leysa innan bankanna yrðu ekki not- aðir til að auka lausafjárstöðu þeirra, heldur hefðu getað „farið út um bakdyrnar“ til stærstu eigenda bankanna sem voru líka í lausafjárvanda. „Þeir, eins og gauksungi, heimtuðu sitt,“ sagði Tryggvi. Geir H. Haarde fyrir Landsdómi – dagur 7 Seðlabanki Íslands gaf ekki út heilbrigðisvottorð fyrir íslenska bankakerfið vorið 2008 heldur varaði við án þess að valda sjálf- ur fjármálaáfalli. Neyðar- lögin skiluðu góðri niður- stöðu og það eina sem frekari undirbúningur hefði skilað væru mögu- lega betri endurheimtur fyrir kröfuhafa bankanna. Þetta kom fram í vitna- leiðslum yfir Tryggva Pálssyni fyrir Landsdómi í gær. Tryggvi Pálsson var fram- kvæmda stjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands á því tíma- bili sem ákæran á Geir H. Haarde snýr að. Hann var einn- ig ritari samráðshóps um fjár- málastöðugleika og ritaði hinar umdeildu fundargerðir sem eru að miklu leyti undirstaðan í mála- tilbúnaðinum gegn Geir. Tryggvi stýrði auk þess viðbúnaðarstarfi Seðlabankans. Vitnaleiðslur yfir honum snerust því að miklu leyti um þann viðbúnað sem var fyrir hendi innan íslenska kerfisins í aðdraganda bankahrunsins. Tryggvi hóf vitnisburð sinn á því að telja upp ýmis skjöl og greiningar sem unnar höfðu verið innan Seðlabankans í aðdraganda hrunsins þar sem aðsteðjandi hætta var metin. Á meðal þeirra var skjal sem hann skrifaði í nóvember 2007 og heit- ir „Er íslenska fjármálakerf- inu meiri hætta búin nú en var 2005/2006?“. Niðurstaða Tryggva var sú að svo væri. Auk þess skip- aði Tryggvi sérstakan krísuhóp innan Seðlabankans sem síðar starfaði fram að fjármálaáfall- inu í október 2008. Þetta taldi Tryggvi meðal annars til marks um að mikið hefði verið unnið að viðlagaáætlun í aðdraganda þess. 140 sinnum Northern Rock Tryggvi sagði að á vissan hátt væru grunnatriði í viðlagaáætl- un fjármálakerfis þau sömu og í náttúruhamfaramálum. Vinnan við hana hefði ekki snúist um að vinna eitt skjal sem grípa ætti til ef í óefni horfði, heldur að gera alla tilbúna til að takast á við aðstæður sem gætu komið upp. Að mati Tryggva tókst Seðla- bankanum að undirbúa sig mjög vel „þó að ýmsir hafi viljað taka þá skrautfjöður af okkur“. Sum vitni sem hafa komið fyrir Landsdóm, meðal annars Tryggvi Þór Herbertsson, hafa gagnrýnt að Seðlabankinn hafi ekki gert sér grein fyrir þeim smitáhrifum sem fall eins banka myndi hafa á allt kerfið. Tryggvi hafnaði þessu og sagði alla stóru bankanna þrjá hafa verið greinda sem kerfis- lega mikilvæga. Til samanburð- ar hefði til dæmis Northern Rock, breskur banki sem féll fyrr á árinu 2008, ekki verið tal- inn kerfislega mikilvægur þar í landi en samt valdið gríðar- legum usla. „Þegar áfallið verð- ur hér, þá er það sambærilegt Bankastjórar í mjög djúpri afneitun Tryggvi sagði frá því að í aðdraganda hrunsins hefði hann haft þá skoðun að það þyrfti „öðruvísi hóp“ en samráðshópinn, sem var upplýsinga- og skoðana- skiptahópur skipaður embættismönnum, til að taka næstu skref þegar leið að haustinu. Að hans mati hefði þurft að setja á fót aðgerðahóp sem myndi vinna út frá sérstakri áætlun og sem væri undir stjórn „hershöfðingja“, líkt og Tryggvi orðaði það. Samráðshópurinn, og hann þar með talinn, hafi ekki verið skipaður þannig manngerðum. Andri Árnason, lögmaður Geirs, spurði Tryggva í kjölfarið hvort það gæti verið að umræddur „hershöfðingi“ sem hann hugsaði um hefði mögulega verið til staðar innan Seðlabankans. Tryggvi sagðist þá „á engan hátt vera með ákveðinn mann í huga sem hershöfðingja, hvort sem það var Davíð Oddsson eða aðrir“. Hershöfðingja hefði þurft til að leiða aðgerðahóp SEÐLABANKAMAÐUR Tryggvi Pálsson var framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðla- bankans fyrir hrun. Hann sagði að stærstu eigendur bankanna, sem líka voru í lausafjárvanda, hefðu verið „eins og gauksungi, heimtuðu sitt“. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fimmtudaga á Stöð 2 FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS Þórður Snær Júlíusson thordur@fréttabladid.is Ég var persónulega orðinn mjög sannfærður um það um sumarið [2008] að óveður væri að fara að skella á Íslandi. Steingrímur J. Sigfússon sagði það skjal- fest að hann hafi óttast um efnahags- kerfið allt frá árinu 2005. Stökkin voru ekki jöfn á milli bankanna. Þau voru skrykkjótt. Árni M. Mathiesen reyndi að lýsa því hvernig efnahagsreikningar bankanna stækkuðu á árunum fyrir hrun. Nú er ég bara klukkulaus, hún stoppaði. Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari svaraði athugasemd formanns Landsdóms, sem var farinn að líta á klukku sína. Orðrétt

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.