Fréttablaðið - 14.03.2012, Page 13

Fréttablaðið - 14.03.2012, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 14. mars 2012 13 Mörgum þykir ríkja tryllt öld – ófriðaröld – á Íslandi og raunar víðar í heiminum, ef út í þá sálma er farið. Hér á landi er hver höndin uppi á móti annarri og reiði, tortryggni og vanlíðan er áberandi, enda höfum gengið um dimman dal svika, þjófnaðar og lyga. Fáir bera traust til Alþingis og kirkju, tveggja elstu stofnana þjóðarinn- ar, sem hafa skapað þetta land ásamt tungunni sem gerir okkur að Íslendingum. Og nú slæ ég var- nagla: Með þessum orðum er ekki verið að ýta undir þjóðernishroka og því síður þjóðernisstefnu. Virð- ing fyrir landi, þjóð og tungu á ekkert skylt við þjóðernishroka og þjóðernisstefnu. Það er í besta falli misskilningur og í versta falli þjóðlygi að halda slíku fram. Hver einstaklingur á rétt á óskoraðri virðingu sem ekki má skerða og mikilvægasta hlutverk ríkisvalds- ins er að virða og vernda þennan rétt sérhvers einstaklings – eða eins og segir í fyrstu grein stjórn- arskrár Þýskalands frá 23. maí 1949: „Die Würde des Menschen ist unantastbar. Sie zu achten und zu schützen ist Verpflichtung aller staatlichen Gewalt.“ Mannvirðing Það er engin tilviljun að Þjóðverj- ar settu þessi orð í fyrstu grein stjórnarskrár sinnar árið 1949, en í því landi var kynt undir mannfyr- irlitningu í skjóli falskenninga um yfirburði hins hvíta kynstofns, Arí- anna. Þjóðernisvitund og þjóðern- isstefna eiga ekkert sameiginlegt. En það er ekki aðeins sérhver ein- staklingur, sem á rétt á óskoraðri virðingu og ekki má skerða, heldur sérhver þjóð og sérhver þjóðtunga. Til þess voru Sameinuðu þjóðirnar stofnaðar 1945 sem hafa nú um 200 þjóðríki innan vébanda sinna. Í mannréttindayfirlýsingu SÞ segir, „að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra rétt- inda sem er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum“. Óskoruð mannréttindi og ósnert- anleg mannvirðing er grundvöllur að jafnrétti og friði og þetta skal standa: Hver einstaklingur á rétt á óskoraðri virðingu sem ekki má skerða og allir eru jafnbornir til virðingar – og þá er það sagt. Alþingi En hvað má til varnar verða vorum sóma þegar alþingismenn eru eins og götustrákar sem hró- past á við hæstaréttarlögmenn og skammir og svívirðingar eru daglegt brauð í sölum Alþingis. Það sem til þarf er siðbót í land- inu. Það er hlutverk kirkjunnar, skólanna og ekki síst heimilanna í landinu. Menning íslensku þjóð- arinnar er kristin menning og auk Alþingis er þjóðkirkjan, skólarn- ir og ekki síst heimilin mikilverð- ustu stofnanir ríkisins. Það þýðir hins vegar ekki að ganga skuli á réttindi þeirra sem eru annarrar trúar eða telja sig trúlausa, því að allir eiga jafnan rétt til virðing- ar og mannréttinda án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, skoðana, þjóðern- is, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna, eins og segir í mannréttindayfirlýsingu SÞ. Íslensk tunga Sem gamall barnakennari í íslensku vil ég enn og aftur minna á, að íslensk tunga er það sem gerir OKKUR að Íslendingum og með íslenskri tungu höfum við mótað sögu landsins – eða eins og Snorri Hjartarson lýsir svo vel í ljóði sínu Land þjóð og tunga sem er óður til þessarar heilögu þrenn- ingar og á erindi við íslensku þjóð- ina nú, ekki síður en áður: Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé. Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein, í dögun þeirri er líkn og stormahlé og sókn og vaka: eining hörð og hrein, þú heimtar trúnað, spyr hver efnd mín sé. Þú átt mig, ég er aðeins til í þér. Örlagastundin nálgast grimm og köld; hiki ég þá og bregðist bý ég mér bann þitt og útlegð fram á hinsta kvöld. Ísland, í lyftum heitum höndum ver ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld. Vel má fallast á það með Stef-áni Jóni Hafstein hér í blaðinu 10. mars sl. að ekki sé heppilegt að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson for- seta Íslands í sumar. Þótt honum sé margt vel gefið getur hann aldrei orðið annað en í mesta lagi forseti lítils meirihluta þjóðarinnar, síst af öllu eftir atburði síðustu miss- era. Það sem við þörfnumst hins vegar er samstöðuafl og samein- ingartákn, maður sem getur end- urvakið þann frið um Bessastaði sem ríkti áður en Ólafur Ragnar fór að búa þar. Það merkir ekki endi- lega að forseti þurfi að vera kosinn með miklum meirihluta atkvæða, þótt það væri til bóta ef þess væri kostur, heldur að hann verði strax vel viðunandi og fljótlega vinsæll meðal þeirra sem kjósa hann ekki. Vigdís Finnbogadóttir hlaut aðeins þriðjung atkvæða þegar hún var kosin fyrst, en hún ávann sér fljótt álit og virðingu sem gerði hana að sannkölluðum þjóðhöfðingja. Hún reyndist vera rétt val. Vafalaust geta margir leyst þetta verkefni en ég hef sérstaklega einn mann í huga, og það er Pétur Gunn- arsson rithöfundur. Hann hefur aldrei verið virkur í stjórnmálum og er afar ólíklegur til að blanda sér í pólitísk ágreiningsefni. Ég veit ekki einu sinni hvaða flokk hann hefur kosið að undanförnu og hef ekki hugmynd um hvort hann er með eða á móti aðild Íslendinga að Evrópusambandinu. Við Pétur erum engir einkavinir, enda veit ég ekki hvort hann er til í kosningabar- áttu; á það verður að reyna. En ég þykist þekkja hann nógu vel til að vita að hann hafi víðsýni til að láta kjörna fulltrúa kjósenda eða kjós- endur sjálfa um að taka ákvarðanir um slíkt. Hann er einkar viðfelld- inn maður, glaðvær á hljóðlátan hátt og sérstaklega fyndinn eins og þeir vita sem hafa lesið bækur hans um uppvöxt Andra Haralds- sonar. En hann getur líka átt til að vera talsvert landsföðurlegur þegar það á við. Hann er rótfastur í íslenskri menningu sem atvinnu- rithöfundur um áratugi, og hann hefur komið að félags- og stjórn- arstörfum, meðal annars sem for- seti Rithöfundasambands Íslands. Sömuleiðis skiptir það máli að eig- inkona Péturs, Hrafnhildur Ragn- arsdóttir prófessor við Menntavís- indasvið Háskóla Íslands, mundi ekki sóma sér miður sem húsfreyja á Bessastöðum en Pétur í húsbónda- hlutverkinu. Vafalaust geta margir leyst þetta verkefni en ég hef sérstaklega einn mann í huga, og það er Pétur Gunnarsson rithöfundur. Land, þjóð og tunga Frið um Bessastaði Forsetaembættið Gunnar Karlsson fyrrum prófessor í sagnfræði Menning Tryggvi Gíslason fv. skólameistari ÍReykjavík býr alls konar fólk og borgaryfirvöld fagna þeim fjöl- breytileika. Sumir þurfa á miklum stuðningi samfélagsins að halda í sínu lífi, aðrir minni en öll eigum við það sameiginlegt að þurfa á vel- ferðarþjónustu að halda á einhverj- um tímapunkti í lífi okkar. Velferðarsvið leggur áherslu á það að þegar fullorðið, sjálfráða fólk vill leita sér hjálpar hafi það val um hvar það fær þjónustu. Í þjónustu- og styrktarsamningum velferðarsviðs við þriðja aðila er sérstaklega kveðið á um að unnið skuli í samræmi við mannrétt- indastefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var í borgarstjórn 16. maí 2006. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á aukið samstarf við notendur þjónustunnar, auk þess sem leitað hefur verið nýrra leiða í þjónustunni, m.a. með faglegum stuðningi við þriðja aðila frá sér- fræðingum þjónustumiðstöðva vel- ferðarsviðs. Þegar samið er við þriðja aðila er fyrst og fremst horft til þess hvort starf viðkomandi fyrir- tækja, félaga eða samtaka sé virkt og skili árangri fyrir þá einstak- linga sem þangað velja að sækja sér hjálp. Þá er vert að benda á að á vegum mannréttindaráðs er starf- andi starfshópur sem er ætlað að gera tillögu að skýrum ákvæðum um mannréttindi utangarðsfólks og fíkla í Reykjavík svo að tryggja megi að þjónusta við þennan hóp verði í samræmi við mannréttinda- stefnu Reykjavíkurborgar. Tryggjum mannréttindi. Þau trúfélög og/eða lífsskoðunar- félög sem velferðarsvið styrkir hafa óskað eftir styrkjum vegna verkefna í þágu fullorðins fólks. Þessi félög vinna nauðsynlegt og mjög óeigingjarnt starf í þágu sam- félagsins, en það þýðir ekki að þau séu hafin yfir gagnrýni eða að þau séu undanskilin aðhaldi. Þess vegna var tillögu VG um að setja á lagg- irnar starfshóp til að vinna reglur um samskipti velferðarsviðs við trúar- og lífsskoðunarfélög hafnað en í stað þess var samþykkt tillaga um að velferðarsvið upplýsi: a) hvernig almennu eftirliti er háttað með félögum sem talist geta til trúfélaga og/eða lífsskoðunar- félaga og eru með þjónustu-/ styrkt- arsamninga við sviðið b) og hvernig auka megi eftir- fylgni vegna ákvæða í þjónustu- samningum um að unnið skuli í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Meginhlutverk velferðarráðs er að vera eftirlitsaðili með þeirri þjónustu sem Reykjavíkurborg veit- ir. Það eftirlit tökum við mjög alvar- lega og munum fylgjast áfram náið með þeim árangri sem þessi þjón- usta er að ná og hvernig hún er framkvæmd. Fjölbreytileiki kallar á fjölbreytt úrræði Samfélagsmál Björk Vilhelmsdóttir formaður velferðarráðs Kristín Heiða Helgadóttir varaformaður velferðarráðs Velferðarsvið leggur áherslu á það að þegar fullorðið, sjálfráða fólk vill leita sér hjálpar hafi það val um hvar það fær þjónustu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.