Fréttablaðið - 14.03.2012, Síða 12

Fréttablaðið - 14.03.2012, Síða 12
12 14. mars 2012 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 E ngum þarf að koma á óvart að Alþingi hafi enn og aftur þurft að herða á gjaldeyrishöftunum á skyndifundi í fyrrakvöld. Það var fyrirsjáanlegt að þegar einu sinni hefðu verið sett gjaldeyrishöft leitaði markaðurinn sér að leiðum framhjá þeim og þess vegna þyrfti sífellt að stoppa í götin, ættu höftin á annað borð að halda. Þetta er dapur- leg staðreynd, en því miður lítt umflýjanleg. Íslenzka krónan er ekki not- hæfur gjaldmiðill á frjálsum markaði. Án hafta fellur hún eins og steinn. Það er orðið tímabært að reyna að skapa ein- hverja samstöðu um að horfast í augu við þá staðreynd. Umræðan um gjaldmiðils- málin er annars einkennileg. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á flokksstjórnar- fundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi að það sem helzt ógn- aði stöðugleika og hagfelldri þróun efnahagsmála á Íslandi væri krónan. Framtíðarskipan gjaldmiðilsmála skipti öllu máli um það hvort tækist að tryggja kaupmátt launa, viðunandi vaxta- stig og atvinnutækifæri. Forsætisráðherrann talaði fyrir þeirri skýru stefnu síns flokks að stefna að upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu. Þetta gagnrýndu stjórnarandstöðuþingmenn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, skammaði for- sætisráðherrann fyrir að tala niður krónuna. Sjálfur nýbúinn að halda ráðstefnu um hugsanlega upptöku Kanadadollars í stað hennar. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók í sama streng og sagði yfirlýsingar ráðamanna veikja krónuna. Hann hefur sjálfur margoft látið í ljós efasemdir um að búandi sé við krónuna til framtíðar. Flestir hugsandi stjórnmálamenn átta sig nefnilega á því að krónan er ónýt. Það gera þeir Sigmundur Davíð og Illugi alveg áreiðanlega. Sömuleiðis átta flestir sig á því að við eigum ekki kost á öðrum gjaldmiðli til skamms tíma. En forsenda þess að hægt sé að lifa með krónunni næstu árin og losa hana jafnvel úr gjaldeyrishöftum er að við séum með skýra áætlun um hvernig við ætlum að taka upp annan gjaldmiðil. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Um nærtækasta planið, það sem Jóhanna Sigurðardóttir lýsti á flokksstjórnarfundinum, ríkir engin samstaða, hvorki innan ríkisstjórnarinnar né á Alþingi. Hugmyndir eins og sú að taka upp einhliða gjaldmiðla ríkja sem Ísland á í miklu minni viðskiptum við en evrusvæðið og afsala sér þar með einnig einhliða öllu valdi yfir peningamálastefnunni, einkennast af raunveruleikaflótta. Forsætisráðherra minnti í ræðu sinni á að á næstu vikum verður gefin út ýtarleg skýrsla Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldmiðilsmálum. Þverpólitísk nefnd allra þingflokka og aðila vinnumarkaðarins á að leitast við að ná samstöðu um stefnu í peningamálum landsins. Illu heilli er ekki hægt að leyfa sér að vera bjartsýnn á að slík samstaða finnist. Sennileg niðurstaða af áframhaldandi skorti á sameiginlegri sýn á gjaldmiðilsmálin er að við sitjum áfram uppi með krónuna – og höftin. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Nú þegar vinna við rammaáætlun er á lokametrunum er farið að gæta óþreyju hjá mörgum. Ástæða þess að málið hefur tekið lengri tíma en áætlað var er einfaldlega hversu viðamikið það er og að við viljum gæta þess á öllum stig- um að vinna faglega að málinu og fylgja réttri stjórnsýslu. Það var í júlí síðastliðnum að verk- efnisstjórn 2. áfanga rammaáætlunar skilaði lokaskýrslu sinni. Mikilvægt er að hafa í huga að í skýrslunni er ekki að finna flokkun þeirra virkjunarkosta sem verkefnisstjórnin hafði til skoðunar, en í lögum nr. 48/2011 um rammaáætlun er mælt fyrir um að virkjunarkostir séu flokkaðir í orkunýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk og lagðir þannig fram á Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Á grundvelli tillagna verkefnisstjórnar voru virkjunarkostirnir flokkaðir hver í sinn flokk. Við þá vinnu nutum við lið- sinnis formanns verkefnisstjórnarinnar og formanna þeirra fjögurra faghópa sem störfuðu í verkefnisstjórninni. Í kjölfarið voru samin drög að þingsályktunartillögu sem síðan var sett í lögbundið opið 12 vikna umsagnarferli. Alls bárust 225 umsagnir og í samræmi við 5. gr. laganna um rammaáætlun á að gæta varúðarsjónarmiða þegar umsagn- ir eru metnar og tillaga til þingsins ákveðin. Heyrst hafa þær raddir að réttast væri að leggja einfaldlega fyrir Alþingi sem þingsályktunartillögu skýrslu verkefnisstjórnarinnar. Það er hins vegar ekki hægt skv. lögum þar sem að í henni er ekki að finna flokkun á virkjunarkostunum. Þá hafa aðrir bent á að nærtækast væri að leggja fyrir Alþingi drögin sem lögð voru fram í umsagnarferlinu. Ef sú leið væri farin værum við um leið að hafa að engu umsagnarferlið og færum jafn- framt á svig við Árósasamninginn sem kveður á um aukna þátttöku almennings í ákvarðanatöku í umhverfismálum. Vinna við rammaáætlun hefur staðið yfir allt frá árinu 1999 og á öllum stig- um málsins hefur verið lögð áhersla á að vinna málið eins vel og faglega og framast er kostur. Tilgangur vinnunnar er að vega og meta það hvernig orku- vinnsla næstu ára og áratuga geti þróast með heildarhagsmuni að leiðarljósi, svo sátt náist á milli sjónarmiða nýtingar og verndar. Vel skal vanda Ramma- áætlun Oddný G. Harðardóttir iðnaðarráðherra Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra Krónukvabb Þingmenn minnihlutans á Alþingi hafa undanfarið gert alvarlegar athugasemdir við málflutning stjórnar- liða um íslensku krónuna. Sagði Illugi Gunnarsson meðal annars á þingi í gær að áhyggjuefni væri að ráðamenn töluðu um krónuna líkt og hana yrði ekki hægt að nota til frambúðar. Þá lét Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknar- flokksins, þau orð falla á mánudag að orð forsætis- ráðherra um helgina, um val- kosti í gjaldeyrismálum væru „óforsvaranleg“, enda hefði gjaldmiðill „ekkert annað en trúverðugleikann“. Ímyndarvandi Já, heyr heyr! Það yrði agalegt ef eitthvað yrði til þess að kasta rýrð á orðspor og trúverðugleika íslensku krónunnar. Þessi minnsti sjálfstæði gjaldmiðill heims má að vísu ekki við því að nokkuð sé sagt um hann, en ímyndarherferð sakar varla. Var ekki farið í hressilegt og uppbyggilegt ímyndarátak til að porra íslensku bankana upp þegar á móti blés? Það má kannski byggja á því góða verki í krónuherferðinni. Fyrst með fréttirnar Eitt af helstu slagorðum Nýja Íslands er gegnsæ stjórnsýsla. Vigdís Hauksdóttir, Framsóknarflokki, er brautryðjandi í þeim efnum þar sem hún flutti í gær glóðvolgar fréttir á Facebook af stöðunni í stjórnarskrár- málum, sitjandi á nefndarfundi þar sem fulltrúar úr stjórnlagaráði voru mættir. Upplýsingaflæðið var að vísu fullsnarpt fyrir smekk meirihluta nefndarinnar og forseta Alþingis sem lýsti því yfir að Vigdís hefði með því gerst brotleg við þing- sköp. Vigdís hélt þó fram sakleysi sínu og sagðist hafa verið beitt ofbeldi í þessu máli. Jahá! Aldrei má maður ekki neitt. thorgils@frettabladid.is Ekki kemur á óvart að herða hafi þurft gjaldeyrishöftin: Haftakrónan

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.